Morgunblaðið - 03.07.2008, Side 45

Morgunblaðið - 03.07.2008, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JÚLÍ 2008 45 Eftir Ásgeir H Ingólfsson asgeirhi@mbl.is SJÓNRITIÐ Rafskinna kemur út öðru sinni í dag en um ár er frá því fyrsta tölublað þessa fyrsta íslenska DVD-tímarits leit dagsins ljós. Þá var þemað fiskur en nú er það hús. Sigurður Magnús Finnsson, einn að- standenda Rafskinnu, segir hug- myndina hafa kviknað í kjölfar allr- ar umræðunnar um húsin í miðbænum. „Það er eitt og annað sem tengist því á einhvern hátt. Biggi Veira, Gus Gus-liði, er með fræðsluþátt um sögu hústónlistar, svo er húsbílaferð með múm þar sem farið er í rúnt um æfingahúsnæðið þeirra, gömul heimildarmynd um yf- irtöku á gula húsinu, sem var listaat- hvarf niður á Lindargötu fyrir um áratug og svo fylgir ritinu minnisspil með pínulitlum kortum með mynd- um af húsum á Laugaveginum sem stendur til að rífa, þannig að fólk getur lagt þau á minnið áður en þau fara,“ segir Sigurður Magnús sem stendur að ritinu ásamt Þórunni Hafstað, Ragnheiði Gestsdóttir og Pétri Má Gunnarssyni. Loks á Vi- beke Bryld heimildarmyndina Throwing Paint Tins off the Roof, sem fjallar um tvö húsapör í Austur- London sem bíða niðurrifs, en mynd- in fylgir eftir fólkinu sem bjó þar og rannsakar sögu þeirra. Ritið snýst þó ekki bara um hús. Leyndarmál og stuttmyndir „Við fylgjum Hreini Friðfinnssyni myndlistarmanni eftir einn dag og hann fræðir okkur um verk sem hann hefur unnið að í meira en 30 ár, þar sem hann safnar og varð- veitir leyndarmál fólks hvaðanæva að úr heiminum, en með ritinu fylgir einmitt veggspjald frá Hreini þar sem hann auglýsir eftir leynd- armálum.“ Eins fylgja disknum stuttmyndir eftir leikstjórana Óskar Jónasson, Músíkvat og Huldar Breiðfjörð. Þá er tónlistin ríkjandi í ritinu sem fyrr. Finna má tónlistar- myndbönd með Arcade Fire, Clark, múm og Grizzly Bear – sem einnig bjóða til grillveislu í öðru atriði. Svo er „Wanderlust“ með Björk í þrívídd á disknum, en þrívíddargleraugu fylgja með. En það eru þó tromm- ararnir sem eru í aðalhlutverki. „Við fengum sex trommara til að gera þriggja mínútna trommusóló, þau eru á víð og dreif á disknum, en það er líka valmöguleiki að stilla þeim saman og horfa á allt í einu,“ segir Sigurður og segir þetta þá tromm- ara sem þau telji fremsta í dag, þeir Björn Stefánsson, Daníel Þor- steinsson, Gunnlaugur Briem, Helgi Svavar Helgason, Ólafur Björn Ólafsson og Sigtryggur Baldursson. Hús og leyndarmál Útgáfupartí Hjaltalín spilar í útgáfupartíinu og svo er einnig myndskeið með þeim á Rafskinnu. Þar taka sex trommarar líka trommusóló. Annað hefti Raf- skinnu kemur út Af tilefni útgáfunnar verður efnt til útgáfufagnaðar í nýskreyttu Sirkusportinu á horni Laugavegs og Klapparstígs á milli kl. 17 og 20. GALLINN við aulamyndir er sá að af tíu slíkum eru í mesta lagi tvær þess virði að eytt sé á þær tíma og peningum og Big Stan er ekki í litla hópnum. Schneider er reyndar ekki mikill bógur og ástæðulaust að búast við umtalsverðri skemmtun. Samt sem áður, þetta er sjálfsagt hans slakasta mynd. Schneider leikur Stan, svikahrapp og fasteignabrask- ara sem lendir í fangelsi. Dauð- hræddur við að verða fórnarlamb fjöldanauðgunar í grjótinu, sækir væskilslegur fasteignasalinn kung fu-tíma hjá Meistaranum (Carrad- ine). Eins gott fyrir Stan að kunna eitthvað fyrir sér í sjálfsvarnarí- þróttum því myndin er tilraun til paródíu um ofbeldisfullar fangels- ismyndir eins og The Longest Yard, en hefur ekki erindi sem erfiði. Sjálf- sagt á Schneider sína aðdáendur hérlendis, þeir einir geta hugsanlega stytt sér stundir á Big Stan – fyrir utan Schneider sjálfan. Aðrir bíó- gestir ættu að halda sér í öruggri fjarlægð. Fyndnin felst í klúrum lín- um og linnulausum homma- og ras- istabröndurum. Léttvægt drasl sem ágætir aukaleikarar (Walsh, Wilson, Gibson, Carradine), geta ekki komið til hjálpar. Schneider skemmtir sér Sæbjörn Valdimarsson KVIKMYND Smárabíó, Háskólabníó, Borgarbíó Akureyri Leikstjóri: Rob Schneider. Aðalleikarar: Rob Schneider, David Carradine, Jennifer Morrison, M. Emmet Walsh, Scott Wil- son, Henry Gibson. 105 mín. Bandaríkin 2007. Big Stan bbnnn Fréttir á SMS WWW.EBK.DK Danskir gæðasumarbústaðir (heilsársbústaðir) Hafðu samband við okkur fyrir frekari upplýsingar: Trine Lundgaard Olsen farsími nr. +45 61 62 05 25 netfang: tlo@ebk.dk Ert þú í byggingarhugleiðingum? / SELFOSSI/ KEFLAVÍK/ AKUREYRI KUNG FU PANDA m/íslensku tali kl. 6 LEYFÐ WANTED kl. 8 - 10 B.i. 16 ára CHRONICLES OF NARNIA 2 kl. 6 B.i. 7 ára THE BANK JOB kl. 9 B.i. 16 ára KUNG FU PANDA ísl. tal kl. 8 LEYFÐ HANCOCK kl. 8 - 10 B.i. 12 ára THE INCREDIBLE HULK kl. 10 B.i. 12 ára KUNG FU PANDA m/íslensku tali kl. 8 LEYFÐ HANCOCK kl. 8 -10:10 B.i. 12 ára WANTED kl. 10:10 B.i. 16 ára SÝND Í KEFLAVÍK EDWARD NORTON ER HULK Í EINNI FLOTTUSTU HASARMYND SUMARSINS. eeee - V.J.V., Topp5.is/FBL - Viggó, 24stundir ,,Ævintýramynd Sumarsins” - LEONARD MALTIN, ET. ,,Besta spennumynd ársins” - TED BAEHR, MOVIEGUIDE. SÝND Í ÁLFABAKKA, KEFLAVÍK OG SELFOSSI TJALDIÐ SÝND Í KRINGLUNNI OG AKUREYRI ,SAFAR ÍK KVIK MYND, BYGGÐ Á SANN SÖGUL EGU BANKA RÁNI S EM KEM UR SÍFE LLT Á Ó VART..., , - Rollin g stone s eee VIPSALURINNER BARA LÚXUS ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA H E I M S F R U M S Ý N I N G SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG AKUREYRI

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.