Morgunblaðið - 20.07.2008, Side 1
S U N N U D A G U R 2 0. J Ú L Í 2 0 0 8
STOFNAÐ 1913
197. tölublað
96. árgangur
Landsprent ehf.
MBL.IS
Morgunblaðið
hvar sem er
hvenær sem er
VEÐURTEPPT VIÐ HEIMSKAUTSBAUG
HLÆGILEGT BORGAR-
BARN Á FERÐINNI
KVIKMYNDIR
Lífseigur Leður-
blökumaður
Leikhús
í sumar >> 53
Eftir Oddnýju Helgadóttur
oddnyh@mbl.is
Í STEFNU forsætisráðuneytisins
um opinn hugbúnað á Íslandi kemur
fram að frjáls hugbúnaður ýti undir
samkeppni á markaði. Mörg lönd
styðja við þróun opins hugbúnaðar,
enda mikilvægt að vera ekki háður
fáum birgjum um allan hugbúnað.
Opinn hugbúnaður er byggður á for-
ritunarkóða sem höfundar hafa valið
að gera opinberan og öllum aðgengi-
legan. Notendur mega dreifa, aðlaga
og betrumbæta hugbúnaðinn að vild,
að því gefnu að afurðin verði áfram
opin og frjáls. Hugbúnaður af þessari
gerð er oft ókeypis.
Ekki eru allir á sama máli um nýja
stefnu ráðuneytisins. Halldór Jörg-
ensson, framkvæmdastjóri Microsoft
á Íslandi er einn þeirra. „Það þarf yf-
irleitt mikla sérfræðiaðstoð og aðlög-
un til að nota opinn hugbúnað,“ segir
Halldór, sem telur að opinn hugbún-
aður sé ekki ódýrari en séreignarhug-
búnaður þegar upp er staðið. Halldór
harmar einnig hvernig staðið er að
Allt opið og ókeypis?
Ísland styður þróun opins hugbúnaðar og telur hann ýta undir samkeppni
Opinn hugbúnaður verður líklega betri en séreignarhugbúnaður innan fárra ára
Hver græðir? | 10
þessum málum og kveðst frekar vilja
að sett sé fram stefnumótun um notk-
un hugbúnaðar almennt.
Breyttar leikreglur
Kerfahönnuðurinn Vinay Gupta og
Eben Moglen, lagaprófessor við Col-
umbia-háskóla, fluttu nýverið erindi á
ráðstefnu sem haldin var á vegum Fé-
lags um stafrænt frelsi á Íslandi.
Telja þeir að með tæknivæðingu síð-
ustu áratuga hafi bilið milli ríkra og
fátækra aukist. „Netið og yfirfærsla
upplýsinga og gagna á stafrænt form
breytir öllum leikreglum og færir
völd frá einstaklingum til fjöldans,“
segir Moglen sem telur að innan fárra
ára verði opinn hugbúnaður mun
betri en séreignarhugbúnaður.
„Innan fárra ára verður samruni
síma og tölvu algjör og þá mun fá-
tæku fólki sem hefur aðgang að Net-
inu fjölga mjög hratt,“ segir Gupta.
Hann vinnur að tæknilegum lausnum
og útfærslum sem geta bætt lífsskil-
yrði þeirra sem búa við mesta fátækt.
HANN neitar að setjast í helgan
stein og góna út í loftið. Árni Valdi-
marsson keypti fyrir tveimur árum
gamalt hraðfrystihús á Eyrarbakka
og vinnur nú hörðum höndum við að
gera það upp sem flóamarkað, lista-
aftur á kortið. „Eyrarbakki var
fyrsta borg á Íslandi.“ | 18
gallerý, kaffihús, byggðasafn, kvik-
myndahús og íbúðir og vinnustofur
fyrir áhugasama eldri borgara.
„Meðan fólk hefur heilsu til á það að
vera virkt og með í umræðunni.“
Hann vonar að Eyrarbakki komist
Morgunblaðið/Ómar
Ellin er góð ef hausinn er í lagi
Uppbygging í „fyrstu borginni á Íslandi“
Uppreisn ellinnar
mbl.is | Sjónvarp
Lokaprófanir eru
hafnar í borginni
Bochum í Þýska-
landi á nýju jarð-
lestakerfi sem
kallast Cargocap.
Rafknúnum
vögnum er komið
fyrir í leiðslum
sem eru einungis
1,6 m í þvermál. Hver vagn getur
borið tvö vörubretti. Leiðslurnar
liggja í gagnstæðar áttir og því er
engin hætta á árekstrum.
Kerfið er algerlega sjálfvirkt svo
mannshöndin kemur hvergi nærri.
