Morgunblaðið - 11.05.2008, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 11.05.2008, Blaðsíða 23
Ætlar hann að taka þetta í eft- irrétt? „Nei, þetta er fyrir Gazmanninn. Hann er á leiðinni. Hann borðar ekkert nema bringur.“ Í því dettur Garðar Ómarsson, félagi Egils úr Merzedes Club, inn úr dyrunum og hugsar sér gott til glóðarinnar. Í fyrsta skipti sem ég sé þann mann ekki beran að ofan. Á hvorki barn né konu Það er upplagt að renna í ætt- fræði yfir matnum og Egill upplýsir að móðir hans heiti Ester Ásbjörns- dóttir. „Gamli kallinn heitir svo Einar Egilsson,“ heldur hann áfram, „sonur Egils Einarssonar. Það er því pressa á mér, eignist ég einhvern tíma son, að skíra hann Einar.“ Annars er hann ekki í barna- hugleiðingum. „Ætli ég splæsi ekki í mitt fyrsta barn fertugur,“ segir hann í góðu gríni. Egill upplýsir ennfremur að hann eigi ekki einu sinni konu en oft hef- ur þótt betra að byrja á því áður en „splæst“ er í blessuð börnin. Spurð- ur að því hvort ekkert sé í gangi hleypir hann brúnum. „Ekki til að tala um, ég læt þig vita ef það breytist áður en viðtalið birtist.“ Ég heyri ekki í honum aftur. Hvurslags eiginlega er þetta, stelpur? Ætlið þið að láta þennan væna bita fara til spillis? Egill á tvö systkini, Atla (f. 1989) og Hildi (f. 1985). Maður Hildar er Gunnleifur Gunnleifsson, fótbolta- markvörður úr HK, og eiga þau von á sínu öðru barni. „Hún er fimm ár- um yngri en ég en að koma með sitt annað barn,“ hugsar Egill upphátt. Nei, nei, það er engin pressa. Egill var allan sinn grunn- skólaferil í Digranesskóla og segir minningarnar ljúfar. „Við í Merze- des Club spiluðum þarna um dag- inn og gerðum allt vitlaust. Það var ótrúlega gaman að koma aftur í skólann.“ Síðan lá leið Egils í Mennta- skólann í Kópavogi, þar sem hann lagði stund á nám á hagfræðibraut. „Það var helvíti gaman í MK. Þar stofnuðum við félagarnir fótbolta- liðið Viðrinin sem vann allar keppn- ir sem efnt var til í skólanum. Alveg sama í hvaða grein var keppt. Fyrir vikið vorum við ekki vinsælustu mennirnir í skólanum.“ Á mála hjá Hvöt Íþróttir áttu snemma hug Egils allan. Hann byrjaði í fótbolta en spreytti sig líka í handbolta og ís- hokkíi. „Ég var strax settur í græn- an búning og hef verið Bliki síðan. Að vísu spilaði ég um tíma fótbolta með Haukum en það breytir engu um það hvar hjartað liggur.“ Egill er enn viðloðandi boltann. Er nú á mála hjá Hvöt á Blönduósi sem leikur í 2. deild. „Það kom þannig til að gamall félagi minn úr Viðrinunum, Kristján Óli Sigurðs- son, sem er spilandi þjálfari hjá Hvöt, reif upp símann einn daginn og heimtaði að ég yrði á skýrslu hjá sér í sumar. Ég gat ekki hafnað því.“ Egill hefur eigi að síður haft lít- inn tíma til að spyrna knetti að undanförnu. „Ég vonast samt til að spila eitthvað í sumar. Það myndi t.d. henta mér vel að koma inná síð- asta korterið og skora þessi tvö til þrjú mörk sem eiga að duga liðinu til sigurs. Það er alveg ljóst að Hvöt er á leið upp í 1. deild í haust. Síðan verður gerð atlaga að Lands- bankadeildinni.“ Í raun hentar það Agli illa að spila mikið meira en korter, tuttugu mínútur í leik því sparkiðkun er fljót að bitna á vöðvamassa manna. „Og ekki langar mig að vera hor- aður hljómborðsleikari,“ segir hann og glottir. Eins og oftar þegar Egill á í hlut er vont að átta sig á því hvort hann talar í gríni eða alvöru, þannig að Gazmaðurinn er gripinn glóðvolgur, fyrst hann situr við borðið, og spurður beint út hvort Egill geti eitthvað í fótbolta. „Ég er að borða,“ segir hann kíminn og færist undan því að svara spurningunni. „Hann hefur aldrei séð mig spila fótbolta,“ segir Egill og afgreiðir álit Gazmannsins út af borðinu. „Heldurðu að ég sé að skrökva?