Morgunblaðið - 11.05.2008, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 11.05.2008, Blaðsíða 46
46 SUNNUDAGUR 11. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Hróðný Gunn-arsdóttir fædd- ist á Bergskála í Skefilstaðahreppi í Skagafirði 11. maí 1936, hún lést á Líknardeild Land- spítalans í Kópa- rvogi 1. maí síðast- liðinn. Hróðný var dóttir hjónanna Gunnars Einarssonar kenn- ara, f. 18. október 1901, d. 30. apríl 1959, og Halldóru Reykdal húsmóður, f. 5. nóvember 1916, d. 19. júlí 1998. Hróðný átti 3 hálfsystkini og eru þau öll látin. Einnig átti hún 5 alsystkini, 3 eru á lífi og 2 látin. Hróðný hóf sam- búð 9. desember 1952 með Haf- steini Sigurgeirssyni sjómanni frá Ísafirði, f. 16. september 1930. Þau giftust síðar og eignuðust 6 börn. Þau eru: 1) Halldóra, f. 30. desember 1953, gift Tryggva Samúelssyni, börn þeirra eru Halldóra Reykdal og Hróðný Mjöll, 2) Gunndís, f. 1. mars 1955, börn hennar eru Þor- björg Harpa, Hróðv- ar Hafsteinn, Gunn- ar Berg, d. 28. apríl 2003, Júlíus Birgir og Stefán Reykdal. 3) Hafsteinn, f. 9. janúar 1957, börn hans eru Henný Björg, Heiðrún Hafný og Dagný Ósk. 4) Bryndís, f. 1. desember 1960, gift Sæmundi Stein- grímssyni, börn þeirra eru Tinna Dröfn, Karen Ýr og Axel Örn. 5) Gunnur, f. 13. janúar 1964, gift Stefáni Jónssyni, börn þeirra eru Elsa Jóna og Hafsteinn Hrannar. 6) Snædís Anna, f. 21. ágúst 1969, gift Stefáni Geir Þórissyni, f. 30. september 1962, börn þeirra eru Jenný Þórunn og Hróðmar Haf- steinn. Hróðný og Hafsteinn eiga 18 barnabarnabörn. Útför Hróðnýjar hefur farið fram í kyrrþey að hennar ósk. Elsku mamma mín, mig langar til að skrifa til þín nokkrar línur til að segja þér hversu vænt mér þyk- ir um þig. Allt sem við höfum gert saman er mér ógleymanlegt eins og t.d. Edinborgarferðirnar sem við fór- um í á hverju hausti ásamt Billu og Snædísi alveg þangað til þú veikt- ist. Mikið þótti mér alltaf vænt um það þegar ég var að elda um helgar og Elsa og Hafsteinn spurðu hvort ég væri búin að hringja í ömmu og afa og bjóða þeim í mat. Í þeirra huga kom ekki til greina að borða helgarsteikina án þeirra. Þetta eru mjög góðar minningar fyrir okkur öll – allar þær góðu stundir sem við áttum saman. Elsku mamma, þú varst svo góð mamma og amma. Þú fylgdist með öllum bæði börnum og barnabörn- um og vildir að öllum liði vel. Við systkinin fengum frábært uppeldi hjá ykkur pabba. Þið voruð svo samrýnd, góð hvort við annað og frábærir foreldrar. Elsku mamma, allt það góða sem í þér býr er efni í heila bók. Ég verð einnig að tjá mig um þær hörmungar sem þú gekkst í gegnum frá því þú veiktist fyrir tæpu einu og hálfu ári. Mikið er ég ósátt við það hvernig sá gangur var. Meinið var fjarlægt og alltaf var talað um að þú værir læknuð en samt batnaði þér ekki. Þú varst send í hverja rannsóknina og hverja blóðprufuna á fætur annarri og alltaf var sagt að allt væri í lagi. Svo kom dagurinn 16. apríl sl. en þá átti loksins að reyna að gera eitthvað. Þú varst skorin upp og í ljós kom að ekkert var hægt að gera, allt var búið. Elsku mamma mín, þetta er erf- itt að sætta sig við en mikið meg- um við vera heppin að eiga hann pabba sem var með þér bæði nótt og dag í þessari baráttu. Hann