Morgunblaðið - 11.05.2008, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. MAÍ 2008 49
✝ Guðrún Gests-dóttir fæddist á
Seyðisfirði 27. júlí
1922. Hún lést á
Hjúkrunarheimilinu
Vífilsstöðum 5. maí
síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru hjónin Hólm-
fríður Jónsdóttir, f.
25.6. 1890, d. 4.4.
1970, og Gestur Jó-
hannsson, f. 12.1.
1889, d. 12.3. 1970.
Systkini Guðrúnar
eru Valgerður, f.
1921, d. 2008; Jón, f. 1924, d. 1961;
Friðrika, f. 1927; Kristín f. 1929,
d. 2006; Hólmfríður, f. 1929; og
Daníel, f. 1932.
Guðrún giftist 20.4. 1946 Árna
Finnbjörnssyni, f. á Hesteyri í
Sléttuhreppi við Norður-
Ísafjarðardjúp 16.6. 1921. Hann
lést á Hjúkrunarheimilinu Vífils-
stöðum 17.6. 2005. Dætur þeirra
hjóna eru: 1) Hólmfríður, f. 1947.
Börn hennar og Stefáns Páls-
sonar, fyrri eiginmanns, eru: a)
Árni, f. 1973, sambýliskona Eyrún
Ósk Guðjónsdóttir og synir þeirra
Guðjón Bjarki og óskírður dreng-
ur, sonur Árna og Sólveigar
Hrannar Sigurðardóttur er Stef-
án Ingi, b) Anna
Guðrún, f. 1975,
sambýlismaður
Þröstur Þorkelsson
og dóttir Tinna, c)
Guðrún Elísabet, f.
1975, sambýlis-
maður Hilmar Veig-
ar Pétursson og
dóttir Eva Sólveig.
Síðari eiginmaður
Hólmfríðar er Jón
Gauti Jónsson. 2) El-
ísabet Guðný, f.
1950. Eiginmaður
hennar er Ingþór
Kjartansson, synir þeirra a)
Kjartan Þór, f. 1982, b) Árni
Gunnar, f. 1984, sambýliskona
Erna Karen Þórarinsdóttir og
barn þeirra Elísabet Lilja.
Guðrún ólst upp í foreldra-
húsum á Seyðisfirði. Hún fór í
Menntaskólann á Akureyri þaðan
sem hún útskrifaðist sem stúdent
1942. Hún vann um tíma hjá Eim-
skipum og síðan sem húsmóðir.
Hún bjó á árunum 1957 til 1961 í
Berlín og síðan Prag með eig-
inmanni og dætrum, búskaparár-
in utan þess í Reykjavík.
Útför Guðrúnar fór fram í
kyrrþey frá Fossvogskirkju 9.
maí síðastliðinn.
Það er gott að minnast Guðrúnar
Gestsdóttur, fyrrum tengdamóður
minnar. Ég kynntist henni fyrir rúm-
um fjörutíu árum þegar ég kom á
heimili hennar í upphafi sambands
míns við dóttur hennar Hólmfríði.
Guðrún tók mér vel frá fyrsta degi og
náðum við strax vel saman. Hún hafði
mikinn áhuga á mönnum og málefn-
um og ekki sakaði að ég þekkti vel til
margra þeirra sem hún hafði kynnst
á skólaárunum í Menntaskólanum á
Akureyri og þeirra sem töldust til
hennar vinahóps.
Guðrún var uppalin á menningar-
heimili á Seyðisfirði og voru æsku-
stöðvarnar henni kærar alla tíð.
Hólmfríður móðir hennar var dóttir
Jóns Jónssonar alþingismanns í
Múla og voru afkomendur hans og
Múlaættin oft á vörum Guðrúnar.
