Morgunblaðið - 13.06.2008, Síða 24

Morgunblaðið - 13.06.2008, Síða 24
24 FÖSTUDAGUR 13. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ÞAÐ er merkilegt að í hvert skipti sem ein- hver Kópavogsbúi seg- ir opinberlega sann- leikann um bæjarstjórann í Kópa- vogi skuli alltaf koma fram einhver aðdáandi bæjarstjórans og bera blak af honum. Að þessu sinni er það annars ágætur maður, Aðalsteinn Jónsson, sjálfstæðismaður. Honum blöskrar óhróður sem félagi þeirra í flokknum skrifar í Morgunblaðið fyrir skemmstu um bæjarstjórann. Ég vil nú meina að þar hafi skratt- inn hitt ömmu sína, því ef einhver á skilið að fá svona skrif um sig, þá er það bæjarstjórinn í Kópavogi. Það væri fróðlegt fyrir Aðalstein að hlusta á tvo eða þrjá bæjarstjórnarfundi í Kópavogi og verða vitni að því þegar bæj- arstjórinn hraunar yfir andstæðinga sína með fúkyrðum og hótunum þannig að sæmilega hraust fólk verður miður sín og sómakærir bæjarbúar fyrirverða sig fyrir þennan embættismann. Því miður er ekki hægt að vitna í þessi fúkyrði; þau fengjust ekki birt í Morgunblaðinu. Ef Aðalsteini finnst það vera í lagi að bæjaryfirvöld hafi gengið til liðs við lóðabraskarana sem voru byrj- aðir að kaupa upp hesthúsin í Glað- heimum og særðu hestamanna- félagið djúpu sári, gengu síðan út með hálfan milljarð í hagnað þegar bæjaryfirvöld björguðu þeim úr snörunni, verður hann bara að eiga það við sjálfan sig. Bæjarstjórinn í Kópavogi kallar yfir sig gagnrýni, bæði með fram- göngu sinni og munnsöfnuði. Verði honum að góðu. Verði honum að góðu Loftur Þór Pét- ursson gerir at- hugasemdir við grein Aðalsteins Jónssonar Loftur Þór Pétursson »Ég vil nú meina að þar hafi skrattinn hitt ömmu sína … Höfundur er bólstrari. RÁÐLEGGINGUM um mataræði ungbarna var breytt árið 2003. Járnbætt stoðmjólk var þá ráðlögð í stað venju- legrar kúamjólkur frá sex mánaða til tveggja ára aldurs. Einnig var lögð meiri áhersla á brjóstagjöf en áður. Þessar breytingar voru gerðar af Miðstöð heilsuverndar barna og Manneldisráði og gefnar út í fræðslu- bæklingi. Áður en fræðslubækling- urinn kom út höfðu allmargir veitt því eftirtekt að breytinga var þörf og ungbarnavernd heilsugæslunnar var auðvitað byrjuð að ráðleggja í sam- ræmi við það. Niðurstöður rann- sóknar á mataræði ungbarna sem gerð var af rannsóknarstofu í nær- ingarfræði fyrir um tíu árum sýndu að járnbúskapur íslenskra ungbarna var lélegri en í mörgum nágranna- löndum okkar. Sterkustu tengsl við lélegan járnbúskap hafði neysla á venjulegri kúamjólk um og yfir hálf- um lítra á dag. Stoðmjólkin er unnin úr íslenskri kúamjólk. Það hefur þá kosti að breyting er minni á mat- aræði barnanna en verið hefði ef blanda úr erlendri kúamjólk hefði verið notuð. En breytingar á ráð- leggingum um mataræði eiga ekki að fela í sér óþarfa breytingar eða aðra þætti sem gætu verið skaðlegir. Rannsóknir hafa meðal annars sýnt að íslenska mjólkin hefur aðra sam- setningu próteina en erlend mjólk og í stoðmjólk eru notuð þau gæði sem íslenska mjólkin hefur umfram þá er- lendu. Próteinmagn stoðmjólkur er einnig minna en í venjulegri kúa- mjólk sem er í samræmi við alþjóð- legar og hérlendar ráðleggingar um samsetningu á stoð- blöndu fyrir ungbörn. Bættur járnhagur Mikilvægt var að kanna hvort nýjar ráð- leggingar höfðu skilað tilsettum árangri. Því var gerð ný rannsókn á mataræði íslenskra ungbarna í þeim til- gangi að kanna meðal annars áhrif nýrra ráðlegginga á járnbú- skap barnanna en gagnasöfnun fór fram frá júní 2005 til janúar 2007. Helstu niðurstöður rannsókn- arinnar voru þær að neysla á venju- legri