vék aldrei frá þér og var þér svo góður. Við erum svo óendanlega stolt af honum og lofum þér að styrkja hann og vera honum eins góð og við getum. Ég er einnig þakklát fyrir að hafa getað stutt þig í veikindum þínum og að hafa verið með þér á líknardeildinni síðustu sólarhring- ana í lífi þínu ásamt elsku pabba og elskulegum systkinum mínum Dóru, Hadda, Billu og Snædísi. Það er mér mikils virði að hafa fengið að upplifa með ykkur og pabba samheldni, traust og kær- leika. Það besta sem við getum gef- ið mömmu og pabba er einmitt traust og samheldin fjölskylda. Elsku mamma, þín er sárt sakn- að. Ég vil trúa því að þér líði vel núna og þurfir ekki að þjást lengur – þú varst búin að gera það alltof lengi. Guð geymi þig, elsku besta mamma mín. Þín dóttir, Gunnur. Elsku mamma, hinn 1. maí varstu leyst undan þeirri miklu baráttu sem þú áttir í í þínum sáru veikindum. Það var hörmung sem á þig var lögð en þú gafst aldrei upp og barðist allt til dauðadags, það fengum við að sjá þegar við sátum yfir þér hve baráttukrafturinn var mikill. Þú varst líka lánsöm að eiga hann pabba að, sem aldrei vék frá þér mamma mín, hann hugsaði um þig hundrað prósent og nú munum við styðja við hans veika bak og sjá til þess að honum líði sem allra best. Að eiga þig mamma var bara guðsgjöf, við vorum alin upp í ást og umhyggju sem þú áttir nóg af. Ég er búin að eiga með þér mamma mín nær 55 ár og er ég þakklát fyrir hvern dag. Ég vil þakka starfsfólki líknar- deildar í Kópavogi fyrir þá frábæru þjónustu sem þau öll veittu þér og okkur, þetta eru bara gæðamann- eskjur sem eiga skilið að ég segi frá. Hinn 11. maí hefðir þú orðið 72 ára, sem er ekki hár aldur, þú kem- ur til með að halda upp á hann með öðru fólki og þökk sé guði að þú finnir ekki lengur til. Elsku mamma, það er endalaust hægt að skrifa en einhvers staðar þarf að hætta. Mundu að við pössum pabba. Ástarkveðja, Halldóra (Dóra). Mamma þú gafst mér hina einu sönnu gjöf. Og gjörva hönd þú lagðir á minn plóg. Þú studdir mig í straumum þessa lífs og stóðst með mér í logni og ólgusjó. Ég gladdist og ég grét í faðmi þínum og gekk með þér í grasi og um hjarn. En þótt nú skilji leiðir okkar, mamma, ég er sem fyrr og einatt verð þitt barn. (Stefán Hilmarsson) Þín Snædís. Elsku Lóa, mig langar að rita nokkur minningabrot um þig sem varst mér svo kær. Ungur var ég þegar ég flutti inn á heimili ykkar Búnna og fékk umhyggju eins og ykkar eigin sonur væri. Börn ykk- ar urðu eins og litlu systkini mín og hef ég ætíð litið á fjölskyldu ykkar sem fjölskyldu mína. Með uppáskrifað frá forsetanum leyfi til að giftast dóttur þinni naut ég næst aðstoðar ykkar við að eignast heimili fyrir litlu fjölskylduna okk- ar. Þið Búnni voruð mestu drifkraft- arnir við að koma heimilinu í stand og ekki stóð á aðstoðinni við seinna heimilið, sem við tókum við fok- heldu, það var eins og þið Búnni væruð að koma þaki yfir ykkur sjálf, slíkur var metnaðurinn fyrir okkar hönd. Ófáar voru sólarlanda- ferðirnar sem við fórum með ykkur og samviskusamlega var farið í sól- bað á hverjum degi og mikið naust þú þín þar, slökunin var mikil en aldrei vildir þú viðurkenna að hafa dottað. Þegar halla fór að kvöldi ókyrrðist