Morgunblaðið - 20.07.2008, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. JÚLÍ 2008 47
ALDARMINNING
✝ GunnlaugurGuðmundsson
fæddist í Berufirði
1. júlí 1908 og þar
ólst hann upp,
yngstur átta barna
Gyðríðar Gísladótt-
ur og Guðmundar
Guðmundssonar,
sem þar bjuggu.
Kona hans Helga
Einarsdóttir fædd-
ist í Vestmanna-
eyjum 10. október
1912. Foreldrar
hennar voru Ing-
unn Jónsdóttir og Einar Þórð-
arson. Helga átti sjö alsystkini og
tvö hálfsystkini. Hún var tekin í
mundssyni að Felli í Breiðdal og
þar ólst hún upp til fullorðinsára.
Gunnlaugur og Helga giftu sig
16. júlí 1932, settu saman bú í
Berufirði og bjuggu þar allan
sinn búskap. Þeim varð þrettán
barna auðið og eru þau: Bragi, f.
1932, Kristrún, f. 1933, Einar, f.
1935, d. 1991, Ingunn, f. 1936,
Óskar, f. 1937, Guðríður, f. 1939,
Guðmundur, f. 1942, Guðlaug, f.
1943, Baldur, f. 1947, Vilborg, f.
1949, Hallur, f. 1951, d. 1985,
Björn, f. 1952 og Haukur, f.
1955.
Í Berufirði bjuggu einnig
Marta systir Gunnlaugs, ásamt
manni, þremur dætrum, og fóst-
ursyni. Á þriðja heimilinu bjuggu
þrjú einhleyp systkini Gunnlaugs,
foreldrar þeirra og föðursystkini.
Gunnlaugur lést 30. júlí 1985,
en Helga lifði mann sinn í tæp
átta ár, hún lést 13. febrúar
1993.
Þau eru jarðsett í Berufirði.
fóstur af Guðlaugu Þorgríms-
dóttur, ljósmóður í Breiðdal, sem
síðar giftist Árna Birni Guð-
Að minnast þeirra sem farnir eru
yfir móðuna miklu í örfáum orðum, er
vandasamt verk svo vel fari. Okkur
mönnunum er svo farið að tíminn
bregður oftlega eins konar blæju yfir
endurminningar okkar, þannig að
sumt máist út og dofnar en annað
ljómar skærar eftir því sem frá líður.
Verða þá stundum hversdagslegir
hlutir að stærstu ævintýrunum, en
stóru stundirnar þokast til hliðar,
þegar horft er til baka í því skyni að
rifja upp atburði liðins tíma.
Sumt er það þó sem aldrei fyrnist.
Mannkostir, manndómur og menn-
ingararfur setja oft svip sinn til fram-
búðar á staði, vítt og breitt um okkar
litla land. Þannig er því farið um býlið
Berufjörð sem stendur við samnefnd-
an fjörð á Austurlandi. Þar má segja
að hver blettur beri vitni um alúð og
ræktarsemi ábúendanna Gunnlaugs
Guðmundssonar og Helgu Einars-
dóttur, sem þar bjuggu allan sinn bú-
skap og ræktuðu þar land og lýð í
orðsins fyllstu merkingu.
Segja má að mörg hinna stóru
sveitaheimila hér áður fyrr hafi verið
menningar- og félagsmiðstöðvar síns
tíma. Þar var hlúð að öllu sem til stað-
ar var, utan húss sem innan, landi,
fólki, fénaði, húsakynnum og búshlut-
um.
Þessi takmarkalausa og óeigin-
gjarna alúð til allra hluta var þeim
hjónum Helgu og Gunnlaugi í blóð
borin og setti mark sitt á allt þeirra líf
og starf.
Hæfileikar þeirra voru margþætt-
ir. Dugnaður, útsjónarsemi og um-
hyggja til alls sem í kring um þau
hrærðist, verður þeim minnisstæður
sem nutu gestrisni þeirra og gæsku.