kúamjólk hefur dregist veru- lega saman og hefur stoðmjólkin komið að miklum hluta í staðinn. Járnbúskapur barnanna hefur batn- að mikið þar sem tilfellum barna með litlar járnbirgðir í líkamanum hefur fækkað um meira en þrjá fjórðu hluta. Auk þess hefur járnskortur og járnskortsblóðleysi nánast horfið en áður hafði fimmtungur barnanna járnskort og 3% járnskortsblóðleysi. Aðrar breytingar sem orðið hafa á mataræði barnanna eru aukin brjóstagjöf út allt fyrsta árið sem og aukin neysla á ungbarnagraut, ávöxtum og grænmeti sem gætu ásamt stoðmjólkinni hafa stuðlað að bættum járnhag barnanna okkar. Bættur járnhagur skiptir miklu máli fyrir ung börn þar sem hann getur meðal annars haft áhrif á þroska barnanna og getur einnig minnkað líkur á ýmsum sýkingum. Annar en tengdur vandi Allt annar en þó tengdur vandi sem sást í fyrri rannsókninni á mat- aræði íslenskra ungbarna fyrir um 10 árum var of mikil próteinneysla meðal of margra barna. Þetta gat að hluta til skrifast á neyslu á venjulegri kúamjólk enda próteinmagnið lækk- að í stoðmjólkinni. Of mikil prótein- neysla hjá ungum börnum getur aukið líkur á ofþyngd síðar á ævinni. Auk breytinga á stoðmjólkinni getur verið að áhersla á að forðast prótein- ríkar mjólkurvörur í ráðleggingum hafi haft áhrif þó að minnka megi próteininntöku enn frekar. Færri börn neyta nú of mikils próteins en í fyrri ungbarnarannsókninni. Helm- ingi færri börn fá of mikið prótein við níu mánaða aldur og þriðjungi færri við 12 mánaða aldur en í fyrri ungbarnarannsókninni. Það má því segja að nýjar ráðlegg- ingar hafi skilað góðum árangri hvað varðar járnbúskap. Sömuleiðis má ætla að til lengri tíma litið sé minni próteinneysla af hinu góða, en meðal ákveðins hluta barna er hún enn of há og mætti minnka enn frekar. Þeg- ar hafa komið út fjórar meist- araprófsritgerðir upp úr þessum gögnum, sem og skýrsla þar sem niðurstöður rannsóknarinnar eru teknar saman. Skýrsluna, sem er eftir greinarhöfund, Ingu Þórsdóttur prófessor sem stýrði rannsókninni og Gest Pálsson barnalækni, er að finna á vef Rannsóknastofu í næring- arfræði www.rin.hi.is. Matur þeirra minnstu Breytt mataræði ungs fólks skilar góðum árangri segir Ása Vala Þórisdóttir Ása Vala Þórisdóttir » Bættur járnhagur skiptir miklu máli fyrir ung börn þar sem hann getur meðal ann- ars haft áhrif á þroska barnanna og getur einn- ig minnkað líkur á ýmsum sýkingum. Höfundur er doktorsnemi á Rannsóknastofu í næringarfræði við Háskóla Íslands og Landspítala. Í MORGUN- BLAÐINU þann 7. apríl er greint frá því að rætt hafi verið í borgarstjórn Reykja- víkur um að stofna til sérstaks átaks til að minnka það sem kallað er subbuskapur bíl- stjóra. Átt er við að leggja bílum á gangstíga þvert ofan í lög og reglur. Gísli Marteinn Bald- ursson, formaður umhverfis- og samgönguráðs sagði að sigið hefði á ógæfuhliðina síðustu mánuði og ár. Ég hef búið í Reykjavík síðustu sex árin og ég get ekki sagt að ástandið hafi versnað verulega. Satt að segja hefur ástandið verið okkur Reykvíkingum til skammar svo lengi sem ég man. Ástæðan er margþætt að mínu áliti. Fyrst er að bíl- stjórar fá bersýnilega ófullnægjandi þjálfun í ökukennslunni. Fáir virðast kunna að bakka inn á stæði og standa þess vegna meira eða minna þvers á stæðinu með afturendann langt út í götu. Sumir reyna að bæta úr þessu með því að fara upp á gang- stéttina og loka henni. Í öðru lagi er virðing bílstjóra fyrir öðrum vegfarendum hverfandi. Menn leggja bílum sínum á miðja gangstétt án þess að hugsa um hvort gangandi vegfarandi komist fram hjá eða ekki. Sérstaklega