Morgunblaðið - 20.07.2008, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 20.07.2008, Qupperneq 28
28 SUNNUDAGUR 20. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ 23. júlí 1978: „Það vakti athygli í Bretlandi á síðasta ári, að þing- maður einn úr Verkamanna- flokknum, sem talinn var eiga framtíð fyrir sér á vettvangi stjórnmálanna, sagði af sér þing- mennsku til þess að taka að sér stjórn á vinsælum sjónvarps- þætti. Aðspurður um það hvers vegna hann kysi fremur að stjórna sjónvarpsþætti en sinna þingmannsstörfum svaraði hann, að starfið við brezka sjónvarpið veitti honum betra tækifæri til að hafa áhrif en seta í brezka þinginu. Þetta svar lýsir í hnotskurn einum þætti þeirrar þjóðfélags- breytingar, sem er orðin á Vest- urlöndum. Fjölmiðlar og þeir, sem við þá starfa, eru komnir fram á sjónarsviðið sem áhrifa- aðili, sem taka verður tillit til og álitamál, hvort veitir betra tæki- færi til að hafa áhrif á þróun samfélagsins, starf á fjölmiðlum eða t.d. þingmennska. Hinn fyrr- verandi brezki þingmaður komst að þeirri niðurstöðu, að fjölmiðlar væru meiri áhrifavettvangur en þingið.“ . . . . . . . . . . 17. júlí 1988: „Efnamunur á milli hinna ríku og fátæku þjóða heims verður stöðugt meiri. Þjóðir Vestur-Evrópu og Norður- Ameríku og nú einnig nokkrar þjóðir í Suðaustur-Asíu verða stöðugt ríkari og velsæld nokkuð almenn. Á sama tíma versnar ástandið í Afríku sérstaklega, að einhverju leyti í sumum Asíuríkj- um og í Mið- og Suður-Ameríku. Það þarf ekki mikla spádómsgáfu til að sjá, að haldi þróunin áfram á þennan veg, getur komið að því, að hinir fátæku rísi upp gegn hin- um ríku. Það hefur gerzt áður í sögunni. Þessi vandamál eru fjarlæg okk- ur Íslendingum. Þó hafa Hjálp- arstofnun kirkjunnar og Rauði krossinn unnið töluvert að því, að fræða fólk um ástandið í þessum löndum og Íslendingar hafa lagt nokkuð af mörkum til aðstoðar hinum fátæku þjóðum.“ Úr gömlum l e iðurum Einar Sigurðsson. Ólafur Þ. Stephensen. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Útlitsritstjóri: Árni Jörgensen. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Tryggvi ÞórHerberts-son banka- stjóri Askar Capi- tal hefur tekið sér frí til að gerast efnahagsráðgjafi forsætis- ráðherra í hálft ár. Tryggvi er réttur maður í þetta starf. Hann hefur yfir- gripsmikla þekkingu á hag- fræði og efnahagsmálum, en er ekki eingöngu fræðimað- ur, heldur líka athafnamaður með mikilvæga reynslu úr fjármálalífinu. Ráðning Tryggva er til merkis um að forsætisráð- herra hugsar sér ekki að sitja auðum höndum við stjórn efnahagsmála, heldur hyggur á aðgerðir. Um leið þýðir hún væntanlega að ekki verður gripið til neinna fálmkenndra og óskynsamlegra inngripa í hagkerfið, heldur unnið á forsendum frjáls markaðar og almennra aðgerða. Að reyndur og vel tengdur bankamaður fari til starfa í forsæt- isráðuneytinu mun vafalaust þýða aukið traust og skilning milli stjórnvalda og fjár- málageirans hér innanlands. Sömuleiðis mun það auka traust á efnahagsstefnu stjórnvalda í hinum al- þjóðlega fjármálaheimi, þar sem menn þekkja til starfa Tryggva. Tryggvi Þór segir í Morg- unblaðinu í gær að hlutverk hans verði að aðstoða for- sætisráðherra við að leiða saman fólk til að koma með lausnir á vandanum í efna- hagsmálum. Það er mik- ilvægt að þegar líður á sum- arið líti dagsins ljós tillögur um aðgerðir sem njóti víð- tæks stuðnings, bæði hjá fyrirtækjunum og launþega- hreyfingunni. Tryggvi er bæði fræðimaður og at- hafnamaður} Réttur maður í starfið E ftir miklar umræður um húsin á Laugavegi 4 og 6 sl. vetur hefur lítið verið fjallað um tillögur að nýju deiliskipulagi á reitnum. Þar er gengið út frá því að gömlu húsin séu gerð upp og að frekari uppbygging komi þeim til góða með áþekkum hætti og við Fógetahúsið í Aðalstræti. Þar nýtur gamla húsið sín til fulls en viðbætur eru til þess fallnar að afhjúpa tengslin á milli fortíðar og samtíðar. Minnihlutinn í borgarstjórn tjáði sig reyndar