Búnni, settist á bekkinn og sagði „jæja Lóa mín“ en oft gerðist ekki neitt fyrr en eftir nokkur „jæja Lóa mín“, enda hafð- ir þú gaman af því að stríða, á góð- látlegan máta þó. Fyrir mér varst þú alveg ótrúleg persóna, sterk og glæsileg. Ég leit alltaf rosalega upp til þín og því sem þú sagðir tók ég ætíð mark á og virti. Kæri Búnni, Lóa var hluti af þér og þú af henni, tímanum með henni er lokið en það er bæn mín að við sem eftir erum eigum eftir að njóta margra gleðilegra ára með þér. Mínar innilegustu samúðarkveðjur til þín kæri Búnni og til barna þinna, ég vona að þið getið leitað til mín eins og ég hef getað leitað til ykkar. Kæra tengdamóðir, sem varst mér sem móðir, guð geymi þig. Tryggvi Samúelsson. Við fráfall tengdamóður minnar Hróðnýjar Gunnarsdóttur get ég ekki orða bundist en rita nokkur orð sem hinstu kveðju til hennar. Frá fyrsta degi af okkar kynnum fann ég fyrir því að ég var velkom- inn í fjölskylduna. Hróðný og Haf- steinn eiginmaður hennar komu frá upphafi fram við mig af einstökum hlýhug og mér er það sérlega minnisstætt þegar þau gáfu mér fyrstu tölvuna sem ég eignaðist, til að geta unnið lokaritgerð í háskóla- námi mínu. Hróðný var ekki mannblendin en hafði þeim mun sterkari tengsl við þá sem henni voru kærastir. Fyrir börn sín var hún tilbúin til að vaða eld og brennistein og hún lagði sig fram af einlægni og einurð við að halda utan um börnin sín og af- komendur þeirra og hjálpaði þeim og studdi eins og henni var frekast unnt. Þeir kærleikar voru í flestum tilvikum algerlega gagnkvæmir. Börnin og stórfjölskyldan voru Hróðnýju allt og það gæti ekki ver- ið augljósara en á mínu heimili að missirinn er gríðarlega mikill við fráfall hennar. Traustari mann- eskju og heiðarlegri held ég að vart sé hægt að finna. Ég held að þeir eiginleikar hennar ásamt ótrú- legri vinnusemi og fórnfýsi fyrir sína nánustu hafi skapað grunninn að áratugalöngu farsælu hjóna- bandi þeirra Hafsteins. Sá kærleik- ur sem milli þeirra ríkti er fáséður milli hjóna. Hróðný mat manngild- ið framar veraldlegum gæðum og mér finnst þess vegna við hæfi að kveðja hana með þessum orðum um það hvaða manneskju hún hafði að geyma, með þakklæti fyrir allar þær góðu stundir sem ég og fjöl- skylda mín höfum átt með henni. Minning hennar mun lifa. Stefán Geir Þórisson. Elsku amma. Það er mjög erfitt að setjast niður og skrifa þessa grein. Þetta gerðist allt svo hratt og ég trúi því varla að þú sért far- in. Ég reyni að hugsa til þess að núna er baráttu þinni lokinni og þér líður loksins vel. Svo hugsa ég um allar góðu stundirnar sem við áttum saman. Þú passaðir mig er ég var lítil og leyfðir mér að leika með snyrtidótið þitt. Eitt sinn spil- uðum við saman tölvuleik og vorum hvor með sína fjarstýringuna en þú fékkst aldrei að gera því að sama hvaða kall dó þá sagði ég alltaf við þig „ahh, þarna dó þinn kall amma“ og svo skipti ég við þig á fjarstýr- ingu. Mikið höfum við hlegið að þessu í seinni tíð. Svo þegar ég eld- ist þá var alltaf hægt að tala við þig um allt og þú sýndir því mikinn skilning. Þú fylgdist vel með okkur barnabörnunum og því vildi maður alltaf koma til þín og segja þér frá öllu sem var að gerast. Ég sé þig fyrir mér hlæja