Morgunblaðið - 03.07.2008, Síða 26

Morgunblaðið - 03.07.2008, Síða 26
26 FIMMTUDAGUR 3. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN VEGNA fjarlægðar frá helstu við- skiptalöndum og fá- mennis búa íslenskir neytendur við skort á samkeppni umfram neytendur í fjölmenn- ari ríkjum. Því er sér- staklega mikilvægt fyrir bæði fólk og fyrirtæki að hér sé öflug samkeppnislöggjöf og kraftmikið samkeppniseftirlit, sem getur sinnt sínu hlutverki sem best. Því var það sérstakt mark- mið í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórn- arinnar að efla samkeppni á sem flestum sviðum. Framkvæmd stefnu stjórnvalda birtist í auknum fjárframlögum til Samkeppniseft- irlitsins og styrkingu samkeppn- isréttar. Undir lok síðasta þings af- greiddi Alþingi sem lög breytingar á samrunaákvæðum samkeppn- islaga. Tóku breytingarnar gildi 23. júní sl. Markmið breytinganna er að styrkja ákvæði um samruna í íslenskum lögum, en samruna- reglur eru með mikilvægustu reglum samkeppn- isréttarins. Með breytingunni eru ís- lenskar samruna- reglur færðar nær reglum EES- og EB- réttarins. Hækkuð veltumörk Helstu breytingar sem lögin hafa í för með sér eru í fyrsta lagi að viðmið- unarmörk fyrir til- kynningar um sam- runa eru hækkuð. Fyrirtækjum er í ákveðnum tilvikum skylt að til- kynna Samkeppniseftirlitinu um yfirtöku eða samruna sem þau standa að. Miðast tilkynn- ingaskyldan við ákveðin velt- umörk. Tilkynna skal um samruna þar sem sameiginleg heildarvelta viðkomandi fyrirtækja er 2 millj- arðar kr. eða meira á Íslandi, og að minnsta kosti tvö af þeim fyr- irtækjum sem aðild eiga að sam- runanum hafa a.m.k. 200 millj. kr. ársveltu á Íslandi hvert um sig. Áður voru fyrrnefndu veltumörkin 1 milljarður kr. en þau síð- arnefndu 20 millj. Ef Samkeppn- iseftirlitið telur verulegar líkur á því að samruni, sem er undir þess- um veltumörkum geti dregið um- talsvert úr virkri samkeppni hefur stofnunin heimild til að krefja samrunaaðila um samrunatilkynn- ingu ef sameiginleg heildarvelta viðkomandi fyrirtækja er meiri en einn milljarður króna á ári. Í öðru lagi fela nýju lögin í sér að það er nú meginreglan að sam- runar koma ekki til framkvæmda á meðan Samkeppniseftirlitið fjallar um þá. Tilkynna skal stofnuninni um samruna áður en hann kemur til framkvæmda. Unnt er að óska eftir því við Samkeppniseftirlitið að það veiti undanþágu frá því að samruni komi ekki til fram- kvæmda á meðan stofnunin fjallar um hann. Skilyrði fyrir slíkri und- anþágu eru að sýnt sé fram á að tafir á framkvæmd samrunans geti skaðað viðkomandi fyrirtæki eða viðskiptaaðila þess og að sam- keppni sé stefnt í hættu. Aukið svigrúm til efnislegs mats Í þriðja lagi fela lögin í sér heimild fyrir samrunaaðila til að skila svokölluðum styttri samruna- tilkynningum fyrir samruna sem falla innan veltumarka í ákveðnum nánar tilgreindum tilvikum. Í fjórða lagi er svigrúm Sam- keppniseftirlitsins til efnislegs mats á samkeppnislegum áhrifum samruna aukið. Þannig getur Sam- keppniseftirlitið nú ógilt samruna eða sett honum skilyrði ef stofn- unin telur að samruni hindri virka samkeppni með því að markaðs- ráðandi staða eins eða fleiri fyr- irtækja verði til eða slík staða styrkist, eða verði til þess að sam- keppni á markaði raskist að öðru leyti með umtalsverðum hætti. Í lögunum er einnig að finna það nýmæli að Samkeppnieftirlitinu er nú með skýrum hætti heimilt að hafa hliðsjón af hagræði sem kann að stafa af samruna. Skilyrði fyrir því að tekið verði tillit til hagræð- ingar við mat á áhrifum samruna eru í megindráttum