Morgunblaðið - 26.05.2008, Page 1

Morgunblaðið - 26.05.2008, Page 1
STOFNAÐ 1913 142. TBL. 96. ÁRG. MÁNUDAGUR 26. MAÍ 2008 LANDSPRENT EHF. mbl.is FRÉTTASKÝRING Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is ÞAÐ er ekki á valdi Skipulagsstofnunar að stöðva Bitruvirkjun en sem kunnugt er ákvað stjórn Orkuveitu Reykjavíkur að hætta við virkjunina í kjölfar álits Skipu- lagsstofnunar. Ákvörðun stjórnar OR byggist því fyrst og fremst á pólitísku mati. Núverandi lög um mat á umhverfis- áhrifum eru frá árinu 2005. Í eldri lögum var talað um að Skipulagsstofnun ætti að kveða upp „úrskurð“ og í honum ætti að koma fram hvort fallist væri á fram- kvæmd eða hvort lagst væri gegn henni. Með lagabreytingunni 2005 var þessu breytt og nú veitir Skipulagsstofnun ein- ungis „álit“ en úrskurðar ekki. Vægi Skipulagsstofnunar minnkað Í greinargerð með lagafrumvarpinu segir að ákvörðunarferli stjórnvalda um mat á umhverfisáhrifum hafi verið með öðrum hætti hér en annars staðar á Norð- urlöndunum. Þar sé ekki um að ræða mið- læga sjálfstæða ríkisstofnun sem sjái um framkvæmd laganna og hafi ákvörðunar- vald. Telja verði eðlilegra að hlutverk Skipulagsstofnunar sé að samræma gerð matsáætlana og matsskýrslna og treysta gæði þeirra. Þingið fól því Skipulags- stofnun það hlutverk að fara yfir mats- skýrslur til að kanna hvort þær væru í samræmi við þær reglur, en taldi ekki að það ætti að vera hlutverk stofnunarinnar að ákveða hvort hafna eða leyfa ætti framkvæmd. Með lögunum var því ótví- rætt verið að draga úr vægi Skipulags- stofnunar Í lögunum segir að stofnunin skuli „gefa rökstutt álit sitt á því hvort skýrslan upp- fylli skilyrði laga þessara og reglugerða settra samkvæmt þeim og að umhverfis- áhrifum sé lýst á fullnægjandi hátt.“ Af orðanna hljóðan mætti draga þá ályktun að Skipulagsstofnun ætti einungis að kanna hvort rétt væri staðið að gerð skýrslunnar. Í reglugerð segir hins vegar að Skipulagsstofnun skuli „gefa álit um mat á umhverfisáhrifum framkvæmda og starfsemi sem þeim fylgir“. Ef sveitarfélag ákveður að leyfa fram- kvæmd þrátt fyrir neikvætt álit Skipu- lagsstofnunar verður hún að rökstyðja þá ákvörðun. Jafnframt er hægt að vísa þeirri ákvörðun til úrskurðarnefndar skipulags- og byggingamála. Sú nefnd hef- ur oftar en einu sinni samþykkt fram- kvæmd sem skipulagsnefnd hafði veitt neikvæða umsögn. Pólitísk ákvörðun Skipulagsstofnun úr- skurðar ekki lengur Morgunblaðið/RAX Bitra Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur hefur ákveðið að hætta við Bitruvirkjun. SAMKOMULAG náðist um nýjan kjarasamning Bandalags starfs- manna ríkis og bæja (BSRB) og rík- isvaldsins til skamms tíma seint í gærkveldi og voru samningar und- irritaðir rétt fyrir miðnættið. Samn- ingurinn er til ellefu mánaða og kveður á um 20.300 króna hækkun allra launaflokka og hækkunar á greiðslu í sjúkrasjóði um 0,2 pró- sentustig, auk þess sem tekið er á ýmsum réttindamálum. Samningur- inn er til ellefu mánaða, gildir frá 1. maí og út marsmánuð á næsta ári. „Ég er mjög ánægður að sam- komulag skuli vera í