Morgunblaðið - 20.07.2008, Síða 16
16 SUNNUDAGUR 20. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Eftir Ragnhildi Sverrisdóttur
rsv@mbl.is
B
resk meiðyrðalöggjöf
ógnar tjáningarfrelsi
um allan heim. Telji
menn orði á sig hallað
hlaupa þeir fyrir bresk-
an dómstól, bera sig aumlega og fá
gjarnan dæmdar háar bætur. Þess-
um dómi er svo veifað í öðrum lönd-
um og oft með þeim árangri að rithöf-
undar og blaðamenn sitja eftir með
sárt ennið, bækur hverfa úr hillum og
ritskoðun hefur í raun verið komið á.
Svona sjá þeir alla vega stöðuna,
bandaríski öldungadeildarþingmenn-
irnir Arlen Specter og Joe Lieberm-
an. Repúblikaninn og óháði demó-
kratinn hafa tekið höndum saman og
lagt fram lagafrumvarp sem er ætlað
að tryggja bandaríska þegna gegn
lögsókn af þessu tagi. Eða öllu heldur
tryggja að dómum breskra dómstóla í
meiðyrðamálum verði ekki framfylgt
innan Bandaríkjanna.
Öfug sönnunarbyrði
Í grein í Wall Street Journal sl.
mánudag rekja þingmennirnir nánar
ástæðu þess að þeir leggja frum-
varpið fram. Þeir benda á að sönn-
unarbyrði er öðruvísi farið í breskum
meiðyrðamálum en bandarískum.
Fari einhver fyrir bandarískan dóm-
stól og kvarti undan ummælum þarf
hann að sýna fram á að þau séu röng.
Í Bretlandi er litið svo á að ummælin
séu röng nema sá sem viðhafði þau
geti sannað þau með óyggjandi hætti.
„Afleiðingin af þessu er sú að ensk-
ir dómstólar eru vinsælir hjá þeim
sem vilja höfða meiðyrðamál gagn-
vart bandarískum rithöfundum,“
skrifa Specter og Lieberman. Þeir
rifja upp sögu Rachel Ehrenfeld,
bandarískrar fræðikonu sem ritaði
bók um fjármögnun hryðjuverka. Í
bókinni, „Funding Evil: How Terror-
ism is Financed and How to Stop It“
fullyrti hún að bankamaðurinn Kha-
lid Bin Mahfouz frá Sádi-Arabíu hefði
veitt fé til Bin Ladens. Bókin var gef-
in út í Bandaríkjunum af þarlendri
útgáfu. En 23 eintök voru seld á net-
inu til kaupenda í Bretlandi og þar
með heimiluðu breskir dómstólar
bankamanninum að höfða meiðyrða-
mál þar í landi.
Málið var flutt að Rachel Ehren-
feld fjarstaddri. Dómstóllinn dæmdi
hana til að greiða bankamanninum
rúmar 18 milljónir króna fyrir um-
mælin.
Þetta dómsmál dugði þó ekki
bankamanninum til að hreinsa ær-
una, því Rachel Ehrenfeld er ekki sú
eina sem hefur séð ástæðu til að
bendla hann við fjármögnun hryðju-
verka. Hann hefur því höfðað, eða
hótað að höfða, að minnsta kosti þrjá-
tíu önnur meiðyrðamál. Og öll í Bret-
landi.
Hótun um sambærilega máls-
höfðun varð til þess að útgáfufyr-
irtækið Random House í Bretlandi
hætti árið 2004 við að gefa út bókina
„House of Bush, House of Saud“ sem
hafði áður verið gefin út í Bandaríkj-
unum. Og á síðasta ári eyðilagði út-
gáfufyrirtækið Cambridge Univers-
ity Press öll eintök sem það átti af
bókinni „Alms for Jihad“,sem fjallaði
einmitt um fjármögnun hryðjuverka.
Hótanir um lögsókn ollu svo miklu
fjaðrafoki hjá útgefandanum að hann
fór fram á að bókasöfn eyðilegðu þau
eintök sem hjá þeim væru. Þau urðu
ekki öll við því.
Ekki er að furða þótt bandarísku
þingmönnunum tveimur þyki nóg
komið. Þeir eru að vísu ekki fyrstu
stjórnmálamennirnir sem taka við
sér í Bandaríkjunum því dómurinn
yfir Rachel Ehrenfeld varð til þess að
New York-ríki setti lög, þar sem tek-
ið var fram að ekki væri hægt að
framfylgja erlendum dómi í meið-
yrðamáli, teldust ummælin ekki sak-
næm samkvæmt bandarískum lög-
um.
