Morgunblaðið - 13.06.2008, Page 22

Morgunblaðið - 13.06.2008, Page 22
 Rafgreint vetni úr broti af meðal vatns- rennsli Elliða- ánna myndi duga til að knýja allt íslenska sam- göngukerfið á láði og legi, bifreið- arnar og fiskiskipaflotann. Elliðaárnar yfrið nóg  Til að vinna nægj- anlegt magn af vetni með rafgreiningu úr vatni til að knýja með- alfólksbifreið í viku þyrfti sem svarar 30 lítra af vatni. 30 lítra út vikuna 22 FÖSTUDAGUR 13. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Ólafur Þ. Stephensen. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Útlitsritstjóri: Árni Jörgensen. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Lengi velhöfðu ís-lenzk stjórnvöld sér- kennilega stefnu í fríverzlunarmál- um. Þau börðust með oddi og egg fyrir frjálsum viðskiptum með sjávarafurðir og gegn ríkis- styrkjum og niðurgreiðslum til sjávarútvegs. Þegar kom að landbúnaðinum voru samn- ingamenn Íslands á vettvangi Heimsviðskiptastofnunarinnar (WTO) hins vegar í hópi þeirra, sem vildu takmarkaðar breytingar á tollum og rík- isstyrkjum. Haftastefnu í landbúnaði rökstuddu íslenzk stjórnvöld með svipuðum hætti og ýmis önnur ríki réttlættu styrki og höft í sjávarútvegi, m.a. með vísan til byggða- og menning- arsjónarmiða. Þessi tvískinn- ungur getur ekki hafa gert starf samningamanna Íslands auðvelt eða stefnuna sérlega trúverðuga. Grein Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur utanríkisráðherra hér í blaðinu í gær bendir til að nú ætli íslenzk stjórnvöld að hætta þessum tvískinnungi. Utanríkisráðherra bendir á að Ísland sé matvælaframleiðslu- land og fiskútflutningur á er- lenda markaði sé ein af megin- atvinnugreinum þjóðarinnar. „Við þurfum á því að halda að þessir markaðir séu opnir og frjálsir,“ segir Ingibjörg Sól- rún. Í rökréttu fram- haldi lýsir hún sig ósammála því að íslenzkur landbún- aður þrífist ekki nema með við- skiptahindrunum og tollvernd. „Ég hef þá trú að aðstæður á heimsmörkuðum og aukin eft- irspurn eftir landbúnaðar- vörum skapi sóknarfæri fyrir íslenskan landbúnað,“ skrifar utanríkisráðherra. Það var orðið tímabært að íslenzk stjórnvöld áttuðu sig á að til þess að önnur ríki fallist á sjónarmið fiskútflutningsrík- isins Íslands um opna markaði, hlýtur Ísland að þurfa að fall- ast á sjónarmið ríkja, sem flytja út landbúnaðarvörur. Stjórnarflokkarnir hljóta að vera sammála um þetta. Ekki er flokkur athafna- og við- skiptafrelsis á annarri skoðun en Samfylkingin í þessu efni? Frumvarp Einars K. Guð- finnssonar landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra um af- nám hindrana í vegi innflutn- ings á landbúnaðarvörum frá ríkjum Evrópusambandsins er til merkis um að sjálfstæðis- menn átta sig á þessu sam- hengi. Ráðherrann á ekki að hlusta á kröfur um að hann leggi matvælafrumvarpið til hliðar þegar Alþingi kemur saman á ný. Samþykkt þess er nauðsynlegur hluti af aðlögun landbúnaðarins að nýjum veruleika í alþjóðlegum við- skiptum. Ráðherrann á ekki að hlusta á kröfur um að hann leggi matvælafrumvarpið til hliðar. } Tvískinnungi hætt Sjávarafurðireru ekki leng- ur helsta útflutn- ingsvara Íslend- inga. Áætlaðar tekjur af álút- flutningi á þessu ári eru 165 milljarðar króna. Reiknað er með að tekjur af útfluttum sjávarafurðum verði 130 milljarðar á árinu. Hlutfall áls í útflutningi hefur vaxið úr því að vera 19% árið 2002 í 45% á þessu ári. Til samanburðar var hlutur sjávarafurða 63% 2002 en 35% í ár. Það hefur því orðið grundvallarbreyting á samsetningu vöruviðskipta frá Íslandi til annarra ríkja. Ólafur Klemensson, hag- fræðingur hjá Seðlabanka Ís- lands, segir í Morgunblaðinu í gær að Ísland verði á meðal tíu stærstu álframleiðenda í heiminum á næsta áratug. Þessi þróun hefur ekki ver- ið sársaukalaus. Virkjanir og stóriðja hafa verið stórt póli- tískt átakamál síðustu ár. Þegar jafnt net- sem bankabólur springa verður framleiðsla á hrá- vörum