þau í fyrsta lagi að verulegar líkur séu á að samruninn skili skjótt umtalsvert aukinni hagkvæmni í rekstri hins sameinaða fyrirtækis, í öðru lagi að hagræðingaráhrifin séu bein- tengd samrunanum og ekki hægt að framkalla þau með öðrum hætti og í þriðja lagi að aukin hagræðing skili sér til neytenda í formi verð- lækkunar sem vegi þyngra en hugsanleg verðhækkun vegna skertrar samkeppni. Framkvæmdastjóri ESB í samkeppnismálum á Íslandi Eins og áður segir er íslenskur samkeppnisréttur nátengdur evr- ópskum samkeppnisrétti, en hér hefur verið horft mjög til Evrópu- réttar við mótun samkeppn- isreglna. Á morgun, föstudag, mun Neelie Kroes, framkvæmdastjóri samkeppnismála hjá Evrópusam- bandinu heimsækja Ísland. Í til- efni af heimsókn hennar boða við- skiptaráðuneytið og Samkeppniseftirlitið til ráðstefnu um bótarétt vegna samkeppn- islagabrota. Bótaréttur tjónþola vegna tjóns sem rekja má til brota á samkeppnisreglum er mjög mik- ilvægt úrræði samkeppnisréttar. Framkvæmdastjórn Evrópusam- bandsins gaf nýlega út hvítbók um málið og mun framkvæmdastjórn- in gera grein fyrir helstu atriðum hvítbókarinnar. Hæstiréttur Ís- lands hefur nýlega dæmt í tveimur skaðabótamálum vegna tjóns af völdum ólögmæts samráðs. Eru þarna á ferðinni mikilvæg fordæmi í íslenskum rétti og ljóst er að stjórnvöld munu fylgjast náið með framþróun þessara mála í Evrópu á næstunni. Umbætur á sviði samkeppnisréttar Björgvin G. Sig- urðsson skrifar um breytingar á sam- runaákvæðum sam- keppnislaga » Tekið hafa gildi ný ákvæði samkeppn- islaga um samruna fyr- irtækja sem fela í sér umtalsverðar umbætur í þágu neytenda. Björgvin G. Sigurðsson Höfundur er viðskiptaráðherra. FORMAÐUR Vel- ferðarráðs, Jórunn Frímannsdóttir, gríp- ur til óhefðbundinna leiða þegar hún fær sviðsstjóra Velferð- arsviðs með sér í póli- tískan slag en þær hafa nú þegar skrifað saman tvær greinar um búsetuúrræði með félagslegum stuðn- ingi. Aðra í Morgunblaðið og hina í 24 stundir. Það var Jórunn sem réð Stellu Víðisdóttur á sínum tíma til vinnu en þar átti að ráða sviðsstjóra en ekki pólitíska að- stoðarkonu. Þetta virðist þó vera álitamál því þær stöllur tjá sig nú einni röddu um hápólitískt mál, röddu Sjálfstæðisflokksins. Áður hafði Stella reyndar tekið af öll tvímæli um skoðanir sínar þegar hún sagði í bréfi til innri endur- skoðanda Reykjavíkurborgar að „í þessu samhengi var jafnframt lit- ið til þess að með því að leita til þessa samstarfsaðila er Velferð- arsvið að styðja við þróun og samkeppni á markaði í félags- og heilbrigðisþjónustu“. Þessi full- yrðing er reyndar undarleg því Stella hefur ekkert umboð til að markaðssetja velferðarkerfið í Reykjavík. Slíka stefnu verður að sjálfsögðu að marka í borg- arstjórn og það er mikill vafi á að hún yrði samþykkt þar. Það er vont þegar embættismenn taka þátt í pólitíkinni á þennan hátt og sviðsstjóri Velferðarsviðs hefur með því stillt sér upp við hlið verkefnastjóra miðborgar. Pirringur Það virðist fara ósegjanlega í taugarnar á Jórunni Ósk Frí- mannsdóttur að fá ekki að dunda sér við einkavæðingu velferð- arkerfis Reykjavíkurborgar í friði. Þannig lét hún hafa eftir sér í Fréttablaðinu fyrir stuttu: „Mér finnst ótrúlegt þetta endalausa hjakk sem á ekki við nein rök að styðjast“ og inn á mjög athygli- vert blogg Jóns Steinars Ragn- arssonar, sem hefur farið eins og eldur um sinu net- heima (http:// prakkarinn.blog.is/ blog/prakkarinn/ entry/576312/, þar voru komnar inn 76 athugasemdir þegar ég leit við), setur Jórunn inn langa at- hugasemd og segir meðal annars: „Hvers