Lagafrumvarp Specters og Lie-
bermans gerir ráð fyrir að bandarísk-
ir höfundar, sem dæmdir eru utan
heimalandsins fyrir meiðyrði, geti
gagnstefnt málinu, ef skrif þeirra eru
varin af málfrelsisákvæði bandarísku
stjórnarskrárinnar. Og ef bandarísk-
ur kviðdómur telur erlenda dóminn
eiga rætur að rekja til tilrauna manna
til að kæfa málfrelsið, þá kallar slíkt á
háar bætur.
Málfrelsið og mannorðið
Bandaríski lögmaðurinn Floyd
Abrams, sem er virtur sérfræðingur
á sviði málfrelsis, ritaði grein í Wall
Street Journal í apríl sl. um meið-
yrðalöggjöfina í Bretlandi og þann
plagsið móðgaðra milljarðamæringa
að leita þangað. Hann ritaði, að vissu-
lega væri engin ástæða til að lýðræð-
isríki kæmust að einu og sömu nið-
urstöðunni um hvað teldust meiðandi
ummæli. Auðvitað hefði hvort
tveggja mikið gildi, málfrelsið og
mannorð einstaklinga og því þyrfti
ekki að koma á óvart þótt ólíkar þjóð-
ir legðu mismikla áherslu á hvort um
sig. Hins vegar væru áhrif enskrar
löggjafar á málfrelsi Bandaríkja-
manna alvarlegt vandamál.
Öldungadeildarþingmennirnir
Specter og Lieberman eru Abrams
sammála um að eðlilegt sé að
áherslur séu misjafnar milli landa.
En taka líka undir með honum að lög-
gjöf eins lands megi ekki ráða í öðru:
„Það er ekki okkar hagur að því jafn-
vægi sem ríkir í Ameríku sé ógnað
eða það sniðgengið af erlendum dóm-
stólum. Löggjöf okkar er ekki ætlað
að vernda þá sem birta rangar upp-
lýsingar af ófyrirleitni eða illgirni.
Hún myndi tryggja að Bandaríkja-
menn yrðu að beygja sig undir og
vera verndaðir af bandarískum við-
miðum. Hvorki meira né minna.“
Þjóðarskömm og tímaskekkja
Bandaríkjamenn eru ekki þeir einu
sem hafa áhyggjur af áhrifum enskra
dómstóla. Breski blaðamaðurinn og
pistlahöfundurinn George Monbiot
ritaði í Guardian á þriðjudag og dró
ekkert úr lýsingunum. Hann sagði að
þarlend meiðyrðalöggjöf væri þjóð-
arskömm, alþjóðleg ógnun og tíma-
skekkja frá því fyrir lýðræði.
Monbiot bendir á að jafnvel þótt
meiðyrðamál séu einkamál en ekki
opinber mál séu afleiðingar dóms oft
miklu alvarlegri en í sakamálum. „Ég
myndi fremur vilja fara í fangelsi í
nokkrar vikur fyrir að fremja glæp en
að eyða fimm árum í að berjast í
meiðyrðamáli, en missa svo hús mitt
og sparifé. Það er betra að vera stað-
inn að ráni en að vera gripinn við að
nýta málfrelsi sitt.“
Monbiot segir að ef einhver ráðist
af illvilja og með röngum ásökunum
að öðrum manni og sá fái ekki tæki-
færi til að verja sig ætti hann að geta
leitað réttar síns. „En meið-
yrðalöggjöf Englands og Wales er
svo andsnúin stefnda og kostnaður-
inn er svo gríðarlegur að í raun jafn-
gildir löggjöfin ritskoðun í þágu
einkahagsmuna; lög til einkanota fyr-
ir milljónamæringa.“
Kostnaðurinn við málareksturinn
veldur mörgum miklum vanda. Fjöl-
mörg dæmi eru um að sá sem höfði
málið kosti gríðarlega miklu til, sem
er hægðarleikur þegar lögmenn á
þekktustu stofunum þiggja 750 pund
á tímann, eða hátt í 120 þúsund krón-
ur. Þegar málið er loks til lykta leitt
og kostnaðurinn fellur á þann sem
telst hafa brotið gegn meið-
yrðalöggjöfinni er hann oft komin í
milljónatugi.
Lögin „veita þrjótum, hryðju-
verkamönnum og harðstjórum vernd
gegn rannsókn. Þau ógna málfrelsi
fólks um víða veröld og valda orðspori
þessarar þjóðar óbætanlegu tjóni. Og
bresku ríkisstjórninni og breska
þinginu gæti ekki staðið meira á
sama,“ skrifar Monbiot.
Hann kann ýmsar þær sögur, sem
áður hafa verið raktar hér um mála-
ferli vegna meiðyrða fyrir breskum
dómstólum. Og sumar öllu fáránlegri.