Faðir hennar Gestur Jóhannsson
vann við verslun á Seyðisfirði og var
heimili fjölskyldunnar í stóru húsi er
stendur allhátt í hlíðinni í brekkunni
undir klettabeltunum og var í dag-
legu tali nefnt Múli. Heimilið var
mannmargt enda börnin sjö og gesta-
gangur mikill. Þar nam Guðrún hin
góðu gildi mætra kvenna þess tíma
og mun hún að loknu menntaskóla-
námi hafa dvalið þar eystra í eitt ár á
meðan hún sat í festum og saumaði
fangamark í dúkalín er fóru í brúð-
arkistilinn og enn má finna í fórum
afkomenda hennar.
Guðrún var greind, harðdugleg og
hefði eflaust notið sín á vinnumark-
aðinum, en svo fór að hún helgaði sig
heimilinu alla ævi enda átti yngri
dóttir hennar við veikindi að stríða í
æsku og einnig mun eiginmanni
hennar ekki hafa verið það að skapi
að hún ynni utan heimilis. Athafna-
þörf Guðrúnar fékk því útrás í heim-
ilishaldinu í Hvassaleiti 39, enda var
þar allt vel fægt og pússað og mat-
argerð til fyrirmyndar. Guðrún hafði
ánægju af fallegum munum og átti
postulín, kristal og silfur er hún hafði
keypt austan tjalds í Berlín og í Prag,
en þar bjó hún á árunum 1957 til
1961. Á tyllidögum hélt hún veglegar
matarveislur fyrir fjölskylduna og oft
kom sér vel fyrir okkur sælkerana í
hópnum að úr frystiskápnum virtist
hún geta töfrað fram ómótstæðilegar
kökur, ómælt.
Guðrún var há, glæsileg og reist
kona en svo fór á efri árum að hrygg-
urinn gaf sig smám saman þannig að
hún var rúmföst um langt árabil. Þótt
líkamleg reisn hnignaði hélt hún
fullri andlegri reisn til dánardags.
Árni Finnbjörnsson, eiginmaður
Guðrúnar, settist í helgan stein er
hann var 64 ára og hún árinu yngri.
Guðrún hafði yndi af ferðalögum og
höfðu þau hjónin öll efni til þess að
ferðast á efri árum, en því miður varð
lítið úr því vegna líkamlegrar heilsu
Guðrúnar. Það var ávallt gaman að
rabba við Guðrúnu og fylgdist hún
vel með og vildi fá fréttir af mínu fólki
og öðrum er hún vissi að ég kunni
deili á. Hún var amma góð og reynd-
ist börnum mínum vel. Gengin er góð
kona og vil ég senda dætrum hennar,
mökum þeirra og öðru skyldfólki
innilegar samúðarkveðjur.
Stefán Pálsson
Nú er komin sú stund að við kveðj-
um ömmu okkar hana Guðrúnu
Gestsdóttur eða ömmu í Hvassó eins
og við kölluðum hana oftast. Lengst
af ævi okkar systkina bjuggu amma
og afi í Hvassaleitinu en þangað kom-
um við ófáum sinnum og áttum góðar
stundir. Amma passaði okkur börnin
oft og sá mikið um Árna fyrstu ár
hans. Heima hjá ömmu og afa átti
hver hlutur sinn stað og ætíð var röð
og regla á öllu. Þegar við gistum þar
voru öll föt brotin snyrtilega saman
fyrir háttinn sem er góður siður sem
við höfum þó ekki náð að innræta
langömmubörnunum. Jafnframt
hjálpaði amma okkur við heimanám
og kenndi okkur marga gagnlega
hluti svo sem á klukku, nöfn plánet-
nanna í sólkerfinu og hvað höfuð-
borgirnar í Evrópu heita. Hún hefði
vafalaust orðið mjög góður kennari ef
hún hefði farið þá braut.
