Morgunblaðið - 11.05.2008, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 11.05.2008, Blaðsíða 19
Ferðaskrifstofa Fyrstur kemur, fyrstur fær. Nánari upplýsingar og bókanir á www.plusferdir.is Verð frá: 39.900kr. Þú velur áfangastað og brottfarardag og tekur þ átt í lottói um hvaða gistingu þú færð! Verðdæmið m iðast við brottför 20. ágúst, 3. og 10. sept. Innifalið í verð i: Flug, flugvallaskattar, gisting og íslensk fararstjórn. Sólarlottó til Krítar Hefur þú ekki efni á stórstjörnu í afmælið í ár? 21. maí - 25. júní - 2., 9., 1 6. og 23 júlí 20. ágúst - 3. og 10. sept . * Netverð miðað við að 2 - 4 ferðist saman. Þú kemst samt í sólina með Plúsferðum hefði verið rökréttara að Evrópu- menn hefðu sjálfir látið gyðingum í té land, t.d. Austurríki, í stað þess að taka það af aröbum. Er líklegt að friður verði saminn á næstunni? Ekki virðist Shimon Pe- res, forseti Ísraels og einn af arki- tektum Óslóarsamninganna frá 1993, vera allt of bjartsýnn. Haft var eftir honum fyrir skömmu að vissulega væri það „gott að menn sjá ljós fyrir enda ganganna. Það slæma er að það eru engin göng.“ Áðurnefndur Freedland álítur að þótt Ísraelar segi almennt að þeir vilji að sjálfsögðu frið bendi margt til að þeir séu ekki lengur reiðubúnir að fórna miklu til að koma honum á. Þess vegna sé ekki líklegt að leiðtog- ar þeirra leggi sig fram, þeir álíti ekki að kjósendur muni endilega umbuna þeim takist friðarsamningar. Og ein- strengingsháttur Hamas sem ræður á Gaza og nýtur stuðnings Írana virð- ist ekki vera að minnka. „Það er rétt að [leiðtogar Hamas] hafa gefið í skyn að ef Ísraelar láti af hendi allt landsvæðið sem þeir tóku 1967 myndu þeir uppskera langtíma vopnahlé sem einhvern tíma gæti ef til vill orðið varanlegur friður. En það er ekki líklegt að Ísraelar taki þá áhættu að veðja á slíka framtíðar- músík sem aðeins er gefin í skyn. Því lengur sem Hamas heldur áfram að hafna sjálfri hugmyndinni um að Ísr- aelsríki sé varanlegt þeim mun auð- veldara verður fyrir Ísraela að halda fast í yfirráð sín á Vesturbakkanum og þeim mun erfiðara fyrir Banda- ríkjamenn að trúa á, hvað þá ýta und- ir, gegnumbrot í friðarviðleitninni,“ segir í leiðara breska tímaritsins The Economist í vikunni. Heilindi virðast ekki vera það sem efst er í huga deiluaðila. „Þið skiljið þetta ekki, við búum í Miðausturlönd- um. Þar eru allir með hníf uppi í erm- inni, enginn meinar það sem hann segir,“ sagði Ísraeli eitt sinn við blaðamann sem benti á ósamkvæmni í orðum og gerðum Ísraela. Þrátt fyr- ir loforð um að stöðva uppbyggingu landtökumanna á svæðum á Vestur- bakkanum er haldið áfram að reisa hús á fornum svæðum Palestínu- manna, enn er þrengt að þeim. Og þeir eiga ekkert annað land... Ríki stofnað Fyrsti forsætisráðherra Ísraels, Davíð Ben Gurion, les upp sjálfstæðisyfirlýsinguna í maí árið 1948. Bandaríkin viðurkenndu þegar ríkið og Sovétríkin sömuleiðis en Bretland ekki fyrr en 1949.                               ’Við erum ógeðslega spæld,okkur finnst félaginu ekki gert eins hátt undir höfði og ætti að vera. Okkur er aldrei boðið í konunglegar veislur þegar kóngafólk kemur til landsins.‘ Eyrún Ingadóttir s a g n f r æ ð i n g u r k a m m e r j ó m f r ú H i n s k o n u n g l e g a f j e - l a g s , f é l a g s s k a p a r í s l e n s k r a r o y a l i s t a e ð a k o n u n g s s i n n a , u m á s t æ ð u þ e s s a ð f é l a g i ð v e r ð u r l a g t f o r m l e g a n i ð u r á þ j ó ð h á t í ð a r d e g i D a n a 5 . j ú n í e n þ a ð v a r s t o f n a ð í t i l e f n i a f g i f t i n g u F r i ð - r i k s k r ó n p r i n s o g M a r í u f y r i r f j ó r u m á r u m . ’Ég er sannfærður um að lög-reglan fann morðingja föður míns 1989.‘Joakim Palme , félagsfræðingur og pró- fessor, sonur Olafs Palme, forsætisráð- herra Svíþjóðar, sem myrtur var á götu í Stokkhólmi 1986. ’Hann er orðinn svo óp-eruþyrstur að hann er til í að syngja hvar sem er. Hann er til dæmis alveg til í að koma heim og syngja í óperunni þar.‘Einar Bárðarson , umboðsmaður Garðars Thórs Cortes, en óperusöngvarinn var ti lnefndur í s ígi ldum hluta t i l BRIT- verðlaunanna, sem veitt voru í vikunni. ’Staðan er ekki auglýst oghann er ekki tekinn í viðtal. Þetta heitir pólitísk vinavæð- ing.‘Svandís Svavarsdóttir , borgarfulltrúi VG, um ráðningu Jakobs Frímanns Magnússonar sem framkvæmdastjóra miðborgarmála í Reykjavík. Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Fagnað Börnin í Áslandsskóla í Hafnarfirði fögnuðu ákaft þegar dönsku krónprinshjónin Friðrik og Mary og íslensku forsetahjónin komu í heimsókn. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. MAÍ 2008 19 HEIMURINN fær reglulega fréttir af örlögum Palestínumanna á her- numdu svæðunum, Vesturbakk- anum og Gaza. En auk þeirra eru milljónir Palestínumanna í öðrum löndum og um 1,5 milljónir í Ísrael. Þetta fólk hefur ríkisborgararétt í Ísrael og formlega öll réttindi en má þó ekki gegna herþjónustu. Staða ísraelsku arabanna er ekki öfundsverð, þeir eru sem milli tveggja elda. Sumir leggja sig fram um að þóknast og sýna að þeir séu trúir og dyggir ríkinu þar sem þeir höfnuðu. Þannig máluðu íbúar í litlu arabaþorpi nýlega þak mosk- unnar sinnar í bláum og hvítum lit- um fána Ísraels! En hvernig er hægt að segja að ríkið sé gyðinga þegar svo stór hluti íbúanna er af öðru þjóðerni? „Ég er ekki gyðingur,“ segir Em- an Kassem-Sliman, palestínskur út- varpsfréttamaður sem talar lýta- lausa hebresku og sendir börnin í gyðingaskóla í Jerúsalem. „Hvern- ig get ég tilheyrt gyðingaríki? Ef þeir skilgreina þetta sem gyð- ingaríki er tilvist minni hér afneit- að.“ Annar, Jamal Abdulhadi Maha- meed, á dóttur sem er læknir. „Dóttir mín hjálpar jafnt gyðingum sem aröbum. Af hverju meðhöndlar ríkið mig öðruvísi [en gyðinga]? Misréttið kemur fram með ýms- um hætti, ísraelskir arabar fá t.d. sjaldan leyfi til að reisa sér hús og þeir eiga aðeins örlítið brot af jarð- næðinu þótt þeir séu um 20% íbú- anna. Víða í Ísrael, ekki síst í norðri, kúldrast ísraelskir arabar í þéttsetnum bæjum og borgum rétt við meira eða minna mannlaus þorp sem fyrir stríðið 1948 voru bústaðir forfeðranna, kynslóð eftir kynslóð, en fá ekki leyfi til að setjast þar að. Hins vegar er ýtt undir nýjar byggðir gyðinga á sömu slóðum. Gyðingar svara því til að landið sé svo lítið, tryggja verði rými handa öllum gyðingum sem vilji flytjast til Ísraels. Verði horfið frá því að tala um Ísrael sem þjóðar- heimili þeirra hafi þeir barist til einskis. Þeir geti að lokum hafnað í hefðbundinni stöðu: vegna meiri viðkomu araba verði gyðingar að lokum minnihlutahópur í landinu. Ísraelsku arabarnir njóta þess að efnahagur landsins er mun betri en gerist í flestum arabalöndum og hvergi í arabalöndum er hægt að tala um jafn þróað lýðræði og í Ísr- ael. Arabaríki eru flest einræðisríki í einhverri mynd og traðkað þar af kappi á mannréttindum. Fátækt er þó mun meiri meðal ísraelskra araba en annarra Ísraela. En nær engir ísraelskir arabar hafa afsalað sér borgararéttindunum, þrátt fyr- ir fordóma og hroka sem þeir oft mæta og jafnvel þótt þrengt sé að þeim með margvíslegum hætti og farnar séu að heyrast raddir í Ísr- ael um að finna þeim samastað í öðru landi. Aðrir vilja draga landa- mærin upp á nýtt þannig að svæði araba verði ekki lengur innan landamæra Ísraels heldur í vænt- anlegu sjálfstæðu Palestínuríki. Yfirleitt virðast ísraelskir arabar ekki vera í uppreisnarhug en 13 ísr- aelskir arabar féllu samt í árás her- manna árið 2001 þegar arabarnir efndu til samúðarmótmæla vegna uppreisnar Palestínumanna. Tor- tryggni gyðinga í garð araba innan landamæranna hefur vaxið. Er hægt að treysta þeim, er þetta fimmta herdeild óvinarins? „Ef Ísrael heldur áfram að mis- muna arabíska minnihlutanum í landinu hefur það engan rétt til að gagnrýna misrétti í garð gyðinga í heiminum,“ segir Mohammed, Pal- estínumaður í Nasaret. Vinir eða fjendur innan múranna ? Gönguleiðin hringinn í kringum Mont Blanc er ein af frægustu gönguleiðum í Ölpunum. Við buðum upp á þessa ferð í fyrsta skipti 2006 og er óhætt að segja að ferðin hafi hreinlega slegið í gegn. Gengið er í 1.500 - 2.600 m hæð, um ítalska, svissneska og franska hluta fjallsins, yfir sléttur, brattar fjallshlíðar og óteljandi skörð. Útsýnið lætur engan ósnortinn. Gangan um Mont Blanc svæðið, hæsta fjall Evrópu, er einfaldlega gönguperla sem enginn gönguglaður ætti að missa af. Hámarksfjöldi í ferðina er 14 manns. Fararstjóri: Ólafur Örn Haraldsson Verð: 166.200 kr. Mikið innifalið! Sp ör - R ag nh ei ðu r In gu nn Á gú st sd ót tir b o k u n @ b a e n d a f e r d i r . i s 6. - 12. júlí s: 570 2790 www.baendaferdir.is b o k u n @ b a e n d a f e r d i r . i s Mont Blanc hringurinn GÖNGUFERÐIR Fréttir á SMS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.