Morgunblaðið - 03.07.2008, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 03.07.2008, Qupperneq 21
Í HNOTSKURN »Einfalt síðunúmerakerfi leiðirferðalanginn um bókina eftir því hvert leið hans liggur. »Auk vegakortanna og lýsing-anna meðfram þeim eru í Vegahandbókinni ítarlegar nafna- og upplýsingaskrár um t.d. liti á íslenskum búfén- aði, algengustu plöntur, fiska og fugla, golfvelli, skóga og vita og tíðni Ríkisútvarpsins svo fátt eitt sé nefnt auk allra númeraðra vega Vegagerðarinnar á láglendi og hálendi. »Útgáfunni í ár fylgir yfirlitskort aflandinu í kvarðanum 1:750 sem Hálfdan segir 35 ára afmælisgjöf bók- arinnar til notenda. Á bakhlið kortsins er yfirlit yfir afþreyingu um allt land. »Framvísi kaupendur gömlu útgáf-unni í bókabúðum fá þeir 1.000 kr. afslátt á bókinni enda vilja útgefendur „launa fólki tryggð við bókina“. Bens- ínstöðvar taka hins vegar ekki við göml- um bókum en veita í staðinn öllum jafnt 500 króna afslátt. Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur ben@mbl.is Þrjátíu og fimm árum síðar er búið aðbinda veginn og farangurinn er alluraftur í fellihýsinu en vegahandbókiner enn meðferðis, þótt í nýrri útgáfu sé. „Þetta byrjaði eiginlega með Ferðahandbók- inni sem karl faðir minn, Örlygur Hálfdan- arson, gaf út í fyrsta sinn fyrir u.þ.b. 50 árum,“ útskýrir Hálfdan Örlygsson. „Eftir að hafa gef- ið hana út í nokkuð mörg ár áttaði hann sig á því að það þyrfti að vera kort af vegunum í henni líka og upp úr því spratt hugmyndin að Vegahandbókinni.“ Fyrsta bókin leit dagsins ljós árið 1973 en síðan hefur hún verið í stöðugri þróun og end- urskoðun. Þrettánda útgáfa hennar sem kom fyrir landslýð í sumarbyrjun er því býsna frá- brugðin fyrirrennara sínum frá áttunda ára- tugnum og t.a.m. eru 13 ár frá því að upp- runalegu Ferðahandbókinni var steypt saman við Vegahandbókina. „Í dag er bókin því miklu meira en bara Vegahandbók enda er hún með undirtitilinn Ferðahandbókin þín,“ útskýrir Hálfdan. „Hún vísar til vegar með því að sagan er rakin og sérkennum lýst meðfram vegum landsins. Þá skiptir engu hvort staðirnir koma fyrir í fornsögum, þjóðsögum eða sögu síðustu áratuga.“ Að baki slíku er vissulega mikil vinna. „Sá sem lagði grunninn að þessu öllu saman var Steindór Steindórsson skólameistari frá Hlöð- um. Við erum hins vegar stöðugt að bæta við upplýsingarnar en tökum líka stundum út það sem okkur finnst orðið úrelt.“ Núorðið kemur bókin út á tveggja ára fresti á íslensku. Árin á milli kemur út ensk og þýsk útgáfa hennar og að sögn Hálfdanar er vinna við næstu útgáfu þeirra bóka þegar á fullu skriði. „Þetta er orðið það mikið batterí að fjöl- skyldan ákvað fyrir nokkrum árum að stofna sérfyrirtæki í kring um Vegahandbókina sem fæst bara við útgáfu á henni á þessum þremur tungumálum. Og það er ýmislegt fleira á prjón- unum henni tengt,“ segir hann leyndardóms- fullur en verst allra frétta. Fjölskyldan öll með fingurna í útgáfunni Fyrirtækið sem Hálfdan vísar til fellur ræki- lega undir hefðbundnar skilgreiningar á fjöl- skyldufyrirtækjum. „Pabbi er búinn að vera ritstjóri frá upphafi og á náttúrulega hug- myndina að þessu öllu saman. Ég er síðan bú- inn að gefa bókina út í um 10 ár og hef komið að ritstjórninni líka. Dóttir mín Eva vinnur við að uppfæra upplýsingarnar og ná í nýtt efni og sér að auki um tengsl við auglýsendur. Maðurinn hennar, Rúnar Gunnarsson, brýtur bókina um og Hildur dóttir mín hefur haldið utan um sérskrárnar. Svo hefur rithöfund- urinn og blaðamaðurinn Óttar Sveinsson safnað auglýsingum í bókina undanfarin ár en við erum bræðrasynir. Þannig að þetta er mikið fjölskylduverkefni.“ Það fer því ekki hjá því að bókin skipi sér- stakan sess hjá fjölskyldunni. „Ég held að maður geti verið mjög stoltur af þessu verki eins og það er í dag,“ segir Hálfdan og það er augljóst að hugur fylgir máli. „Ég sé sjálfur um dreifinguna á bókinni og fer með hana í fjöldan allan af bensínsjoppum og bókabúðum um allt land. Þá finn ég vel hvað er mikill vel- vilji í garð Vegahandbókarinnar því mér er alls staðar tekið með opnum örmum og henni er iðulega stillt út á besta staðnum í búðinni. Bókin virðist orðin hluti af þjóðarsálinni.