Morgunblaðið - 03.07.2008, Side 30
30 FIMMTUDAGUR 3. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
Í dag hefði Gísli afi
okkar orðið 85 ára. Þó
hann sé farinn frá
okkur þá eigum við
fullt hjarta af minn-
ingum um hann.
Hann afi var mjög vanafastur á
flesta hluti, gerði allt eftir röð og
reglu og næstum á sömu mínútunni.
Til dæmis þá vissum við alltaf hve-
nær hann kæmi með blöðin á þriðju-
dögum. Við heyrðum í bláa gamla
Saab renna í hlaðið á sama tíma. Það
stóðst alltaf.
Á hverju gamlárskvöldi hittist
fjölskyldan á Sólvöllunum. Alltaf var
mikil tilhlökkun til þessa kvölds.
Vinir og ættingjar kíktu við á nýj-
ársnótt og þeim var tekið opnum
örmum eins og afa einum var lagið.
Gísli Guðjónsson
✝ Gísli Guðjónssonfæddist í Kols-
holti í Villingaholts-
hreppi 3. júlí 1923.
Hann lést á Heil-
brigðisstofnun Suð-
urlands 25. maí síð-
astliðinn og var
jarðsunginn frá Sel-
fosskirkju 31. maí.
Gestrisnin var svo
mikil.
Við munum eftir afa
með pípuna í munnin-
um, og half & half-tób-
akslyktin minnir okk-
ur á hann. Þegar við
komum í heimsókn þá
vorum við leyst út með
gotteríi og á hverju
sumri þegar afi kom
frá Spáni þá voru gjaf-
irnar ekkert smáræði
sem við fengum.
Þetta er einungis
brot af öllum minning-
unum sem við eigum, hinar geymum
við vandlega.
Ég fel í forsjá þína,
Guð faðir, sálu mína,
því nú er komin nótt.
Um ljósið lát mig dreyma
og ljúfa engla geyma
öll börnin þín, svo blundi rótt
(Matthías Jochumsson)
Við sjáumst síðar.
Takk fyrir allt elsku afi.
Þín afabörn,
Guðný, Gísli og Gissur
Guðjónsbörn.
✝ Helga Þorleifs-dóttir fæddist á
Uppsölum í Svarf-
aðardal 21. desem-
ber 1909. Hún lést
á Hrafnistu í
Reykjavík hinn 23.
júní síðastliðinn.
Hún var dóttir
Bjargar Jóns-
dóttur, frá Hánefs-
stöðum í Svarf-
aðardal, f. 27. júlí
1871 og Þorleifs
Baldvinssonar, frá
Óslandi í Skaga-
firði, f. 24. desember 1860. Þau
bjuggu lengst af á Uppsölum í
Svarfaðardal. Helga var yngst
fimm systkina. Jóhannes Krist-
inn, f. 1891, d. 1926, Guðlaugur
Jón, f. 1894, d. 1979, Guðrún Jór-
unn, f. 1900, d. 1968 og Pálína, f.
1903, d. 1987.
Fyrri maður Helgu var Óskar
Jónsson frá Vopnafirði og
bjuggu þau í Reykjavík. Eign-
uðust þau tvö börn, Elísabetu, f.
26.2. 1934, d. 29.11.
2006 og Jón Leif, f.
8.7. 1937. Seinni
maður hennar var
Jón Guðjónsson
skipstjóri frá Siglu-
firði, f. 24.1. 1924,
d. 8.12. 2005. Eign-
uðust þau þrjár
dætur, Selmu, f.
25.1. 1947, Hildi
Grétu, f. 22.4. 1948
og Magneu Björgu,
f. 8.3. 1953.
Jón og Helga
bjuggu lengst af í
Reykjavík, á Seltjarnarnesi, og
einnig í Vestmannaeyjum og
Hrísey í Eyjarfirði. Helga vann
að mestu leyti við húsmóðurstörf
en sinnti jafnframt ýmsum öðr-
um störfum, s.s. saumaskap, fisk-
vinnslu, hjá Loftleiðum og í
mötuneyti Þjóðleikhússins. Af-
komendur Helgu eru fjörutíu.
Útför Helgu fer fram frá Sel-
tjarnarneskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 15.
