Morgunblaðið - 20.07.2008, Qupperneq 52

Morgunblaðið - 20.07.2008, Qupperneq 52
Björk Guðmundsdóttir er nösk á ferska tónlist og frumlega listamenn … 54 » reykjavíkreykjavík 00 00 00 00 Eftir Helga Snæ Sigurðsson helgisnaer@mbl.is H ildur Elín Ólafsdóttir og Pantelis Zikas eru íslensk-grískt dans- par. Þegar þau ganga inn á kaffihúsið 10 dropa við Laugaveg horfa gestir á þau, enda eru þau hreystin uppmáluð og greinilegt að þau eru í betra formi en meðalmaðurinn. Vægt til orða tek- ið. Hildur og Pantelis hafa dansað nær alla ævi og hefðbundinn vinnu- dagur hjá þeim, í dansflokki rík- isóperunnar í Hannover í Þýskalandi (Staatsoper Hannover), felur í sér um 7-8 klukkustunda dansæfingar. Reyndar er teygt inn á milli, spjallað og menn fá sér auðvitað að borða enda eru hitaeiningarnar ófáar sem dansparið brennir á degi hverjum. Þau segja líka blaðamanni að þau borði það sem þeim dettur í hug, þeg- ar talið berst að steiktu fleski. Lyktin af því fyllir nefnilega loftið á kaffi- húsinu lungann úr viðtalinu. Sam- keppnin er gríðarlega hörð í dans- heimi Evrópu, órafjöldi dansara keppist um örfáar stöður hjá dans- flokkum og málið verður enn flókn- ara þegar danspar sækist eftir stöð- um í sömu borg, hvað þá hjá sama dansflokki. Það verður því að teljast þó nokk- urt afrek og mikil viðurkenning fyrir Hildi og Pantelis að geta unnið sam- an, hjá sama dansflokki. Þau dansa reyndar sjaldan hvort við annað í uppfærslum, þau eru of nálægt hvort öðru í hæð. Þau gera grín að þessu og segja það bara betra, annars væru þau ábyggilega sífellt að rífast og kenna hvort öðru um það sem aflaga fer á æfingum. „Þess vegna erum við ennþá saman,“ segir Hildur og hlær. Þau reyni að taka vinnuna ekki heim með sér en veiti þó hvort öðru góð ráð. Bláeygði Grikkinn Hvar kynntust þið og hvenær? Hildur brosir hálffeimnislega en Pantelis er prakkaralegur þegar spurningin er borin upp. Þau hlæja innilega og Hildur ríður á vaðið. „Vinur hans var í sama skóla og ég (Konunglega listdansskólanum í Hol- landi) og þegar ég sagði honum að ég hefði fengið vinnu í Düsseldorf sagð- ist hann eiga vin sem væri að fara að vinna þar líka, hann væri grískur með falleg blá augu,“ segir Hildur brosandi og Pantelis verður góður með sig, sýnir bláu augun. Hildur segist svo hafa farið að líta eftir gríska stráknum, þau hafi farið að spjalla saman og eitt leitt af öðru. Pantelis grípur hér inn í sögu: „Hún neitaði mér í fyrstu,“ segir hann og hlær stríðnislega. Hildur hafi sagst vilja einbeita sér að vinnunni og hann hafi verið ljón í veginum. Honum hafi þó tekist á endanum að næla í hana. „Ég bjó áð- ur í Danmörku og þessar hávöxnu, ljóshærðu og bláeygu konur, fallegar og sterkar...,“ byrjar Pantelis og er orðinn dreyminn á svip og engu lík- ara en hann ætli að fara að ljóstra einhverju upp um Danmerkurár sín. En þá brosir hann stríðnislega til Hildar og segir enn meiri fegurð- ardís hafa birst sér í dansflokknum í Düsseldorf. Hún hafi heillað hann upp úr skónum. Aðskilin í eitt ár Hildur og Pantelis störfuðu í sex ár í dansflokki Rínaróperunnar í Düsseldorf en ákváðu svo að tími væri kominn á breytingar. Þau segja að það hafi verið erfið ákvörðun, það sé ekkert grín að leita sér að vinnu í dansbransanum og hvað þá sem par. Mörgum hafi þótt þetta hálfgert brjálæði hjá þeim, gríðarleg áhætta að taka. Hildur bendir á að áhætta sé ekki aðeins að fara úr öruggu starfi eða út í óvissuna. Það sé líka áhætta að vera um kyrrt á sama stað með sömu þægindin því þá geti maður verið að missa af tækifærum annars staðar. „Svo fyrir okkur var það bæði áhætta að vera kyrr og að fara ann- að,“ segir Hildur. Þau hafi svo þurft Enginn dans á rósum Hildur og Pantelis þurfa svo sann- arlega að vera á tánum í vinnunni Morgunblaðið/Valdís Thor Á háhest? „Hún neitaði mér í fyrstu,“ segir Pantelis stríðinn um upphaf sambands þeirra Hildar. Þau kynntust í dansflokki Rínaróperunnar í Düsseldorf fyrir einum níu árum og dansa enn saman, við ríkisóperuna í Hannover. Glæsileg Hildur Elín sýnir ótrúlega fimi listdansarans.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.