Morgunblaðið - 20.07.2008, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. JÚLÍ 2008 41
MINNINGAR
✝ Unnur Þor-steinsdóttir
fæddist í Efri-
brekku í vesturbæ
Reykjavíkur 10.
desember 1917. Hún
lést á hjartadeild
Landspítalans 23.
maí síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru hjónin Ragn-
hildur Benedikts-
dóttir, f. á Tuma-
stöðum í Fljótshlíð
1. júní 1887, d. 20.
nóvember 1954, og
Þorsteinn F. Einarsson húsa-
smíðameistari, f. á Stokkseyri 20.
febrúar 1863, d. 30.
febrúar 1976.
Fyrri maður Unn-
ar var Jón Berg-
sveinsson, f. 10. des-
ember 1914, d. 18.
september 1953.
Börn þeirra eru
Þorsteinn og Hild-
ur. Seinni maður
Unnar var Guð-
bjartur Þorgilsson,
f. 11. maí 1915, d.
10. febrúar 1979.
Dætur hans eru
Ágústa og Unnur.
Útför Unnar fór fram í kyrr-
þey.
Mig langar til að minnast tengda-
móður minnar, Unnar Þorsteins-
dóttur, með nokkrum orðum. Hún
var stórglæsileg kona, og hélt sér
ótrúlega unglegri, þrátt fyrir háan
aldur. Glaðvær var hún, og smitaði
alla af glaðværð sinni og örlæti.
Skondið fannst mér t.d., að hún á 90.
aldursári, talaði oft um að fara niður
í kirkju, og spila fyrir gamla fólkið,
sem í flestum tilfellum var yngra en
hún. Jafnframt ók hún gamla fólkinu
í búðir, sem enduðu oftar en ekki fyr-
ir austan fjall, eða í Keflavík. En það
var ekki bara glens og gaman. Hún
slapp ekki við sorgina. Tvo eigin-
menn missti hún eftir erfið veikindi.
Hún hélt reisn sinni óstudd í gegnum
lífsins ólgusjó. Í vöku og svefni
dvaldi hugurinn við æskustöðvarnar.
Hún var sönn dóttir Vesturbæjarins.
Það fer því vel á að kveðjast á
ströndinni, þar sem kvöldsólin er
fegurst í Vesturbænum.
Þakka þér fyrir samveruna.
Gunnlaugur Baldvinsson.
Unnur Þorsteinsdóttir
✝ RagnheiðurGuðrún Ásgeirs-
dóttir fæddist í
Reykjavík 5. júní
1931. Hún lést á
líknardeild Land-
spítalans í Kópavogi
7. júlí síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Elín Jóhanna
Guðrún Hafstein,
húsfreyja, f. á Ísa-
firði 25. desember
1900, d. 4. septem-
ber 1988 og Ásgeir
Þorsteinsson, efna-
verkfræðingur, f. í Reykjavík 7.
október 1898, d. 1. janúar 1971.
Systkini Ragnheiðar voru Sigríð-
ur, f. 14. apríl 1927, d. 2. ágúst
2007, gift Hafsteini Baldvinssyni
hæstaréttarlögmanni, f. 24. apríl
1933, d. 1997 og Þorsteinn Ásgeir,
f. 1933, d. 1997, kvæntur Vilhelm-
ínu Sveinsdóttur.
Hinn 21. nóvember 1953 giftist
Ragnheiður Guðmundi H. Garð-
arssyni, fyrrverandi alþingis-
manni, f. 17. október 1928. For-
eldrar hans voru Matthildur
Guðmundsdóttir húsfreyja og
Garðar S. Gíslason, stórkaup-
maður í Hafnarfirði. Synir Ragn-
heiðar og Guðmundar eru: Guð-
mundur Ragnar tölvufræðingur, f.
11. júlí 1956, og Ragnar Hannes, f.
28. október 1969. Börn Guð-
mundar Ragnars eru: Ragnheiður
Freyja, f. 30. nóvember 1992, og
Katrín, f. 8. október 1998. Ragnar
ritun skjalavörslun og fleira á ár-
unum 1982 og 1988. Ragnheiður
lagði mikla rækt við heimili sitt og
fjölskyldu alla tíð. Jafnframt starf-
aði hún við skrifstofustörf hjá
Heildverslun Stefáns Thoraren-
sen, Laugavegsapóteki, í nokkur
ár meðan á námi stóð og eftir
heimkomu frá Þýskalandi árið
1955 og einnig hjá Samtryggingu
íslenskra botnvörpuskipaeigenda.