eins og áli hlutfallslega verð- mætari en áður. Viðskiptajöfn- uður, sem margir horfa til þegar styrkur efna- hagslífsins er metinn, er hag- stæðari en ella. Verðmæti sem felast í fallvötnum og jarðvarma eru nýtt. Fjöldi fólks hefur lifibrauð sitt af því að starfa í álverum eða starfsemi þeim tengdri. Tekjur hins opinbera af þess- ari starfsemi nema millj- örðum króna sem notaðir eru til að veita mikilvæga op- inbera þjónustu. Erfiðar aðstæður í efna- hagslífinu setja þennan ávinning af starfsemi álvera í nýtt samhengi. Nú má segja að undirstöðu- atvinnugreinar á Íslandi séu þrjár: sjávarútvegur, stóriðja og fjármálaþjónusta. Lengi vel tók hagstjórn og stefnu- mótun í efnahagsmálum aðal- lega mið af hagsmunum sjáv- arútvegsins. Nú þarf að gæta að fleiri hagsmunum. Nú má segja að und- irstöðuatvinnu- greinar séu þrjár. }Átökin um álið Í framhaldi mikils óróa á fjár- málamörkuðum víða um heim, eftir að ákveðnir bankar í Bandaríkjunum fóru flatt á svokölluðum „subprime“- lánum (undirmálslánum) á banda- rískum fasteignalánamarkaði, hefur orðið all- mikil umræða, bæði í viðskiptalífinu og al- þjóðlegum viðskiptablöðum og tímaritum, hvort svonefndar skuldsettar yfirtökur heyri sögunni til, a.m.k. tímabundið, þar sem fjár- þurrð geti blasað víða við.“ Ótrúlegt en satt, lesendur góðir. Ofan- greind orð eru tilvitnun í upphaf fréttaskýr- ingar sem ég skrifaði í Viðskiptablað Morgun- blaðsins þann 6. september í fyrra undir fyrir- sögninni Draumur eða martröð. Ótrúlegt segi ég, því í daglegri greiningu á heimasíðu sinni frá því 2. júní sl. fjallar Coun- cil on Foreign Relations um nákvæmlega sama efni og segir að breski viðskiptablaðamaðurinn Gillian Tett hjá Financial Times hafi nýverið vakið athygli á að lánveit- ingar banka og fjármálastofnana vegna skuldsettrar yf- irtöku geti brátt orðið á allra vörum, ekki bara hins lok- aða fjármálageira. Í greiningunni er talið fullt tilefni til þess að hlusta á Tett, sem hafi séð fyrir þann vanda sem í uppsiglingu var, vegna undirmálslána, langt á undan öðru fjölmiðlafólki. Taldar eru líkur á því að það sé bara ný tegund af banka- krísu í uppsiglingu – bankakrísum sé fjarri því lokið. Eins og ég lýsti í greininni, var skuldsett yfirtaka draumur fjármálamannsins, sem fann fyrirtæki, sem þeg- ar var skuldsett, skuldsetti sig og fyrirtækið enn frekar, til þess að kaupa það, vegna þess að hann sá möguleika á því að margfalda hinn margfræga EBITDA-hagnað og geta þannig við endurfjármögnun, sem ávallt miðast við eitthvert ákveðið margfeldi af þeim hagnaði, greitt sjálfum sér út ofurhagnað. Allt gat þetta gengið, þegar lánsfjármagnið streymdi fram á góðum kjörum og bankar gátu hagnast mjög mikið á lánveitingum til skuld- settrar yfirtöku. Endurfjármögnun á skuld- settum yfirtökum gat þannig verið lykill að mikilli auðmyndun þeirra sem áttuðu sig á vaxtarmöguleikum og gróðavon í ákveðnum fyrirtækjum, sem þeir yfirtóku svo með skuld- setningu og svo skiptu fjárfestarnir og bank- arnir hagnaðinum með sér í einhverjum ákveðnum hlutföllum, þar sem bankinn fékk ofurþóknun vegna áhættunnar og fjárfestirinn borgaði sér bara beint út stóran hluta lánsins sem hét „endur- fjármögnun“. En nú er öldin önnur. Lánsfjármagn stendur ekki til boða, enginn getur lengur tekið snúninginn sem lýst var í áðurnefndri fréttaskýringu og bankarnir eiga á hættu að skuldunautarnir, sem voru í slíkum skuldsettum yfir- tökum á seinnihluta sl. árs, þar sem lánveiting bankanna miðaðist við allt upp í tífaldan EBITDA-hagnað í stað fjórfalds eða fimmfalds eins og áður tíðkaðist, geti nú ekki borgað krónu og eru sennilega margir þegar komnir í mikil vanskil inni í bönkunum, jafnt hér á landi sem ann- ars staðar. Ævintýri verða að martröð. agnes@mbl.is Agnes Bragadóttir Pistill Ævintýri verða að martröð FRÉTTASKÝRING Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is V etni hefur marga kosti