Morgunblaðið - 20.07.2008, Side 25

Morgunblaðið - 20.07.2008, Side 25
aukahlutverkum voru valdir af vandfýsi, þar sem fjöldi skapgerð- arleikara kom við sögu. En þrátt fyrir snaggaralega hlutdeild Cliffs Robertson, Burgess Meredith, Vin- cents Price og fleiri magnaðra leik- listarkrafta, lauk sjónvarps- tímabilinu fyrr en varði. Heimurinn var enn ekki tilbúinn til að taka á móti ofurhetjum á öðrum vettvangi en í teiknimyndasögum. Hasarblaðahetja flytur á tjaldið Hugmyndin um að gera leikna bíómynd um Batman er orðin 65 ára gömul, árið 1943 komu 15 þætt- ir um þá Batman og Robin, alls tæpar 5 klukkustundir og var þeim dreift í kvikmyndahús vítt og breitt. Síðan gerist fátt eitt í bíómálum Leðurblökumannsins uns Warner Bros vekja garpinn upp með miklu havaríi árið 1989 og hefur kempan því verið viðloðandi kvikmyndasal- ina síðustu 20 árin. Batman (́89), er leikstýrt af Tim Burton, sem fékk ómælt fé til að gera myndina þá bestu í geiranum, en þá hafði Superman o.fl., notið al- heimshylli á tjaldinu. Michael Kea- ton fór leikara fyrstur með titilhlut- verkið og gæðaleikarar mönnuðu aukahlutverk, sem varð samstundis að fastri hefð. Jack Nicholson lék Jókerinn, Kim Basinger, Billy Dee Williams, Jack Palance og hinn óborganlegi Michael Gough (Alfred Pennyworth), hresstu öll upp á flotta brellumynd. Myndin kostaði 35 milljónir dala og tók það inn tí- falt þannig að framhaldsmynd var ekki umflúin og eitt þekktasta „vörumerki“ kvikmyndasögunnar var í fæðingu. Batman Returns (’92), fylgdi í kjölfarið, hún var talsvert dýrari og gekk jafnframt enn betur en frum- myndin. Mörgum bauð þó við Danny De Vito í hlutverki Mörgæs- arinnar, vel þekkts óbermis úr has- arblöðunum og sjónvarpsþáttunum (þar sem hann var meistaralega leikinn af Burgess Meredith). Á meðan Mörgæsin skóflaði í sig heilu síldartunnunum með hreistri og slori, stóð Leðurblökumaðurinn í kröppum dansi við hann og annað illþýði Gotham-borgar. Þar var kvensniftin Cat Woman (Michelle Pfeiffer), ámóta seiðandi og De Vito var ógeðslegur. Gough var á sínum stað og Christopher Walken leidd- ist ekki undir leikstjórn Burtons, í sínu fyrsta, mannsæmandi hlut- verki um langa hríð. Batman Forever (́95), var aft- urför, rösklega meðalmynd, enda kominn köttur í ból bjarnar; Joel Schumacher tekinn við stjórninni af Burton. Þá var Val Kilmer kominn í leðurblökuhaminn, sem var tví- mælalaust til batnaðar. Líkt og fyrri daginn voru frægir gestaleik- arar á hverju strái: Tommy Lee Jones, Jim Carrey, Nicole Kidman og Drew Barrymore. Þriðji kaflinn bætti fyrri aðsóknarmet Leð- urblökumynda og ráðist var í þá næstu með offorsi. Batman and Robin átti að skara fram úr en er engu að síður versta mynd bálksins. Schumacher leik- stýrir af miklum viðvaningsbrag (hann útskýrði það síðar í ævisögu sinni að á þessum tíma hefði hann tæpast vitað hvar hann var staddur sökum eiturlyfjaneyslu, svo ekki var von á góðu). Handritið er sýnu verri endaleysa þar sem sjálfur Schwarzenegger leikur meginill- ingjann, Mr. Freeze. Hann var ómögulegur og það sama verður að segja um sætabrauðsdrenginn George Clooney, sem tekinn var við titilhlutverkinu. Clooney er flinkur gamanleikari, lunkinn leikstjóri og hroðalegur Leðurblökumaður. Jafnvel þær Uma Thurman og Alice Silverstone bættu ekki upp á útlitið og var myndin þeim frekar til traf- ala á ferlinum. Allt er þetta lið þó í banastuði í samanburði við frammi- stöðu Chris O’Donnells, dægurs- tjörnu í titilhlutverki Robins. Það brást allt sem brugðist gat; Schwarzenegger, Clooney og hing- að til skotheld uppskrift að vel- gengni. Engin furða að Warner kippti að sér höndunum og setti Leðurblökumanninn í salt um ára- bil. Þeir áttu kvikmyndaréttinn og biðu þess að þau gleymdust, mis- tökin Batman og Robin – og ásætt- anlegt, ferskt handrit skyti upp kollinum. Nýtt upphaf Einn snjallasti