“ segir hann svo forviða og beinir spurningunni til mín. Nei, nei. Það er bara siður blaða- manna að tékka af staðreyndir. Loksins skoraði United Spurður að því hvernig hann ætli að sameina leik með Merzedes Club og Hvöt í sumar segir hann það næsta auðvelt. „Merzedes Club verður á þeysireið um landið í allt sumar og það verður örugglega hægt að púsla þessu saman. Við er- um t.d. bókuð á Húnavöku og fyrr um daginn er Hvöt að spila á heimavelli. Þetta steinliggur.“ Egill spilar ekki bara fótbolta, hann horfir líka stíft á hann. Er for- fallinn aðdáandi Manchester Unit- ed. Flesta leiki sér hann á Players en hefur þó til hátíðabrigða farið utan til að sjá goðin í eigin persónu. „Ég fór á United-Arsenal um dag- inn. Fram að því hafði ég séð liðið leika í þrígang og tapa í öll skiptin. Hafði ekki einu sinni séð United skora mark! Þegar Arsenal komst yfir leist mér því hreint ekki á blik- una. En svo skoraði United tvisvar í markið fyrir framan mig og gleðin tók aftur völd. Þetta var æðislegt.“ Skyldi hann fagna enska meist- aratitlinum í dag? Egill hefur leift fjórða hluta nautsins á diskinum og nú sætir Gazmaðurinn lagi og spyr hvort hann megi gera restinni skil. „Hann er alltaf svangur,“ segir Egill og réttir Gazmanninum nautið. Það er gott að hafa einhvern til að draga sig að landi. „Já, þetta er ekki í fyrsta skipti og örugglega ekki það síðasta,“ segir Gazmaðurinn sposk- ur. Willum rak hann í ræktina Frá knattspyrnu að kraftadellu. Hvaðan kemur hún? „Ég veit það ekki alveg. Ég hafði eins og allir krakkar gaman af Jóni Páli. Hann var þvílíkur snillingur. En samt gerði það ekki útslagið. Þessi della greip mig líka frekar seint. Það var þegar ég var að spila fótbolta með Haukum. Þá var ég um tvítugt og bara fimmtíu kíló með skólatöskuna. Willum Þór Þórsson var þá að þjálfa Haukana og skipaði mér að fara að lyfta.“ Mikil er ábyrgð Willums. Egill var ekki fyrr kominn inn í tækjasalinn að áhuginn á fótbolt- anum dvínaði og áhuginn á lóðunum kom í staðinn. „Um leið og ég lærði hvernig á að gera þetta fór mér að finnast þetta hrikalega gaman. Sumum finnst hundleiðinlegt að rífa í lóð en pína sig til þess. Ég þarf þess ekki, mér þykir þetta í raun og veru mjög skemmtilegt. Lóða- Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Hraustur „Þeir sem fara í sterana eru yfirleitt strákar sem nenna ekki og hafa ekki agann í að æfa rétt og borða rétt. Gefum okkur tvo gæja, annar notar stera en mataræðið og æfingarnar eru í ruglinu, hinn borðar rétt og æfir eins og maður. Sá síðarnefndi rúllar stera- gæjanum upp. Það er ekkert sem toppar alvöru æfingar og gott mat- aræði,“ segir Egill Einarsson. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. MAÍ 2008 23 Ég vonast samt til að spila eitthvað í sumar. Það myndi t.d. henta mér vel að koma inná síðasta korterið og skora þessi tvö til þrjú mörk sem eiga að duga liðinu til sigurs. Viðskiptaráðuneytið Dagskrá: 8:10 Morgunverður 8:30 Ávarp Björgvins G. Sigurðssonar viðskiptaráðherra 8:40 Skýrsla Félagsvísindastofnunar HÍ - Dr. Ragna Benedikta Garðarsdóttir félagssálfræðingur, Félagsvísindastofnun HÍ - Ásdís Aðalbjörg Arnalds MA, félagsfræðingur, Félagsvísindastofnun HÍ 9:20 Kynning á skýrslu Hagfræðistofnunar HÍ - Dr. Þórólfur Matthíasson prófessor, Hagfræðideild HÍ 9:50 Kaffihlé 10:05 Kynning á skýrslu Lagastofnunar HÍ - Ása Ólafsdóttir lektor, Lagastofnun HÍ - Eiríkur Jónsson lektor, Lagastofnun HÍ 10:45 Sjónarmið hins virka neytanda - Dr. Gunni 11:00 Pallborðsumræður 11:30 Afhending Íslensku neytendaverðlaunanna. Fundarstjóri er dr. Jón Þór Sturluson, aðstoðarmaður ráðherra. Aðgangur ókeypis Ný sókn í neytendamálum Viðskiptaráðuneytið býður öllu áhugafólki um neytendamál til ráðstefnu um stöðu neytendamála á Íslandi og stefnumótun til framtíðar þar sem kynntar verða nýjar skýrslur þriggja stofnana Háskóla Íslands. Ráðstefnan verður haldin á Grand Hótel Reykjavík þann 14. maí frá kl. 8:10-11:30. Staða neytenda á Íslandi 
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.