Morgunblaðið - 20.07.2008, Page 38

Morgunblaðið - 20.07.2008, Page 38
38 SUNNUDAGUR 20. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Hverfisgötu 4-6 | 101 Reykjavík Sími 561 7755 | 561 7765 Fax 561 7745 LOKAÐ VEGNA SUMARLEYFA Skrifstofan verður lokuð vegna sumarleyfa frá 21. júlí til og með 4. ágúst nk. Starfsfólk DP LÖGMANNA og DP FASTEIGNA. Flottur garður með sólríkum suðurpalli Nánari upplýsingar veita Jason og Ragna á skrifstofu Mikluborgar Sérlega vel hannað hús sem býður upp á ýmsa möguleika Frábær staðsetning, örstutt í skóla og útivistarsvæði | Síðumúla 13 | www.miklaborg.isSÍMI:569 - 7000 Óskar R. Harðarson og Jason Guðmundsson, löggiltir fasteignasalar SEIÐAKVÍSL 39, ÁRTÚNSHOLTI GLÆSILEGT EINBÝLI Á EINNI HÆÐ Í einkasölu glæsilegt 295 fm einbýlishús (byggt 1997) á 2 hæðum á fallegum útsýnisstað. Húsið er fullfrágengið á vandaðann hátt með tveimur 40 fm séríbúðum með sérinngangi sem eru í útleigu. Góð lofthæð. Heitur pottur. Góðar timburverandir og glæsileg lóð. Skipti mögleg á ódýrari eign. Verð 87 millj. Bárður sölustjóri s. 896 5221 tekur á móti fólki sunnudaginn milli kl. 14-15. Rjúpnahæð 8 – Garðabæ Opið hús – 2 aukaíbúðir HÆÐARSEL - SELJAHVERFI Sími 534 8300 • Kirkjustétt 4 • 113 Reykjavík • www.storborg.is • storborg@storborg.is Makaskipti skoðuð á minni eign Húsið er samtals um 255 fm og er á tveimur hæðum. Falleg arinstofa með góðri lofthæð. Fimm svefnherbergi og vinnuherbergi í risi. Tvö glæsileg baðherbergi. Á gólfum er náttúrusteinn og gegnheilt parket. Nýleg verönd til suðurs með skjólveggjum. Stór og gróin lóð. Innbyggður bílskúr. Um er að ræða vandað og skemmtilegt hús sem gæti hentað mörgum. Laust við kaupsamning. Verð 68.9 millj. ÁHYGGJUR fara vaxandi um allan heim af hugsanlegum loftslagsbreytingum vegna gróðurhúsa- áhrifa frá sívaxandi brennslu eldsneytis, kola, olíu og jarðgass. Hvatt er til orku- sparnaðar eins og vissulega er ástæða til. En hætt er við að hann einn og sér dugi skammt. Núverandi iðnríki, þ.e. OECD- ríkin, Rússland og Austur-Evrópa, telja um 25% jarðarbúa. Ef Kína og Indland væru iðnvædd í dag hýstu iðnríkin 62% jarðarbúa, 148% fleiri en nú. Bæði ríkin eru á hraðri leið til iðnvæðingar, einkum Kína. Því fylgir að óbreyttu sam- svarandi hlutfallsleg aukning á þeim gróð- urhúsalofttegundum sem sleppt er út í andrúmsloftið. Sem stendur kemur 80% þeirrar orku sem mannkynið notar úr eldsneyti. Ekki er í augsýn að það hlutfall lækki nema síður sé. Kína er orðið lang- mesta kolafram- leiðsluland í heimi með rúmlega tvöfalda kolaframleiðslu Bandaríkjanna, sem koma næst. Og kolafram- leiðsla Kína eykst hröðum skref- um ár frá ári. Indland er líka auð- ugt af kolum. Reikna má með að kolaframleiðsla þar aukist líka mikið í náinni framtíð. Og þá eru ótalin önnur þróunarlönd, fámenn- ari en þessi tvö og með hægari hagþróun. Einnig í þeim mun eldsneytisnotkun aukast. Þekktar kolabirgðir í jörðu eru taldar munu endast í milli 200 og 300 ár með núverandi notkun, bor- ið saman við nokkra áratugi fyrir olíu og gas. Þegar tekið er tillit til þess að fráleitt eru öll kol í jörðu fundin ennþá í núverandi þróun- arlöndum og að kolanotkun fer vaxandi er ekki ólíklegt að eftir svo sem 200 ár verði farið að sneyðast um vinnanleg kol í jörðu. Hvað er til ráða til að varast gróðurhúsaáhrifin af svo mikilli kolanotkun? Sú vænlegasta lausn sem ég hef enn séð kemur úr óvæntri átt: Frá Bandaríkjunum. Ríkisstjórn Bush. Á síðustu mán- uðum sýnist að vísu að vöflur séu komnar á orkuráðuneyti Banda- ríkjanna í þeim efnum, en Obama, líklegur verðandi forseti, kvaðst í kosningabaráttunni mundi ótrauð- ur beita sér fyrir þessari lausn ef hann yrði kosinn forseti. Og meiri- hluti mun vera fyrir henni á nú- verandi þingi Bandaríkjanna. Þessi lausn felst í því að end- anlegur orkunotandi fái orku í hendur í aðeins tvenns konar formi: Raforku og vetni. Sú raf- orka sem ekki er framleidd úr endurnýjanlegum orkulindum, eins og vatnsorku og jarðhita, eða úr kjarnorku, yrði framleidd með vetni sem eldsneyti.Vetni er Leið út úr gróður- húsavandanum ? Jakob Björnsson skrifar um orkunotkun og gróðurhúsaáhrif » Sem stendur kemur 80% þeirrar orku sem mannkynið notar úr eldsneyti. Jakob Björnsson Fréttir í tölvupósti

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.