teiknimynda- sagnahöfundur samtímans er Bandaríkjamaðurinn Frank Miller (Daredevil, Sin City, 300, o.fl.) og þessi pólitíski og hömlulausi lista- maðurinn var sá sem rétti úr kút Leðurblökumannsins. Miller skrif- aði fjórar, nýjar bækur um per- sónuna undir samheitinu Batman: The Dark Knight Returns. Þær komu út árið 1986 og ollu reyndar ekki fjaðrafoki í herbúðum War- ners, það gerðist seinna. Breski leikstjórinn Christopher Nolan vakti aðdáun með Memento árið 2000, og sýndi að honum voru ýmsar leiðir færar í Insomnia (́02), heimskautatryllinum góða. Á svip- uðum tíma gerði rithöfundurinn David S. Goyer eftirtektarverðar og mjög persónulegar, myrkar mynd- ir, sem vöktu umtal og aðsókn (Blade-þrennan, Dark City, The Crow). Þarna var komið það nýja blóð og ferska hugmyndaflug sem framleiðendurnir töldu nauðsynlegt til að endurvekja trú almennings á hinn fyrrum ofurvinsæla Leð- urblökumann. Goyer skrifaði handrit sem hann byggði á bókum Millers, um mið- aldra Batman, sem kemur aftur fram í dagsljósið í Gotham, eftir langt hlé. Farið er ofan í saumana í sálarlífi hetjunnar, hokið af öm- urlegri lífsreynslu foreldramiss- isins. Nolan valdi hinn fremur óaðl- aðandi landa sinn, Christian Bale, til að leika tvöfalt hlutverk Waynes/ Batmans, og ábúðamikill Liam Neeson sinnti föðurhlutverkinu í endurkomumyndinni Batman Beg- ins (́05). Tveir höfðingjar, fasta- leikarar í fyrri myndunum, þeir Go- ugh og Pat Hingle (lék James Gordon lögreglustjóra), voru fallnir frá og leysti Nolan vandann með því að fá Sir Michael Caine til að leika bötlerinn Pennyworth. Mynd- in, sem var tekin að hluta til á Ís- landi, stóð undir væntingum á flest- um vígstöðvum og naut ágætrar aðsóknar þó mörgum þætti hún kafa fulldjúpt niður í sorta sál- arkima Leðurblökumannsins. Svarti riddarinn fer á stjá Miklar væntingar eru bundnar við The Dark Knight, ekki síst þar sem myndin hefur slegið öll fyrri mat á forseldum aðgöngumiðum. Hún á að taka við keflinu þar sem Batman Begins skildi við áhorfand- ann, óvissan en vongóðan um nýja og glæsilega myndaröð í uppsigl- ingu. Bale fer sem fyrr með tit- ilhlutverk Waynes/Batmans, en það vekur óneitanlega athygli að hinum nýlátna, ástralska gæðaleikara Heath Ledger, er úthlutaður rýmri tími og gaumur í myndskeiðunum sem sýnd hafa verið úr myndinni. Ledger hefur fengið góða dóma fyrir leik sinn í hlutverki illingjans, Jókersins, sem Nicholson skilaði svo eftirminnilega við upphaf bálksins. Ledger mun örugglega eiga sinn þátt ef svo fer sem War- ner-bræður ætla, að The Dark Knight verði Leðurblökumynda vinsælust. Og sjálfsagt fær hann Óskarinn fyrir frammistöðu sína í mynd sem er ætlað að taka yfir milljarð dala. Ljósmynd/David James MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. JÚLÍ 2008 25 Stephen Vaughan umaður Búlgaría Perla Svartahafsins frá kr. 69.990 Golden Sands í Búlgaríu hefur slegið í gegn hjá Íslendingum. Terra Nova býður 13 nátta ferð 18. – 31. ágúst á ótrúlegum kjörum. Þessi einstaki sumarleyfisstaður býður þín með frábæra strönd, einstakt loftslag, ótæmandi afþreyingarmöguleika, fjölbreytta veitingastaði og fjörugt næturlíf. Í boði eru frábær sértilboð á tvo vinsælustu gististaði Búlgaríu. Hotel Perla og Club Paradise Park. Gríptu tækifærið og njóttu lífsins á perlu Svartahafsins. Allra síðustu sætin! Hotel Perla *** Verð kr. 69.990 Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli, í 13 nætur, 18. ágúst - 31. ágúst. Club Paradise Park **** Verð kr. 69.995 Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára, í íbúð í 13 nætur, 18. ágúst - 31. ágúst. Verð kr. 79.990 Netverð á mann, m.v. 2 í íbúð í 13 nætur, 18. ágúst - 31. ágúst 18. - 31. ágúst Athugið að það er mjög takmarkaður fjöldi flugsæta og gistingar í boði á þessu einstaka tilboðsverði!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.