Elsku mamma mín, þá er komið
að því að þú ert farin í langþráða
ferð til fundar við eiginmanninn
sem fór á undan til þess að und-
irbúa komu þína. Þegar maður
hugsar til baka koma margar fagr-
ar og skemmtilegar minningar upp
í huga manns. Mín fyrsta minning
er frá því er við bjuggum á Hrefnu-
götunni þar sem þú vannst heima
við sauma fyrir Spörtu á Lauga-
veginum og ég eignaðist öll þessi
skemmtilegu tvinnakefli úr tré af
ýmsum stærðum og gerðum sem
var hægt að nota sem bíla eða jafn-
vel kubba til þess að byggja hús og
kastala.
Ekki þurfti maður að fara í leik-
skóla því að þú varst alltaf heima
til staðar fyrir mig ef eitthvað bját-
aði á sem kom stundum fyrir. Tím-
inn sem fór í hönd er þið pabbi
skilduð var okkur nokkuð erfiður
en aldrei fann maður að það bitnaði
á okkur Elsu systur minni sem var
þremur árum eldri en ég. Um tíma
meðan á þessu stóð var ég mikið í
Hrísey hjá Gunnu frænku, systur
þinni, og var það skemmtilegur
tími.
Þegar ég kom svo í bæinn voruð
þið Jón, seinni maður þinn, flutt í
Kamp Knox við Kaplaskjólsveg og
var gott að vera kominn heim í
fasta tilveru og hafa eignast syst-
ur, hana Selmu. Í Kampinum
bjuggum við í fjögur ár og þar
fæddist Hildu Gréta áður en við
fluttum í Bústaðahverfið í nýja og
fína íbúð þar sem við áttum margar
góðar stundir saman en þar fædd-
ist Magnea Björg. Já, þær voru
margar ánægjustundirnar í Hólm-
garðinum enda maður að verða
táningur með öllum þeim uppá-
komum sem tilheyra þeim aldri.
Ekki slapp maður við umvandanir
en þær voru sjálfsagt ekki að
ástæðulausu enda var maður líf-
legur eins og táninga er siður.
Þegar ég svo fór að læra raf-
virkjun fannst mér það ansi hart að
þurfa að borga eitt hundrað krónur
heim á viku af tvö hundruð krónu
vikulaunum, en álitið breyttist
fljótlega þegar ég komst að því að
þú lagðir peningana til hliðar fyrir
mig til þess að kaupa föt og aðrar
nauðsynjar. Þetta bætti fyrir allar
súru hugsanirnar út af greiðslunni
heim og var um leið góð lexía fyrir
lífið í peningamálum.
Það hlýtur að hafa verið gott að
búa heima því að ekki var maður
neitt að flýta sér að heiman. Seinna
þegar ég eignaðist mína eigin fjöl-
skyldu var þetta eins, alltaf gott að
koma heim eins og sagt er. Ekki
stóð á vinsamlegum móttökum
þegar barnabörnin fóru að mæta á
staðinn með öllum sínum fyrir-
gangi.
Já mamma mín, það leita margar
góðar minningar á hugann núna
þegar þú ert farin frá okkur til
betri staðar þar sem þú ert von-
andi laus við allar líkamlegar þján-
ingar og komin á meðal vina. Megi
góður guð geyma þig, minningin
um allar góðu stundirnar lifir í
mínum huga.
Jón Leifur.
Elsku mamma mín,
loksins tókst þér að laumast i
ferðina sem þig hefur langað að
fara í mörg ár. Það er skiljanlegt,
þú varst orðin þreytt mamma mín.
Þú ert búin að lifa löngu viðburð-
arríku lífi. Þú hefur alið upp fimm
börn og oft verið ein í langan tíma
með okkur systurnar litlar þegar
pabbi var á sjó. Aldrei heyrði mað-
ur þig kvarta. Við eigum margar
skemmtilegar minningar í gegnum
árin. Öll skiptin sem þið pabbi
komuð til okkar í Stokkhólmi, hvað
það var gaman. Stefan og Christel
hlakkaði alltaf til þegar þið komuð
því þá var farið i dýragarðinn og í
ferðalag eitthvað um landið. Þegar
þið keyptuð tvö eplatré og svo var
fylgst vel með hvernig þau uxu upp
og hvað mörg epli yrðu á hvoru tré.
Já, mörg góð epli urðu það gegnum
árin og hvað þau blómstruðu fal-
lega á vorin. Ég hugsa oft til ykkar
pabba þegar ég horfi á Helgu og
Jón en það skírðum við trén.