Við minnumst einnig frábærra ís-
bíltúra jafnt sem utanlandsferða með
afa og ömmu, meðal annars til Flór-
ída þar sem Disney World og aðrir
merkir staðir á heimsminjaskrá
barna voru heimsóttir. Við ömmu- og
afabörnin vorum ekki mörg og feng-
um því öll mikla athygli. Amma var
mikið jólabarn og voru jólin alltaf
mikil hátíðarstund hjá henni. Langt
fram eftir aldri okkar barnabarnanna
hélt stórfjölskyldan aðfangadags-
kvöld og annan í jólum hátíðleg í
Hvassaleitinu. Þar voru hefðirnar í
hávegum, konfekt var handgert,
margar sortir bakaðar, jólamaturinn
framreiddur á mávastellinu og ófáum
sinnum komu hörðustu og stærstu
pakkarnir frá ömmu og afa. Frá því
að við höfðum vit til mættum við til
ömmu fyrir jólin til að baka smákök-
ur eftir kúnstarinnar reglum og það
var ekki fyrr en próflestur á síðari
skólastigum tók allan okkar tíma í
desember sem við urðum að láta af
þeirri hefð.
Síðustu árin hefur amma dvalið á
Vífilsstöðum og verið rúmliggjandi
en hún hefur staðið sig eins og hetja
og alltaf verið okkur barnabörnunum
góð. Við þökkum öllu því góða starfs-
fólki sem annaðist ömmu þar fyrir
umhyggjuna.
Við kveðjum hana ömmu hinsta
sinni og þökkum henni góðar stundir,
væntumþykjuna og fyrir að vera
yndisleg amma.
Árni Stefánsson, Anna Guðrún
Stefánsdóttir og Guðrún
Elísabet Stefánsdóttir.
Guðrún Gestsdóttir
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir og afi,
SIGURÐUR EINAR EYSTEINSSON,
sem andaðist á Vífilsstöðum fimmtudaginn 1. maí,
verður jarðsunginn frá Langholtskirkju þriðjudaginn
13. maí kl. 13.00.
Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir.
Sigrún Haraldsdóttir,
Dagbjört Einarsdóttir, Ómar Þorleifsson,
Finnur Einarsson, Jóhanna Sigríður Sigurðardóttir
og barnabörn.
✝
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og einlægan
stuðning vegna andláts og útfarar elskulegrar
eiginkonu, móður, dóttur, tengdadóttur, systur,
mágkonu og frænku,
JÓHÖNNU KRISTÍNAR RAGNARSDÓTTUR
hárgreiðslumeistara,
Hjallabraut 37,
Hafnarfirði.
Kærar þakkir til starfsfólks krabbameinsdeildar
11-E á Landspítalanum við Hringbraut fyrir frábæra
umönnun og hlýhug í okkar garð.
Hjálmar Kristinsson,
Hjalti Hjálmarsson,
Helga Hjálmarsdóttir,
Kristín Lundberg,
Kristinn Sigurðsson, Edda V. Halldórsdóttir,
Sigurður Rúnar Ragnarsson, Ragnheiður Hall,
Sigurborg Ragnarsdóttir,
Kristrún Ragnarsdóttir, Snorri Styrkársson
og systkinabörn.
✝
Móðir okkar, tengdamóðir og amma,
SIGRÚN JÚLÍUSDÓTTIR,
Brúnavegi 9,
Reykjavík,
lést á öldrunardeild Landspítala í Fossvogi
sunnudaginn 4. maí.
Jarðarförin fer fram frá Laugarneskirkju
föstudaginn 15. maí kl. 15.00.
Júlíus Kristinn Magnússon,
Sigrún Magnúsdóttir, Jón Jóhannesson,
Elín Magnúsdóttir, Rudi Rudari
og barnabörn.
! "# $!% & '
(!!%
! $)
(!!*% !! +! (
(!!*% , ( '$
(!!*% - $ .! $
(!!*% / 0
(!!*% 0 1 !
(!!*% Útfararþjónusta
Davíðs Ósvaldssonar ehf.
Davíð Ósvaldsson
Útfararstjóri
S. 896 6988 / 553 6699
Óli Pétur Friðþjófsson
Útfararstjóri
S. 892 8947 / 565 6511
Steinsmiðja
• Viðarhöfða 1
• 110 Reykjavík
• 566 7878
• Netfang: rein@rein.is
• Vönduð vinna
REIN
Legsteinar
í miklu úrvali