Morgunblaðið - 03.07.2008, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 03.07.2008, Qupperneq 6
6 FIMMTUDAGUR 3. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR FRÉTTASKÝRING Eftir Sigtrygg Sigtryggsson sisi@mbl.is ÚTLENDINGAR sem starfa hér á landi, og senda meginhluta launa sinna til fjölskyldunnar í heimalandi sínu, hafa orðið fyrir umtalverðri launaskerðingu vegna veikingar krónunnar að undanförnu. Skerðingin nemur allt að 30% frá áramótum, reiknað í evrum. Um áramótin kostaði evran 90 krónur. Í dag kostar hún um 125 krónur. Til útskýringar má taka eftirfar- andi tilbúið dæmi: Útlendingur sem hér starfar hefur 150 þúsund krón- ur til ráðstöfunar á mánuði, þegar skattar og gjöld hafa verið greidd. Hann notar 50 þúsund krónur til framfærslu hér. Kaupmáttarrýrnun hefur verið 4% síðustu 12 mánuði, svo þessi hluti hefur rýrnað um tvö þúsund krónur að raungildi. Mað- urinn sendir jafnvirði 100 þúsund króna til fjölskyldu sinnar í heima- landinu. Hann skiptir íslenskum krónum í evrur, eins og er lang- algengast. Skerðingin frá áramótum er tæplega 30% eða 30 þúsund krónur. Laun viðkomandi hafa því skerst um 32 þúsund krónur frá áramótum. Margir útlendingar hafa kosið að halda á önnur mið Samkvæmt upplýsingum sem Morgunblaðið aflaði sér í gær, hafa nokkur fyrirtæki hér á landi reynt að koma til móts við útlenda starfs- menn til að minnka skellinn. Fyr- irtækin sjá sér hag í því að halda í góða starfsmenn. Engu að síður hafa margir kosið að halda á önnur mið, þar sem launakjör eru betri. Pólverjar, sem eru fjölmennastir út- lendinga á vinnumarkaði hér, hafa flestir kosið að snúa til heimalands- ins. Eins og fram kom í Morg- unblaðinu í gær, er talið að 18-19 þúsund útlendingar séu nú starf- andi á íslenskum vinnumarkaði. Er þetta um 10% allra á vinnumarkaði. Lítið hefur dregið úr straumi vinnu- afls hingað og fyrstu sex mánuði þessa árs voru 2.500 nýskráningar útlendinga hjá Vinnumálastofnun. Er þessi tala litlu lægri en sömu mánuði í fyrra, en þá voru nýskrán- ingar hjá Vinnumálastofnun alls 2640. Sumir þessara útlendinga setjast hér að en aðrir „eru komnir á ver- tíð,“ og reyna að þéna sem mest áð- ur en þeir snúa heim á leið. Þeir hafa ekki hugsað sér að setj- ast hér að. Því hafa þeir ekki viljað leggja á sig að læra önnur tungumál en sitt eigið, hvorki íslensku né ensku. Í Eflingu eru rúmlega 7000 útlendingar skráðir Þeirra tilgangur er að afla tekna fyrir sig og fjölskylduna og safna fyrir íbúð og bíl í heimalandinu. Ætlun þeirra var að snúa heim til sín fyrr eða síðar. Í Stéttarfélaginu Eflingu eru rúmlega 7 þúsund útlendingar af meira en 100 þjóðernum, eða um 35% allra félagsmanna. Að sögn Sigurðar Bessasonar, formanns Efl- ingar, hefur fjölgunin verið gríð- arlega hröð og félagið orðið að end- urskipuleggja alla starfsemina vegna þessa. Mikil áhersla hefur verið lögð á það að koma til móts við hina nýju félagsmenn, t.d. með því að bjóða upp á íslenskukennslu, túlkaþjónustu og slíkt. Lækkun krónunnar hefur gríðarleg áhrif á afkomuna Sigurðir segir að starfsmenn Efl- ingar hafi vissulega orðið varir við þann vanda, sem lækkun krónunnar hefur haft í för með sér fyrir þá út- lendinga, sem senda peninga heim til sín. „Lækkun krónunnar hefur haft gríðarleg áhrif á afkomu þessa fólks,“ segir Sigurður. Hann kvaðst vita um marga fé- laga í Eflingu, sem hefðu ákveðið að leita annað eftir vinnu. Sigurður segir að það hafi verið fljótt að fréttast að á Íslandi væri gott að vinna og launin góð. Það myndi væntanlega fréttast