Morgunblaðið - 03.07.2008, Page 34
34 FIMMTUDAGUR 3. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Gunnar Bjarna-son fæddist í
Brekkugerði á Búð-
um í Fáskrúðsfirði
hinn 17. september
1927. Hann lést á
dvalarheimilinu
Höfða á Akranesi
24. júní síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
Bjarni Ragnar Jóns-
son, f. á Núpi á
Berufjarðarströnd
5. október 1882, d. í
Brekkugerði á Fá-
skrúðsfirði 22. des-
ember 1940 og Ragnheiður Magn-
úsdóttir, f. á Eyjólfsstöðum í
Fossárdal 25. maí 1889, d. í
Reykjavík 17. feb. 1970. Systkini
Gunnars: Snjólaug Magnea Long,
f. 31. júlí 1913, látin; Jón Beck
Long, f. 13. nóv 1914, látinn;
Sveinn Halldór Long, f. 13. sept.
1917, látinn; Þórlaug Bjarnadótt-
ir, f. 27. okt 1917, látin; Antonía
Jóna Bjarnadóttir, f. 22. nóv 1920,
býr á Álftanesi; Bergþóra Bjarna-
dóttir, f. 3. nóv. 1923, býr á Akur-
eyri; og Rebekka Bjarnadóttir, f.
24. nóv. 1924, látin.
Árið 1949 gekk Gunnar að eiga
Ásu Hjartardóttur, f. 24. apríl
1930, d. 4. maí 1998. Þau bjuggu
allan sinn búskap á Akranesi. Ása
og Gunnar áttu þrjú börn, sem
eru: 1) Hjörtur, f. 1949, kvæntur
Lilju Guðlaugsdóttur, f. 1951.
Börn þeirra eru
Guðlaugur, f. 1980
og Ása Katrín, f.
1974, synir hennar
Wilhelm Hjörtur og
Árni Steinn. 2) Atli,
f. 1953, kvæntur
Sigrúnu Þórarins-
dóttur, f. 1952. Börn
þeirra eru Hjördís,
f. 1980 og Einar, f.
1971, börn hans eru
Thelma Lind og
Benedikt Aron.
Sambýliskona Ein-
ars er Hulda, f.
1983. 3) Ásdís, f. 1956, gift Pétri
Björnssyni. Börn þeirra eru þrjú:
Sigurður, f. 1985, sambýliskona
Sólrún, f. 1983; Bjarki Þór, f.
1980, sonur hans Nikulás Ísar; og
Gunnar Örn, f. 1978, hann á tvö
börn, Steindór Mar og Ásdísi,
sambýliskona Gunnars er Jó-
hanna, f. 1976, hún á tvö börn,
Birki og Viktoríu.
Gunnar fluttist til Akraness
1946 og vann fyrstu 20 árin sem
bifvélavirki, gegndi einnig ýms-
um trúnaðar- og nefndarstörfum,
hann vann í 10 ár sem lagermaður
hjá Sementverksmiðju Ríkisins og
síðustu 18 starfsárin vann hann
sem lagerstjóri hjá Íslenska Járn-
blendifélaginu.
Útför Gunnars fer fram frá
Akraneskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 14.
Elsku afi, það hryggir mig að ég
muni aldrei aftur geta heimsótt þig.
Þú varst mikill sögumaður og margir
tímar liðu með sögum frá liðnum
stundum.
Sérstaklega naut ég þess að heyra
gamlar sögur af ævintýralegu og
huguðu ferðalagi um Ísland sem þú
og bróðir þinn lögðuð í sem ungir
menn.
Það var einnig gaman að heyra
sögur frá því þú og amma voruð ung
og á þann hátt lifa mig inn í tíma og
sögur sem ég sjaldan eða aldrei aftur
mun fá innsýn í.
Það gladdi mig alltaf mikið að
heyra þig tala um ömmu, það var
augljóst hve mikið þú elskaðir hana
og hversu mikið þú saknaðir hennar.
