Morgunblaðið - 20.07.2008, Síða 20
20 SUNNUDAGUR 20. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Í
Café Flóru í Grasagarð-
inum í Laugardal bíður
séra Kristín Þórunn Tóm-
asdóttir eftir mér með tvö
af þremur börnum sínum,
synir hennar báðir borða kleinur
að gömlum sið meðan móðir þeirra
spjallar við mig um brúðkaup, en
hún er héraðsprestur í Kjalarness-
prófastsdæmi sem nær allt frá
Reykjanesi og upp í Kjós.
„Ég hef á tilfinningunni að fólk
leyfi sér meira, sé galsafengnara í
sumarbrúðkaupum,“ segir séra
Kristín Þórunn þegar ég spyr hana
hvort hún finni mun á brúðkaupum
sem haldin eru á sumrin og þeim
sem fara fram á öðrum árstímum.
En skyldi fólk spara meira nú í
brúðkaupsundirbúningi, á þessum
erfiðu tímum, en verið hefur und-
anfarið?
„Já, ástandið í efnahagsmálunum
snertir brúðkaup eins og annað í
samfélaginu,“ segir Kristín.
„Rétt eins og fyrirtæki þurfa að
hagræða í sínum rekstri þurfa
heimili og einstaklingar að gera
það líka. Fólk sem ég hef rætt við
um þessi efni vill þó ógjarnan
fækka í hópnum sem bjóða á, það
sparar fremur í öðrum hlutum, svo
sem ýmsum uppákomum og
skemmtiatriðum sem eru aðkeypt.
En sá veldur sem á heldur, það er
auðvelt að eyða miklu í brúðkaup
en það er líka hægt að stilla kostn-
aði í hóf. Raunar eru brúðkaup
þannig samkomur að boðsgestir
gefa þeim gjarnan persónulegan
svip, svo sem ættingjar og vinir
brúðhjónanna. Gamanmál eru vin-
sæl í brúðkaupum enda er þetta
gleðihátíð.
Athöfnin í kirkjunni snýr að
trúarlegum efnum, hinum alvar-
legri hluta en öðru máli gegnir
með veisluna. Það á sér djúpar
rætur í vestrænni menningu að
brúðkaup sé tilefni til léttleika og
gleði – að gera vel við sig og gesti
sína í mat og drykk.“
Fer trúarlegi þátturinn vaxandi
eða minnkandi?
„Hann hefur ekki farið minnk-
andi. Sumir hafa haft áhyggjur af
að hið trúarlega hverfi í skugga
„Hollywood-áhrifanna“ en það er
ekki mín reynsla. Ef fólk velur að
gifta sig í kirkju þá gengst það
undir hið trúarlega og formlega í
hjónavígslu.
Það fer eftir kringumstæðum
hvernig giftingin er, athöfnin verð-
ur öðruvísi utanhúss en í kirkju
t.d. Við Íslendingar tengjum gjarn-
an náttúruna hinum skapandi
Guði. Fjölmargir finna sterkt til
hins heilaga einmitt úti í nátt-
úrunni, ekki síst í hinum ósnortnu
víðáttum.
En inntakið er alltaf hið sama –
tvær manneskjur eru að gefast
hvor annarri og viðstaddir samein-
ast í bænum og góðum óskum
þeim til handa.“
Undirbúningur
brúðkaupa langur
Nú hefur verið gott sumar, giftir
fólk sig fremur úti þá?
„Brúðkaup eru gjarnan und-
irbúin með löngum fyrirvara og Ís-
lendingar vita að það er ekki á vís-
an að róa með veðrið og taka tillit
til þess. Ég ræddi við nokkra aðila
sem hafa gengið í hið heilaga í
sumar og spurði af hverju þeir
hefðu valið sumarbrúðkaup. Þeir
sögðu þó allir að veðrið ætti sinn
þátt í því, ef það væri gott á brúð-
kaupsdaginn væri hægt að hafa
veisluna utanhúss. Það kom líka
fram að viðkomandi hefðu haft
miklar áhyggjur af hvernig veðrið
yrði, ein sagði: „Alltaf þegar rignir
á laugardögum hugsa ég; aumingja
þeir sem eru að gifta sig í dag.“
En venjulega hafa þeir sem ætla
að hafa veislu og jafnvel athöfn ut-
anhúss „B-plan“, ef veðrið verður
slæmt er hægt að fara bæði með
athöfn og veislu í hús. En fólk er
óneitanlega mjög ánægt ef brúð-
kaupsdagurinn er bjartur og fagur
sólardagur.