Vagnarnir eru losaðir og fermdir á
áfangastöðum og nokkrir þeirra
tengdir saman ef þörf krefur. Sjálf-
virkur búnaður fylgist einnig með
því hvar vörurnar eru hverju sinni
og viðskiptavinirnir vita því ná-
kvæmlega hvenær þeirra er von.
Kerfið dregur úr umferðarþunga
á yfirfullum hraðbrautum, mengun-
in er engin og vörur berast mun
hraðar á milli staða en með vöru-
bifreiðum. Búist er við að fyrsta
flutningaleiðslan verði tekin í notk-
un innan 5 ára. | 34
Skutlaðu
þessu bara
neðanjarðar
Hverfa vöruflutn-
ingar af vegum?
Draumur Nicolas Sarkozys Frakk-
landsforseta um Miðjarðarbanda-
lag hefur loksins ræst. Tækifærin
sem í því felast eru mikil, en fram-
tíðin er enn óráðin.
Framtíðin
á huldu
Bandarískir þingmenn eru ósáttir
við bresk meiðyrðalög og segja þau
ógnun við málfrelsi. Þeir boða eigin
lagasetningu svo bandarískir þegn-
ar verði ekki múlbundnir.
Bresk ógnun
við málfrelsi
Hvers vegna heggur saksóknari Al-
þjóða glæpadómstólsins aðeins að
forseta Súdans, en ekki neinum
samstarfsmanna hans? Og því reið-
ir hann svo hátt til höggs?
Vafasöm
ákvörðun
VIKUSPEGILL
Júlí er helsti giftingarmánuður árs-
ins, um það eru þeir sammála sem
rætt var við um sumarbrúðkaup
sem eru mjög vinsæl. Fólk lítur
gjarnan til veðurfars þegar það
ákveður að ganga í það heilaga að
sumri, en veður á Íslandi eru gjarn-
an válynd og oftar en ekki er rign-
ing þegar hinn langþráði brúð-
kaupsdagur rennur upp. Þess
vegna verða íslensk brúðhjón, sem
hyggja á veisluhöld utanhúss og
jafnvel hjónavígslu jafnan að hafa
varaáætlun um hvað gera skuli, séu
veðurguðir þeim ekki hliðhollir og
það hellirigni á heiðursdegi brúð-
hjónanna. | 20
Júlí mánuður
brúðkaupa
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Þingvallakirkja Sumarbrúðkaup
eru þar algeng, ekki síst í júlí.
Snæbjörn
Jónasson seg-
ir að vissulega
gætu sumir
talið heimsku-
legt að byggja
á sandi. Það
gerir hann
hins vegar í
Sameinuðu
arabísku furstadæmunum og geng-
ur bara vel. „Það er nefnilega hægt
að stýra sandi,“ segir hann, en við-
urkennir að sandurinn valdi vanda
þegar bílar festast og bílastæði og
vegir týnast undir honum. „Þetta er
þeirra snjór.“
Snæbjörn er verkfræðingur og
starfar við uppbyggingu á eyjunni
Saadiyat, sem á að verða sælureitur
heimamanna og vel stæðra ferða-
manna. | 26
„Þetta er
þeirra snjór“
ÍSLENSKA friðargæslan leggur nú
megináherslu á að vinna að ýmsum
verkefnum í samráði við Sameinuðu
þjóðirnar. Konum hefur fjölgað
mjög í starfsliði gæslunnar.
Sólveig Björk Sveinbjörnsdóttir
vinnur með Barnahjálp SÞ í Abeyei-
héraði á landamærum Suður- og
Norður-Súdans. Í héraðinu eru
miklar olíulindir og því miklir hags-
munir í húfi. Þá hafa geisað átök á
milli íbúa af afrískum og arabískum
uppruna um aðgang að beitilandi.
SÞ eru nú með fjölmennar sveitir í
Súdan og er þeim m.a. ætlað að hafa
eftirlit með friðarsamkomulagi sem
gert var á milli norðan- og sunn-
anmanna árið 2005.
„Ástandið er mjög ótryggt og átök
geta brotist út nær hvenær sem er,“
sagði Sólveig við Morgunblaðið.
Írakar streyma til Sýrlands
Bjarney Friðriksdóttir vinnur á
skrifstofu SÞ í Damaskus við að
skipuleggja aðstoð við flóttafólk frá
Írak. „Enginn veit í raun hvað marg-
ir Írakar dveljast hér um þessar
mundir,“ segir hún, „en talið er að
þeir séu um ein og hálf milljón.
Sýrlensk yfirvöld líta á þetta fólk
sem gesti og þess vegna leita þau
ekki langtímalausna fyrir fólkið.
Þess vegna eru margar fjölskyldur
komnar í algert þrot.“ | 12
arnthor@mbl.is
Yfirþyrmandi neyð flóttafólks