Morgunblaðið - 20.07.2008, Page 44
44 SUNNUDAGUR 20. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Sigríður HannaGuðmannsdóttir
fæddist í Reykjavík
18. júní 1932. Hún
lést á líknardeild
Landakotsspítala
snemma dags 8. júlí
síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
hjónin Guðmann
Hannesson bílstjóri,
f. 8. janúar 1912, d.
árið 1994, og Rann-
veig Filippusdóttir
húsmóðir, f. 6. októ-
ber 1900, d. árið
1953. Börn þeirra, auk Sigríðar,
voru Filippus Svavar, f. 1929, lést
af slysförum fimmtán ára, og Rún-
ar, f. 1939, kvæntur Sjöfn Hafdísi
Jóhannesdóttur, börn þeirra eru
Jón Árni, Jóhannes, Rannveig og
Sigurður.
Eiginmaður Sigríðar til hartnær
50 ára er Þórir Jónsson, f. í Húna-
vatnssýslu 1922. Þau bjuggu lengst
af á Miklubraut 40 í Reykjavík en
undanfarin ár í Lækjarsmára 8 í
Kópavogi. Foreldrar Þóris eru
hjónin Jón Kristófersson frá
Köldukinn í Húnavatnssýslu og
Jakobína Ásgeirsdóttir af Strönd-
um. Þórir ólst upp á Þingeyrum í
Húnavatnssýslu hjá Jóni Pálmasyni
og Huldu Á. Stefánsdóttur. Dóttir
þeirra er Guðrún, f.
1935. Börn hennar
eru Hulda, Anna
Salka, Stefán Jón og
Páll Jakob.
Sonur Sigríðar og
Þóris er Jón, f. 1964,
kvæntur Margréti
Kristínu Sigurð-
ardóttur, f. 1964.
Dóttir þeirra er Hel-
ena Margrét, f. 1996.
Þau eru búsett á
Seltjarnarnesi.
Í æsku bjó Sigríð-
ur með fjölskyldu
sinni í Einholti. Hún gekk í Austur-
bæjarskóla, æfði handbolta með
Val, söng í kór sem hét Sólskins-
deildin en sá kór fór víða um landið
í söngferðalög. Hún gekk í Hús-
mæðraskólann í Reykjavík og hafði
jafnan gaman af mat og mat-
argerð. Framan af ævi vann Sigríð-
ur á Kleppsspítala og síðar á leik-
skólanum Hlíðaborg. En eftir að
hún lauk námi frá Sjúkraliðaskóla
Íslands á 8. áratugnum starfaði
hún á Landspítalanum við Hring-
braut, lengst af á handlækninga-
deild og skurðstofum, allt þar til
hún lét af störfum sökum aldurs.
Útför Sigríðar fór fram frá
Digraneskirkju 11. júlí, í kyrrþey
eins og hún hafði óskað eftir.
Siggu kynntist ég þegar ég var 17
ára. Hún átti son sem mér fannst
bæði myndarlegur og skemmtilegur.
Það leið ekki langur tími þar til ég var
eins og grár köttur á heimilinu á
Miklubraut 40. Hún tók þessari við-
bót á heimilið bara býsna vel og leið
ekki á löngu þar til kvöldverður í eld-
húsinu á Miklubraut var orðinn fastur
liður í tilverunni. Þegar gifting okkar
Jóns var framundan fannst Siggu nú
óþarfa tilstand að gifta sig í kirkju
með viðhöfn, ferð til borgarfógeta
hefði nú alveg dugað enda gerði hún
það sjálf þegar hún giftist sínum
manni, honum Tóta.
Alla tíð nýtti Sigga vel það sem hún
hafði lært í Húsmæðraskólanum,
matur og matargerð var hennar stóra
áhugamál. Þær eru margar upp-
skriftabækurnar sem hún laumaði í
jólapakkana enda tókst henni að
smita soninn með þessum mikla mat-
aráhuga. Eftir að við Jón stofnuðum
okkar eigið heimili var alltaf vel þegið
að vera boðið í mat á Miklubrautinni
og síðar Lækjasmáranum. Hún var
árrisul og þeir eru ófáir laugardags-
og sunnudagsmorgnarnir sem hún og
Tóti komu í kaffi og þá ávallt með
bakkelsið með sér. Enda lítið hægt að
treysta á að tengdadóttirin væri búin
að gera viðeigandi ráðstafanir. Jóla-
dagur verður aldrei sá sami þegar nú
vantar veisluna hennar Siggu. Allar
gómsætu kökurnar gerðar úr upp-
skriftum sem höfðu fylgt henni lengi
og alvöru súkkulaði með rjóma í
dönsku sparibollunum frá hinu kon-
unglega. Í betri veislur var vart hægt
að komast. Allir saddir og sælir og þá
var hún ánægð.