Ég óska þess af öllu hjarta að þú
hafir fundið hana, þar sem þú ert
núna. Ég er þakklát fyrir hve mikla
gæsku þú eilíflega sýndir mér. Ég
var alltaf velkomin í heimsókn þegar
ég var á Íslandi og í þau skipti sem
Mikkel var með í för, komst þú mér á
óvart með því að halda uppi samræð-
um á dönsku.
Ég naut þess að koma til þín og
heyra fréttir af fjölskyldumeðlimum
nær og fjær. Það var alltaf mikið
stolt í röddinni þegar þú talaðir um
börn og barnabörn og það yljaðir
mér um hjartarætur að heyra að þú
varst stoltur af mér. Ég mun sakna
þín afi minn. Ég vona að þú hafir það
gott þar sem þú ert núna og að þú
hafir fundið verskuldaðan frið. Ég
elska þig og mun aldrei gleyma þér.
Kysstu ömmu frá mér.
Þín,
Hjördís Ósk.
Gunnar Bjarnason
Vegna mistaka við
vinnslu minningar-
greina um Sverri í
Morgunblaðinu laug-
ardaginn 28. júní sl.
birtum við þrjár greinar aftur og
biðjum hlutaðeigandi velvirðingar.
Með miklum söknuði kveðjum við
Sverri, elskulegan frænda okkar.
Sverrir frændi var ljúflingur, hlýja
og lífsgleði einkenndi hann og húm-
orinn var alltaf í fyrirrúmi hjá hon-
um, sama á hverju gekk. Maður fór
alltaf betri maður og glaðari af fundi
frá Sverri enda laðaðist fólk að hon-
um og sóttist eftir nærveru hans.
Hann sá nefnilega iðulega það skop-
lega í umhverfinu og mannlífinu, bet-
ur en flestir aðrir. Þess vegna var
hann vinsæll gestur í mannfagnaði
og kom til dæmis alltaf í árlegt af-
mælispartí til Ingu. Þar var hann
hrókur alls fagnaðar og jafningi allra
þótt aðrir veislugestir væru 30 árum
yngri, honum fannst svo gaman að
kynnast nýju fólki enda forvitinn að
eðlisfari.
Sverrir var alltaf sjálfum sér nóg-
ur, fannst gott að sýsla einn og hafði
einstaka innri ró, list sem margan
nútímamanninn skortir. Hann starf-
aði sem arkitekt, var mikill skákmað-
ur og stundaði jóga reglulega. Hann
vann lengst af starfsævi sinnar
heima við þar sem hann var með
teiknistofu. Þannig gat hann sinnt
drengjunum sínum þegar þeir voru
yngri. Sverrir var frábær pabbi og afi
og var óskaplega stoltur af strákun-
um sínum enda fengu þeir gott vega-
nesti úr föðurhúsum.
Sverrir var bóhem og breyttist lít-
ið frá því hann kom frá Kaupmanna-
höfn 1973. Hann hélt fast í sín lífs-
gildi og hafði til dæmis einstakan
fatastíl, var ætíð með alskegg og fór
aldrei út án alpahúfunnar. Hann var í
raun mikill Dani í sér og kunni þá list
að „hygge sig“, naut þess að fá sér
einn bjór á kvöldin og gott súkkulaði
var aldrei langt frá teikniborðinu.
