Morgunblaðið - 11.05.2008, Blaðsíða 71

Morgunblaðið - 11.05.2008, Blaðsíða 71
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. MAÍ 2008 71 Eftir Helga Snæ Sigurðsson helgisnaer@mbl.is ÞAÐ ætti ekki að hafa farið framhjá neinum að Listahátíð í Reykjavík er um það bil að bresta á, hinn 15. maí nk. Það ætti heldur ekki að hafa farið framhjá neinum að halda á sk. tilraunamaraþon í Listasafni Reykjavíkur í Hafn- arhúsi. Það getur enginn haldið því fram að hann finni ekkert við sitt hæfi í tilraunamaraþoninu, slík er fjöl- breytnin. Tilraunir verða gerðar á öllum mögulegum sviðum, ekki að- eins á sviði lista, þátttakendur eru ekki aðeins listamenn heldur einnig vísindamenn, arkitektar, fræði- menn margs konar, m.a. stjarneðl- isfræðingur og stoðtækjasérfræð- ingur. Viðburðurinn skiptist í tvennt, annars vegar maraþon þar sem hver tilraunin er gerð á fætur ann- arri um opnunarhelgi hátíðarinnar og hins vegar sýningu sem standa mun yfir í sumar, til 24. ágúst. Sýn- ingunni og verkefninu er stýrt af tveimur heimsþekktum mönnum úr myndlistarheiminum, Hans Ulrich Obrist, sýningarstjóra sem starfar í Serpentine Gallery í London, og hinum eina sanna Ólafi Elíassyni myndlistarmanni. Listin í vísindunum og vísindin í listinni „Þetta er í raun og veru rosalega breiður vettvangur í kynningu á til- raunum,“ segir Soffía Karlsdóttir, kynningarstjóri Listasafns Reykja- víkur, til frekari útskýringar. Í raun megi segja að listir skarist við ýmsar fræðigreinar og greinar sem menn hafi talið til þessa ótengdar listum. Sá gjörningur/tilraun sem án efa mun vekja hvað mesta at- hygli er sá sem hin heimsþekkta myndlistarkona Marina Abramovic mun gera og ber titilinn Sálkönn- unarborðið. Þar mun hún leiða gesti í sálarrannsóknarferð með aðstoð kynlífsfræðingsins heimskunna Dr. Ruth og Obrist. En hver skyldi grunnhugmyndin að þessu öllu saman vera, tilrauna- maraþoninu? Að bylta hugmynd- inni um hvað listasafn sé og til hvers, hvort einhver skil séu á milli vísinda og listar yfirleitt? „Hvernig listin er í vísindunum og vísindin í listinni, í raun og veru,“ svarar Soffía. „Að þetta sé ekki aðskilið og að þessi lærða reynsla okkar kemur út frá þeim tilraunum sem við gerum, meðal annars. Hvernig skoðum við um- heiminn? Við skoðum hann út frá því sem við lærum og við lærum með því að gera tilraunir og þannig komumst við áfram. Þetta er líka það sem listamenn hafa verið að gera og blandast svolítið saman. Sjáðu t.d. mann eins og Ólaf Elías- son, maður veit aldrei alveg á hvaða stað hann er. Hann blandar þessu ótrúlega skemmtilega saman. Maður notar hann svo oft sem dæmi af því að fólk þekkir verk hans.“ Eno og Elíasson Soffía segist mikið hafa velt því fyrir sér hvaða gestum eða áhorf- endum safnið geti átt von á og er niðurstaðan líklega þessi: Hverjum sem er. Einn þekktasti þátttakand- inn í maraþoninu er án efa fjöl- listamaðurinn og upptökustjórinn Brian Eno, sem hefur m.a. unnið með stórstjörnum á borð við David Bowie og U2. „Brian Eno er hér með risastóra hljóðinnsetningu sem hann hefur verið að setja upp, rosa- lega flotta, og hann verður líka með gjörning eða tilraun með Ólafi Elí- assyni. Það bara skarast öll svið þarna,“ segir Soffía spennt. Um 60 manns taka þátt í maraþoninu og því ómögulegt að gera því öllu skil í einu viðtali eða umfjöllun. Að þessu sögðu ætti að vera ljóst að boðið verður upp á einstakan listviðburð í Reykjavík eftir tæpa viku og vart hægt að finna betra tækifæri til að opna hug sinn fyrir möguleikum listarinnar og sam- tengingu við alla mögulega hluti. Listahátíð í Reykjavík 2008 Listin í vísindunum Hugmyndum bylt á tilraunamara- þoni í Hafnarhúsi www.listasafnreykjavikur.is Tilraunalistamenn Fjöllistamaðurinn Brian Eno, sem hefur m.a. unnið með stórstjörnum á borð við David Bowie og U2, verður með risastóra hljóðinnsetningu í Hafnarhúsinu, auk þess að vinna með Ólafi Elíassyni. Soffía Karlsdóttir Kynningarstjóri Listasafns Reykjavíkur. Sálkönnuður Marina Abramovic gerir tilraun í tilraunamaraþoni Serpent- ine-gallerísins í fyrrasumar. Spennandi verður að sjá upp á hverju hún tek- ur með Obrist og Dr. Ruth á Sálkönnunarborðinu. Morgunblaðið/Þorkell Stjórinn Ólafur Elíasson. HEIMSFRÆGIR tónlistarmenn á borð við Billy Joel, James Taylor, Sting og Brian Wilson voru á meðal þeirra sem lögðu sitt af mörkum við verndun regnskóga Suður-Ameríku á tónleikum í Carnegie Hall á fimmtudaginn. Tónleikarnir eru runnir undan rifjum hjónanna Sting og Trudie Styler sem reka svokall- aðan Regnskógasjóð (Rainforest Fo- undation) en þetta mun vera í 20. sinn sem styrktartónleikarnir eru haldnir. Að þeim loknum var boðið til hátíðarkvöldverðar á Plaza hót- elinu. Eins og sjá má á myndunum nutu stjörnurnar aðstoðar barna sinna sem sýndu að listrænir hæfi- leikar ganga svo sannarlega í erfðir. Reuters Söngleikur Sting syngur við undir- leik leikarans Dustins Hoffman sem þótti nokkuð lunkinn á slaghörpuna. Eplið og eikin Fjölskylduband James Taylor ásamt börnum sínum, Sally og Ben. Mæðgin Billy Joel og dóttir hans,Alexa Ray Joel, sungu saman nokkur lög. Ungstirni Coco Sumner, dóttir tónlistarmannsins Sting, sýndi hvers hún er megnug á tónlistarsviðinu. Ekki fylgir sögunni hvort hún tók „Roxanne“. Einörð Sting og Styler stofnuðu styrktarsjóðinn fyrir um 20 árum og virð- ast hvergi af baki dottin þrátt fyrir síaukinn ágang fólks á regnskógana.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.