Morgunblaðið - 03.07.2008, Page 40
Við fengum sex
trommara til að gera
þriggja mínútna trommusóló,
þau eru á víð og dreif … 45
»
reykjavíkreykjavík
Eftir Ásgeir H Ingólfsson
asgeirhi@mbl.is
„BARN einhvers, sonur einhvers.“
Það er Ben Affleck sem mælir á
vandaðri japönsku og Bono sem botn-
ar hann. Þetta er úr japanskri auglýs-
ingu sem hvetur iðnríki heims til þess
að takast á við fátækt í heiminum og
undir lok myndbandsins segir David
Beckham okkur að „það eru raddir
ykkar sem er þörf á,“ og Bob Geldof
og Matt Damon botna; „allir verða að
vera með í þessu verkefni og við verð-
um að vinna saman.“
Það er Gísli Snær Erlingsson kvik-
myndaleikstjóri, sem þekktastur er
hérlendis fyrir myndir á borð við
Benjamín dúfu, Stuttan Frakka og
Ikingut, sem leikstýrir auglýsingunni
en hann hefur unnið og starfað í Jap-
an um nokkurt skeið. Auglýsingin er
unnin fyrir góðgerðarsamtökin One
eftir því sem fram kemur á vef Landi
og sona (logs.is) og auk ofangreindra
stjarna bregður fyrir Michael Stipe,
Thierry Henry, Claudiu Schiffer og
Matt Damon í
auglýsingunni,
sem er öll á jap-
önsku.
One eru gras-
rótarsamtök
stofnuð af und-
irlagi Bono sem
berjast gegn fá-
tækt í heiminum
sem og mannrétt-
indabrotum – og þeir sem eru skráðir
á póstlista samtakanna fá reglulega
bréf frá fólki á borð við Bono sjálfum,
Matt Damon og George Clooney.
Stjörnur bjarga heiminum
Ljósmynd/Jónas Hallgrímsson
Í stjörnufans Gísli Snær Erlingsson leikstýrir þeim Bono, Beckham, Mich-
ael Stipe, Thierry Henry, Claudiu Schiffer, Ben Affleck og Matt Damon.
Gísli Snær leikstýrir stórstjörnum í japanskri auglýsingu
Bono David BeckhamClaudia Schiffer
Myndbandið má sjá á
gislisnaer.com
Vökulir út-
sendarar Víkur-
frétta náðu mynd
af bandaríska
leikaranum Tony
Shalhoub, sem
sjónvarpsáhorf-
endur kannast vafalaust við úr
glæpaþáttunum Monk, þar sem
hann var að leita að rakvél-
arblöðum í bensínstöð Orkunnar í
Reykjanesbæ á mánudag. Mun
einnig hafa sést til leikarans í
verslun 10-11. Ekkert er nánar
vitað um ferðir leikarans hér á
landi, en hann hvarf fyrirvaralaust
eins og oft vill henda þau fórn-
arlamba sem sögupersóna hans
reynir að hjálpa í sjónvarpsþátt-
unum. Þær vísbendingar sem
Tony skildi eftir sig duga þá held-
ur ekki hæfustu blaðasnápum og
papparössum til að spá fyrir um
ferðir leikarans eða í hvaða er-
indagjörðum hann var í Reykja-
nesbæ.
Monk órakaður í
Reykjanesbæ
Í gær var sagt frá því að Björk
hefði neyðst til að aflýsa tónleikum
sínum á tónleikahátíðinni Wild in
the Country sökum ófullnægjandi
aðbúnaðar tónleikahaldara. Ein-
hverjir hátíðargesta urðu að vonum
vonsviknir og tónleikahaldarar
munu hafa boðið þeim endur-
greiðslu. En nú er von á að enn
fleiri tónleikagestir fari fram á að
fá miða sína endurgreidda því hin
frábæra New York-sveit Battles
hefur aflýst upptroðslu sinni á há-
tíðinni án þess að fyrir því séu gefn-
ar nokkrar ástæður. Orðrómur er
svo um að Soulwax muni einnig af-
lýsa tónleikum sínum og þá lítur há-
tíðin ekki svo beysin út.