Í samtali mínu um sumarbrúð-
kaup sagði einn brúðguminn að
vorið kveikti og yki holdlega löng-
un hjá fólki og brúðkaupið væri
eðlilegt framhald af því. Víst er að
vorið og gróandinn er frjósem-
isskeið í náttúrunni og þess gætir
líka í mannlífinu, kannski þess
vegna eru brúðkaup mun fleiri á
sumrin, einkum í júlí.
Fólk kemur með
sína sögu og vonir
Sumarið er líka mjög skemmti-
legur tími kirkjuársins til að gefa
saman fólk. Tímann frá hvítasunnu
og fram að aðventu köllum við
sunnudagana eftir þrenning-
arhátíð. Þá er litur kirkjuársins
grænn, sem táknar vöxt og gró-
anda og hvernig við eigum að
þroskast sem einstaklingar.
Veganestið sem fólk þarf þegar
það gengur í hjónaband er einmitt
hvernig það getur vaxið saman
sem hjón en líka tekið ábyrgð
hvort á öðru. Hvernig það getur
gengið leiðina saman til góðs.
Sumarbrúðkaup eru dásamleg að
þessu leyti.“
Sjálf kveðst Kristín Þórunn hafa
gift sig að vetri.
„En það var af „praktískum“
ástæðum, svo þeir gætu verið við-
staddir sem okkur þótti vænt um.
En veturinn með sín kertaljós og
fegurð er líka rómantískur,“ segir
hún og brosir.
Hún kveður flesta hafa þegar
hafið sambúð þegar gifting fer
fram en fólk sé eigi að síður oft í
ólíkum sporum. „Sumir eigi mörg
börn, jafnvel frá öðrum sam-
böndum og þá sé brúðkaupið öðr-
um þræði aðferð til að sameina
fjölskylduna. Börnin fá gjarna
hlutverk í athöfninni, þá verður
þetta fjölskylduhátíð, einkum ef
fólk fær hlutverk sem hæfir aldri
og þroska og nálgunin við við-
fangsefnið er kærleiksrík og ekki
mörkuð of mikilli spennu.“
Kristín kveður algengast að fað-
ir brúðar leiði dóttur inn kirkju-
gólfið, jafnvel þótt viðkomandi fað-
ir hafi ekki gegnt miklu hlutverki í
uppeldi hennar. Að því leyti séu
hefðbundin kirkjubrúðkaup tals-
vert feðraveldisleg, eins og hún
orðar það.
Séra Kristín Þórunn er prests-
dóttir. „Það setti ekki mikinn svip
á minn uppvöxt, ég er fædd 1970,
en áður fyrr fóru giftingar gjarnan
fram á heimili presta, en svo var
ekki heima hjá okkur,“ segir hún,
en faðir hennar Tómas Sveinsson
er sóknarprestur í Háteigskirkju.
Hún kveður kirkjubrúðkaup
hafa orðið æ algengari síðari árin
og ekki sé enn lát á þeirri þróun.
„Það segir okkur að þetta tilefni
sé til að deila með öðrum og sé
stór stund,“ bætir hún við.
En mörg hjónabönd enda með
skilnaði, skyldi fólk hugsa um það
fyrir brúðkaupið?
„Líklega eru ýmsir meðvitaðir
um þessa staðreynd. Til brúðkaups
kemur hver og einn með sína sögu,
sínar vonir og vonbrigði og enginn
veit hvernig framtíðin verður. Fólk
vonar það besta og kannski einmitt
vegna þessa tárast margir í brúð-
kaupum, fólk gerir sér svo vel
grein fyrir hverfulleika lífsins á
svona stórum stundum. Staða
manneskjunnar verður áleitin
spurning við slíkar kring-
umstæður. Jafnframt hugsar fólk
um mikilvægi þess að standa sam-
an og vera fjölskylda.“
Kærleikurinn fellur aldrei úr
Júlí er helsti gifting-
armánuður ársins.
Guðrún Guðlaugs-
dóttir ræddi við séra
Kristínu Þórunni Tóm-
asdóttur héraðsprest
um sumarbrúðkaup.