Svo sem fram hefur komið fyrr um
æviferil hennar og nám, stóð hug-
ur Ragnheiðar mjög að hjúkrunar-
störfum. Starfaði hún m.a. um ára-
bil sem læknaritari á Borgar-
spítalanum í Reykjavík. Að loknu
sjúkraliðanámi vann hún á
Borgarspítalanum og í Víðihlíð
þar til hún fór á eftirlaun. Ragn-
heiður átti um tíma sæti í stjórn
Hvítabandsins og Hvatar, félags
sjálfstæðiskvenna.
Ragnheiður var mjög eindreg-
inn sjálfstæðismaður og vann öt-
ullega að framgangi Sjálfstæðis-
flokksins og stefnu hans, sérstak-
lega í velferðarmálum. Ragnheið-
ur sóttist ekki eftir vegtyllum í
félagsþátttöku sinni um ævina.
Hún var traustur samstarfsmaður
og sjálfri sér samkvæm. Um-
hyggja fyrir þeim sem fóru hall-
oka í lífinu, hvort sem var vegna
sjúkdóma eða annarra erfiðleika,
var henni í blóð borin. Kærleikur
og fórnfýsi einkenndi störf hennar
og lífsferil.
Að ósk Ragnheiðar fór útför
hennar fram í kyrrþey.
Hannes á tvær dæt-
ur: Guðrúnu Erlu, f.
9. október 1999, og
Önnu Láru, f. 17.
september 2000.
Ragnheiður varð
stúdent frá Versl-
unarskóla Íslands
1950. Síðan lá leið
hennar og Guð-
mundar til Kiel í
Þýskalandi árið
1954. Þar innritaðist
Ragnheiður í Christi-
an Albrechts Uni-
versität og nam
þýsku. 1981 lauk hún prófi úr for-
skóladeild Námsflokka Reykjavík-
ur fyrir sjúkraliðanám. 1991 lauk
Ragnheiður sjúkraliðaprófi á heil-
brigðissviði. Í samræmi við það,
fékk hún leyfisbréf heilbrigðis-
ráðherra 30. apríl 1992, til að
starfa sem sjúkraliði hér á landi.
Samhliða sjúkraliðastarfi jók
Ragnheiður mjög menntun sína á
sviði hjúkrunarmála. Meðal ann-
ars með þátttöku í fjölda nám-
skeiða þeim tengdum. Má nefna í
því sambandi; hjúkrun hjarta-
sjúklinga, aðhlynningu mikið
veikra í heimahúsum, vandamál
sem tengjast öldrun, hvernig meta
skal og skilja áhyggjur sjúklinga
með lífshættulega sjúkdóma og
stöðu aðstandenda þeirra, og
umönnun erfiðra sjúklinga. Þá tók
Ragnheiður þátt í endurmennt-
unarnámskeiðum Verslunarskóla
Íslands í ritvinnsluforritun og vél-
Hér minnist ég besta vinar míns,
Ragnheiðar Guðrúnar Ásgeirsdótt-
ur, með nokkrum orðum. Fórnfýsi,
kærleikur, jákvæðni, réttsýni, sam-
kennd, húmor, bjartsýni, kraftur og
greind eru fyrstu orðin sem koma
upp í hugann við að lýsa þér. Þakk-
læti til þín fyrir gott líf er mér efst í
huga.
Þrátt fyrir að vera alin upp í alls-
nægtum, með vinnufólki og þernum
á Fjölnisveginum helgaðir þú líf þitt
öðrum og hugsaðir ávallt síðast um
þig sjálfa. Þú hafðir alltaf tíma fyrir
aðra, hvort sem það var í uppeldi
okkar strákanna, í hjónabandi eða í
starfi og leik.
Móður þinni Elínu Jóhönnu Guð-
rúnu Hafstein reyndist þú ávallt
stoð og stytta. Ég varði æsku minni
mikið með ykkur mæðgunum og af
öllum öðrum ólöstuðum þá kennduð
þið mér margar góðar lexíur fyrir
lífið. Einnig sagðir þú mér ófáar
góðar sögur af föður þínum Ásgeiri
Þorsteinssyni sem kvaddi þennan
heim fæðingarár mitt. Þú varst pab-
bastelpa. Þetta var góð æska og þið
dömurnar ásamt pabba hafið von-
andi haft árangur sem erfiði hvað
mig varðar. Mér finnst það falleg og
góð tilhugsun að þú munir nú hvíla
með foreldrum þínum í Fossvogs-
kirkjugarði.
