Morgunblaðið - 11.05.2008, Blaðsíða 56
56 SUNNUDAGUR 11. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
AUÐLESIÐ EFNI
Krónprins-hjón Danmerkur
Friðrik og Mary komu til
Íslands á mánu-dag í boði
Ólafs Ragnars Grímssonar,
for-seta Íslands, og Dorritar
Moussaieff, forseta-frúar,
og voru fram á fimmtu-dag.
Þegar hjónin konung-legu
renndu í hlað á
Bessa-stöðum beið þeirra
fjöldi inn-lendra og er-lendra
ljós-myndara og
blaða-manna, auk Ólafs og
Dorritar.
Friðrik krón-prins lýsti
ánægju sinni með að þau
hjónin væru komin hingað í
fyrsta sinn saman. Hann
sagðist vera spenntur að
skoða svæði sem for-feður
hans hafa heim-sótt við
ýmis tæki-færi og væri
sérstak-lega ánægju-legt að
geta deilt reynslunni með
eigin-konu sinni.
Þétt-skipuð dag-skrá beið
Krónprins-hjónanna, en þau
skoðuðu handrita-sýninguna
í Þjóð-menningar-húsinu,
fóru á hest-bak í
Mosfells-bæ, á Þing-velli að
snæða með
forsætis-ráðherra og frú og
gengu að svo-kölluðum
konungs-steinum í hlíðinni
fyrir ofan Geysi.
Friðrik krón-pins og Mary á Íslandi
Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson
Friðrik, Mary, Dorrit og Ólafur á Bessastöðum við komu krónprins-hjónanna.
Ólafur F. Magnússon segir að
ráðning Jakobs Frímanns
Magnússonar í starf
framkvæmda-stjóra
miðborgar-mála sé í
samræmi við reglur
Reykjavíkur-borgar um
ráðningar starfs-manna.
Hann segir að
laun Jakobs
séu
sambæri-leg
við laun
fyrr-verandi
miðborgar-
stjóra
R-listans frá árinu 2005.
Jakob fær 710 þúsund krónur
í mánaðar-laun auk 150
þúsund króna í nefndar-laun.
Tölvu-póstar og sím-hringingar
hafa streymt inn á skrif-stofu
Starfsmanna-félags
Reykjavíkur-borgar vegna
frétta af ráðninga-kjörum
Jakobs. Garðar Hilmarsson,
for-maður
starfsmanna-félagsins, segir
að laun Jakobs séu
greini-lega mun hærri en það
sem þekkist al-mennt hjá
borginni. Garðar segist aldrei
hafa fengið álíka við-brögð við
nokkurri ráðningu.
Óánægja
með laun
Jakobs
Jakob Frímann
Magnússon
Á fimmtu-dag kynnti Davíð
Oddsson, for-maður
banka-stjórnar Seðla-banka
Íslands, skýrsluna
„Fjármála-stöðugleika“.
Í sam-nefndri skýrslu fyrir
ári var niður-staða greiningar
Seðla-banka Íslands sú að
fjármála-kerfið væri í
megin-atriðum traust. Sú
niður-staða er óbreytt.
Segir í skýrslunni að þrátt
fyrir skulda-aukningu hafi
hrein eigna-staða heimila
batnað á undan-förnum
árum. Greiðslu-byrði er á
heildina litið vel viðráðan-leg
ef ráðstöfunar-tekjur
skerðast ekki mikið.
Staða margra heimila
verður hins vegar erfiðari á
næstu árum. Skuldir hinna
skuld-settustu meðal þeirra
hafa aukist langt um-fram
meðal-tal. Þessi heimili gætu
lent í greiðslu-erfiðleikum.
Margt bendir til þess að
húsnæðis-verð sé langt yfir
langtíma-jafnvægi. Þess
vegna er gert ráð fyrir því að
verð íbúðar- og
atvinnu-húsnæðis lækki á
næstu árum.
Fjár-mála-
stöðug-
leiki?