konar um- ræður eru þetta[?] ... Sennilega er Sjálf- stæðisflokkurinn ein- faldlega að gera of góða hluti í velferð- armálum, sem fari fyrir brjóstið á vinstri mönnum“. Jórunn er í ham og ætlar ekki að missa af lestinni aftur. Það er engu líkara en að á hana sé nú runnið einhvers konar einkavæðingaræði en það er „þetta endalausa hjakk“ sem skapraunar formanni Velferð- arráðs. Hún lendir í vandræðum með hvert málið á fætur öðru. Meirihlutinn er ekki tryggur, málin eru illa undirbúin og ann- arlegur tilgangur blasir við. Í þrí- gang hefur tillögu hennar um út- boð á þjónustusíma verið frestað en þar ætla frjálshyggjumennirnir að skjóta rótum einkavæðingar í framtíðarþjónustu fyrir aldraða og fatlaða. Að sama skapi var til- lögu Jórunnar um einkarekstur Droplaugarstaða frestað fram á haust. Útboðið á búsetuúrræði fyrir fíkla er orðið mikið vand- ræðamál og trúverðugleiki for- manns Velferðarráðs hefur beðið skaða. Tekið var mun hærra til- boði með rökum sem ekki halda vatni því enginn efast um að SÁÁ er faglega betur í stakk búið til að sinna fíklum á borð við þá sem voru í Byrginu en fyrirtæki sem enga reynslu hefur af slíku. Græðgi Staðreyndin er sú að í gegnum tíðina hafa fjölmörg almanna- samtök gert samninga við Reykjavíkurborg um ýmiskonar rekstur. Þar á meðal eru sjúk- lingasamtök, mörg hver innan Ör- yrkjabandalagsins, líknarfélög eins og Takmarkið og Konan sem reka áfangahús, félög sem beita sér fyrir mannréttindum svo sem Stígamót og Kvennaathvarfið og svo mætti áfram telja. Það sem þessi samtök og félög eiga sam- eiginlegt er að allt þeirra starf beinist að einu ákveðnu markmiði, þau fara ekki á markað og þurfa ekki að skila eigendum arði. Upp- byggingin er einföld: félagar, stjórn og starfsmenn. Æðsta vald allra þessara félaga er aðalfundur þar sem allir skráðir félagar hafa rétt á að kjósa sér stjórn. Í stað þess að eiga heimtingu á hlutafé þurfa þeir að greiða félagsgjöld og leggja þeir margir hverjir á sig ómælda sjálfboðavinna því þarna er hugsjónafólk á ferð. Sjálfsagt er þetta ein meg- inástæðan fyrir því að Velferð- arsvið er ekki útboðsskylt þegar um þessi mál er að ræða. Svo ætti í það minnsta að vera en að sjálf- sögðu er ekki samið við aðra en þá sem hafa sannað sig og eftirlit, aðhaldsemi og gagnsæi á að vera í fyrirrúmi. Vörn Jórunnar og Stellu í Heilsuverndarstöðvarmál- inu, sem byggist á því að málið hafi ekki verið útboðsskylt, er af- káraleg. Það hlýtur í öllum til- fellum að vera skylda þeirra sem fara með opinbert fé að gæta þess að vel sé með það farið og hags- muna þjónustuþega sé sem best gætt. Hins vegar ætti það að vera því hugsjónafólki sem starfað hef- ur með Reykjavíkurborg að brýn- um málum áhyggjuefni að þeir sem ráða velferðarmálum í Reykjavík í dag skuli líta á það sem verkefni sitt „að styðja við þróun og samkeppni á markaði í félags- og heilbrigðisþjónustu“. Þessi yfirlýsing segir aðeins það að stjórnmálafólk sem ekki gerir greinarmun á pólitík og við- skiptum hefur nú kortlagt vel- ferðarkerfið og ákveðið að sækja þangað verkefni fyrir einkaaðila til að græða á. Útboð á fíklum og fleira arðvænlegt Þorleifur Gunn- laugsson skrifar um velferðarmál í Reykjavík » Það var Jórunn sem réð Stellu Víð- isdóttur á sínum tíma til vinnu en þar átti að ráða sviðsstjóra en ekki póli- tíska aðstoðarkonu. Þorleifur Gunnlaugsson Höfundur er borgarfulltrúi VG. Í júní voru árvissir Bíladagar á Akureyri. Í fjölmiðlum fréttum við lítið af viðburðum Bíladaga, í stað þess fréttum við af ölvun og átökum og baráttu gæslumanna bæjarins og