Lífgæðakapphlaupið var honum ekki
að skapi og veraldlegir hlutir skiptu
hann engu máli. Hann talaði oft um
það við okkur að það sem mestu máli
skipti í lífinu væri að lifa fyrir daginn
í dag, njóta lífsins og vera sáttur við
sjálfan sig. Hann vissi af eigin raun,
eftir erfið veikindi rúmlega fertugur,
að lífið er hverfult. Hann naut þess
að ferðast og skoða nýja staði og fór í
menningarreisur á hverju ári með
Alenu og drengjunum. Hann var ný-
kominn úr einni ferðinni þegar kallið
kom. Aggi heyrði síðast í Sverri þeg-
ar jarðskjálftinn gekk yfir. Það var
dæmigert fyrir Sverri að gera lítið úr
þeim tíðindum en vilja frekar vita
hvernig hvernig uppeldið gengi og
hvernig stemningin væri í Kaup-
mannahöfn. Þannig var Sverrir, vildi
alltaf vita hvernig aðrir höfðu það en
talaði minna um sjálfan sig.
Það var alltaf bjart og gott í kring-
um Sverri og þótt hann sé horfinn þá
lýsa dýrmætar minningar. Efst í
okkar huga er þakklæti fyrir að hafa
kynnst einstökum manni. Hann
kenndi okkur mikið, ekki með því að
predika, heldur með því að vera góð
fyrirmynd. Þegar fram líða stundir
eigum við eftir að segja litlu Nönnu
Kolbrúnu með stolti frá uppáhalds-
frænda okkar og halda minningu
hans og góðum gildum á lofti.
Elsku Alena, Sverrir Jan, Óttar
Martin, Bryndís, Eloísa og litlu afa-
strákar. Megi guð og góðir vættir
styrkja ykkur í sorginni.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(V. Briem.)
Ingibjörg, Magnús Agnar
(Inga og Aggi) og fjölskylda.
Sverrir Norðfjörð
✝ Sverrir Norð-fjörð fæddist í
Reykjavík 17. júní
1941. Hann lést á
heimili sínu, á
Hrefnugötu 8, 17.
júní síðastliðinn og
fór útför hans fram
frá Seljakirkju 27.
júní.
Sverrir Norðfjörð
arkitekt FAÍ samein-
aði hugsunarhátt og
viðhorf gamla og nýja
tímans í starfi arki-
tektsins. Hann nam
arkitektúr við Kun-
staakademiets Arki-
tektskole í Kaup-
mannahöfn á árunum
1964-71. Á námsárun-
um ávann Sverrir sér
reynslu af teiknistofu-
vinnu bæði heima og
erlendis. Að námi
loknu vann hann um
tæpan áratug á Teiknistofunni Höfða
með Reyni Vilhjálmssyni, Stefáni
Jónssyni, Guðrúnu Jónsdóttur og
Knúti Jeppesen ásamt öðrum starfs-
mönnum. Hann kom að fjölbreyttum
verkefnum á sviði skipulagsmála og
bygginga, m.a skipulag íbúðabyggð-
ar í Selási og verslunarmiðstöðvar í
Mjódd. Sverrir hafði að baki fjöl-
breytta starfsreynslu m.a. við hönn-
un einbýlis- og týpuhúsa og við úr-
lausn stærri skipulagsverkefna
þegar hann stofnaði ásamt eiginkonu
sinni Alenu Anderlovu arkitekt FAÍ,
Vinnustofuna, Hrefnugötu 8 árið
1982. Verkefni þeirra voru fyrst og
fremst einbýlishús og íbúðarhús, ný-
byggingar og breytingar. Þau hlutu
2. verðlaun í samkeppni um stein-
steypt einingahús Nýhúsa árið 1984.
Sverrir starfaði náið með verkkaup-
um sínum og oftast varð úr því sam-
starfi vinátta sem varði upp frá því.
