Morgunblaðið - 20.07.2008, Side 34

Morgunblaðið - 20.07.2008, Side 34
34 SUNNUDAGUR 20. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ D r. Dietrich Stein, verk- fræðingur og prófess- or emeritus við Há- skólann í Bochum í Þýskalandi, hefur sett fram byltingarkenndar hugmyndir um vöruflutninga í yfirfullum stór- borgum og á þéttbýlum svæðum. Hann vill færa mestan hluta flutn- inganna undir yfirborð jarðar og létta þannig á umferðinni. Undanfarinn áratug hefur hann unnið að hönnun tölvustýrðra flutn- ingavagna sem ætlað er að flytja hvers kyns varning á milli staða eftir þar til gerðum leiðslum eða pípum sem liggja samhliða í báðar áttir. Þær eru 1,6 m í þvermál og rúma því stöðluð vörubretti sem eru algeng- ust innan Evrópusambandsins. Hver vagn getur borið tvö bretti og hægt er að tengja nokkra þeirra saman með sjálfvirkum búnaði ef þörf krefur. Þeir ferðast eftir leiðsl- unum með 36 km hraða á klst. sem er meira en nemur meðalhraða flutningafarartækja í Ruhr- héraðinu. Út frá meginleiðslunum liggja hliðargreinar að áfangastöð- um þar sem sjálfvirkur búnaður sér um að losa og hlaða vagnana. Höggvið á umferðarhnútana Vegakerfi Þýskalands er um 11.000 km á lengd. Það er í raun löngu sprungið. Í þéttbýlum iðn- aðarhéruðum og borgum landsins breytast 10% vegakerfisins í bíla- stæði á hverjum degi vegna umferð- arhnúta. Kostnaðurinn er talinn nema um 100 milljörðum evra eða um 12.000 milljörðum ísl. kr. á ári. Þýsk stjórnvöld gera ráð fyrir að umferð eftir hraðbrautum landsins hafi tvöfaldast árið 2020 frá árinu 1997. Aukinn umferðarþungi og hægari umferð mun hafa áhrif á samstarf fyrirtækja sem verður stöðugt Evr- ópuvæddara, ef svo má að orði kom- ast. Auk allra tafanna má nefna aukna eldsneytisnotkun, vaxandi há- vaða á þjóðvegum og í borgum, mengun og slys auk þess sem æ meira land fer undir umferðarmann- virki. Dietrich Stein bendir á að tími sé nú til þess kominn að beina flutning- unum frá yfirfullum bílvegum undir yfirborð jarðar. Rannsóknir hafa leitt í ljós að ým- iss konar varningur svo sem heim- ilistæki og hvers konar neysluvarn- ingur er nú fluttur á milli staða á 22 km hraða á klst. Cargocap- vagnarnir aka á 36 km hraða og ætti því mikill tími að sparast. Dietrich Stein telur að með því að leggja flutningsleiðslurnar undir hraðbrautirnar sparist tími, land- rými og hvers konar mengun minnki. Þá heldur hann því fram að einnig dragi úr orkunotkun frá því sem nú er. Ný tækni á gömlum grunni Sú tækni að flytja varning eftir neðanjarðarleiðslum er alls ekki ný af nálinni. Þegar eftir miðja 17. öld voru lagðar fram hugmyndir að slík- um kerfum í Bretlandi, Hollandi og Frakklandi. Í upphafi 19. aldar voru gerðar til- raunir í Bretlandi með loftknúin far- artæki sem óku eftir neðanjarð- arbrautum. Þær báru lítinn árangur. Ástæðurnar voru lélegt hráefni og frumstæð tækni. Árið 1827 var stofnað félag um lagningu flutningaleiðslu milli Brig- hton og Lundúna. Ekki tókst að fjár- magna þá framkvæmd. Járnbrautir höfðu komið til sögunnar skömmu áður (1825) og þóttu leysa flutn- ingavandann með skjótum hætti. Þó fór fyrsta eimreiðin aðeins með rúm- lega 15 km hraða á klst. Þrýstiloftspósturinn En hugmyndin um flutninga- leiðslur lifði áfram. Í stórborgum Evrópu var upp úr 1850 byggt upp sérstakt kerfi sem flutti skeyti, bréf og smáböggla á milli staða – jafnvel beint til viðtakanda. Póstinum var komið fyrir í litlum hylkjum og þeim síðan þrýst áfram með lofti. Kölluðu menn þetta þrýstiloftspóst. Í París voru lagðir 400 km af slík- um leiðslum. Þrýstiloftspóstkerfi Berlínar og Lundúna voru einnig gríðarmikil. Upp úr miðri síðustu öld hurfu þessi póstkerfi úr sögunni og nú er einungis leifar þeirra að finna í Prag. Jafnvel hér á landi var þessi tækni notuð í stærstu fyrirtækjum lands- ins. Þá var reikningum og kvittunum feykt á milli hæða í sérstökum hylkj- um og þótti göldrum líkast. Slík kerfi eru enn í notkun í fyrirtækjum víða um heim. Upp úr 1860 voru settar fram hug- myndir um að nota loftknúna vagna til þess að flytja farþega. Ekkert varð þó af því fyrr en árið 1897 að gerðar voru tilraunir í Bretlandi með slík farartæki sem fóru eftir neðanjarðarleiðslum. Afar flókinn búnaður var notaður til að hægja á vögnunum við áfangastaði og til þess að koma í veg fyrir að loft læki út af kerfinu. En reynsla þeirra, sem tóku þátt í tilrauninni, var heldur ónota- leg því að þeim var í bókstaflegri merkingu feykt út úr