Þannig segir hann að stjórnendur
knattspyrnufélagsins Sheffield Wed-
nesday hafi farið í mál við aðdáenda-
klúbb til að fá gefin upp nöfn ellefu
manna, sem höfðu skrifað niðrandi
ummæli um þá á heimasíðu klúbbs-
ins. Og Gina Ford, sem þekkt er fyrir
skoðanir sínar á barnauppeldi, fór í
mál við síðu vegna ummæla bloggara.
Einn þeirra hélt því fram að Gina
þessi hefði bundið börn við eldflaugar
og skotið þeim inn í Suður-Líbanon.
Fer nú ekki mörgum sögum af því að
fólk hafi í alvöru trúað þessu upp á
Ginu.
Bretar ættu vissulega að vera
frjálsir að því að hafa sína meið-
yrðalöggjöf eins og þeim þykir best
henta. En hið sama hlýtur að gilda
um aðrar sjálfstæðar þjóðir. Það
skýtur skökku við að menn geti
hlaupið í skjól „miðaldalaga“ Breta,
telji þeir orði hallað gegn sér annars
staðar í heiminum. Bandaríkjamenn
virðast ekki ætla að sætta sig við
þetta, heldur setja lög til að koma í
veg fyrir að kampakátir sigurvegarar
réttarhalda í Bretlandi slái um sig
með dómunum, þaggi niður í gagn-
rýnendum sínum og reyti af þeim
hvern eyri í leiðinni.
Þegiðu, ann-
ars höfða ég
mál í London!
© Tetra Images/Corbis
Meiðyrði
Jón Ólafsson athafnamaður tók
þann kostinn að höfða mál í Bret-
landi gegn Hannesi Hólmsteini
Gissurarsyni vegna ummæla þess
síðarnefnda um Jón í erindi. Um-
mælin birtust á ensku á heima-
síðu Hannesar og þar með var
kominn grundvöllur fyrir máls-
höfðuninni í Bretlandi, þar sem
Jón er raunar búsettur. Rökin
voru þau, að ummælin hefðu
valdið Jóni skaða og sá skaði
hefði orðið í Bretlandi, þar sem
hann stundaði viðskipti. Vitni bar
að það hefði hugsað sig um
tvisvar áður en það hóf viðskipti
við Jón, einmitt vegna ummæl-
anna.
Dómar breskra dómstóla eru
aðfararhæfir hér á landi, enda Ís-
land aðili að Lugano-samningnum
um dómsvald og fullnustu dóma.
Sá sem er með slíkan dóm í
höndum, t.d. um greiðslu skaða-
bóta vegna ummæla, leitar til
héraðsdóms hér á landi. Hann
endurskoðar engin efnisatriði,
heldur kannar það eitt hvort þar
sé sannanlega dómur á ferðinni
frá ríki sem á aðild að Lúganó-
samningnum og hvort öðrum
formsatriðum sé fullnægt. Sé
svo, þá er dómurinn aðfararhæfur
og hægt að leita liðsinnis sýslu-
manns til fjárnáms.
Kaupþing leitaði líka vars hjá
breskum dómstólum þegar
stjórnendum bankans þótti
danska Ekstra Bladet fara offari í
umfjöllun um bankann og ís-
lenskt efnahagslíf. Ekstra Bladet
dró ekkert úr höggunum og
fjallaði m.a. um meint tengsl
Kaupþings við rússnesku mafíuna
og meint peningaþvætti. Og kall-
aði íslenska athafnamenn bófa.
Greinarnar birtust í enskri þýð-
ingu á vefsvæði Ekstra Bladet,
sem jafngilti því að þær birtust í
breskum dagblöðum og bankinn
er alþjóðlegt fyrirtæki með útibú
í Bretlandi, svo þar með var leið-
in fyrir breskan dómstól greið.
Þetta var í fyrsta skipti sem mál
var höfðað fyrir erlendum dóm-
stóli á hendur dönsku blaði fyrir
greinar birtar í Danmörku.
Málið fór raunar líka fyrir
óháða danska siðanefnd, sem
fjallar um ágreiningsmál er varða
fjölmiðla. Nefndin sá ekkert at-
hugavert við umfjöllun danska
blaðsins.
Þótt danska siðanefndin kæm-
ist að þessari niðurstöðu þorði
Ekstra Bladet ekki að taka áhætt-
una af niðurstöðu breskra dóm-
stóla. Blaðið féllst á sátt í mál-
inu, greiddi Kaupþingi 130
milljónir króna, baðst afsökunar á
umfjöllun sinni og fjarlægði um-
rædd skrif af heimasíðunni.
Ljótu orðin og
Íslendingarnir