að sögunum sem við sögðum þér. Það var líka gam- an að lesa fyrir þig ljóðin sem ég samdi því þú naust þess að hlusta á þau og varst svo stolt af mér. Það var yndislegt að fara með ykkur afa til útlanda, sérstaklega þar sem þið höfðuð svo gaman af því að ferðast um heiminn. Ég man líka alltaf hvað ég gladdist þegar ég sá bílinn ykkar afa í innkeyrslunni heima. Þú varst einlæg, góðhjörtuð og einstaklega sterk kona. Þú varst okkur öllum svo kær og þín er sárt saknað. Ég mun aldrei gleyma því hversu góð og yndisleg þú varst og þær minn- ingar mun ég geyma í hjarta mínu alla tíð. Hvítar strendur, sól á himni, gengur um með bros á vör. Þú ert komin meðal Guðs og engla, orðin frjáls frá kvölunum. Baráttunni loksins lokið, þó á annan veg en vonin gaf. Elsku afi, megi Guð gefa þér styrk til að takast á við missinn og þá miklu breytingu sem orðið hef- ur í lífi þínu. Þú átt alla mína sam- úð. Þín Karen Ýr. Elsku amma mín, mig langar til að rifja upp þá æðislegu og skemmtilegu tíma sem við höfum átt. Allar okkar sólarlandaferðir, bæjarferðir og ekki má gleyma þeim tíma þegar ég kom heim á Knarrarbergið og gerði fótsnyrt- ingu sem þér þótti svo gott að fá og dúllaði mér með þitt fallega hár. Eftirminnileg er sú bæjarferð sem við fórum árið sem ég fermd- ist til að velja fermingarfötin en ég vildi fá þig með þar sem þið afi gáfuð mér þau, ásamt sálmabók með áletruðu nafni mínu og allt annað sem því fylgdi. Enda hefur þú verið mér alla tíð mikils virði. Það var alltaf svo gaman og notalegt að koma til þín, þeim stundum sem þú hefur verið hjá mér í gegnum þessi ár mun ég seint gleyma. Þú varst alltaf til staðar þegar ég þurfti á því að halda, þú passaðir alla tíð upp á mig og sagðir að við kæmumst yfir þetta. Núna ertu farin leiðina löngu og veikindi þín voru þér erf- ið og sársaukinn mikill en elsku amma mín, ég vona og ég veit að langamma bíður eftir þér og mun passa þig. Þú munt alla tíð vera minn fallegasti engill í mínum huga og ég mun ætíð hugsa um þig. Kom, huggari, mig hugga þú, kom, hönd, og bind um sárin, kom, dögg, og svala sálu nú, kom, sól, og þerra tárin, kom, hjartans heilsulind, kom, heilög fyrirmynd, kom, ljós, og lýstu mér, kom, líf, er ævin þver, kom, eilífð, bak við árin. ( Valdimar Briem.) Hvíldu í ró og friði elsku amma mín, þín mun ég sárt sakna. Hróðný Mjöll. Elsku amma mín. Þó svo að við vitum hvernig þetta líf endar þá erum við aldrei undirbúin undir sjálf leiðarlokin. Nú er komið að leiðarlokum hjá þér, amma mín. Við sem urðum þeirrar gæfu að- njótandi að fá að umgangast þig, sitjum eftir svo miklu fátækari. Skarð þitt sem þú skilur eftir verð- ur ekki fyllt, en minninguna eigum við þó eftir um yndislega ömmu. Tilhugsunin um að þú sért farin frá mér er óbærileg og ófá tárin hafa runnið niður kinnar mínar. Þú hefur alltaf verið til staðar fyrir mig og það er svo erfitt að sleppa takinu. Ég gæfi hvað sem er til að fá að hafa þig aðeins lengur hjá mér. Allar frábæru minningarnar sem ég á af þér hlýja mér þó um hjartaræturnar. Amma var engin venjuleg amma, hún var svo miklu meira, hún var besta amma sem hægt var að hugsa sér. Amma var svo tign- arleg, alltaf með nýlagað hárið, lakkaðar neglur, húðin slétt