Morgunblaðið - 11.06.2008, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 11.06.2008, Qupperneq 12
12 MIÐVIKUDAGUR 11. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Björn Jóhann Björnsson og Halldór Armand Ásgeirsson bjb@mbl.is | haa@mbl.is OLÍUKREPPA er orð sem æ fleiri eru farnir að nota um stöðu mála á heimsmarkaði með eldsneyti. Þeg- ar spurt er hvað veldur þessum hækkunum kemur margt til og flestar hanga þessar ástæður sam- an. Ýmsar kenningar eru einnig uppi og sérfræðingum ber ekki saman um hina einu sönnu skýr- ingu. Aukin eftirspurn er ein skýr- ingin, ekki síst í Asíu og Afríku, önnur er sögð veik staða dollars gagnvart helstu myntum eins og evru og margir vilja þar kenna pen- ingamálastefnu Bandaríkjastjórnar um – að ógleymdri lausafjár- og húsnæðislánakreppu þar vestra. Veik staða dollars og lækkandi verð hlutabréfa leiðir síðan til þeirrar skýringar sem hefur orðið ofan á hjá mörgum sérfræðingum, þ.e. spákaupmennsku, líkt og fram kom í nýlegri fréttaskýringu í Við- skiptablaði Morgunblaðsins. Fjárfestar og vogunarsjóðir eru í auknum mæli farnir að stunda við- skipti með olíu eins og hverja aðra hrávöru og þessa dagana eru því ýmsir duglegir að „tala upp“ olíu- verðið, t.d. greiningardeildir helstu banka heims. Rætt er um olíu- hækkanir sem hverja aðra verðbólu sem gæti sprungið með látum. Olíufurstar eru ekki undanskildir með það að „tala upp“ verðið, líkt og forstjóri rússneska olíurisans Gazprom, sem lét hafa eftir sér á ráðstefnu í Frakklandi í vikunni að olíuverð kynni að fara í 250 dali á tunnuna, en verðið í dag er komið upp undir 140 dollara. Einn viðmælenda blaðsins sagð- ist telja að sanngjarnt verð fyrir ol- íuna væri um 100 dollarar, allt um- fram það væri vegna spákaup- mennskunnar. Hafa vogunarsjóðir flutt til heilu deildirnar til að fara í olíuviðskipti eingöngu og talið er að þessum kaupahéðnum takist að halda verðinu háu nokkuð um sinn. Spurning sé aðeins hvenær bólan springi og talað hefur verið um 200 dollara sem algjört hámark. Hvort markaðurinn nær þeim hæðum skal ósagt látið en ekki er langt síðan vísustu menn töluðu um að olía gæti að hámarki farið í 100 dollara tunn- an. Dýr orð féllu á föstudag Nokkrar skýringar eru síðan sagðar á því stökki sem olíuverðið tók síðastliðinn föstudag. Þá féllu dýr orð úr munni ráðherra í rík- isstjórn Ísraels sem kyntu undir „olíubálinu“. Lýsti hann því yfir að ef Íranir héldu áfram óbreyttri stefnu í kjarnorkumálum yrði óum- flýjanlegt að gera loftárásir á land- ið. Þessi ummæli ollu mestu dags- hækkun á heimsmarkaðsverðinu í langan tíma. Einnig hafa jarðskjálftarnir í Kína haft áhrif á olíuverðið, þar sem loka varð nokkrum kolanám- um og grípa þurfti til olíunnar í staðinn. Þá hefur eftirspurn eftir gasolíu stóraukist vegna Ólympíu- leikanna í Peking. Allt hefur þetta bæst ofan á aðra eftirspurn í Asíu, sem farið hefur ört vaxandi. Hefur þessi eftirspurn t.d. leitt til þess að gasolía, öðru nafni dísilolía, hefur hækkað mun meira en sjálft bensín- ið. Þetta hefur komið vel í ljós hér á landi en dísilolíulítrinn er nú orðinn 16 krónum hærri en bensínið. Hef- ur dísilolía hækkað um rúm 50% á einu ári, á meðan 95 okt. bensín hefur hækkað um 36%. „Gömlu góðu dagarnir“ koma því varla aft- ur, eins og einn viðmælenda orðaði það, þegar bensínið var dýrara en dísilinn. Stöðugt fleiri ökumenn hafa fært sig yfir í dísilbíla og þá er urmull vinnuvéla og -tækja í Asíu og Afr- íku keyrður áfram með dísilolíu, sem aukið hefur eftirspurnina. Einnig hefur tekist að auka gæði dísilolíunnar með betri tækni hjá olíuhreinsunarstöðvum. Hvað gerist næst? Sem fyrr segir vita fáir hve lengi þessar hækkanir geta staðið yfir. Strax í dag gætu komið vísbend- ingar um þróun næstu vikna þegar birtar verða nýjar birgðatölur í Bandaríkjunum. Þá hafa Sádi- Arabar boðað til fundar 23. júní nk. með helstu olíuframleiðendum og kaupendum heims, um til hvaða að- gerða hægt er að grípa til að koma á stöðugleika á markaðnum. Eru miklar vonir bundnar við þann fund og að aukið verði við birgðirnar. Kynt undir olíubálið  Aukin eftirspurn, veik staða dollars og spákaupmennska eru meðal helstu skýringa á hækkuðu olíuverði  Beðið eftir birgðatölum frá Bandaríkjunum BENSÍN 95 OKT. DÍSILOLÍA Júlí 2005 114,1 kr./l 114 kr./l Janúar 2006 114,7 kr./l 112,8 kr./l Júlí 2006 134,4 kr./l 128,3 kr./l Janúar 2007 117,7 kr./l 118,5 kr./l Júlí 2007 132,2 kr./l 132,7 kr./l Janúar 2008 137,9 kr./l 141,4 kr./l Mars 2008 152,9 kr./l 162,9 kr./l Júní 2008 170,4 kr./l 186,8 kr./l Að fylla bíl með 60 l tank af 95 okt kostaði 7.476 kr. í júní 2007.  Nú kostar það 10.224 kr.  Eldsneyti í flugvél fram og til baka frá Keflavík til Boston kostar rúmlega þrjár milljónir eða 168,1 dollara tunnan. Það er 92,7% hækkun frá því fyrir ári.  Hráolía 69,40 dollara tonnið í júní í fyrra.  Nú kostar hún 90 dollara á tonnið.  Tunnan af flugvélaeldsneyti kostar 168,1 dollara tunnan í dag. Fyrir ári kostaði hún 87,2 dollara á tunnuna og er þetta 92,7% hækkun. Eldsneyti á Íslandi Í HNOTSKURN »Miklar olíuverðshækk-anir koma ekki strax fram í öllum geirum at- vinnulífsins, t.d. í ferðaþjón- ustu þar sem fyrirtæki eru bundin við verð vegna pant- ana með löngum fyrirvara. »Hækkanir fara beint út ígjaldskrár flug- og skipafélaga og rekstrar- kostnað. »Vegna gengisfalls krón-unnar er ódýrara fyrir erlenda ferðamenn að kom- ast hingað en hér mæta þeim hækkanir á nauðsynja- vörum eins og mat og drykk.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.