Á samráðs-fundi full-trúa
ríkis-stjórnar og aðila
vinnu-markaðarins á
þriðju-daginn var mikill
ein-hugur um að vinna
saman að því að kveða
verð-bólguna niður.
Fundurinn var boðaður með
tals-verðum fyrir-vara og
hefur annar fundur verið
ákveðinn í sumar. Fyrir þann
fund munu sér-fræðingar
fara yfir mál og greina
vandann og koma með
til-lögur um til hvaða
að-gerða megi grípa. Fundinn
sátu, auk ráð-herra og
embættis-manna, full-trúar
Sam-taka atvinnu-lífsins,
Alþýðu-sambands Íslands,
BSRB, BHM og Sam-taka
íslenskra sveitar-félaga.
Vilja eyða
verð-bólgu
Shari Villarosa, sendi-fulltrúi Banda-ríkjanna í
Búrma, sagði á miðviku-dag að um 100.000
manns kynnu að hafa látið lífið í felli-bylnum
um helgina. Villarosa bætti við að 95%
húsanna á svæðinu hefðu eyði-lagst í
felli-bylnum og sex metra hárri flóð-bylgju sem
fylgdi honum á föstu-daginn í síðustu viku.
Milljónir manna hafa misst heimili sín.
Villarosa sagði að mikill hörgull væri á
mat-vælum á hamfara-svæðunum og hætta
væri á far-sóttum vegna skorts á hreinu vatni.
Sam-tökin áætla að 40% þeirra sem hafa
látið lífið eða er saknað séu börn. John
Holmes hjá Sam-einuðu þjóð-unum, sagði að
og hjálpar-gögn væru að berast til landsins.
24 ríki hefðu lofað neyðar-aðstoð, and-virði
sam-tals 30 milljóna dollara, sem nemur 2,3
milljörðum króna. Rauði kross Íslands veitti
5 milljónir króna úr hjálpar-sjóði sínum til
neyðar-aðstoðar í Búrma til handa
fórnar-lömbum felli-bylsins Nargis.
Um 100.000
manns fórust
REUTERS
Börn á tréi sem rifnaði upp með rótum.
Barack Obama
vann
sann-færandi
sigur í
forkosningum
Demó-
krataflokksins í
Norður-Karólínu á
þriðju-dag. Í
Indiana bar
Hillary Clinton
sigur úr býtum en
aðeins með
naum-indum. Hún fékk 51%
greiddra at-kvæða, en
Obama 49%. Obama virðist
nú aðeins vanta 183 full-trúa
til að tryggja sér út-nefningu
sem forseta-efni banda-ríska
Demókrata-flokksins á
flokks-þinginu í ágúst, en til
þess þarf 2025. Eru nú
aðeins eftir for-kosningar í
sex ríkjum og það er
úti-lokað fyrir Clinton að brúa
bilið. Lík-lega verður því lagt
hart að henni á næstu
dögum að láta nú staðar
numið. Annað gæti skaðað
flokkinn og gefið John
McCain gott svig-rúm
Obama með forskot
REUTERS
Barack og Michelle Obama eftir sigurinn.
Dagný Linda Kristjánsdóttir,
fremsta skíða-kona Íslands
seinustu ár, hefur ákveðið að
leggja skíðin á hilluna og
hætta æfingum og keppni.
Dagný Linda hefur í vetur átt
við meiðsl að stríða á hægri
fót-legg og og þarf að fara í
aðgerð.
Í frétta-tilkynningu frá
Skíða-sambandi Íslands
segist Dagný Linda sátt við
ákvörðunina þótt það séu
henni mikil von-brigði að geta
ekki keppt á
Ólympíu-leikunum í
Vancouver í Kanada árið
2010, eins og hún hafði
stefnt að. „Á mínum ferli hef
ég upp-lifað margt og haft
tæki-færi til þess að ferðast
til fjöl-margra landa vegna
æfinga og keppni. Fyrir það
er ég afar þakk-lát,“ sagði
Dagný Linda.
Dagný Linda setur
skíðin á hilluna
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Dagný Linda Kristjánsdóttir
Netfang: auefni@mbl.is