Þú gafst hinum ýmsu hjálpar- og
umönnunarstofnunum af tíma þín-
um og á efri árum tókstu umönn-
unarhlutverkið skrefinu lengra og
laukst námi til að verða sjúkraliði og
starfaðir við það til eftirlaunaaldurs.
Í því námi þínu held ég að það hafi
verið eina skiptið sem ég gat end-
urgoldið fyrir mig með gerð heima-
verkefnis fyrir þig og var það í
stærðfræði. Áður bjargaðir þú mér
og fleirum þegar kom að verkefnum
og prófum þegar námsleiði hafði
sett mann í ógöngur í barna- og
menntaskóla. Allt kunnir þú; þýsku,
ensku, dönsku, bókhald og svo ekki
sé minnst á yfirburðasnilld þína í ís-
lensku. Einnig má segja að þú hafir
verið læknir af Guðs náð. Umönnun
og hjálpsemi voru þér hjartans mál.
Þegar þú varðst amma tókst þú
mjög stóran þátt í uppeldi og
umönnun sonardætranna og átt
miklar þakkir skilið fyrir. Þú elsk-
aðir stelpurnar okkar mikið og þær
fundu það sannarlega og allt gert til
að þeim liði vel. Ég veit að stelp-
urnar fjórar munu geyma minningu
þína í hjörtum sínum allt sitt líf.
Þær eru allar miklir vinir þínir og
elska þig mikið.
Skáldagáfan og orðheppni ein-
kenndi þig. Þú kunnir kvæði og ljóð
og útskýrðir forn hugtök og orðtæki
svo að undrun sætti. Einnig komu
frumsamdar vísur og kvæði upp úr
þér við hin ýmsu tilefni eins og ekk-
ert væri sjálfsagðara. Þú varst
skáld, hafðir náðargáfu og snilld
sem var þér í blóð borin.
Hinn 5. júlí áttum við gott samtal
þar sem hið óumflýjanlega og yf-
irvofandi var rætt. Þetta samtal er
mitt veganesti fyrir framtíðina. Það
sem okkur fór fram er í samræmi
við önnur náin samtöl okkar í gegn-
um tíðina og alltaf hafðir þú lög að
mæla. Þetta veganesti geymi ég í
hjarta mínu og mun standa við minn
hlut.
Þú snertir marga í lífi þínu með
kærleika þínum og gafst mörgum
ógleymanlegar minningar. Þetta hef
ég fundið síðustu daga í sorginni og
vil ég þakka þeim innilega sem hafa
stutt mig og mína þessa erfiðu daga.
Við, fjölskyldan þín, viljum sér-
staklega þakka starfsfólki Landspít-
alans og starfsfólki líknardeildar
innilega fyrir þeirra störf. Það þarf
mikinn innri styrk til að geta unnið
daglega með sorginni og verður
starf ykkar seint metið af verðleik-
um þessa heims.
Takk fyrir allt, mamma mín.
Ragnar Hannes Guðmundsson.
Elsku amma mín, elsku besta vin-
kona mín. Mikið sakna ég þín. Mér
finnst sárt að hugsa til þess að ég
geti ekki hringt í þig og beðið um að
fá að koma til þín og þú eða afi vor-
uð komin um leið að sækja mig.
Ekki fengið að knúsa þig og kyssa.
Ég var mikið hjá ykkur afa og hjá
ykkur var alltaf nægur tími fyrir
litla sál. Hjá þér mátti allt og alltaf
gaman og gott að vera. Ég man þeg-
ar ég fékk að baka mína eigin kökur
og var nú frekar frjálslega farið með
innihaldið en þú borðaðir kökurnar
mína með bestu lyst! Það gera bara
bestu ömmur í heimi og ég var dug-
leg að segja þér að þú værir það. Ég
ætla að passa upp á hann afa fyrir
þig.
Mun alltaf elska þig, amma mín.
Þín ömmustelpa,
Anna Lára Ragnarsdóttir.
Sumt fólk hefur þannig áhrif á
aðra að það langar til að verða betri
manneskja. Þannig varst þú fyrir
mér Ragnheiður. Það þótti öllum
strax vænt um þig. Þú varst svo um-
hyggjusöm, alltaf að hugsa um hvað
þú gætir gert fyrir aðra og fór ég
ekki varhluta af því. Jákvæð, gáfuð,
skemmtileg, falleg, glæsileg en um-
fram allt varstu góð kona. Eitt af því
erfiðara sem ég hef gert í þessu lífi
er að segja litlu ömmustelpunni
þinni frá því að þú værir farin úr
þessum heimi. Það eina sem gat
huggað hana er að ég sagði henni að
við myndum hitta þig síðar. Þú varst
einstök kona og gerðir lífið ríkara.