sem orkugjafi. Það er um þrefalt orkuríkara en sama magn af jarð- efnaeldsneyti og ef það er unnið með aðferðum sem ekki leiða til losunar á koldíoxíði í andrúmsloftið er á ferð mengunarlaust eldsneyti. Og ekki nóg með það. Vetni er þeg- ar samkeppnishæft við hefðbundið eldsneyti á Íslandi, sé gengið út frá því að áfyllingarstöð sem getur sinnt 2.000 bifreiðum sé því sem næst í fullri og hagkvæmri notkun og að vetnið sé ekki skattlagt umfram 24,5% virðisaukaskatt. Til að knýja meðalvetnisbifreið á viku þarf að rafgreina um þrjátíu lítra af vatni, eða sem svarar vatninu í drjúgum þvottabala. Rafgreint vetni úr broti af meðalvatnsrennsli Elliða- ánna myndi duga til að knýja allt ís- lenska samgöngukerfið á láði og legi, bifreiðar og fiskiskipin. Vetni sem er unnið úr vatni með rafgreiningu er mengunarlaust ef notast er við endurnýjanlega orku. Vitaskuld leiðir uppbygging end- urnýjanlegra orkuinnviða óhjá- kvæmilega til mengunar, en það á líka við um alla orkuinnviði almennt. Öðru málið gegnir um vetni sem er unnið úr jarðefnaeldsneyti, þá fylgir vinnslunni alltaf einhver mengun. Endurnýjanleiki vetnisins og hreinleiki vinnslunnar þegar notast er við endurnýjanlega orku er ein ástæða þess að horft hefur verið til þess sem eldsneytis framtíðarinnar. Vetnisvinnsla er orkufrek og hefur sú staðreynd verið notuð gegn vetni- svæðingu. Á hitt ber að líta að hægt er að sækja margfalt meiri orku í geisla sólarinnar, öldur hafanna og straum vindanna, svo fátt eitt sé nefnt, en mannkynið hefur þörf fyrir. Endalaus orka Ágætt dæmi er að formælendur sólarorkunnar í Bandaríkjunum benda á að ferhyrnt svæði sem er hundrað mílur á hverja hlið gæti með þeirri aðferð gefið af sér jafnmikla orku og nú er sótt í jarðefnaeldsneyti vestanhafs. Þau rök að vetni eigi ekki við á tím- um orkuskorts eru því umdeilanleg. Raunar gæti svo farið að innan nokk- urra áratuga muni umræða um orku- skort þykja jafnframandi og áhyggj- ur af skorti á ódýrum kolum í Bretlandi þættu nú. Vetni er í eðli sínu orkuberi. Vetn- isbifreið, svo dæmi sé tekið, sækir rafeindir í vetnið sem aftur knýja hjólin og annan stjórnbúnað. Þegar eru komnar fram vetnis- bifreiðar sem uppfylla flestar ef ekki allar þær kröfur sem gerðar eru til bensín- og dísilknúinna bifreiða. Vetnisbifreiðin Honda FCX Cla- rity er ágætt dæmi, en hún kemst um 430 km á einni áfyllingu. Þýski bíla- risinn Daimler, svo dæmi sé tekið, hefur náð viðlíka árangri. Vetnisvélar framtíðarinnar bera samheitið efnarafalar og er notast við róteindahimnuefnarafala í nær öllum þeim vetnisbifreiðum sem nú eru í hönnun. Þessi öld kann þannig að verða öld efnarafalans, líkt og síðasta öld var óumdeilanlega öld sprengi- hreyfilsins og olíunnar. Einnig þarf að geyma vetnið og svo aftur sé miðað við bifreiðar verður það að öllum líkindum geymt í gas- formi á sérhönnuðum geymslutönk- um (skip og flugvélar eru taldar munu vetnisvæðast síðar). Ef marka má orð talsmanna Ford og Daimler er þróun efnarafalanna og geymslubúnaðarins svo langt komin að reikna megi með því að rað- framleiðsla vetnisbifreiða (skrefið á undan fjöldaframleiðslu) hefjist innan nokkurra ára. Á tímabilinu 2015 til 2020 megi ráðgera að vetnisbifreiðum muni fjölga og þær verða samkeppn- ishæfar í verði. Þvottabali af vatni myndi duga út vikuna Ljósmynd/Honda Framtíðin? Tilraunaakstur fer nú fram á vetnisbifreiðinni Honda FCX Cla- rity í Bandaríkjunum. Áfyllingin dugar til um 430 km aksturs.  Á nóttinni fellur rafmagnsnotkunin og þá væri tilvalið að nota orkuna til vetn- isvinnslu eða til að hlaða rafgeyma rafbíla, gangi bjartsýnar spár um rafbíla eftir. Nóttin góður tími  Talsmenn Daim- ler vilja fjölgun vetnisstöðva hér til að styðja við frekari tilraunir, en fyrir er vetnisstöð við Vest- urlandsveg, sú fyrsta sem opinn var almenningi í heiminum. Vilja fleiri stöðvar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.