Umhyggjusemi var henni í blóð
borin. Það er til eftirbreytni hversu
vel hún ræktaði samband sitt við fjöl-
skylduna, vinkonur sínar og vini.
Hún var ávallt boðin og búin að
hlaupa undir bagga hvenær sem var
og kom okkur foreldrunum oft til
bjargar með pössun á sonardóttur-
inni, Helenu Margréti. Amma Sigga
var alltaf með eitthvert plan og bröll-
uðu þær vinkonur margt saman. Hún
gerði allt það sem góðar ömmur gera
fyrir barnabörnin sín og miklu meira
því hún var ekki spör á tíma sinn sem
er ómetanlegt í hröðum nútímaheimi.
Ömmu Siggu er nú sárt saknað. Hún
studdi mig heilshugar í þeirri ákvörð-
un að hætta að vinna og setjast aftur á
skólabekk. Því þá hefði ég meiri tíma
fyrir „litlu manneskjuna“, enda vissi
hún hversu dýrmætt það er.
Eitt það skemmtilegasta sem hún
gerði var að fara í ferðalög, hvort sem
það voru styttri ferðir rétt fyrir utan
borgarmörkin eða þegar lengra var
haldið. Hún þekkti landið sitt vel, ör-
nefni, bæjarnöfn og fjöll gat hún þulið
upp og þurfti ekki að fletta upp í
neinni bók. Kaupmannahöfn var í
miklu uppáhaldi enda hafði hún farið
þangað með son sinn 2ja ára og hafði
margs að minnast úr þeirri ferð.
Kaupmannahafnarferð án ömmu
Siggu verður ekki söm.
Útförin fór fram í Digraneskirkju
þar sem ættingjar og vinir kvöddu
Siggu og sköpuðu þar með fallegan
dag sem gott er að eiga í minningunni.
Með þessum orðum langar mig til að
þakka tengdamóður minni fyrir allt og
allt síðustu 26 árin. Sigga hefur nú
haldið í sitt hinsta ferðalag.
Megi minningin um góða konu lifa
lengi.
Margrét.
Góð kona er horfin yfir móðuna
miklu. Traust og trygglynd kona, sem
vildi margt á sig leggja til að létta
samferðamönnum sínum lífið í víð-
tækum skilningi.
Sigga var kona fóstbróður míns,
Þóris Jónssonar. Hún fylgdist alla tíð
vel með okkur, fólkinu hans, og lét sig
varða líðan okkar allra. Við vorum vin-
ir hennar hvert á sinn hátt.
Það tók á að sjá þessa vinkonu okk-
ar þjást. Við báðum þess heitt og inni-
lega að hún kæmist yfir sjúkdóminn
svo við fengjum að hafa hana lengur
hjá okkur. Við áttum eftir að gera svo
margt skemmtilegt saman. Sjá
ömmustúlkurnar Helenu Margréti og
Snæfríði vaxa úr grasi, vera saman í
sveitinni á Grjóteyri, fara til Kaup-
mannahafnar, sjá nýtt og heimsækja
aftur staði sem við fórum til þegar
Sigga og Nonni komu í heimsókn fyrir
mörgum, mörgum árum. Það var þeg-
ar Sigga ákvað að kaupa „Obelisk“-
hnífapörin eftir Erik Herlöv, heims-
fræga hönnun og óumræðanlega fal-
leg. Hún Sigga kom oft á óvart.
Afstaða hennar til manna og málefna
var mjög skýr og einörð. Engin dóm-
harka, ekkert illt umtal, en vel greint
milli góðs og ills, hismi og kjarna.
Við bjuggum í íbúðinni hjá Siggu og
Tóta í rúmlega hálft ár, þegar við
komum til Íslands árið 1966, meðan
beðið var eftir húsnæði og nutum alls
hins besta. Ættingjar okkar og vel-
unnarar höfðu einnig búið hjá þeim
áður fyrr eins og Margrét saumasnill-
ingur frá Spónsgerði, Stefán Pálma-
son fyrrv. bústjóri hjá Thor Jensen á
Korpúlfsstöðum og svo Anna Salka
sem dvaldi hjá þeim hjónum mánuð-
um saman sem barn og áfram mætti
telja. Öll þessi sambúð, samskipti og
samvera leiddi til vináttu sem haldist
hefur alla tíð, dýpkað og styrkst.
Nú er Sigga farin og það er okkar
sem eftir lifum að halda á lofti vinátt-
unni og þeim gildum sem Sigga stóð
fyrir. Megi okkur takast það sem best.