Hafðu þökk fyrir allt og Guð geymi
þig, elsku Ragnheiður mín.
Ég og fjölskylda mín sendum
okkar innilegustu samúðarkveðjur
til Guðmunda og sona hans og allra
aðstandenda.
Jenný Guðmundsdóttir.
Skjótt hefir sól brugðið sumri, –
hinn 7. júlí lést Ragnheiður Ásgeirs-
dóttir. Þungur harmur er kveðinn
að vini mínum, Guðmundur H.
Garðarssyni, sonunum báðum og
fjölskyldum. Ragnheiður og Guð-
mundur kynntust í Verslunarskól-
anum 1946 og trúlofuðust fjórum ár-
um síðar, svo að gangan var orðin
löng. Þau höfðu átt gott líf saman,
sem þau gátu þakkað að leiðarlok-
um.
Ég man Ragnheiði fyrst á skrif-
stofu Samtryggingar ísl. botnvörp-
unga, sem Ásgeir Þorsteinsson faðir
hennar var forstjóri fyrir. Stjúp-
móðir mín Margrét Ólafsdóttir vann
þar, og ég man, að hún mat mikils
þessa ungu konu, röskleika hennar
og dugnað, enda tókst með þeim góð
vinátta, sem entist meðan báðar
lifðu.
Ragnheiður var eftirminnileg
kona. Hún hafði yfir sér höfðings-
brag og setti svip á umhverfi sitt,
hvar sem hún fór. Hún var
skemmtileg í orðræðum, talaði
óvenju gott mál, rökvís og hrein-
skiptin. Hún var bókfróð og ljóðelsk
eins og hún átti kyn til, og orti raun-
ar sjálf, en aðeins fyrir sig sér til
hugarhægðar og flíkaði því ekki.
Ragnheiður var mikil húsmóðir.
Heimili þeirra Guðmundar var
rausnarheimili, þar sem manni var
vel tekið og maður fann sig velkom-
inn. Hún stóð þétt við hlið manns
síns í hans erilsömu störfum, sem
voru ótrúlega umsvifamikil og tóku
yfir fjóra áratugi í verkalýðshreyf-
ingunni, uppbyggingu lífeyrissjóð-
anna, í Sölumiðstöð hraðfrystihús-
anna og á Alþingi. Enginn vafi er á
því, að það traust, sem Guðmundur
ávann sér í þessum ólíku en við-
urhlutamiklu störfum átti hann öðru
fremur því að þakka, að hann hafði
traustan bakhjarl.
Ég var að blaða í ljóðabók Hann-
esar Hafsteins, afa Ragnheiðar, og
rakst þá á lítið erindi, sem hann
hafði ort við lát konu sinnar, sem
hún var heitin eftir:
Eitt verður ei frá mér tekið:
Ég átti, Ragnheiður, þig.
Þú ert minn heiður, mitt hrós,
mín heimild að eilífðarstig.
Halldór Blöndal
Ragnheiður andaðist eftir tiltölu-
lega skammvinn veikindi, nýlega
orðin 77 ára að aldri. Hún varð öll-
um harmdauði er hana þekktu. Með
nokkrum orðum vil ég minnast
hennar.
Ég man hana fyrst fyrir nærri
hálfri öld. Eiginmann hennar, Guð-
mund H. Garðarsson, hafði ég þekkt
nokkru lengur.
Það varð svo alllöngu síðar að ég
kynntist þeim hjónum betur og átti
þau að vinum um mörg síðustu ár.
Við Guðmundur sátum á Alþing
samtímis um allmörg ár.
Þá urðu kynni okkar nánari og
hafa haldist síðan.
Ég minnist margra ánægjustunda
með þeim hjónum á liðnum árum.
Þau voru höfðingjar heim að sækja.
Um mörg hin seinni ár vorum við
nokkrir fyrrverandi þingmenn í
mjög svo óformlegum spilaklúbbi.
Oft var spilað heima hjá þeim Ragn-
heiði og Guðmundi. Í venjulega hléi
frá spilamennskunni, á miðju kvöldi,
bar Ragnheiður fram veitingar. Það
gerði hún af höfðingsskap, og langt
umfram það sem til var ætlast. Fyr-
ir það þökkum við nú að leiðarlok-
um.