Bæði höfðu þau stórt skap og mikinn
metnað til að bera og slíkt verður fólki
ævinlega hvöt til að leggja allt að
mörkum sem hægt er að gefa.
Þau hjónin voru miklar hagleiks-
manneskjur hvort á sinn hátt. Gunn-
laugur var lagtækur maður í fleiri en
einum skilningi og innan dyra lék allt
í höndum húsfreyjunnar hvort sem
um var að ræða matargerð eða
saumaskap. Mikill tími fór einnig í að
sinna gestum enda bærinn í þjóð-
braut, margir á ferð, og gott að heim-
sækja húsbændur í Berufirði, þar
voru allir ævinlega velkomnir og
leiddir að veisluborði gestrisninnar.
Og auðvitað þótti sjálfsagt að allir
kirkjugestir við Berufjarðarkirkju
drykkju kirkjukaffi á staðnum eftir
guðsþjónustur.
Aldrei var vinnudagurinn samt svo
langur að ekki gæfist tími til að sinna
öðrum áhugamálum. Bæði voru þau
hjónin fróðleiksfús og afar fjölfróð og
á heimilinu var lögð áhersla á mál-
vöndun og varðveislu gamalla fræða.
Þau Helga og Gunnlaugur höfðu yndi
af bókmenntum og skáldskap. Gunn-
laugur var góður hagyrðingur og
Helga húsfreyja hafði sérlega ánægju
af tónlist og hún söng alla tíð við guðs-
þjónustur í Berufjarðarkirkju.
Þau hjónin voru bæði gefin fyrir að
tileinka sér tækninýjungar sem létt
gátu dagleg störf, enda þótt hvorugt
þeirra gleypti umhugsunarlaust við
tískubólum nútímans, enda höfðu þau
bæði skarpa greind til að greina hism-
ið frá kjarnanum í umhverfi og sam-
félagi. Þau hjónin gátu stundum orðið
ærið hvassyrt við að rökstyðja álit sitt
á mönnum og málefnum og sérlega ef
um var að ræða eitthvað sem var
þeim lítt að skapi og ófeimin voru þau
að láta í ljósi skoðanir sínar ef svo bar
undir og var þá sama hvort viðmæl-
endur voru háir eða lágir.
Þeim hjónum varð þrettán barna
auðið og komust þau öll til fullorðins-
ára. Öll þessi börn ólust upp heima í
Berufirði. Það hefur einhvern tíma
verið þröng á þingi og þétt setið við
eldhúsborðið og auðvelt er að gera
sér í hugarlund hvílíka vinnu foreldr-
arnir hafa þurft að inna af hendi við að
fæða og klæða allan þennan stóra
hóp, uppfræða þau og annast. Öll eru
börn þeirra búsett nálægt æskustöðv-
um sínum og halda mikilli tryggð og
heiðri við heimaslóðir. Slíkt ber
glöggan vott um það veganesti, sem
þeim var fengið í foreldrahúsum.
Blessuð sé minning þeirra.
Hrönn Jónsdóttir.
Gunnlaugur
Guðmundsson
Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is
Vaktsími: 565 5892 & 896 8242 • Sólarhringsvakt
Komum heim til aðstandenda ef óskað er
ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR
Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfidrykkja • Prestur
Kirkja • Legstaður • Tónlist • Tilkynningar í fjölmiðla • Landsbyggðarþjónusta • Líkflutningar
Suðurhlíð 35 Fossvogi • www.utforin.is
Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 • Sólarhringsvakt
Komum heim til aðstandenda ef óskað er
Bryndís ValbjarnardóttirSverrir Einarsson
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Það sem hafa ber í huga varðandi andlát og útför
Hermann Jónasson Jón G. Bjarnason
✝
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu
við andlát og útför elskulegs föður okkar, tengda-
föður, afa og langafa,
HILMARS ÞÓRS BJÖRNSSONAR
fv. útgerðarmanns,
Árskógum 8,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir til starfsfólks líknardeildar
Landspítalans í Kópavogi.