og silkimjúk og fötin nýtískuleg. Hún var í einu orði sagt stórglæsileg kona, svo sterk og með óþrjótandi baráttuvilja. Ég er svo þakklát fyr- ir að hafa átt hana ömmu mína, hún er fyrirmynd mín í því hvernig manneskja ég vil vera. Amma fylgdist alltaf með því sem við höfðum fyrir stafni, hvort sem var í námi, starfi eða leik. Hún var ekki lengi að taka eftir því ef við komum til hennar í nýjum fötum eða skóm. Það var svo gott að koma í heimsókn til ömmu og afa og spjalla, nærvera þeirra beggja er svo góð. Þegar ég var lítil eyddi ég mörg- um stundum á Knarrarberginu í pössun hjá ömmu. Inni í kompu í vaskahúsinu með þvottaklemmur, fægiskóflu og ýmsar aðrar ger- semar gat ég leikið mér tímunum saman. Úti í garði hékk ég á hnyðj- unni og klifraði. Ég er svo þakklát fyrir að hafa fengið að fara með ykkur afa til Mallorca sumarið 2006. Ferðin var frábær í alla staði og langþráður draumur minn rætt- ist. Að sjá ykkur afa leiðast hönd í hönd á kvöldin meðfram ströndinni er yndisleg minning. Þú og afi vor- uð sem eitt, ástin, virðingin og samheldnin á milli ykkar var ein- stök. Takk amma fyrir allar þær stundir sem við höfum átt saman. Þín mun verða sárt saknað í næsta jólaboði, þegar ég útskrifast úr skólanum og við önnur tilefni. Minning þín mun lifa í hjarta mínu svo lengi sem ég lifi og ég ætla að vera dugleg að segja öðrum frá Lóu ömmu. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Þó að það sé sárt að sleppa tak- inu, veit ég að þér líður betur núna heldur en undanfarið. Takk fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig og gefið mér amma mín. Elsku afi, þér vil ég votta mína dýpstu sam- úð. Styrkur þinn og dugnaður er ólýsanlegur. Megi góður guð styrkja þig í sorginni. Amma, ég ætla að vera dugleg að passa afa og huga að honum, missir hans er mikill. Hvíl í friði elsku amma, ég elska þig. Þín, Tinna Dröfn. Elsku amma, þú auðgaðir líf mitt og Hafsteins elsta sonar míns, yngri börnin mín tvö þurfa að láta sér nægja minningar okkar um hina glæsilegu ömmu sem við vor- um svo lánsöm að eiga. Nóg er af minningum og eitt af mörgu sem stendur upp úr þegar við setjumst niður og tölum um Lóu ömmu er hlátur, amma sem hristist upp og niður af hlátri yfir því sem gerðist í kringum hana, öllum uppátækj- um barnabarnanna, sögum ung- mennanna og saklausum óhöppum náungans, þú sást hið fyndna við ótrúlegustu tækifæri. Svona minn- ingar er notalegt að eiga svo ekki sé talað um lærdómsríkt, njótum hvert annars og þess sem aðrir hafa upp á að bjóða. Það sem þú sagðir stóðst, aldrei þurfti maður að vera í vafa um hvar maður hefði ömmu og hvaða skoðanir hún hefði, enda treysti maður ætíð á þig. Margt hefur á dagana drifið í kringum þig og var það ekki fyrr en í lok lífsgöngu þinnar að maður sæi á þér, það var sama á hverju gekk, glæsileg var ætíð það lýsing- arorð sem lýsti þér. Maður spyr sig af hverju en veit samt að við því eru engin svör, við áttum greinilega ekki að eiga fleiri stund- ir með þér, núna þurfum við að staldra við þann lærdóm sem þú veittir okkur í lífinu og reyna að nýta hann sem best. Þín bíða önn- ur verkefni á öðrum stað. Afi var Hróðný Gunnarsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.