lögreglu við ástand- ið. Síðastliðið sumar steig Sigrún Björk Jakobsdóttir bæj- arstjóri á Akureyri fram fyrir skjöldu með sínu samstarfsfólki og lagði í baráttu gegn þeirri ómenningu sem hafði þróast þar í bæ á liðnum árum um versl- unarmannahelgi. Sitt sýndist hverjum, en bæjarstjórinn sýndi kjark og staðfestu og barðist fyrir mannvænna mannlífi og sælla samfélagi í bænum sínum, m.a. með því að vinna að breyttri ímynd og menningu í gistiþjónustu á tjald- stæðum bæjarins. Upp komu háværar mótmæla- raddir við ákvörðun bæjarstjórans sem enn eru ekki þagnaðar enda ljóst að á liðnum árum hafði mann- mergð og neysla um verslunar- mannahelgar skapað fjárhagslegan gróða hjá einhverjum viðskiptaað- ilum í bænum. Í þeirra huga var möguleikinn á því að græða peninga efstur, ofar hugsunum um hvernig menningu við viljum móta í sam- félaginu okkar. Ofar orðum sem allir eru sammála um þegar hátíðlegi svipurinn er settur upp, þá segja all- ir NEI. Nei við hömlulausu fylliríi og unglingadrykkju, eiturlyjaneyslu, kynferðislegu ofbeldi, nauðgunum, hörkulegum og hættulegum slags- málum og ofbeldi sem sendir nið- urbrotna einstaklinga á slysadeild, tár og blóð rennur. Það er ekki auðvelt að finna leiðir til að breyta menningu eða væri nær að segja ómenningu? Það þarf dirfsku til að sýna aga, að segja upp- hátt: hingað og ekki lengra, í stað þess að gefa tauminn lausan og yppa bara öxlum á meðan menningin okk- ar þróast í ranga átt. Bæjaryfirvöld á Akureyri eru af fullri alvöru að leita leiða til að bæta menningu og samfélag í bænum sín- um, aðgengi er stýrt að gistingu á tjaldsvæðum og lögreglan reynir sitt besta. Viðhorf og vilji bæjarstjórans skiptir miklu en betur má ef duga skal. Við sem vilj- um móta heilbrigða og jákvæða menningu og hafna aðstæðum sem öðrum fremur valda sársauka og hörm- ungum þurfum öll að leggjast á eitt til að koma í veg fyrir meið- andi menningu í sam- félaginu. Sáraukafullar og hættulegar að- stæður eins og mynd- uðust í miðbæ Ak- ureyrar á Bíladögum, um liðnar verslunar- mannahelgar og mynd- ast allt of oft í miðbæ höfuðborgarinnar. Erum við ekki í raun sammála um að við viljum EKKI samþykkja siði sem eru gróðrarstía fyrir sársauka og valda einstaklingum og fjöl- skyldum ólýsanlegri kvöl og hörm- ungum sem lita líf þeirra um ókomin ár? Óbeisluð neysla áfengis og vímu- efna, aðstæður þar sem fólk meiðir hvert annað og jafnvel slasar svo ekki grær um heilt það sem eftir er ævinnar, hvorki líkamlega né and- lega. Ofbeldi og nauðganir þar sem stúlkur, dætur og systur okkar verða fyrir kynferðisglæpum sem valda þeim ævarandi skaða. Jarð- vegur þar sem unga fólkið okkar, synir og dætur fá tilboð um vímuefni og þrýsting til að segja „já“ við ómældu áfengi og eiturlyfjum. Dóp- að, drukkið og timbrað fólk með bíl- lykla í vasa eða hendi, áhættuakstur þar sem kastað er upp á líf, örkuml eða dauða … Eru þetta siðir sem við Íslend- ingar viljum samþykkja í samfélag- inu okkar? Bæjarstjórinn á Akur- eyri hefur sagt nei takk; nú þurfum við öll sem einstaklingar og aðilar að hverskonar forvarnarsamtökum og félagsskap að sameinast um að segja NEI! Við viljum ekki að samfélagið okkar samþykki meiðandi menningu í miðbæjum um helgar. Stýrum menningunni, mótum sársauka- minna og sælla samfélag. Mótum sársauka- minna samfélag Kristín Linda Jónsdóttir skrifar um skemmtanahald á Akureyri Kristín Linda Jónsdóttir » Það þarf dirfsku til að sýna aga, að segja upphátt: hingað og ekki lengra. Höfundur er kúabóndi og ritstjóri.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.