Morgunblaðið - 20.07.2008, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. JÚLÍ 2008 19
gott og yndislegur smábæjarbragur
sem heltekur mann,“ segir Nína.
Árni og Nína geta að sjálfsögðu ver-
ið ánægð með það sem þau hafa
áorkað.
„Hér geta allir haft eitthvert verk-
efni enda hafa bæði börnin okkar og
barnabörn hjálpað okkur afar mikið
við að skipuleggja, skreyta, mála og
koma með hugmyndir. Þau eru öll
miklir orkuboltar og það er ynd-
islegt að eiga svo góða fjölskyldu.
Þetta væri ekki svona gaman án
þeirra,“ segir Nína.
Að láta drauma
sína rætast
Þau eiga þó eftir að hafa nóg fyrir
stafni næstu mánuði við að koma
Gónhól í það horf sem þau sjá fyrir
og hafa til sýnis yfirlitsmynd með
framtíðarsýninni.
Samkvæmt henni ætla þau að
stækka kaffihúsið og hafa fallega
verönd með sýn yfir sjóinn fyrir
gesti. Einnig verður kvikmyndasal-
ur í húsinu ásamt byggðasafninu auk
slifsi og sýslumanni í fullum emb-
ættisskrúða. Það var svo líflegt og
ógleymanlegt,“ segir Nína.
Árni og Nína segjast bæði snortin
yfir góðum viðbrögðum bæjarbúa
við Gónhóli. Um opnunarhelgina á
hvítasunnu hafi um fimmtán hundr-
uð manns kíkt við. Það er því ljóst að
Gónhóll er á góðri leið með að verða
sá samkomustaður sem Árni sér fyr-
ir sér.
Fjölskyldan í fyrirrúmi
Árni og Nína hafa verið gift í tæp
fimmtíu ár og eiga þau sex börn,
fjórtán barnabörn og sex barna-
barnabörn. Að sögn Nínu er Árni af-
ar hugmyndaríkur maður og hefur
verið það alla tíð. „Ég er búin að
þekkja hann í fimmtíu ár og hann
breytist ekkert. Hann er með svo
gott höfuð.“ Þótt þau séu hvorugt
ættuð frá Eyrarbakki hafa þau
sterkar taugar til staðarins. „Eyr-
arbakki er æðislegur. Ég heillast
helst af honum því hann er svolítið
gamaldags, fólkið er almennilegt og
hans eigu. „Ég á 3́1 módelið af Buick
eins og hann getur orðið dýrastur og
fínastur því hann er með öllum auka-
hlutum, samskonar bíl og sá frægi
Al Capone átti á sínum tíma. Einnig
5́6 lúxusgerð af Buick.“ Á sýning-
unni má einnig berja augum fyrsta
slökkviliðsbíl Árnessýslu og for-
kunnarfagran vörubíl með boddý á
pallinum, Ford frá 1930. „Þetta voru
rosalega vinsælir bílar þegar ég var
ungur. Fyrsta skipti sem ég fór á
ball fór ég í svona bíl. Það var mikil
gleði og söngur í boddýbílunum í
gamla daga.“
Sá bíll er vekur þó mesta athygli
gesta er fagurgrænn og glansandi
fransk-þýskur bíll af Cudell-gerð.
Sverrir Andrésson listasmiður og
fornbílamaður frá Selfossi smíðaði
þann bíl frá grunni og er það að sögn
Árna afar vönduð eftirlíking af
fyrsta bíl á Íslandi, Thomsen bílnum
svokallaða.
Síðastliðnar helgar hefur gestum
og gangandi verður boðið að taka
rúnt um bæinn, m.a. í Thomsens
bílnum að því tilskildu að þeir séu
spariklæddir, helst í anda aldamót-
anna, en þó mun hattur á dömum og
þverslaufa á herrum hafa dugað.
„Sverrir eigandi bílsins keyrði um
Eyrarbakka með dömur í upp-
hlutum og peysufötum og karla með
þess sem fjölmargar vinnustofur
munu rísa. „Við vitum ekki hvað
framtíðin ber í skauti sér en okkar
bíða örugglega fleiri hugmyndir um
nýtingu á húsnæðinu,“ segir Árni.
Gónhóll verður opin öllum um
helgar í sumar og fram á haust en
Árni telur að um þrjú ár taki að
koma húsnæðinu öllu í það horf sem
hann vill. „Ég vona að Gónhóll verði
til þess að Eyrarbakki þróist smám
saman í að vera aftur staðurinn sem
fólk leitar á til að sækja sér afþrey-
ingu,“ segir hann.
En hvað ætli Árna detti í hug að
gera á níræðisaldri? Nína er með
hugmynd.
„Við gætum siglt um Karíbahafs-
eyjarnar. Ég hefði ekkert á móti því
og Árni er með sjómannsréttindi.
Það er gaman að láta sig dreyma um
að gera eitthvað skemmtilegt.“
Eftir heimsókn til þeirra hjóna
grunar Gvend að Nínu þurfi ekki að
dreyma lengi.
Litríkt Af mörgu er að taka í Gónhóli um helgar en þá er sannkölluð „kola-
portsstemning“ þar sem Eyrbekkingar selja glingur og garma af öllum
stærðum og gerðum.
Glæsikerrur Buick í eigu Árna og fyrsti slökkviliðsbíll Árnessýslu eru meðal þeirra fornbíla sýndir eru í Gónhóli.
Um helgar hafa uppáklæddir bílstjórar keyrt gesti um Eyrarbakka á fornbílunum.
Til sölu Árni í einni söluíbúðinni en hann hannaði allar innréttingar og
bogadregna karma milli stofanna. „Íbúðirnar eru annað hvort fyrir kær-
ustupar sem er að byrja að sofa saman eða fyrir einstæðing,“ segir Árni.
Hæðasmára 4 · 201 Kópavogur · 555 7355
Opið 11-18 virka daga, 11-15 laugard.
Síðumúla 3 · 108 Reykjavík · 553 7355
Opið 10-18 virka daga, 11-15 laugard.
Tvær verslanir - Frábært úrval
Bh: 5.500kr. Boxer: 3.100kr. Náttföt: 8.750kr.Bh: 4.800kr. Buxur: 2.100kr.Bh: 5.500kr. Boxer: 3.100kr.
Glæsilegur
kvenfatnaður frá
30% afsláttur
Bikiní:
8.420kr.
Glæsilegt úrval af sundfatnaði frá Lepel og Panache.
Bikinísett - tankinísett - sundbolir. Skálastærðir A/B, C/D, DD/E, F/FF.
Sundbolur:
7.200kr.
Bikiní:
11.000kr.
Bolir, skyrtur, kjólar, pils...
m
bl
10
28
40
8