Guðrún Jónsdóttir.
Sigríður Hanna Guðmannsdóttir
var einstaklega heilsteypt, iðin og
glaðlynd manneskja. Gestrisin og
gjafmild var hún með eindæmum,
hvort sem var heim að sækja eða í
vinnunni.
Siggu Guðmanns eins og við köll-
uðum hana kynntist ég er ég hóf störf
á skurðstofum Landspítalans árið
1982. En þar störfuðum við saman í
um 15 ár, báðar við sjúkraliðastörf.
Síðan unnum við saman á dauðhreins-
unardeild sjúkrahússins um nokkurra
ára skeið, þar sem hún starfaði sem
verkstjóri.
Það var gott að vinna með Siggu.
Alltaf var Sigga boðin og búin að gera
það sem hún gat svo að samstarfsfólki
hennar liði sem best í öllum viður-
gjörningi. Alltaf var hún bjóðandi.
Það voru ófáir matarbitarnir, brauðið
eða þá áleggið sem hún kom með í
vinnuna til þess að bjóða upp á. Oft
sagðist hún hafi keypt þetta og hitt
fyrir hann Tóta sinn og hann ekki vilj-
að. Við samstarfsfólkið vissum að svo
var ekki heldur hitt, að hún hafði gam-
an af að veita.
Sigga kunni þá list öðrum fremur
að hlusta. Hlusta á þá samstarfsmenn
sem þurftu að fá áheyrn um hin ýmsu
mál bæði í gleði og sorg. Enda voru
það ófáir sem gengu á hennar fund til
þess að bera undir við hana mál sín.
Alltaf spurði hún frétta af því hvernig
öðrum liði þegar fólk hitti hana eða
heyrði.
Í mörg ár vissi ég að hún hugsaði
um gamla vinkonu sína rétt eins og
um móður hennar sjálfrar væri að
ræða, en hana missti Sigga strax í
æsku. Þá var viðkvæðið að hún þyrfti
að fara með hana gömlu sína þetta eða
hitt, eða að hún þyrfti að fara og er-
indreka hitt og þetta fyrir hana gömlu
sína.
Sigga var mikil pabbastelpa öll þau
ár sem faðir hennar lifði og hugsaði
hún af alúð um hann á hans efri árum.
Eins og ekki síður um sambýliskonu
hans eftir að faðir hennar dó. Með föð-
ur sínum ferðaðist Sigga margar ferð-
ir á sólarstrendur og hafði frá mörgu
að segja eftir þær ferðir.
Mikil var gleði Siggu er hún sagði
okkur frá því að Jón Guðmann einka-
sonurinn væri að verða pabbi. Enda
var sonardóttirin augasteinninn henn-
ar og mikil var gleði hennar yfir þeim
stundum er þær áttu saman.
Þegar ég heimsótti Siggu á Land-
spítalann sá ég af hvílíku æðruleysi
hún tók veikindum sínum. Hún barð-
ist af þrautseigju við hinn illvíga sjúk-
dóm sem þó að lokum tók yfirhönd-
ina.
Ég vil þakka Siggu fyrir samferð-
ina í gegnum tíðina og mun minnast
hennar sem góðrar vinkonu sem gott
var að starfa með.
Fjölskyldu Siggu votta ég samúð
mína og bið góðan guð að vera með
þeim í sorg þeirra.
Kristín Á. Guðmundsdóttir.
Ég kynntist Siggu fyrst í heim-
sóknum mínum til Reykjavíkur, þeg-
ar ég og amma Hulda heimsóttum
Siggu og Tóta á Miklubraut 40. Afa-
bróðir minn Stefán Pálmason bjó hjá
þeim og Jón Guðmann sonur þeirra
leit á hann sem afa.
Upp í hugann koma minningar um
hlýjar móttökur, bjarta íbúð með út-
sýni yfir Esjuna, góða lykt á baðher-
berginu og Tóta í bílskúrnum. Stefán
tók í nefið og minnti mig á afa og um-
ferðarniðurinn á næturnar var mjög
framandi.
Sigga var mjög glaðvær og lifandi
kona og hjá henni var höfðinglega
veitt.
Ekkert jafnaðist á við jólaveislurn-
ar hennar, en þær voru hápunktur
jólanna hjá syni mínum Nikka og
bræðrum mínum Stebba og Bobba.