Hann hafði mikla þekkingu á bygg-
ingarefnum og tæknilegri hlið þeirra
mála sem nýttist viðskiptavinum
hans vel. Nálægðin við verkefnin,
skilningurinn og hæfileikinn til að sjá
fyrir lausnir sem hentuðu í smáu sem
stóru, voru eðlislægir kostir hans. Í
þeirri vinnu voru skissupappírinn og
blýanturinn verkfæri hans, sem
dugðu honum vel og hafa eflaust oft
haft betur en tölvurnar í framsetn-
ingu og einfaldleika. Stærsta verk-
efnið hans verður að teljast kirkjan
og kirkjumiðstöðin í Seljahverfi en
það verkefni var honum jafnframt
hjartfólgnast. Þaðan verður útför
hans gerð í dag. Sverrir gerðist félagi
í Arkitektafélagi Íslands þegar hann
kom heim frá námi. Hann var alla tíð
virkur í starfi félagsins og gegndi
trúnaðarstörfum á þess vegum, sat í
laganefnd félagsins og í kirkjulista-
nefnd um margra ára skeið.
Arkitektafélag Íslands þakkar
Sverri Norðfjörð fyrir góð störf í
þágu félagsins og vottar Alenu og
fjölskyldu innilega samúð við andlát
hans.
Sigríður Magnúsdóttir,
formaður Arkitektafélags
Íslands.
Það var reiðarslag fyrir fjölskyld-
una þegar Sverrir var kallaður á
brott. Andlát hans bar brátt að og á
öllu öðru áttum við von á sjálfan af-
mælisdaginn hans. En vegir Guðs eru
órannsakanlegir og þegar stórt er
spurt er fátt um svör. Genginn er
góður maður sem skilur eftir sig
margar bjartar og góðar minningar í
hugum þeirra sem eftir lifa. Hann var
með stórt hjarta og gerði tilveruna
svo skemmtilega með návist sinni.
Hann var ávallt léttur í lundu og ein-
staklega vel að sér um menn og mál-
efni og lá ekki á skoðunum sínum.
Stolt hans voru synirnir, tengdadæt-
urnar og barnabörnin og voru hann
og Alena amma alltaf til staðar þegar
á þurfti að halda og sinntu þeim af al-
úð. Við snerum öll ríkari heim eftir
samverustundir fjölskyldunnar og
spjall við Sverri enda umræðurnar
oft líflegar og skemmtilegar og miðl-
aði hann miklu af sínum viskubrunni.
Það er sorglegt að fá ekki að njóta
fleiri slíkra samverustunda og verður
hans sárt saknað. Mikill er missir
litlu afastrákanna sem sakna afa síns
og áttu svo stóran sess í hjarta hans.
Eftir standa ljúfar minningar um
yndislegan mann.
Hvíl þú í ró við lands þíns ljósa barm,
ó ljúfi vin!
Bros þitt er geymt – og bak við þyngstan harm
er bjartast skin.
Þakklát og bljúg sem blóm, er hneigja sig,
við breiðum krónu lífsins yfir þig.
(Jóhannes úr Kötlum.)
Við fjölskyldan kveðjum Sverri
með söknuði og þökkum góðar stund-
ir. Alena, Sverrir, Bryndís, Hákon
Jan, Pétur Wilhelm, Óttar og Elo,
Guð gefi ykkur styrk í sorginni.
Innilegar samúðarkveðjur,
Pétur og Sigrún,
Þórarinn, Kristín og dætur,
Hjördís, Hafþór og synir.
„Tengdasonur Tékklands“ kynnti
Sverrir sig fyrir mér. Hann sagðist
stoltur vera tengdasonur Tékklands,
og sagði í gríni að hann væri hissa á
því að hafa ekki fengið stórriddara-
kross fyrir það. Sverrir var mér afar
kær vinur og grínuðumst við alltaf
þegar við hittumst. Ég hitti hann síð-
ast 6. júní og var hann hress að vanda
og var að velta fyrir sér gullnu ár-
unum sem voru í vændum. En fljótt
skipast veður í lofti og Sverrir er kall-
aður héðan. Ég á góða minningu þeg-
ar Tékkar léku landsleik við Íslend-
inga á Laugardalsvelli. Kom þá
Sverrir heim til mín ásamt fjölda
stuðningsmanna Tékka og var gengið
á völlinn undir tékkneska fánanum og
stuðningsborða á tékknesku. En
Tékkarnir töpuðu leiknum gegn Ís-
lendingum. En mikil gleði ríkti þenn-
an dag og kvöldið líka, ekki síst
Sverri að þakka. Við áttum það sam-
eiginlegt að heillast af Tékklandi og
töluðum við mikið um það. Fannst
okkur sveitirnar og litlu þorpin mjög
heillandi. Ég á þá von að himnaríki
Sverris sé eins og fallegt þorp í Tékk-
landi, og ég munu hitta hann þar ein-
hvern tíma.