með afgerandi hætti um málið og var til að mynda haft eftir Degi B. Eggertssyni í Morg- unblaðinu fyrr í þessum mánuði að þarna væri verið að fara illa með fé skattborgara, yfirverð hefði verið greitt fyrir húsin og kostnaðurinn við uppbygginguna væri mikill. Í því sambandi þarf að árétta að það kostar að eiga sér sögu. Það kostar að eiga þjóðminjasafn. Það kostar að eiga myndlistararf og það kostar að eiga hand- rit. Varðveisla byggingararfleifðarinnar í okkar unga og óþroskaða borgarsamfélagi kostar líka sitt. Auðvitað hefði verið mögulegt að fá einhverja aðra en opinbera aðila til að gæta þjóðminjanna og kosta til litlu sem engu af opinberu fé. Slíkir aðilar hefðu jafnvel getað hent því sem er „lélegt“ af þessum minjum og búið til nýj- ar og endingarbetri í staðinn. Það sama á við um hand- ritin, þau eru óneitanlega dýrkeypt í efnislegum eig- inleikum sínum; krefjast mikils viðhalds og umönnunar. Önnur efni og aðgengilegri myndu líklega veita okkur áþekkt aðgengi að innihaldi handritanna – því þá að eyða öllu þessu fé í að halda skinn- pjötlum við rétt rakastig? Það mætti vitaskuld víða spara þegar kemur að menningararf- inum! En er ódýra leiðin sú beina braut sem við viljum feta framtíðina eftir? Önnur borg- arsamfélög hafa eytt margfalt hærri upp- hæðum í að varðveita menningarsögulega merkileg hús, heldur en nemur þeim fjár- munum sem það hefði kostað að rífa þau og byggja ný. Lúxemborgarar – sem eru álíka margir og Íslendingar – hafa t.d. ekki kvartað yfir því að gera upp á annað hundrað borg- arvirki og kastala, þrátt fyrir að mikið af þeim minjum sé á verðmætum stöðum þar sem freistandi væri að byggja hótel eða kringlur. Þjóðverjar hikuðu ekki við að byggja upp, stein fyrir stein, stóran hluta byggingararfleifðar sinnar eftir stríðið þótt mun auðveldara og ódýrara hefði verið að byggja nútímahús og bílastæði í öllum þeim mið- aldaborgum sem þar voru rústir einar. Við eigum að standa með sjálfum okkur og sögu okkar. Halda umræðunni á lofti og tjá okkur um áfangasigra og framtíðarhorfur. Laugavegur 4 og 6, jákvæð áhrif listahá- skóla, aðrar (og fullkomlega metnaðarlausar) tillögur við sömu götu, Lækjartorg, tilfærslur við Ingólfstorg – allt eru þetta stórmál og ekki seinna vænna að átta sig á hverju stendur til að fórna áður en það beinlínis gufar upp í höndunum á okkur. fbi@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir Pistill Það kostar að eiga sér sögu Glæpagengi úr austri fara um Norðurlönd FRÉTTASKÝRING Eftir Karl Blöndal kbl@mbl.is G læpamenn úr austri ræna norsk híbýli og verslanir,“ sagði í fyr- irsögn í norska blaðinu Aftenposten í vikunni. Fréttinni fylgdi mynd af manni, sem gekk út úr skóverslun í Þrándheimi með þýfi að andvirði tæplega 40 þús- und norskra króna. Í Ósló hefur inn- brotum í íbúðir og einbýlishús fjölgað um 58,8% síðan í fyrra. Í blaðinu seg- ir að gengi fari ránshendi um Noreg: „Áður rændu þeir bílum, utanborðs- mótorum, líknarbelgjum og raf- magnstækjum. Nú stela skipulögð gengi úr austri einnig úr norskum heimilum og verslunum öllu, sem hægt er að koma í verð með hraði heima fyrir.“ Glæpum fækkar almennt í Noregi og Knut Storberget dómsmálaráð- herra og Vidar Refvik, aðstoðarlög- reglustjóri, buðu fjölmiðlum í vikunni upp á jarðarber og marsipanköku til að greina frá því. Á fundinum kom hins vegar einnig fram að vasaþjófnuðum í Noregi hefði fjölgað um 35%. Láta greipar sópa á Gardemoen Í Aftenposten var í vikunni fjallað sérstaklega um ástandið á Gardemo- en-flugvelli. Þar láti þjófar greipar sópa um eigur grunlausra, norskra ferðamanna. Myndavélar, i-Pod spilastokkar, veski og skartgripir hverfa ef menn gá ekki að sér. Heilu gengin fari á milli flugvalla í Evrópu og lifi á því að stela farangri. Þess eru dæmi að rummungarnir komi með flugi frá heimalandi sínu, séu á flug- vellinum í nokkrar klukkustundir og fljúgi síðan til baka með afraksturinn. Fyrstu sex mánuði ársins 2000 voru tilkynntir 100 þjófnaðir