Morgunblaðið - 03.07.2008, Side 10

Morgunblaðið - 03.07.2008, Side 10
Morgunblaðið/Júlíus Sérsveitin Ekki er talin þörf á auknum viðbúnaði vegna hryðjuverka. Eftir Önund Pál Ragnarsson og Þorbjörn Þórðarson „FORVIRKAR rannsóknarheimildir munu verða bundnar við það, sem ákveðið er lögum samkvæmt og aldr- ei yrði til þeirra gripið nema með samþykki dóm- ara,“ segir Björn Bjarnason, dóms- málaráðherra. Hann hefur hug á því að Alþingi veiti lögreglu slík- ar heimildir en þær felast í því að safnað er upplýs- ingum um fólk eða fyrirtæki án þess að rökstuddur grunur sé um afbrot. Slíkar heimildir hefur lögregla á Norðurlöndum. Í mati greiningar- deildar ríkislögreglustjóra kemur fram að þrátt fyrir lágt hættustig sé ljóst að hryðjuverk geti átt sér stað á Íslandi og sömuleiðis undirbúningur og skipulag hryðjuverka í öðrum löndum. Í matinu kemur fram að merki séu um aukin umsvif skipu- lagðrar glæpastarfsemi hér á landi, bæði á vegum innlendra og erlendra hópa, sem láti nú til sín taka á fleiri sviðum en verið hefur t.d í mansali og barnaklámi, auk fíkniefnasölu. Grein- ingardeild ríkislögreglustjóra leggur þunga áherslu á að möguleikar til að bregðast við þróun af þessu tagi séu minni en ella því að lögregla hafi ekki forvirkar rannsóknarheimildir. Björn Bjarnason dómsmálaráð- herra segist munu kynna tillögur um forvirkar rannsóknarheimildir við fyrirhugaða heildarendurskoðun lög- reglulaga og einnig hyggst hann leggja þær fyrir svonefnda hættu- matsnefnd, sem starfar á vegum utanríkisráðherra. Á brattann að sækja í þinginu „Reynsla mín er sú, að það geti verið á brattann að sækja í fyrstu á Alþingi með sjálfsagðar og eðlilegar breytingar á starfsháttum lögreglu og þingmenn þurfi því töluvert ráð- rúm til að fjalla um mál af þessu tagi,“ segir Björn. Rökræður og miðl- un upplýsinga leiði þó að lokum til skynsamlegrar niðurstöðu, eins og hafi gerst þegar þingið samþykkti að greiningardeild ríkislögreglustjóra yrði stofnuð. „Fyrsta skrefið er að sjálfsögðu, að ég leggi fram tillögur mínar,“ segir Björn. Hann telur nauðsynlegt að horfa fram á veg og leggja sig fram um að búa í haginn enn frekar. „Alþjóðlegri glæpastarf- semi verður til dæmis að svara með auknu alþjóðlegu lögreglusamstarfi og hefur markvisst verið unnið að því að efla það af okkar hálfu,“ segir Björn jafnframt. Hættustig vegna hryðjuverkaógnar var lágt í júníbyrj- un, skv. fyrsta mati greiningardeildar ríkislögreglustjóra á slíkri hættu. Það þýðir að ekki liggja fyrir sérstak- ar upplýsingar um hættu á hryðju- verkum né er almennt talin sérstök ástæða til að auka viðbúnað lögreglu. Vilja forvirkar rannsóknar- heimildir Lögregla vill geta safnað upplýsingum án rökstudds gruns um tiltekin afbrot Í HNOTSKURN »Fjórfrelsið hefur skapaðnýja möguleika á sviði skipulegrar glæpastarfsemi. »Þekkt er frá útlöndum aðhryðjuverkahópar láti til skarar skríða gegn ferða- mönnum. »Hryðjuverkamenn, inn-lendir sem erlendir, gætu talið sendiráð erlendra ríkja og erlend fyrirtæki á Íslandi á Íslandi álitleg skotmörk. Gæti það í huga hryðjuverkamanna Í HNOTSKURN »Hindrunarlítil för fólksmilli landa í Evrópu hefur skapað nýja möguleika á sviði skipulegrar glæpastarfsemi. »Þekkt er frá útlöndum aðhryðjuverkahópar láti til skarar skríða gegn ferða- mönnum. »Hryðjuverkamenn, inn-lendir sem erlendir, gætu talið sendiráð erlendra ríkja og erlend fyrirtæki á Íslandi álitleg skotmörk. Gæti það í huga hryðjuverkamanna falið í sér vel heppnaða atlögu að hagsmunum einhvers þess rík- is sem þeir hatast við. »Hell’s Angels-vélhjóla-samtökin hafa um langt skeið haft áhuga á því að ná fótfestu á Íslandi en stór vél- hjólagengi eru alþjóðlegt vandamál. Þau leitast stöðugt við að auka umsvif sín. »Erlendir aðilar koma íauknum mæli að skipu- lögðu vændi á Íslandi. Björn Bjarnason Ríkislögreglustjóri getur ekki brugðist við hættu án aukinna heimilda 10 FIMMTUDAGUR 3. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ Í nýjasta Þjóðarpúlsi Gallup kemurfram að 52% aðspurðra kvenna eru ánægð með að Hanna Birna Kristjánsdóttir skuli hafa tekið við af Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni sem oddviti sjálfstæðismanna í Reykja- vík og 38% aðspurðra karla eru ánægð. Hins vegar eru 82% af fylgismönnum Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík ánægð með þessa til- högun og 87% þeirra eru ánægð með að Hanna Birna verði næsti borgarstjóri í Reykjavík.     Þetta þarf ekkiað koma nokkrum manni á óvart.     Svo virðist semEyjólfur sé örlítið að hressast, því fylgi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík þokast örlítið upp á við, þótt þar sé vissulega bitamunur en ekki fjár.     Sjálfstæðisflokkurinn var með tæp27% fylgi í Reykjavík í Þjóðar- púlsinum í júní en fær nú tæp 29%.     Samfylkingin bætir hraustlega viðfylgi sitt frá því í júní, er með tæp 52% fylgi, en var með 45% í júní.     Það er því ljóst að það er á bratt-ann að sækja fyrir Hönnu Birnu og félaga. Raunar hlýtur að fara að verða tímabært fyrir borgarstjórn- arflokk Sjálfstæðisflokksins og hin ólíku hverfafélög Sjálfstæðisflokks- ins í borginni, að setjast á rökstóla og velta upp spurningum um það hvernig flokkurinn vill skipa sínu liði á framboðslistum til næstu borg- arstjórnarkosninga?     Þarf ekki mikil endurnýjun aðeiga sér stað? Verður ekki krafa um nýtt fólk til ábyrgðar há- vær hjá sjálfstæðisfólki í Reykjavík? Eða verður kannski látið nægja að Vilhjálmur taki pokann sinn? STAKSTEINAR Hanna Birna Kristjánsdóttir Er Eyjólfur að hressast?                      ! " #$    %&'  (  )                 *(!  + ,- .  & / 0    + -                         !  12     1  3   4 2- 2  * -  5  1 % 6! (78 9 4 $  (   "       #$$#  %  #$$#  #$$#      :  3'45 ;4 ;*<5= >? *@./?<5= >? ,5A0@ ).? "      " " "     "                                *$BC                       ! !" # $ %&  '&  (     *! $$ B *! &!  '   !  (   ) <2 <! <2 <! <2 &( ' $# * $% +,-#$.  D2E           *    B  $ )   "  *!  (  ) #   #    +#     $ %'  %   '  , # -  /    $   "  ,. ,  ! !       $ %'  %/  %/  '  # <7   # #  "!           +   #  !  $ %&  %  (  /0## 11  $# 2  -* $% VEÐUR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ FRÉTTIR VEGURINN um Sprengisand verð- ur opnaður í dag, fimmtudaginn 3. júlí. Hjá Vegagerðinni fengust þær upplýsingar að unnið hefði verið að því að hefla veginn undanfarna daga en talsverð bleyta var í veginum norðan Nýjadals. Vegagerðin vill ítreka, að vegurinn er aðeins fær stærri bílum og jeppum. Vegagerðin hefur einnig sent frá sér hálendiskort, sem tekur gildi í dag. Samkvæmt því er um að ræða þrjú svæði á hálendinu, sem ennþá eru lokuð allri umferð. Þau eru Þjófadalsleið, austan Langjökuls, vegir um Auðkúluheiði og Austur- leið, milli Sprengisands og Öskju. sisi@mbl.is                        Sprengisands- leið opnuð í dag Í HNOTSKURN » Á hálendinu eru þrjúsvæði enn lokuð allri um- ferð. Þau eru Þjófadalsleið, austan Langjökuls, vegir um Auðkúluheiði og Austurleið milli Sprengisands og Öskju.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.