Öll skemmtilegu árin í Vest-
mannaeyjum, við bjuggum á
nokkrum stöðum og þú varst alltaf
svo dugleg að pakka og koma okk-
ur vel fyrir. Þú varst fljót að kynn-
ast fólki, enda alltaf glöð og hjálp-
söm við alla. Við eignuðumst
marga góða vini í Eyjum sem þið
og við systur höfum haft gott sam-
band við í öll þessi ár. Ógleym-
anleg eru ferðalögin sem við fórum
saman, ferðin til Mallorca 1969,
fyrsta skipti sem pabbi fór úr bol
og í sólbað. Við lágum á ströndinni
og fólk kom og tók myndir af
manninum sem var svo hvítur,
hvað við hlógum. Jólaferðin til
Miami 1979, þegar við héldum upp
á 70 ára afmæli þitt, það var svo
gaman. Öll árin í Hrísey í Gunn-
uhúsi sem lá svo nálægt götunni að
þegar við lágum i sólbaði þá lá við
að fæturnir væru á götunni, allir
sem fóru fram hjá kunnu ekki við
annað en að heilsa.
Engin gat steikt svo góðan fisk
og fiskibollur eins og þú. Það er
margt, elsku mamma mín, sem fer
í gegnum hugann, ég er svo þakk-
lát fyrir að hafa átt svo ríkt og
dásamlegt líf með þér og pabba og
hafa fengið að hafa þig svo lengi
með okkur.
Það er huggun að vita að þú sért
komin til elsku pabba og Elsu syst-
ur og að þér líði vel, laus frá öllum
verk. Það er einkennilegt að koma
til Íslands og fara ekki til þín á
Hrafnistu. Engir skápar og skúffur
að fara í gegnum, sem mér fannst
svo gaman, spyrja þig: Oh, áttu
enn þá þennan fallega kjól? Þú
varst alltaf glæsileg og alltaf í svo
fínum fötum. Það er með hlýju sem
ég hugsa til starfsfólksins á Hrafn-
istu sem hjálpaði þér á hverjum
degi í fín föt og sáu svo vel um þig.
Ég á eftir að sakna þín mikið.
Hvíldu í friði, elsku mamma mín,
þín,
Selma.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum.)
Þetta vers kenndir þú mér þegar
ég var nýbyrjuð að tala og þetta
vers er ég núna að kenna litlu
prinsessunum mínum. Er eitthvað
til sem lýsir betur nærveru þess
góða, blessun sem er yfir okkur,
englar sem sitja allt um kring, og
sængin sem er svo hlý og góð og
breiðist yfir mann þegar svefninn
lokar brá.
Elsku mamma mín, hvað það var
gott að hlýja sér á fótunum uppi í
rúmi hjá þér, meira að segja síð-
asta vetur þegar ég kom í heim-
sókn á Hrafnistu á köldu kvöldi þá
skreið ég upp í rúm til þín og hlýj-
aði mér. Manstu líka hvað það var
gaman að þvælast með þér norður í
land, heimsækja skyldi alla ætt-
ingjana í Svarfaðardal, á Dalvík og
í Hrísey. Hver hefði farið sumar
eftir sumar með okkur systurnar á
þær slóðir sem pabbi var á sjó og
dvalið var þar sem fiskurinn veidd-
ist, annar en þú? Hver hefði flutt
fjölskyldu og búslóð aftur og aftur
til Vestmannaeyja og sest að á nýj-
um stað með börnin í nýjum skól-
um annar en þú, dugnaðarfork-
urinn mamma mín, til að geta verið
saman, fjölskyldan.
Ég vil halda því fram að okkar
fjölskylda hafi átt sérlega við-
burðaríka og skemmtilega ævi. Það
var líf og fjör alls staðar þar sem
þið pabbi settust að. Ég man lítið
frá árunum í Camp Knox en ég
man þó eftir heimsóknunum þang-
að eftir að við fluttum í Hólmgarð-
inn til að halda sambandi við vin-
ina. Ég man líka skemmtilegu
dagana í Hólmgarðinum, þar var
alltaf fullt af gestum og margt að
gerast. Pabbi kominn heim af sjó,
allir að spila, frábær matur,
mamma alltaf heima þegar við
komum úr skólanum og svo allar
vinkonurnar þínar sem voru þínir
tryggu vinir, Anna Gunnlaugs,
Svava, Þórunn og Maddý, Imba
Johnsen, Erla Vídó, Sandra, Þóra,
alls staðar eignaðist þú góða vini.