“ En skyldi Hálfdan og fjölskylda hans nýta sér sjálf Vegahandbókina á ferðalögum sínum um landið? „Já, aldeilis, enda ferðumst við heilmikið í tengslum við vinnslu og dreifingu á bókinni. Þá skiptumst við á að keyra og lesa og uppfæra þegar þörf er á.“ Eftir holóttum malarveginum hossast gamli jeppinn með mömmu, pabba, börnin og reið- innar býsn af farangri innan- borðs. Með í för eru frásagnir af draugum, galdramönnum, vík- ingum og sauðaþjófum sem skópu sína sögu meðfram þjóð- veginum en sagnabrunnurinn er Vegahandbókin. Þjóðarsálin í hanskahólfinu hafði líka verið sagt að hluti hans lægi í hring með töluverðum þreng- ingum sem væri kannski óþægilegt fyrir óvana en ég hafði ekki séð hann á korti. Við fundum þessa beina- grind en á bakaleiðinni uppgötvaði ég að ég vissi ekkert hvar í hellinum ég var og upplifði að vera algjörlega týnd. Þar sem ég var með fólk á mín- um vegum varð ég að halda ró minni og vonaði bara að öll batterí klár- uðust ekki áður en við fyndum út- ganginn. Þá birtust allt í einu þrír hellaskoðunarmenn úr myrkrinu og við fylgdum þeim til baka um mun þrengri og meira spennandi leið en við höfðum komið. Allt fór vel og hefði örugglega gert það þó þeir hefðu ekki mætt en þetta var dálítið mögnuð upplifun,“ segir Halla sem var með innilokunarkennd þegar hún var yngri, en losnaði við hana þegar hún lærði að kafa. Með athyglina í lagi Halla segir að þeir sem fari ofan í hella þurfi að gæta sín vel að valda ekki skemmdum því jarðmyndanir í hellum geti verið mjög viðkvæmar. „Þeir sem vilja fara í hellaskoðun ættu að velja sér helli við hæfi og kynna sér hann vel áður en þeir fara að skoða. Jafnvel í auðveldari hellum er nauðsynlegt að vera vel skóaður, með hjálm, góð vasaljós eða enn- isljós, aukabatterí, hanska, kort og athyglina í lagi.“ Bókin Íslenskir hellar eftir Björn Hróarsson er góður vegvísir með kortum, fyrir þá sem vilja fara í hellaferðir. ferðalög MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JÚLÍ 2008 21 Pétur Stefánsson er strax bú-inn að fá nóg af sólríkum dögum: Sólin angrar sérhvern þegn, sviðna blóm í haga, það veit Guð ég þrái regn þessa sumardaga. Friðrik Steingrímsson í Mý- vatnssveit kvartar hinsvegar yfir sólarleysi: Tíðin illa landsins lýð leikur, það er sannað. Mér er bara boðin hríð ég bað þó Guð um annað. Hálfdan Ármann Björnsson heyrði vísu Péturs og orti: Ekki slétt er allt og fellt, ýmiss konar grautur, en þó að skíni þá ég hélt að þú værir nógu blautur! Pétur svarar báðum að bragði: Friðrik hreppir hríðarbyl, hann má trúna styrkja. – Ég er sæll í sólaryl að súpa vín og yrkja. Friðrik lætur ekki sitt eftir liggja: Kjaftinn herpir kulda múll krókloppinn ég strita, dofinn bæði og drullufúll drekk ég mér til hita. Hjálmar Freysteinsson læknir á Akureyri leggur orð í belg: Drottinn réttsýnn rýna kann í registrið sitt þykka, þá skiljanlega hættir hann að hlusta á bænir Frikka. Friðrik svarar í léttum dúr: Skaparanum skal ei lá, skjall hann varla glepur, þó sé á fullu að sjá um þá sem að Hjálmar drepur. Þá Hjálmar: Friðrik vegna synda sinna, syndgað hefur hann flestum meir, tefur drottinn miklu minna en margur annar þegar hann deyr. Og Friðrik slær botninn í þetta með Salómonsdómi: Svamlað hef ég syndum í það sést ef djúpt þú kafar, ég held við munum hittast því hinumegin grafar. VÍSNAHORNIÐ pebl@mbl.is Af sól og drykkju Uppáhaldsstaður Hálfdans á landinu er Laugardalur í Árnessýslu og um hann segir í Vegahandbókinni: Laug- ardalur, dalhvilft upp af Grímsnesi, undir lágum, skógi vöxnum hlíðum Laugarvatnsfjalls og Efstadalsfjalls, en niðri á sléttunni stöðuvötnin Laug- arvatn og Apavatn. Laugardalur í uppáhaldi Morgunblaðið/G.Rúnar Útgefandinn Hálfdan Örlygsson. Morgunblaðið/G.Rúnar STÓRÚTSALA Í FULLUM GANGI, SUMARYFIRHAFNIR OG SPARIDRESS Í ÚRVALI Laugavegi 63 • S: 551 4422 Fréttir á SMS

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.