Einnig var rætt við
séra Guðbjörgu Jó-
hannesdóttur, séra
Kristján Val Ingólfsson
og brúðhjónin Ingu
Láru Sigurjónsdóttur
og Njál Mýrdal Árna-
son um sama efni.
Morgunblaðið/G.Rúnar
Bjartsýn Séra Kristín Þórunn Tómasdóttir er bjartsýn á hjónaband og stöðu kvenna.
Það kjósa margir að gifta sigá hinum forna virðing-arstað Íslands – Þingvöll-
um. Þar er prestur séra Kristján
Valur Ingólfsson og segir hann
bæði Íslendinga og útlendinga
gifta sig í Þingvallakirkju.
En er honum eitt brúðkaup
öðru eftirminnilegra frá því í sum-
ar?
„Mér eru einkum tvö brúðkaup
sérlega eftirminnileg. Kirkjan á
Þingvöllum er lítil og yngra fólk
býður gjarnan fleira fólki til brúð-
kaups síns heldur en kemst í
kirkjuna. Þá er vandi að velja
hver á að sitja í kirkjunni. Þess
vegna tóku ung brúðhjón þá
ákvörðun að gifta sig úti og buðu
70 manns, en kirkjan tekur hið
mesta 55 manns.
En á brúðkaupsdaginn rigndi
meira en aðra daga á árinu og
fólkið var komið á staðinn svo góð
ráð voru dýr. Ákveðið var að
koma öllum 70 boðsgestunum fyr-
ir í kirkjunni.
Það var safnað saman klapp-
stólum sem var raðað alls staðar
þar sem einhver smuga var. Lág-
vaxnir fóru upp á loft og sumir
sátu í stiganum – og allir komust
inn.
Það var frekar erfitt að sumu
leyti en þó um leið mikil nánd og
óneitanlega fast haldið utan um
brúðhjónin.
Hitt eftirminnilega brúðkaupið
var þegar þýskt par var gefið
saman í Þingvallakirkju fyrir tíu
dögum. Þau höfðu áður verið gef-
in saman borgaralega í Þýska-
landi og áttu þrjú börn. Ástæðan
fyrir því að þau voru komin var að
brúðurin hafði heimsótt Ísland
fyrir nokkrum árum og hafði
komið til Þingvalla og í kirkjuna.
Hún hvíslaði því í veggina á kirkj-
unni að hér vildi hún gifta sig – en
hún átti engan kærasta. En í þess-
ari sömu ferð til Íslands kynntist
hún Þjóðverja sem var að læra ís-
lensku á Íslandi og það leiddi til
hjónabands í Þýskalandi. Nú voru
þau komin eftir nokkur ár til að
gifta sig í Þingvallakirkju eins og
brúðurin hafði forðum ákveðið.
Fólk er yfirleitt mjög glatt á brúð-
kaupsdaginn en sjaldan hef ég séð
glaðari brúðhjón yfir að hafa náð
þessu takmarki sínu.“
Er fólk sem giftir sig á Þing-
völlum þjóðhollara en flestir aðr-
ir?
„Annars vegar kemur fólk er-
lendis frá og þá eru Þingvellir
eins konar tákn fyrir tengsl þess
við Ísland. Hins vegar koma
gjarnan Íslendingar sem hafa ver-
ið lengi erlendis og þá eru Þing-
vellir tákn þjóðernisins. Eins af
því að kirkjan er lítil þá er meira
um sérstakar ástæður fyrir að hún
er valin. Fólk sem komið er til vits
og ára og er að gifta sig kannski í
annað sinn velur gjarnan þessa
kirkju og býður þá fáum. Líka er
ástæðan helgi Þingvalla í heild, sú
tilfinning er ríkari hjá þeim Ís-
lendingum sem eldri eru. Vegna
þess að í vitund margra eru Þing-
vellir staður þar sem margir
helgir sáttmálar þjóðarinnar hafa
verið undirritaðir þá er eins og
hjúskaparsáttmálinn fái þar nýja
vídd í hugum sumra brúðhjóna.“
Helgi Þingvalla gefur nýja vídd
Morgunblaðið/Jim Smart
Helgi Séra Kristján Valur Ingólfsson segir helgi Þingvalla hugstæða brúðhjónum þar.