hylkjunum. Vatn sem eins konar orkugjafi Svipaða sögu er að segja um vatnsknúin kerfi. Tilraunir voru gerðar með póst- og vöruflutninga en fæstar hugmyndirnar komust lengra en á teikniborðið. Árið 1943 fól herstjórn Breta Ge- offrey Pike verkfræðingi að kanna hvort hagkvæmt gæti verið að flytja hergögn og vistir með leiðslum á víg- vellina í Suðaustur-Asíu, en Bretar áttu þá í vök að verjast gegn Jap- önum. Bretar þurftu oft á tíðum að afferma flutningaskip við frum- stæðar aðstæður og flytja síðan vopn og vistir með burðardýrum um torfæra frumskóga og fjalllendi. Pike lagði til að vatn yrði notað til þess að knýja slík flutningakerfi og setti fram hugmyndir um þvermál leiðslnanna. Skyldu þær fram- lengdar eftir því sem sókn herjanna yndi fram. Árið 1944 velti hann því fyrir sér hvort unnt væri að nýta slíkar leiðslur og sérhönnuð hylki til að flytja hermenn á milli staða. Tók hann sérstaklega fram að margir myndu hæðast að þessari hugmynd, en háðið mætti þó ekki verða til þess að hætt yrði við vatnsknúna flutn- ingakerfið. Seinni heimsstyrjöldinni lauk árið 1945 og ekkert varð af lagningu þessa kerfis. Tilraunir lofa góðu Dietrich Stein hefur fengið gamla rafstöðvarbyggingu í Bochum til af- nota þar sem kerfið er nú prófað. Hann dreymir um að lagðar verði leiðslur, 60-80 km langar, sem tengi saman helstu borgir Ruhr-héraðs. Tanja Herzberg, fjölmiðlafulltrúi Dietrichs Stein, greindi Morg- unblaðinu frá því að nú stæðu yfir tilraunir á vélbúnaði og stjórntækj- um kerfisins. Einnig væri kannaður rekstrar- og viðhaldskostnaður kerf- isins. Sagði hún að fyrstu nið- urstöður lofuðu góðu. Aukinn áhugi á jarðlestakerfum Skipulagsyfirvöld víða um heim leita nú leiða til þess að draga úr um- ferð og þeim vandamálum sem henni fylgja. Menn líta nú í auknum mæli til þeirra kosta sem eru fyrir hendi með því að nota eins konar jarð- lestakerfi til vöruflutninga. Nýlega var haldin alþjóðleg ráð- stefna í Texas-háskóla í Arlington þar sem fulltrúar víðs vegar að ræddu ýmiss konar tækni sem notuð er við hvers konar flutninga eftir jarðleiðslum. Nokkur lönd Asíu, þar á meðal Kína og Japan, hafa sýnt vöruflutningum neðanjarðar aukinn áhuga. Kínverjar hafa m.a. rann- sakað þrýstilofts- og sogtæknina, en leggja nú aukna áherslu á rafknúin farartæki til slíkra nota. Telja skipu- lagsyfirvöld í Sjanghæ og Nanjing að sérstakar flutningaleiðslur neð- anjarðar geti létt mjög á umferð í borgunum sem þyngist stöðugt. Þá hafa japönsk og kínversk fyrirtæki haslað sér völl á sviði bortækni sem nýtist m.a. til þess að leggja leiðslur fyrir flutningakerfi neðanjarðar. Í einu hverfi Stokkhólms hefur sogtækni verið beitt til þess að safna saman sorpi. Niðurstöðurnar eru minni mengun og dregið hefur úr umferð öskubíla. Umhverfisvænt kerfi Ýmsir skipulagsfræðingar hafa bent á að uppbygging kerfis eins og Cargocap geti margborgað sig í þéttbýlum löndum þar sem umferð- arþungi er mikill. Þeir benda m.a. á að á undanförnum árum hafi með- alhraði í stórborgum minnkað og stöðugt meira land fari undir um- ferðarmannvirki. Þá verði kerfið að teljast vænlegur kostur í viðleitni manna til að draga úr mengun. Minna rask og mikill sparnaður Dr. Dietrich Stein hefur verið gagnrýndur fyrir að leggja til að byggt verði upp enn eitt kerfið til þess að anna flutningaþörf nú- tímans, en gert er ráð fyrir að kostn- aður við lagningu Cargocap- kerfisins í Ruhr skipti milljörðum evra. Hann hefur lagt áherslu á að fylgt verði hefðbundnum flutningaleiðum og unnt sé að leggja leiðslurnar sam- hliða ýmsum lögnum sem þegar eru fyrir hendi. Þá telur hann einn meg- inkost þessa kerfis að mun auðveld- ara sé að skipuleggja það en aðrar flutningaleiðir, því að unnt sé að fara undir hvers konar mannvirki án þess að raska þeim. Flutningar undir yfirborði jarðar Cargocap Flutningar eru algerlega óháðir aðstæðum á yfirborði jarðar. Smæð vagnanna er góður kostur. Í HNOTSKURN »Cargocap er sjálfvirktkerfi rafknúinna vagna sem flytja varning eftir neð- anjarðarleiðslum. »Kerfið sparar mikið land-rými því að leiðslurnar eru einungis 1,6 m í þvermál. »Kostnaður við lagninguhvers km er talinn um 480 milljarðar kr. »Kostnaður við lagninguhvers km þýskrar hrað- brautar nemur um 2,4 millj- örðum ísl. kr.Reuters Umferðarhnútur Cargocap dregur úr umferð á yfirfullum hraðbrautum.Prófessorinn Dr. Dietrich Stein vill gjörbreyta vöruflutningum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.