ósvífið er þetta þegar snjór er. Þá er leiðin framhjá bílunum oft ófær vegna snjóruðnings. Ég hef nokkrum sinn- um haft orð á þessu við bílstjóra sem lögðu þannig en oftar en ekki hafa þeir brugðist ókvæða við. Í þriðja lagi virðist lögreglan ekki hafa minnsta áhuga á því að viðhalda rétti gangandi vegfaranda að kom- ast leiðar sinnar. Lögreglan leggur mikið upp úr því að taka menn fyrir of hraðan akstur – og er það vel – en hún lokar gersamlega augunum fyr- ir þeirri hættu sem skapast þegar gangandi fólk svo ekki sé talað um foreldra með barnavagn verður að fara út á miðja götu til að komast framhjá bíl sem lokar gangstígnum. Í Þýskalandi er sjaldgæft að sjá bíl standa á gangstíg. Ástæðan er sú að þeir fá mjög fljótt háar sektir og ef bíllinn truflar gangandi umferð verulega er hann einfaldlega dreg- inn í burtu. Menn þurfa þá að sækja bílinn eitthvað út í úthverfi og leysa hann út með því að borga drátt- argjaldið að viðbættri sektinni. Kostnaðurinn getur þá auðveldlega orðið 15 til 20 þúsund krónur. Mestu máli skiptir þó að almenn- ingur í Þýskalandi hefur mjög lítinn skilning á brotum sem þessum. Menn bregðast oft mjög reiðir við ef bíll stendur ólöglega á gangstígum eða hjólreiðabrautum og kæra óspart til lögreglu. Ég held að við sem förum stund- um leiðar okkar fótgangandi mætt- um vera meðvitaðri um okkar rétt- indi, að við höfum sama rétt og bílar til að komast leiðar okkar óhindrað. Þar við bætist svo að gangstéttir hafa ekki sama burðarþol og ak- brautir og skemmast því fljótt þegar bílar fara upp á þær. Að leggja upp á gangstéttir er því ekki aðeins subbu- skapur heldur í fjölda tilfella beinlín- is skemmdarverk og kostnaðurinn fellur á almenning. En það er annar subbuskapur sem viðgengst líka í okkar fallegu en skítugu borg. Fjölmargir bílstjórar láta bílinn vera í gangi þegar þeir eru að bíða eftir einhverju og jafnvel skilja þeir hann eftir í gangi meðan þeir skreppa inn í búð. Það ætti að vera þekkt að bílar menga mest þeg- ar þeir eru í hægagangi. Einu sinni áttu flestir gamla bíla sem voru erf- iðir í gang og ekkert víst að þeir færu í gang aftur ef drepið var á þeim. Nú er tíðin önnur og engin af- sökun til fyrir því að láta bílinn ganga að óþörfu. Það kostar pen- inga, skaðar umhverfið, veldur óþarfa hávaða og er slæmt fyrir vél- ina. Sama er að segja um þann ósið að láta bílinn hitna í kyrrstöðu áður en farið er af stað. Víða erlendis við- gengst þetta ekki vegna þess að ná- grannar kvarta og kalla jafnvel lög- reglu til. Það væri tilvalið að samdar yrðu siðareglur bifreiðastjóra sem not- aðar væru í ökukennslu og prófaðar á bílprófi. Ég hvet þá sem málið varðar til að gera átak í þessa átt. Reynir Vilhjálmsson eðlisfræðingur. Átak gegn subbuskap Reynir Vilhjálms- son skrifar um almenna öku- menn » Siðareglur bílstjóra ætti að prófa á öku- prófi. Reynir Vilhjálmsson Höfundur er eðlisfræðingur. ÞAR SEM grein þessi er viðbrögð við grein í öðru dagblaði var hún fyrst send á það dagblað fyrstu dagana í maí sl. Leið og beið og ekki gekk rófan. Virtist nokkuð ljóst að hún þætti ekki af einhverjum ástæðum birting- arhæf. Því ákvað ég að senda hana til míns blaðs, Morg- unblaðsins, í von um betra gengi. Þessa er einkum getið til skýr- ingar á því hve langt er um liðið frá því til- efni sem þessari grein er ætlað að svara. Hinn 17.4. sl. feng- um við fréttir í Fréttablaðinu um „nýtt vistunarmat“ á þeim sem taldir eru þurfa vistunar við á hjúkrunaheimilum og hve ár- angur af því væri orðinn stórkost- legur á stuttum tíma. Biðlistar hefðu stytzt svo um munaði. Allt