Þá minnist ég margra laxveiði-
ferða með þeim hjónum, einkum í
Víðidalsá á árum áður. Minningar
um þær samverustundir ylja nú, og
einkar ánægjulegt er að eiga fal-
legar ljósmyndir frá þessum ferð-
um.
Þær auðvelda upprifjun minning-
anna.
Ragnheiður var glæsileg kona
með höfðinglegt fas og framkomu
svo sem hún átti kyn til. Ég þykist
viss um að hún var manni sínum allt
og fáu hafi hann ráðið til lykta án
samráðs við hana. Hún var Guð-
mundi ráðholl og farsæll förunautur
alla tíð. Allt verður nú tómlegt í
hans ranni.
Við, vinir þeirra, reynum að létta
honum stundirnar. En ekkert kem-
ur í stað Ragnheiðar.
Við Stella færum Guðmundi og
fjölskyldunni allri okkar innilegustu
samúðarkveðjur og biðjum Guð að
blessa minningu Ragnheiðar Ás-
geirsdóttur.
Ólafur G. Einarsson.
Ragnheiður G. Ásgeirsdóttir var
hlédræg kona. Það tók mig áratugi
að kynnast henni. Þó hafði ég þekkt
Guðmund H. Garðarsson frá því að
ég var strákur og hann að komast af
unglingsaldri, fastagestur um skeið
á heimili föðurbróður síns, Vals
Gíslasonar, leikara og föðursystur
minnar, Laufeyjar Árnadóttur. Hún
var ekki allra eins og sagt er. Það
var skemmtileg lífsreynzla að kynn-
ast henni, sem tókst að lokum, þótt
við hefðum þekkzt lengi.
Þá kom í ljós hispurslaus kona
með afgerandi skoðanir á þjóðmál-
um. Við áttum nokkrum sinnum líf-
leg skoðanaskipti og þá varð mér
ljóst, að verkalýðsleiðtoginn og al-
þingismaðurinn Guðmundur H.
Garðarsson hafði búið við sterkt að-
hald á sínum heimavígstöðvum, sem
allir, sem láta sig opinber mál varða,
þurfa á að halda.
Hún var af höfðingjaættum en
skoðanir hennar voru við alþýðu-
skap. Hún var stolt af afa sínum
Hannesi Hafstein og vildi að lögð
yrði rækt við minningu hans. Úr ná-
vígi fylgdist ég með fordómalausri
hlýju hennar í garð fólks, sem aðrir
af hennar kynslóð hefðu kannski
dæmt á annan veg.
Hún var kletturinn í lífi Guð-
mundar og sona þeirra.
Styrmir Gunnarsson.
Mér finnst ég alveg einstaklega
rík að hafa kynnst þeim hjónum
Ragnheiði og Guðmundi. Þau voru
fallegt og gjöfult fólk sem gaf mikið
af sér. Ég kynntist þeim fyrir um 15
árum.
Ragnheiður var stórbrotin kona
og ég lærði margt merkilegt og
ógleymanlegt á heimili þeirra hjóna.
Hún var glæsileg og bar af sér mik-
inn og góðan þokka.Við urðum strax
miklar vinkonur og sátum stundum
frameftir á kvöldin, spjölluðum og
borðuðum dönsku súkkulaðikökuna
sem hún bakaði svo oft. Ragnheiður
var mikil fjölskyldumanneskja og
kom fjölskyldan saman á hverju
sunnudagskvöldi til að borða sunnu-
dagssteikina. Ragnheiður var leiftr-
andi gáfuð og fyrirmynd fyrir þá
sem þekktu hana. Það er stutt síðan
við hittumst hressar og kátar út í
Melabúð. Mig hefði ekki grunað að
það væri okkar síðasti fundur.
Samband okkar var ekki mikið
síðustu ár en þegar ég hugsa til
hennar sem ég geri ósjaldan kemur
í hugann falleg kona með kímnigáfu
og hlátur sem hafði mikið að gefa.
Ég er þakklát fyrir allar okkar góðu
og skemmtilegu stundir. Minningin
um Ragnheiði mun ávallt lifa í
hjarta mínu.
Elsku Guðmundur, megi minn-
ingin um góða eiginkonu, móður og
ömmu verða ykkur til halds og
trausts á þessum tímamótum og
ætíð í framtíðinni.
Vala Ingimarsdóttir.
Ragnheiður Guðrún Ásgeirsdóttir