á Gardemo- en, en á sama tíma á þessu ári bárust lögreglunni 570 tilkynningar. „Lögregluna grunar að hluta af aukningunni megi rekja til erlendra ríkisborgara, sem stunda skipulagða glæpastarfsemi,“ sagði Refvik. Stor- berget segir að hann muni halda áfram að setja meiri peninga í barátt- una gegn vændi og gengjunum, hvort sem þau komi úr austurvegi eða séu heimaræktuð. Umræða um skipulagða glæpa- starfsemi gengja úr austri fer ekki aðeins fram í Noregi. Í Danmörku er fréttaflutningurinn á svipuðum nót- um. Almennt fækkar glæpum, en einnig verður vart við óeðlilega aukn- ingu á tilteknum sviðum. Innbrotum í bíla hefur til dæmis fjölgað verulega í Árósum. „Tæmdu bílinn áður en þjóf- arnir gera það,“ stendur á miðum, sem límdir hafa verið á bílastæða- kassa í bænum. Árið 2007 fjölgaði þjófnuðum úr bílum og bátum um 45% í Árósum, en hafði farið fækk- andi frá 2002. Í öðrum stórum borg- um í Danmörku hefur hins vegar engin aukning orðið og í Kaupmanna- höfn og Óðinsvéum hefur slíkum glæpum fækkað. Lögreglan segir að ástæðan sé skipulögð glæpastarf- semi. Þess séu dæmi að gengi úr austri hafi á einni nóttu tæmt 20 til 35 bíla á afmörkuðu svæði og ekið þýf- inu burt. Þjófnaðir á hjólhýsum eru einnig raktir til skipulagðra glæpa. Rúm- lega 30 hjólhýsum hefur verið stolið úr dönskum verslunum á skömmum tíma. Á tjaldstæði í Christiansfeld hafa hjólhýsin, sem þar eru til leigu, verið girt af með girðingu, sem gefur frá sér 8000 volta straum. Þar hefur fimm hjólhýsum verið stolið á einum mánuði og Jan Hansen, starfsmaður þar, segir við Jyllands-Posten að hann hafi aldrei upplifað annað eins: „Á undanförnum fimm árum hefur bara verið stolið frá okkur hjólastatífi og straumbreyti.“ Lögreglan telur að hjólhýsin hverfi úr landi og ræningj- arnir komi frá Austur-Evrópu. Úti- lokað sé að koma þessum ferlíkjum í verð í Danmörku án þess að eftir því verði tekið. AP Þjófar Lögreglumenn í Skandinavíu eiga nú í harðri baráttu við skipulögð þjófagengi sem fara ránshendi um heimili og verslanir á Norðurlöndunum. Beatrice Ask, dómsmálaráðherra Svíþjóðar, tilkynnti í grein í Svenska Dagbladet 16. júlí að taka ætti á skipulagðri glæpastarfsemi af hörku. Ríkisstjórnin hefði ákveðið að 200 lögreglumenn við níu lög- regluembætti myndu ekki fást við annað en baráttuna gegn „skipu- lögðum glæpahópum, sem nýta sér og skaða okkar opna samfélag.“ Sérstaklega á rannsóknarlögreglan að kortleggja og berjast gegn því að glæpahópar hafi óviðeigandi áhrif á stjórnmálamenn, embættismenn og blaðamenn. Til að auðvelda rannsóknir hafa verið settar nýjar reglur. Yfirvöld munu fá rýmri rannsóknarheimildir, meðal annars til eftirlits án þess að þurfa að tengja rannsóknina til- teknu broti. Í Svíþjóð er horft til erlendra glæpagengja og á sérstaklega að beina spjótum gegn vændi og man- sali, sem hefur aukist hratt undan- farið og hefur aukningin verið rakin til aukins samruna í Evrópu. Þar er sérstaklega vísað til Austur-Evrópu. SVÍAR GRÍPA Í TAUMANA ›› Sigríður Mar-grét Odds- dóttir, fram- kvæmdastjóri Skjámiðla ehf. og Friðrik Eysteins- son, formaður Samtaka aug- lýsenda (SAU), skrifa at- hyglisverða grein í Morgunblaðið í gær. SAU hafa verið þeirrar skoðunar að Ríkissjónvarpið eigi heima á auglýsinga- markaði, vegna þess að það sé eina sjónvarpsstöðin, sem nái til þorra þjóðarinnar. Nú segir formaður SAU for- sendur breyttar, þannig nái Skjár einn t.d. til 80% lands- manna sam- kvæmt nýjum mælingum. Nú sé tækifærið til að takmarka umsvif RÚV á þessum markaði. Ekki fer á milli mála að það skekkir samkeppni á auglýsingamarkaði að ríkis- valdið skuli vera þar jafn- fyrirferðarmikið og raun ber vitni. Æskilegast væri að hægt væri að reka RÚV án auglýsingatekna. Það er rétt hjá Sigríði og Friðrik að nú er rétti tíminn til að ræða þessi mál frá öll- um hliðum. Vera ríkisins á aug- lýsingamarkaði skekkir samkeppni} Ríkið á auglýsingamarkaði

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.