höfn,“ sagði Ög- mundur Jónasson, formaður BSRB, í gærkveldi í samtali við Morgun- blaðið. „Ég tel hagsmunum félaga í BSRB vel borgið með því að gera skammtímasamning um krónutölu- hækkun á laun við þessar aðstæður. Þó að samningurinn sé til skamms tíma eyðir þetta óvissu. Við höfum staðið frammi fyrir þeirri hættu að hjakka í sama farinu samningslaus einhvern tíma og það er engum til góðs, að sjálfsögðu ekki okkar fé- lagsmönnum og ekki samfélaginu heldur. Nú á að taka höndum sam- an og ráðast með sameiginlegu átaki að þeim vágesti sem helst ógnar okkar samfélagi sem er verðbólgan. Það er grundvallarat- riði að okkur takist að ná verð- bólgunni niður og vöxtum sem eru að setja mörg heimili og fyrirtæki í mikinn vanda,“ sagði Ögmundur. Hann sagði að BSRB hefði ver- ið með sterka áherslu á að umönn- unargeirinn yrði efldur með sér- tækum aðgerðum, fjárframlögum sem gengju til þess að bæta kjör umönnunarstétta. Það væru von- brigði að það skyldi ekki ná fram að ganga í þessum samningum. Ögmundur sagði að krónutölu- hækkun samninganna væri svipuð þeirri sem samið hefði verið um á almennum markaði. BSRB gerir skammtíma- samning til 11 mánaða Morgunblaðið/Jón Svavarsson Undirskrift Ögmundur Jónasson og Gunnar Björnsson handsala nýjan kjarasamning BSRB og ríkisvaldsins rétt fyrir miðnættið. Allir launataxtar hækka um 20.300 kr. frá 1. maí MIKIL flóðahætta er nú á skjálftasvæðunum í Sichuan- héraði í Kína eftir að öflugasti eftirskjálfti sem mælst hefur síð- an stóri skjálftinn reið yfir fyrir tveimur vikum skók hamfara- svæðið í gær. Skjálftinn mældist 5,8 á Richter-kvarða. Að minnsta kosti tveir létust í skjálftanum í gær en yfir 70.000 hús hrundu og talið er að um 200.000 geti hrun- ið til viðbótar á næstu dögum. Yfirvöld segja að 69 stíflur geti gefið sig auk þess sem tvísýnt sé um hundruð annarra stíflna. Tala látinna frá upphafi skjálftanna er nú komin yfir 60.000 og eru yfir 5 milljónir manna heimilislausar. | 14 Neyðin eykst í Kína í kjölfar eftirskjálfta Allslaus Drengur situr uppi í tré í búðum fyrir heimilislausa. AP Ástin er diskó, lífið er pönk >> 33 Allir í leikhús Leikhúsin í landinu PENINGAR Í LJÓÐLIST VESTUR-ÍSLENDING- URINN BILL HOLM SKRIFAR Á HOFSÓSI >> 16 ÝTRUSTU NAUÐSYNJAR ERU INNAN SEILINGAR FJÁRMÁL FJÖLSKYLDUNNAR >> 17 KRÓNURÆKT Í GARÐINUM STOFNAÐ hefur verið nýtt róðr- arfélag í Reykjavík og skipulegar æfingar hafnar. Aðalforsprakkinn, Guðmundur Hrafn Arngrímsson, kynntist íþróttinni í Kaupmanna- höfn. Félagið var stofnað fyrr í mán- uðinum og þótt mesti krafturinn fari í æfingar fyrir sjómannadag- inn í upphafi hafa Guðmundur og félagar hans verið að kynna íþrótt- ina fyrir almenningi. Guðmundur er landslags- arkitekt hjá VSÓ ráðgjöf og hefur smitað vinnufélaga sína af áhug- anum. Fólkið skemmti sér vel þeg- ar farið var á róðraræfingu undir leiðsögn Guðmundar og komust raunar færri að en vildu. | 9 Nýtt róðrarfélag vinnur að því að gera kappróður að alvöruíþrótt Morgunblaðið/Valdís Thor Áhuginn smitast í vinnunni

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.