fljótt, hve ástandið hafi versnað mikið á skömmum tíma. Blikur eru á lofti í efnahags- málum og sérfræðingar segja að í haust skýrist hvort útlendingum fækki umtalsvert á vinnumarkaði. Kjaraskerðingin allt að 30%  Útlendingar sem starfa hér á landi og senda peningana heim hafa tapað miklu vegna veikingar á krónunni  Margir útlendingar hafa snúið aftur til heimalandsins eða leitað vinnu í öðrum löndum Í HNOTSKURN »Talið er að á Íslandi starfi18-19 þúsund útlendingar. Pólverjar eru langfjölmenn- astir eða 80% af fjöldanum. »Fyrstu 6 mánuði ársinsvoru nýskráningar fólks frá nýju Evrópusambands- löndunum 2.500 talsins. »Um síðustu áramót kostaðievran 90 krónur. Í dag kostar hún 125 krónur. »Sum fyrirtæki hafa reyntað koma til móts við er- lenda starfsmenn sína. Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdót FYRIR þá útlendinga sem hér eru í vinnu og senda meginhluta pening- anna heim til sín, er ekki lengur jafnfýsilegt að vinna á Íslandi og áður. Þetta er mat Stanislaw Bu- kowski, stjórnarmanns í Eflingu. Stanislaw er Pólverji, sem hefur sest að hér á landi ásamt fjölskyldu sinni. Stanislaw segir að lækkun krón- unnar skipti ekki máli fyrir það fólk sem hafi sest að á Íslandi. Fyrir hina sé þetta hrikaleg launaskerð- ing. Hann segir að þessi breytta staða sé vissulega mikið rædd í hópi út- lendinga sem hér vinna. Margir hafi kosið að yfirgefa Ísland. Segir Stanislav, að þeir Pólverjar sem hann þekki til, hafi langflestir kosið að snúa aftur heim til Póllands. Hann viti um fáa, sem hafi leitað eftir vinnu í öðrum löndum. Heima í Póllandi sé atvinnu- ástandið að batna og launin að hækka. Til dæmis sé mikil vinna framundan vegna Evrópumótsins í knattspyrnu, sem haldið verður í Póllandi árið 2012. Ísland ekki jafn fýsilegt og áður Kjaraskerðing útlendinga  Rýrnun kaupmáttar á Íslandi 4%  Skerðing vegna falls krónunnar 30% Eftir Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@mbl.is ÞRJÚ tilboð bárust í fornleifagröft á Alþingisreitnum en kostnaðaráætlun hljóðar upp á 151.345.470 kr. Ljósleiðir ehf. áttu lægsta tilboðið upp á rúmar 164 milljónir sem nemur 108% af áætlun. Síðdegis í gær tilkynnti fram- kvæmdasýsla ríkisins að tilboði Ljósleiða ehf. hefði verið tekið og munu framkvæmdir hefjast að liðnum kærufresti, en lögum samkvæmt geta þau félög sem áttu tilboð sem var hafnað kært niðurstöðu útboðsins. Ef þau kæra gæti orðið hálfs árs frestun á framkvæmdum. „Það er gert ráð fyrir að 15-20 manns vinni að uppgreftinum. Við komum til með að byrja með fimm fornleifafræðingum og aðstoð- arfólki,“ segir Halldór Bárðarson hjá Ljósleiðum. Alþingisreiturinn afmarkast af Kirkjustræti, Templara- sundi, Vonarstræti og Tjarnargötu og gera má ráð fyrir að á svæðinu sem rannsakað verður séu óröskuð mannvist- arlög um 1 metri að þykkt. Deiliskipulag reitsins miðast við að hægt sé að koma allri starfsemi Alþingis fyrir á reitnum jafnframt því sem eldri hús verða varðveitt. Er markmiðið að endurbyggja og endurraða gömlu húsunum sem eru í eigu Alþingis og að byggja nýjar skrifstofubygg- ingar. Svæðið sem nú verður grafið upp er vestan við svæðið sem rannsakað var árin 1998 og 1999 en þar fannst lag sem innihélt mikið af beinum og keramikbrotum. Tilboði Ljósleiða í Alþingisreitinn tekið  1 metra þykk mannvistarlög  Kostnaðaráætlun 151 millj. Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Fornleifauppgröftur Framkvæmdir hefjast fljótlega. Undir reitnum eru 1 metra þykkar mannvistarleifar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.