Með miklum söknuði kveð ég minn
vin, og votta elskulegu eiginkonu
hans Alenu og sonum hans Sverri
Jan og Óttari og fjölskyldum þeirra
samúð. Missir þeirra er mikill. Líka
vil ég votta samúð háfullorðni kisu
Sverris og Alenu sem var Sverri góð-
ur félagsskapur.
Elísabet Magnúsdóttir.
Um það leyti sem við áttum von á
okkar fyrsta barni í febrúar 1976 var
okkur boðið til kvöldverðar á heimili
Hallfreðs Arnar Eiríkssonar og Olgu
Maríu Fransdóttur. Aðrir gestir í
þessu boði voru þau Alena og Sverrir.
Það sem tengdi okkur öll var sameig-
inlegur áhugi á Tékkóslóvakíu, en
Baldur hafði verið einn vetur í Prag.
Svo vildi til að bæði Alena og Eva
voru komnar á steypinn og frum-
burðir beggja fæddust í mars.
Sex árum síðar fluttum við heim
frá Svíþjóð og leigðum íbúð á Hrefnu-
götu 6. Börnin í götunni fundu fljót-
lega hvert annað og í kjölfarið tókst
mikill vinskapur með okkur öllum.
Við störfuðum saman í Tékknesk-ís-
lenska menningarfélaginu sem þá
stóð með nokkrum blóma, gaf út
fréttabréf, hélt árlegar hátíðir og
stundum tónleika.
Sverrir var þeirri náðargáfu gædd-
ur að geta jafnan séð skoplegar hliðar
mannlífsins. Þótt vinum Tékka væri
ekki alltaf hlátur í huga á stjórnarár-
um Husáks hafði Sverrir lag á að
skopast að Rússunum og brölti þeirra
og hvernig þeir fylgdust með starf-
semi okkar litla menningarfélags yfir
öxlina á sendifulltrúa Tékkóslóvaka
hér á landi. Skopskyn hans minnti
óneitanlega á hvernig Tékkar sjálfir
sögðu gamansögur af ástandinu.
Sverrir hafði mikinn áhuga á fólki
og hafði lag á að rekja úr því garn-
irnar á sinn sérstaka launfyndna
hátt. Á stuttum tíma gat hann fengið
viðmælanda sinn til að segja frá
helstu æviatriðum og afrekum þann-
ig að sögumanni fannst hann hafa
tekið þátt í miklu ævintýri. Sverrir
hafði gott minni og gat alltaf tekið
upp þræði úr fortíðinni til að koma
viðmælanda sínum af stað og fylla í
eyðurnar. Sjálfur var hann hlédræg-
ur og hógvær, sló jafnan á létta
strengi ef talið barst að honum sjálf-
um og gerði gys að þeim sem ætluðu
að hafa skoðanir á högum hans. Sum-
um þótti undarlegt að sjálfur arki-
tektinn hefði ekki brotið vegg í húsi
sínu og ef fólk beindi talinu að garð-
inum gerði hann sér upp miklar
áhyggjur af gömlu og fúnu tré sem
þar stóð.
Einhverju sinni vildum við forvitn-
ast um verkefni teiknistofunnar.