Fleiri aflýsa tónleikum
Eftir Höskuld Ólafsson
hoskuldur@mbl.is
HINN 30. janúar síðastliðinn birtist á þessum
stað í Morgunblaðinu viðtal við Ágúst nokkurn
Bjarnason viðskiptafræðing sem hafði vakið at-
hygli fyrir kynningarmyndband sitt á vefsíðunni
YouTube. Ágúst hafði þá gefið viðskiptafræðina
upp á bátinn og hafið nám í kvikmyndaleik við
Kvikmyndaskóla Íslands. Myndbandið hafði
hann sett saman í Kvikmyndaskólanum til að
kynna sig og leikhæfileika sína og þar komust
blaðamenn Morgunblaðsins fyrst í kynni við
Ágúst. Spurður hvort hann stefndi á erlendan
markað sem leikari svaraði Ágúst játandi og
bætti við að frá upphafi hefði stefnan verið sett á
Bandaríkin. „Ég var að velta fyrir mér að leika
hér heima í sumar og fara síðan utan á næsta ári
og reyna að koma mér áfram þar.“
Ekkert öruggt fyrr en búið er að klippa
Ágúst hefur hins vegar ekki getað beðið fram
á næsta ár því nú er hann kominn til Los Angeles
og það sem meira er; hann segist vera búinn að
landa sínu fyrsta hlutverki í Hollywood-
kvikmynd. Ekki slæmt fyrir mann sem á eftir
eitt ár í Kvikmyndaskóla Íslands. „Ástæðan fyrir
því að ég er kominn til LA er kvikmynd sem er
loksins kominn í framleiðslu en það eru ein-
hverjir mánuðir þangað til ég kem aftur til LA í
tökur. Ég skrifaði undir í síðustu viku og er því
öruggur með mína stöðu þessa stundina, ef ekk-
ert breytist þá er þetta mjög stórt tækifæri.“
Ágúst segir hins vegar að hann sé enn bundinn
trúnaði og megi því ekki gefa upp hverjir leiki í
myndinni með honum, né um hvað hún fjallar
„En það er mjög þekktur leikari og grínisti sem
semur handritið og leikur aðalhlutverkið en ég
leik frekar breytta útgáfu af sjálfum mér og
verð hér og þar með honum mestalla myndina.
Ég er búinn að hitta ótrúlega marga þekkta ein-
staklinga í þessu ferli og er alltaf spenntur þegar
ég heyri nöfnin sem eru orðuð við þetta verk-
efni, segir Ágúst en vara sig á því að segja of
mikið þar sem ekkert sé öruggt í Hollywood fyrr
en myndin er komin af klippiborðinu.
Lífið í Hollywood snýst þó um annað en að
mæta í leikprufur og skrifa undir samninga.
Ágúst hefur komist í kynni við fjöldann allan af
kvikmynda- og tónlistarstjörnum og varla renn-
ur upp sá dagur að hann gangi ekki í flasið á ein-
hverri goðsögninni. „Hér er lífið mjög ólíkt og á
Íslandi. Ég hitti Justin Timberlake og Mike
Myers á frumsýningu á myndinni Love Guru. Er
búinn að sjá Hugh Hefner og Playboy-stelp-
urnar, Robert Downey jr., Warren Beatty, Steve
Carrell, Jane Fonda, Angelu Lansbury, Andrew
Dice Clay og fleiri og fleiri. Við fórum til dæmis
á sundlaugabar á Rosevelt-hótelinu en það er
staður sem Britney Spears, Lindsay Lohan, Jes-
sica Simpson og Ben Affleck stunda meðal ann-
ars reglulega og þar var Lindsay Lohan einmitt
að skemmta sér.“
Mesta tilviljun í heiminum
Hápunktur ferðarinnar hingað til var hins
vegar þegar Ágúst fór með félögum sínum á
Saddle Ranch veitingastaðinn á Sunset Boulev-
ard. „Þar er hægt að fara upp á svið og taka lag-
ið en ég hafði ákveðið að taka „Angels“ með
Robbie Williams. Þegar við komum á Saddle
Ranch þá fáum við borð og ég er að hugsa um að
standa upp og panta lagið. Þrír menn standa þá
fyrir aftan mig og þurfa að komast framhjá. Ég
færi mig og þá segir Helgi félagi minn: ,,Þetta
var Robbie!“ Ég hlæ að sjálfsögðu bara að þess-
um lélega brandara en geri mér svo grein fyrir
því að Robbie Williams stendur fyrir framan
borðið okkar með tveimur vinum sínum og er að
tala í símann. Þetta er náttúrulega mesta til-
viljun í heiminum og þessu myndi enginn trúa.
Robbie Williams var að vísu farinn þegar ég náði
loks að syngja lagið en bestu vinir hans sátu enn
við sitt borð og höfðu mjög gaman af.“
Draumurinn rætist
Ágúst Bjarnason leikari og viðskiptafræðingur hefur landað hlutverki í Holly-
wood-mynd Líður varla sá dagur að hann hitti ekki Hollywood-stjörnu
Í LA Ágúst Bjarnason með Mullholland Drive að baki sér og draumaborgina sjálfa, Los Angeles.