Morgunblaðið - 20.07.2008, Side 21

Morgunblaðið - 20.07.2008, Side 21
Kristín er að fara til framhalds- náms í Svíþjóð, skyldu brúðkaups- siðirnir þar fá sérstaka athygli hennar? „Ég ætla auðvitað að skoða þá með öðru. Ég byrja á að fá ársfrí til læra meira í guðfræði og skoða kirkjufræði, einkum með tilliti til helgihalds og athafna kirkjunnar,“ segir hún. Kristín kveður stöðu kvenna inn- an íslensku kirkjunnar vera góða að sínu mati. „Sú er mín reynsla,“ segir hún og brosir. En hvað í umhverfinu telur hún að hafi mest áhrif á þróun brúð- kaupa hér á landi? „Brúðkaup í dægurmenningunni hafa mikil áhrif. Brúðkaup eru vin- sæl í bíómyndum. Þar sér fólk hvernig þau fara fram í öðrum löndum og tekur upp ýmislegt af því sem það sér. Það er til dæmis algengt að fólk láti spila lög úr kvikmyndum við brúðkaup hér. Brúðkaup taka mið af samtím- anum, það er því eðlilegt að brúð- kaup séu öðruvísi í dag en fyrir 100 árum.“ En það er þó ýmislegt sem ekki hefur breyst að hennar sögn. „Það er hinn kirkjulegi texti, hlutverk manneskjunnar sem sköpuð er í Guðs mynd og það að vera félagi hvers annars, elska hvert annað og hugsa um þarfir hins, ekki bara okkar eigin þarfir. Gleymum að síðustu ekki orðum Páls postula í fyrra Korintubréfi: „Kærleikurinn er langlyndur, hann góðviljaður, hann öfundar ekki. Hann breiðir yfir allt, trúir öllu, vonar allt, umber allt. Kær- leikurinn fellur aldrei úr gildi.“ r gildi MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. JÚLÍ 2008 21 Til eru mörg fræg brúðkaup, hið frægastaer þó án efa brúðkaupið í Kana. Þangaðvar Jesús boðinn ásamt lærisveinum sínum og vínið þraut. Hann breytti þá vatni í vín í sex stórum kerum og tókst það svo vel að orð var á haft við brúðgumann. „Þetta sitt fyrsta tákn gjörði Jesús í Kana í Galíleu, og opinberaði dýrð sína; og lærisveinar hans trúðu á hann,“ segir í Jóhannesar Guðspjalli. Páll Ólafsson skáld gerir umrætt brúðkaup að yrkisefni í Brúðkaupsvísum sínum: Að drekka’ í veislum orðið að ósköp gömlum vana. Um vottinn beztan ber brúðhlaupið í Kana. Fréttast má um breiða byggð, að bikarinn sérhver tæmi en gætum hófs í gleði’ og hryggð, gefum af oss það dæmi. Páll þótti bæði orðheppinn og skemmtilegur maður. Hann var tvígiftur. Fyrri konu sína Þórunni Pálsdóttur gekk hann að eiga 1856, hún var „valkvendi og búsýslukona mikil“. Þór- unn dó 1880 og kvæntist Páll sama ár Ragn- hildi Björnsdóttur. Fyrri konan var nokkru eldri en hann en sú síðari að sama skapi yngri. Að sögn sveitunga gekk heldur saman hagur Páls eftir að hann kvæntist Ragnhildi en Páll var sagður hafa „unnað henni með ærslum“. Til Ragnhildar orti Páll Ég vildi’ ég fengi’ að vera strá og visna’ í skónum þínum, því léttast gengirðu’ eflaust á yfirsjónum mínum. Ágætt heilræði fyrir þá sem vilja láta hjóna- band sitt endast. Engum sögum fer af brúðkaupum Páls en líklega hafa þau verið að gömlum sið og með öðru sniði en brúðkaup Árna Thorsteinssonar tónskálds sem hann lýsir í ævisögu sinni; Harpa minninganna. Árni og Helga Einarsdóttir frá Hraunum í Fljótum giftu sig 15. september 1900 í Hafn- arfirði á heimili Páls Einarssonar sýslumanns, síðar fyrsta borgarstjóra Reykjavíkur og fyrri konu hans Sigríðar, systur