Þeir hlökkuðu lengi til, því ekki var
nóg með að boðið væri uppá forrétt,
aðalrétt og eftirrétt, heldur var
klykkt út með heitu súkkulaði, kökum
og konfekti. Þeir voru alsælir. Þá var
kæfan hennar Siggu í fyrsta sæti hjá
manninum mínum Mugga, að öðrum
kæfum ólöstuðum. Ég vona bara að
Jón Guðmann lumi á uppskriftinni
einhvers staðar.
Eftir að ég flutti til Reykjavíkur
var mikill samgangur milli fjölskyld-
unnar minnar og fjölskyldunnar á
Miklubraut 40, en þar áttu systkini
mín Stefán og Anna Salka annað
heimili eftir að við fluttum á Miklu-
braut 48. Við eyddum oft saman ára-
mótunum og horfðum á brennuna á
Miklatúninu, sem ekki var þakið trjá-
gróðri þá eins og nú.
Sigga lét ekki mikið á sér bera í
fjölmenni, hún var aftur á móti mjög
félagslynd og hafði gaman af tilbreyt-
ingu. Hún var úrræðagóð og gaman
var að ræða við hana um hin ýmsu
málefni. Þá kom glöggt í ljós hve gott
innsæi hún hafði í mannlegum sam-
skiptum.
Ég ætla að leyfa mér að rifja upp
gott ráð sem hún brá á þegar Jón
Guðmann var á unglingsaldri. Þannig
var, að hún fann sígarettustubb í vasa
hans, ekki óvanalegt hjá unglingi.
Hún lét sér hvergi bregða, en bauð
honum samning. Ef hann legði reyk-
Sigríður
Guðmannsdóttir
✝ Alda Steinþórs-dóttir Blöndal
tannlæknir, fæddist
á Djúpalæk í
Skeggjastaðahreppi
á Langanesströnd 8.
apríl 1940. Hún lést
á sjúkrahúsinu í
Herlev í Kaup-
mannahöfn 17. júní
síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
hjónin Guðný
Björnsdóttir frá
Hnefilsdal á Jökul-
dal, f. 20.5. 1906, d.
17.7. 1977 og Steinþór Einarsson
kennari frá Djúpalæk, f. 29.12.
1904, d. 22.7. 1952. Systkini Öldu
eru Stella Björk, f. 1939 og Hjalti
Karl, f. 1943.
Alda giftist 30.1. 1981 Ole Blön-
dal lögfræðingi, f. 24.5. 1943. For-
eldrar hans voru hjónin Ingólfur
Blöndal læknir, f. 21.7. 1912 og
Ragnhild Jensigne Christoffersen,
f. 2.10. 1916. Börn Öldu eru: 1)
Guðný Þóra Hjálmarsdóttir við-
skiptafræðingur, f. 6.10. 1960.
on School of Economics, f. 24.5.
1978.
Alda bjó með foreldrum sínum
og systkinum fyrstu 7 árin á
Djúpalæk, en þá flutti fjölskyldan
til Norðfjarðar þar sem Steinþór
var ráðinn kennari við barnaskóla
sveitarinnar. Steinþór faðir Öldu
lést aðeins 48 ára að aldri eftir erf-
ið veikindi sumarið 1952, þegar
Alda var aðeins 12 ára. Árið 1953
flutti Guðný, móðir hennar, með
börn sín til Akureyrar og seinna
til Reykjavíkur.
Alda lauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanum á Akureyri og
prófi sem meinatæknir nokkru
síðar. Hún flutti til Danmerkur
1963 og starfaði þar sem meina-
tæknir fyrstu árin. Alda lauk prófi
í tannlækningum frá Kaupmanna-
hafnarháskóla 1974. Eftir að tann-
læknanámi lauk starfaði Alda
fyrst sem skólatannlæknir en síð-
ar rak hún sína eigin tannlækna-
stofu í Lyngby í Danmörku meðan
heilsa hennar leyfði.
Útför Öldu fór fram í kyrrþey
að hennar ósk.
Faðir Hjálmar Ás-
geir Sigurðsson, f.
1936. Maki Peter
Buhl, viðskiptafræð-
ingur, f. 28.8. 1959.
Börn þeirra Christ-
ine nýstúdent, f. 2.1.
1989, Martin, f.
13.10. 1990 og Magn-
us Holger, f. 24.1.
2002. 2) Þorsteinn
Þorsteinsson, cand.
scient. í efnafræði og
Ph.D í kvantaefna-
fræði, f. 14.11. 1966.
Faðir Þorsteinn
Gunnarsson leikari og arkitekt, f.
1940. Fyrrverandi maki Zuhal
Dincer Þorsteinsson dýralæknir, f.
12.4. 1964. Þau skildu. Sambýlis-
kona hans er Barbara Þorsteins-
son. Sonur þeirra Matthias, f.
