Morgunblaðið - 20.07.2008, Síða 18

Morgunblaðið - 20.07.2008, Síða 18
18 SUNNUDAGUR 20. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ Eftir Guðrúnu Huldu Pálsdóttur gudrunhulda@mbl.is H raðfrystihúsið keypti ég fyrir tveimur ár- um. Þá var ég sjötug- ur,“ segir Árni Valdi- marsson sem hræðist síst ellina. „Ellin er góð ef hausinn er í lagi og maður hefur eitthvað fyr- ir stafni.“ Nú þegar hefur Árni með aðstoð tveggja smiða fullgert fjórar fallegar íbúðir tilbúnar til sölu eða leigu í skrifstofubyggingu hraðfrystihúss- ins. Einnig hefur hann innréttað þúsund fermetra samkomurými með kaffihúsi, markaði og barnahorni. „Íbúðirnar eru hugsaðar fyrir lista- menn á öllum aldri því vinnustofa getur fylgt hverri íbúð,“ segir Árni en hann löggiltur fasteigna- og skipasali. „Þegar ég hætti í Lands- bankanum sextugur, settist ég á skólabekk og fékk réttindi og keypti svo ásamt börnum mínum Fast- eignasöluna Bakka.“ „Hvað ætli honum detti í hug þeg- ar hann verður áttræður?“ segir Nína hlæjandi. Árni segist ekki sætta sig við þá sýn er blasir við á mörgum hjúkr- unarheimilum og hefur hann því hugmyndir um að Gónhóll verði að hluta ný tegund elliheimilis. „Það versta sem maður gerir heilabúinu á efri árum er að hafa ekkert til að hugsa um. Það er eins í daglega líf- inu eins og í leikhúsinu að nauðsyn- legt er að hver og einn hafi hlutverki að gegna og beri sem lengst ábyrgð og finni fyrir því. Það er raunalegur endir á lífi hér í heimi að sitja bara og bíða eftir grautarskálinni og rúm- inu til að sofna. Meðan fólk hefur heilsu til á það að vera virkt og með í umræðunni. Hér hafa íbúar bæði heimili og vinnustofu sem þeir geta notað til að sinna áhugamálum sín- um. Þeir gætu svo selt muni ef þeim sýnist svo.“ Vinnustofurnar eru opnanlegar út í samkomurýmið og sér Árni fyrir sér að gestir Gónhóls geti sótt íbúa heim þar sem þeir nostra í áhuga- málum sínum. „Mér finnst alltof mikið um það í dag að fólki leiðist í vinnunni og horfi bíðandi á klukkuna. Hugsið ykkur að vera frekar hérna. Eldra fólk við góða heilsu gæti átt hér athvarf og hefði alltaf eitthvað fyrir stafni í vinnustofum sínum, hvort sem það myndi gera við gamla bílinn sinn eða smíða og mála.“ Í sjálfum sýningarsalnum hafa Árni, Nína og börnin þeirra komið á fót fjölbreyttri starfsemi sem minnir um margt á Kolaportið í Reykjavík. „Hér er hægt að leigja sölubása og selja muni en góðgerðarfélög og börn sem vilja stuðla að umhverf- isvernd í verki og selja gömul leik- föng fá básana endurgjaldslaust. Einnig eru þrír listamenn með sölu- sýningu á verkum sínum hér,“ segir Nína. Í Gónhóli er því hægt að nálgast eigulegar bækur, húsgögn, föt og skartgripi auk þess sem Nína rekur kaffihús og býður þar upp á heima- bakaðar vöfflur. Í einum enda sal- arins er barnahorn þar sem börnin geta leikið sér, föndrað, málað, sung- ið og spilað. Eyrarbakki fyrsta borg á Íslandi En Árni hefur stærri áform um Gónhól og sér meðal annars fyrir sér nýja tegund af byggðasafni til heið- urs Eyrarbakka. „Ég sé fyrir mér bása tileinkaða þeim Eyrbekkingum er byggðu bæinn. Hver bás væri reistur út frá einum aðila. Í honum yrðu nokkrar eigur hans, til dæmis skrifpúlt, penni og myndir af fjöl- skyldunni. Þannig myndum við geta skoðað fjölskyldusögu Eyrarbakka.