Helgu. „Ég hafði fengið lánaðan vagn hjá Geir Zoëga kaupmanni til þess að aka í suður eftir til brúðar minnar. Auk mín voru í vagninum foreldrar mínir og Steingrímur Thorsteinsson. Vagn- inn var opinn og dundi regnið á okkur. Var ég klæddur olíustakk og vaðstígvélum,“ segir Árni sem lét verða sitt fyrsta verk í Hafnarfirði að fara úr hlífðarfötum og klæðast kjólfötum. Brúðurin var á íslenskum búningi. „Í sýslumannshúsinu hafði verið útbúið alt- ari, og var það blómum skrýtt. Þarna fór svo hjónavígslan fram og flutti séra Friðrik Hall- grímsson (skólabróðir Árna) hjartnæma og fal- lega ræðu við þetta tækifæri. Á eftir var veg- leg veizla og mikil gleði, eins og vera bar. Úti beljaði regnið látlaust. Klukkan 4 um nóttina fórum við ungu hjónin að hugsa til heimferðar, en aðrir veizlugestir héldu fagn- aðinum áfram.“ Fóru svo Árni og Helga í íbúð sína að Aust- urstræti 3, sem þau leigðu fyrir 22 krónur á mánuði. Þar beið þeirra húsbúnaður, vinnu- stúlka og fjöldi gjafa. Þegar Árni ritaði brúð- kaupslýsingu sína 1955 höfðu þau Helga verið gift í 55 ár. Þeim búnaðist vel, enda er stundum sagt að rigning á brúðkaupsdaginn viti á gott hvað af- komu hjónanna snertir. Annað brúðkaup þekkts Íslendings fór 12. nóvember 1912. Þá kvæntist Jóhann Sig- urjónsson skáld ekkjunni Ingeborg Thidemann í ráðhúsi Kaupmannahafnar. Í hinni vönduðu bók Jóns Viðars Jónssonar; Kaktusblómið og nóttin segir frá brúðkaupi þessu: „Brúðkaupsveislan fór fram á fyrstu hæð hússins (Charlottenlund). Höfðu öll gólf verið fernisseruð af því tilefni og húsgögn borin út. Eitthvað urðu menn þó seinir fyrir við það verk því gólfborðin voru ekki orðin vel þurr um það bil sem gleðskapurinn hófst. Þegar gestir urðu þess varir að skór þeirra tóku að loða við þau var ákveðið að flytja veisluna upp á aðra hæð þar sem menn máttu gera sér að góðu að sitja á gólfinu. En varla hefur vinum Jóhanns og Ib þótt það mikið stílbrot frá því sem venja var í veislum þeirra.“ Svona gátu brúðkaup verið ólík fyrir um hundrað árum, rétt eins og gerist nú um stundir, þegar stórfengleg „þemabrúðkaup“ eru algeng – en líka fjarska látlausar hjóna- vígslur – jafnt á sumri sem vetri. Gætum hófs í gleði og hryggð Morgunblaðið/ÞÖK Gömul Æði margar brúðir hafa staðið með blóm- vönd sinn frammi fyrir altari Fríkirkjunnar í Reykjavík á sinni heiðursstundu. www.sunnuhlid.is Góður staður fyrir efri árin Í takt við tímann Sunnuhlíðarsamtökin byggja nú íbúðir fyrir aldraða á einstaklega góðum stað við Kópavogstún í vesturbæ Kópavogs. Bjartar og vandaðar íbúðir með svalir og stofu mót suðri. Íbúðirnar eru sniðnar að þörfum aldraðra. ÍS LE N SK A SI A .I S O R K 43 04 2 07 .2 00 8 Sunnuhlíð er sjálfseignarstofnun á vegum félaga- samtaka í Kópavogi og rekur hjúkrunarheimili fyrir aldraða. Auk þess eru á vegum samtakanna yfir 100 íbúðir, sem hafa verið fullsetnar frá upphafi, eða í tvo áratugi. Nú ráðast samtökin í byggingu 70 íbúða til viðbótar og er auglýst eftir umsóknum um íbúðarrétt í þessum íbúðum. Upplýsingar og viðtalstímar í síma 560 4100. Verið velkomin á kynningarskrifstofuna að Kópavogsbraut 1c milli kl. 13 og 16 virka daga. Nánari upplýsingar á

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.