Sverrir gerði lítið úr því, sagðist helst
vera að hjálpa fólki með eitthvert
smáræði – og gengi misjafnlega. Ný-
lega hefðu komið til hans hjón og
vildu láta teikna fyrir sig stækkun við
einbýlishús. Eftir að hafa kynnt sér
óskir hjónanna kvaðst hann hafa ráð-
lagt þeim að kaupa sér heldur svefn-
sófa og sofa í stofunni í 4-5 ár. Þá
myndu elstu börnin flytja að heiman
og húsnæðið rýmkast aftur.
Sverrir var mikill skákmaður og
hafði yndi af að tefla bréfaskák með
gamla laginu, póstsenda leiki í um-
slagi með frímerki. Síðasti fundur
okkar var á pósthúsinu í vor, þá var
Sverrir að póstleggja leiki í nokkrum
skákum út um heiminn. Hann kvaðst
vera með um það bil tíu eða fimmtán
skákir í gangi og þær stæðu mánuð-
um – eða jafnvel árum – saman.
Sverrir virtist geta hafið sig upp yfir
ys og argaþras líðandi stundar og lif-
að þar sem tíminn er aukaatriði.
Við vottum Alenu, drengjunum og
fjölskyldum þeirra okkar innilegustu
samúð.
Baldur og Eva.
Sverrir Norðfjörð var ákaflega
vandaður arkitekt og vék aldrei frá
grundvallarlögmálum arkitektúrsins
í verkum sínum.
Arkitektinn tilheyrir þeim hópi
listamanna, því það er arkitektinn
með öðru og arkitektúr hefur verið
kallaður móðir listanna, sem frá því
að hann stígur inn fyrir þröskuld
arkitektaskólans fæst við rými, form,
skipulag, „funktion“ uns yfir lýkur.
Maðurinn er viðmiðunin, sem allur
arkitektúr tekur mið af. Skynjun
mannsins á rými, formi og skipulagi
er þungamiðja starfs arkitektsins,
„kaosinu“ gefin meining. Arkitektúr
er rýmislist, staðbundin, en einnig
hreyfilist, því manneskjan er jú alltaf
á hreyfingu innan rýmisins. Að með-
höndla þetta er alltaf í huga arki-
tektsins við vinnu sína og þar er staða
arkitektsins meðal listanna. Sverrir
meðhöndlaði þessa þætti á agaðan og
meðvitaðan hátt. Íbúðarhús, sem
Sverrir teiknaði vitna hér um og ekki
má gleyma Seljakirkju í Breiðholti.
Sérkenni Sverris sem manneskja og
arkitekt birtist þar með skýrum
hætti. Hófstillt byggingin með þaul-
hugsuðu skipulagi, tenging kirkju-
skips, safnaðarheimilis og starfs-
mannaaðstöðu um bjart miðrýmið og
rýmismyndun sjálfs kirkjuskipsins er
ein sú best heppnaða í kirkjum hér-
lendis og þótt víðar væri leitað.
Á þessari stundu koma margar
minningar upp í hugann alveg frá því
að við Sverrir kynntumst á Kun-
stakademiets arkitektskole, Det
Kongelige danske Kunstakademi for
de Skønne Kunster, í Kaupmanna-
höfn forðum daga, samræður um lífið
og tilveruna og ekki síst arkitektúr-
inn. Samferðamenn Sverris eiga eftir
að sakna hins ljúfa manns, sem
Sverrir var, hluttekningu hans og
græskulausa og einstæða kímnigáfu
og næmt auga fyrir fáfengileika efn-
ishyggjunnar. Sverrir átti því láni að
fagna að kynnast hinni hæfileikaríku
eiginkonu sinni, Alenu Anderlovu á
Kunstakademíunni, þar sem hún tók
sitt annað diplóma í arkitektúr eftir
að hafa einnig tekið diplóma frá arki-
tektaskólanum í Prag.
Á þessari stundu sendi ég Alenu og
sonum þeirra, Sverri Jan og Óttari
Martin og systkinum Sverris samúð-
arkveðjur mínar.
Björn H. Jóhannesson.