“ Hann hefur trú á þessari nýjung. „Hugsaðu þér hvað það yrði gaman að koma og sjá myndir af langafa sínum og langömmu og kannski pabba og mömmu. Hver bás myndi innihalda lítið fjölskyldualbúm og vera í anda þeirrar fjölskyldu,“ segir Árni og bætir við að hann sé þegar farinn að finna muni á byggðasafnið. Með Gónhól vill Árni upphefja Eyrarbakka. „Eyrarbakki var fyrsta borg á Íslandi. Hér var aðalútflutn- ingshöfnin og héðan kom fólk austan úr Skaftafellssýslum, Rangárvall- arsýslu og Árnessýslum með ull og gærur og aðrar afurðir úr sveitinni og skipti þeim fyrir sykur, kaffi og hveiti og aðrar innfluttar vörur.“ Enda hljómar enn ein hugmynd Árna á þann veg að í öðrum hluta húsnæðis Gónhóls væri sveitamark- aður upp á gamla mátann. „Þar gætu bændur komið og selt kart- öflur, rófur, grænmeti og aðra upp- skeru.“ Á haustdögum áforma hjónin að halda fyrsta uppskerumarkaðinn. Á Gónhóli eiga allir að finna eitt- hvað við sitt hæfi. „Hugmyndin er sú að fólk alls staðar að geti komið hingað og allir fjölskyldumeðlimir geti haft einhverja afþreyingu lung- ann úr deginum,“ segir Árni. Keyra gesti um á fornbílum Í Gónhóli stendur yfir forn- bílasýning en Árni er sérlegur áhugamaður um gamlar bifreiðar og eru tvær þeirra sem á sýningu eru í Morgunblaðið/Ómar Góður andi í Gónhóli „Ég á svoldið óvenjulegan karl. Hann hefur alltaf verið hugmyndaríkur og framkvæmir það sem honum dettur í hug,“ segir Nína Björg Knútsdóttir kona Árna Valdimarssonar, athafna- manns á áttræðisaldri, en þau hjón opnuðu ný- lega menningarmiðstöðina Gónhól í gamla hraðfrystihúsinu á Eyrarbakka. Árni og Nína eru brosmild og lífsglöð hjón sem luma á ótrúlegum hugmyndum. Gaman í Gónhól Árni Valdimarsson og Nína Björg Knútsdóttir eru lífsglöð hjón sem njóta þess að láta drauma sína verða að veruleika. Árni hætti í starfi sínu sextugur, settist á skólabekk og ávann sér réttindi löggilts fasteigna- og skipasala. Sjötugur keypti hann gamalt hraðfrystihús á Eyrarbakka sem hann vinnur nú við að gera upp og starfrækir. „Hinn forni Gónhóll er nú varla til lengur í þeirri mynd sem hann mun hafa verið áður fyrr. En hann var og er það sem eftir er af hon- um rétt vestan við húsið Garðbæ,“ segir Árni. Sagt er að fólk hafi gengið upp á Gónhól til að gæta að sjólagi, þar réðu sjósóknarar ráðum sínum og á Gónhól tóku formenn fyrri alda ákvarðanir hvort róið skyldi eða sitið heima. Um líf og dauða gat verið að tefla þegar sú ákvörðun var tekin svo fljótt brimaði í lend- ingunni. „Þar stóðu stúlkur og grétu þeg- ar þær horfðu á eftir og veifuðu kærustunum þegar þeir voru á leið út í heim til lengri eða skemmri dvalar. En þær sátu eftir heima og biðin var löng, stundum sátu þær í festum í tvö ár eða lengur. En svo komu vorskipin að austan og hvítu seglin bar við eyjarnar í austri; og þá birti yfir öllum og stúlkunum ekki síst sem nú stóðu upp á Gón- hól og fögnuðu. Niður Flóa liðaðist lest bagga- hesta austan úr sýslum með afurð- ir bænda ull og skæði til útflutn- ings en í hnakktöskunni var tómur peli.“ Gætt að sjólagi og ástmönnum á Gónhóli Morgunblaðið/Ómar Gamalt hraðfrystihús Árni keypti þetta 2700 fm. húsnæði fyrir tveimur árum. „Einn maður fylgdi húsinu,“ segir hann hlæjandi. „Það er svo skemmtilegt að kaupa hús og fá svo að vita að einn maður fylgir því.“ Umræddur maður hjálpar nú Árna að gera upp Gónhól.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.