2007. 3) Bjarki Blöndal viðskipta-
fræðingur, sérfr. í alþjóðavið-
skiptum, f. 3.10. 1976. Maki Rikke
Tvedegaard Blöndal, cand. mag. í
ensku og sögu. Sonur þeirra Emil,
f. 6.4. 2008. 4) Nína Blöndal stjórn-
málafræðingur, master frá Lond-
Þegar sumarskrúðið á Íslandi stóð í
blóma og náttúran skartaði sínu feg-
ursta í sólbjörtum júnímánuði síðast-
liðnum, laut Alda frænka mín í lægra
haldi í baráttu sinni við illvígt krabba-
mein á sjúkrahúsi í Kaupmannahöfn;
17. júní síðastliðinn. Alda barðist af
hetjuskap við ofurefli sjúkdómsins
studd af Ole Blöndal, eiginmanni sín-
um, og börnunum sem studdu hana
með öllum ráðum.
Alda fór ung til Danmerkur og varð
ung dóttir hennar, Guðný Þóra, þá
eftir hjá nöfnu sinni og ömmu, Guð-
nýju Björnsdóttur, sem ól hana upp
við mikið ástríki til 17 ára aldurs er
Guðný eldri lést sumarið 1977. Flutt-
ist Guðný Þóra þá til móður sinnar og
manns hennar í Danmörku og lauk
þar námi.
Alda vann í fyrstu á sjúkrahúsi í
Kaupmannahöfn en þegar Þorsteinn
sonur hennar bættist í búið 1966 og
Alda varð einstæð móðir varð að
hugsa málin upp á nýtt.
Hún innritaðist þá í tannlæknadeild
Kaupmannahafnarháskóla og lauk
þaðan prófi 1974. Þar með fékk hún
námslán og barnagæslu sem fleytti
þeim mæðginum yfir fyrsta hjallann.
Þessi smávaxna, fallega og fínlega
kona tókst á við ýmsa erfiðleika á sín-
um yngri árum, föðurmissi, viðkvæma
heilsu framan af og að berjast áfram í
námi og starfi ein með drenginn sinn.
Alda átti góðar vinkonur í Dan-
mörku sem studdu hana og samband
hennar við móður sína og dóttur var
alltaf gott. Studdu þær hver aðra eftir
bestu getu.
Efnahagur móður hennar, var ekki
sterkur en viljinn til að styrkja börn
sín til náms og hlúa að elskulegri dótt-
urdóttur flutti fjöll.
Svo kom Ole Blöndal lögfræðingur
til sögunnar. Ole varð hinn ágæti eig-
inmaður Öldu en samband þeirra
varði í yfir 30 ár. Hann er sonur ís-
lensks læknis og danskrar konu hans.
Börn þeirra eru Bjarki viðskipta-
fræðingur, kona hans er Rikke Tve-
degaard Blöndal og eiga þau eitt
barn, Emil, f. 2008, og Nína, stjórn-
málafræðingur sem fyrir nokkru
sneri heim til að styðja móður sína í
veikindunum eftir að hafa starfað við
Alþjóðabankann í Washington.
Fjölskyldan átti yndislegt og hlý-
legt heimili í Kokkedal norðan Kaup-
mannahafnar og gestrisni þeirra og
fallegt samband Öldu og Ole var sér-
stakt. Þangað var gott að koma, vera
umvafin notalegheitum og glaðlegri
hlýju Öldu, sem minnti mikið á móð-
ursystur sína, Helgu frá Desjarmýri.
Börnin luku menntun sinni eitt af
öðru og flugu úr hreiðrinu. Guðný
Þóra býr skammt frá Kokkedal með
fjölskyldu sinni á glæsilegu heimili við
Strandvejen. Þorsteinn og Bjarki
bættu við nýjum barnabörnum.
Lífið brosti við fjölskyldunni, en
sorgin gleymir engum, sagði Tómas
Guðmundsson í kvæði sínu Þjóðvísu.
Fyrir þemur árum greindist Alda
með þann sjúkdóm sem varð henni að
aldurtila allt of snemma. Alda, sem
stundaði holla lífshætti, var stælt og
hraustleg, glöð og geislandi.
Tómið sem Alda skilur eftir verður
aldrei fyllt en minningin um hana
mun lifa í hjörtum okkar sem þótti
vænt um hana.
Innilegar samúðarkveðjur til Ole,
Guðnýjar, Þorsteins, Bjarka, Nínu og
fjölskyldna þeirra og til Stellu og
Hjalta, systkina hennar.
Anna Þrúður Þorkelsdóttir.
Alda Steinþórsdóttir Blöndal