annað líf. Nú er það svo að ekki er um að ræða „nýtt“ mat heldur f.o.f. frek- ari forsjárhyggju, sem færði á grundvelli hefðbundins mats ákvarðanatöku um innlagnir frá viðeigandi stofnunum inn í hina al- vitru miðstýringu, frá vettvangi þjónustunnar inn í fjarlægari mið- stövar skv. því miðsóknarafli sem tröllríður heilbrigðiskerfinu meira en nokkru sinni fyrr. Eina breyt- ingin er sú að nú eru væntanlegir vistmenn ekki lengur skoðaðir né heimili þeirra. Matskerfið er að öðru leyti óbreytt. Haft er eftir aðstoðarlandlækni, að nauðsyn hafi borið til þessa vegna tilhneig- ingar stofnana til að velja þá sem „þeim þættu þægilegastir“. Held- ur kaldar kveðjur til okkar starfs- manna slíkra stofnana. Þó hefur það verið þannig, að obbinn af hjúkrunarheimilum hefur tekið inn vistmenn í fullu samráði við við- eigandi aðilja. Við í Hjúkr- unarheimilinu Skjóli höfum eins og margar aðrar stofnanir átt reglulega fundi með fulltrúum frá báðum stóru Landspítölunum og jafnvel fleiri deildum sem og einn- ig frá Velferðarsviði Reykjavík- urborgar. Þar hafa verið teknar sameiginlegar ákvarðanir um hvernig forgangsraða skuli úr þeim hópi sem bíður vistunar. Þar þarf margs að gæta, sem miðlæg- ari aðilar hafa ekki yfirsýn yfir, s.s ríkjandi umhverfi umsækjand- ans, sem getur stund- um verið óbærilegt heima fyrir, vænt- anlegt umhverfi og aðstaða, sem í boði er hverju sinni, skipulag deilda og persónu- legir samvistarmögu- leikar, sérkenni hvers einstaklings o.m.fl. Hinar miðlægu ákvarðanir eru líkleg- ar til að útvega eldra fólki aðstæður, sem ekki eru þær ákjósan- legustu þótt það stytti biðlista. Og nú fáum við allt í einu þær kveðjur frá Matthíasi Halldórs- syni, að öll höfum við unnið ófaglega, fyrst og fremst með það í huga að hafa það bara náðugt og láta þá sjúkustu sigla sinn sjó. Það er aldeilis! Heggur nú sá er hlífa skyldi. Lífið er bara ekki svona einfalt. Dregnar eru tvær breytur inn í umræðuna og þær settar í orsakasamband: Vist- unarmat og stytting biðlista. Flest mál eru yfirleitt mun flóknari. Hér hefur algjörlega verið horft fram hjá þeirri, sem verður að teljast allra breyta stærst: að fyrir hendi séu laus pláss. Nú hefur dval- artíminn á hjúkrunarstofnunum stöðugt verið að styttast þar sem vistmenn koma æ heilsuveilli inn, þrátt fyrir meinta sérgæsku okkar starfsfólksins. Það þýðir tíðari innlagnir. En nú er fyrst og fremst í frásögur færandi, að í Skjóli hafa þegar látist 28 vist- menn það sem af er þessu ári (uppfærð tala frá fyrri grein). Í fyrra létust 27 á öllu árinu. Og svo vill til, að sömu sögu um óvana- lega háa tíðni dauðsfalla er að segja af mörgum öðrum stofn- unum, hvernig sem á því stendur. Nú mun víst Guð almáttugur eitt- hvað hafa með þetta að gera. Við fyrstu sýn skyldi maður ætla að „nýtt“ vistunarmat geti ekki íhlutast mikið um ákvarðanir við hið gullna hlið. En maður veit aldrei. Þetta er svo fjárans gott mat. Guð kann að hafa séð að sér og farið að vinna faglegar en fyrr. Hvernig svo sem þessum orsaka- tengslum er háttað má augljóslega með sömu ályktanaaðferð og sett var fram í ofangreindri blaðagrein staðhæfa að tilkoma „nýs“ vist- unarmats hafi beinlínis leitt til aukinnar tíðni dauðsfalla á hjúkr- unarheimilum. Nýtt „vistunar- mat“ aldraðra Ólafur Mixa skrifar um vistun aldraðra á hjúkrunar- heimilum Ólafur Mixa »Haft er eftir aðstoð- arlandlækni, að nauðsyn hafi borið til þessa vegna tilhneig- ingar stofnana til að velja þá sem þeim þættu þægilegastir Höfundur er yfirlæknir hjúkrunarheimilisins Skjóls.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.