Það er táknrænt fyrir þína persónu
að síðastliðið sumar fórum við að
heimsækja Önnu Gunnlaugs á Sól-
tún. Það var stórkostlegt að hlusta
á ykkur sem höfðuð verið vinkonur
í meira en 80 ár, þið höfðuð engu
gleymt og starfsfólkið og þið voruð
farin að pískra og hlæja af gömlu
strákasögunum. Það er líka ofar-
lega í mínu minni elsku mamma
mín hvað þú lagðir mikinn metnað í
að við lærðum og að við færum
áfram í skóla. Hvað barstu margar
skólaumsóknir heim, Bifröst í
Borgarfirði, Íþróttaskólann á
Laugarvatni, og þegar ég vildi
bara fara til útlanda að læra tungu-
mál þá varstu ekki lengi að hafa
upp á þýskri fjölskyldu sem ég
dvaldi hjá í meira en ár. Þegar ég
kom heim varstu svo búin að út-
vega mér vinnu, hjá tollstjóra, hjá
tannlækni, þú varst ótrúleg. Svona
var allt hjá þér, þú framkvæmdir
þær hugmyndir sem þú fékkst,
varst trygglind og skemmtileg
mamma. Það er líka svo merkilegt
að vera dóttir ykkar pabba, í dag
er ég svo hreykin af ykkur báðum.
Pabbi vildi eignast strák til að taka
við útgerðinni og vera með honum
á sjó en það komu bara stelpur.
Það þótti ekki mikið mál að dubba
mig upp 15 ára og munstra mig á
humarbát hjá Karlinum Jóni. Það
var mikil lífsreynsla sem ég bý enn
að. Svo er það svo ánægjulegt að
eiga í dag svona mikil tengsl við
bæði Vestmannaeyjar og Hrísey.
Þegar ég er spurð hvaðan ég er þá
finnst mér ég vera bæði úr Reykja-
vík og Vestmannaeyjum en eiga nú
líka heima í Hrísey, já, þið pabbi
óluð okkur upp sem flakkara og
þannig verðum við alltaf fjölskyld-
an. Takk fyrir þann langa tíma sem
við höfum fengið að vera með þér
elsku mamma, nú höfum við bara
Helgu ömmu sem engil í stað þess
að heimsækja hana á Hrafnistu þar
sem fór svo vel um ykkur pabba
síðustu árin. Starfsfólkið þar á
mikla þökk skilið fyrir alúð og góða
umönnun.
Hvíl þú í friði mamma mín, með
sængina yfir þér þegar kalt er og
englana allt um kring.
Hildur Jónsdóttir.
Mamma mín,
þótt ég hafi oft óskað þess að þú
fengir að yfirgefa þennan heim og
hverfa þangað sem þú vildir fara,
skilur þú eftir stórt tómarúm í lífi
mínu og annarra, sem mun taka
sinn tíma að fylla. Það er löng leið-
in sem þú hefur fylgt mér og mín-
um og margar minningar sem sitja
eftir. Ég vil þakka þér fyrir að gefa
mér þann hæfileika að sjá og virða
það smáa í umhverfinu, þykja vænt
um allt sem lifir, vera hógvær, hag-
sýn og útsjónarsöm. Þú hefur miðl-
að til mín mikilvægi þess að vera
ábyrg og samviskusöm, að sýna
sjálfstæði og framtaksemi. Einnig
Helga Þorleifsdóttir
✝
Okkar elskulegi
HELGI ÞÓR MÁSSON,
Giljalandi 23,
Reykjavík,
lést laugardaginn 28. júní.
Guðrún Pétursdóttir,
Már Gunnarsson, Steinunn Hreinsdóttir,
systkini og fjölskyldur,
aðrir aðstandendur.
✝
Elskuleg eiginkona, móðir, tengdamóðir, amma og
langamma,
JÓNÍNA HALLDÓRSDÓTTIR,
Skúlagötu 40,
Reykjavík,
lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli laugardaginn
28. júní.
Útförin fer fram frá Bústaðakirkju þriðjudaginn
8. júlí kl. 15.00.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim
sem vilja minnast hennar er bent á Félag aðstand-
enda Alzheimerssjúklinga.
Hannes Ingibergsson,
Laufey Bryndís Hannesdóttir, Gísli Karel Halldórsson,
Hjördís Hannesdóttir, Hannes Gunnar Sigurðsson,
ömmubörn og langömmubörn.
✝
Systir mín og móðursystir okkar,
EINHILDUR SVEINSDÓTTIR,
lést á dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri sunnudaginn
29. júní.
Útför hennar fer fram frá Akureyrarkirkju
mánudaginn 7. júlí kl. 13.30.
Unnur Sveinsdóttir,
Svanur Eiríksson og önnur systrabörn.