Magnús Þór Hilmarsson,
Björn Ingþór Hilmarsson, Birna Katrín Ragnarsdóttir,
Hilmar Þór Hilmarsson, Þórunn Arinbjarnardóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra er auðsýndu
okkur samúð og hlýju við andlát og útför ástkærs
eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa,
SIGURÐAR BEN ÞORBJÖRNSSONAR
vélvirkja,
Pósthússtræti 1,
Keflavík.
Sérstakar þakkir til lækna og starfsfólks á deild
13E á Landspítalanum við Hringbraut.
Guð blessi ykkur öll.
Maja Sigurgeirsdóttir,
Ásta Ben Sigurðardóttir, Erlingur Bjarnason,
María Ben Erlingsdóttir,
Eyjólfur Ben Erlingsson.
✝
Þökkum af alhug öllum þeim sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför okkar kæru
JÓHÖNNU HALLDÓRU ELÍASDÓTTUR,
síðast til heimilis á
Öldugötu 44,
Hafnarfirði.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki hjúkrunar-
heimilisins Víðihlíðar í Grindavík.
Sigríður Elsa Óskarsdóttir,
Jón Áskels Óskarsson,
Valur Óskarsson, Ásdís Bragadóttir,
Guðríður Óskarsdóttir,
Hrafnkell Óskarsson, Þórhildur Sigtryggsdóttir,
Rut Óskarsdóttir, Gunnar Tómasson,
ömmubörn, langömmubörn og langalangömmubörn.
✝
Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur
samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför
ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengda-
föður, afa og stjúpföður,
HILMARS JÓHANNESSONAR
rafeindavirkjameistara,
Brekkugötu 19,
Ólafsfirði.
Guð blessi ykkur öll.
Hrafnhildur Grímsdóttir,
Jóhann G. Hilmarsson, Anne Irmeli Turunen,
Haukur Hilmarsson
Gunnar B. Þórisson, Helga Helgadóttir,
Súsanna V. Þórisdóttir, Gunnar S. Sigurðsson,
Gísli V. Þórisson, Guðný Ó. Viðarsdóttir
Grímur Þórisson, Anna Ingileif Erlendsdóttir
og fjölskyldur.
✝
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför
KRISTJÁNS ÞÓRÐARSONAR
fv. bónda Miðhrauni,
Boðahlein 29,
Garðabæ.
Guðmunda Veturliðadóttir,
Þórður Kristjánsson, Ásta Einarsdóttir,
Veturliði Rúnar Kristjánsson, Ragnheiður Haraldsdóttir,
Gunnar Kristjánsson, Linda Karlsdóttir,
Guðrún Helga Kristjánsdóttir, Arnar Þorsteinsson,
Ingibjörg Kristjánsdóttir, Ólafur Ólafsson,
afabörn og langafabörn.
Útfararþjónusta
Davíðs Ósvaldssonar ehf.
Davíð Ósvaldsson
Útfararstjóri
S. 896 6988 / 553 6699
Óli Pétur Friðþjófsson
Útfararstjóri
S. 892 8947 / 565 6511
✝
Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát og
útför móður okkar og tengdamóður,
STEINUNNAR KRISTJÁNSDÓTTUR,
Dalbraut 27,
Reykjavík.
Oddfríður Lilja Harðardóttir, Þórður Guðmannsson,
Guðmundur Þ. Harðarson, Ragna María Ragnarsdóttir,
Kristján Harðarson, Ruth Guðbjartsdóttir
og fjölskyldur.
✝
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur
samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför,
EGGERTS KONRÁÐSSONAR
frá Kistu.
Sérstakar þakkir til starfsfólks
Heilbrigðisstofnunarinnar Hvammstanga.
Konráð Eggertsson, Jakobína Guðmundsdóttir,
Ragnheiður Eggertsdóttir, Jóhannes Erlendsson,
Valdimar Eggertsson,
Agnes Magnúsdóttir, Gunnar Konráðsson,
barnabörn og barnabarnabörn.