Morgunblaðið - 20.07.2008, Qupperneq 53
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. JÚLÍ 2008 53
að vinna hvort í sínu landinu, Pantel-
is í Sviss og hún í Þýskalandi, einn
vetur. Hann hélt áfram hjá dans-
flokki Theater Basel, hún fékk starf
við ríkisóperuna í Hannover.
Það hlýtur að hafa verið erfitt?
Pantelis tekur undir það, það hafi
reynt á þau að vera aðskilin. „Við
vorum búin að búa og vinna saman í
ein sex eða sjö ár en það var áhuga-
vert að hafa þennan tíma út af fyrir
sig,“ segir Pantelis, þó hann hefði
heldur kosið hitt, þ.e. að búa með
Hildi.
Hildur bætir við að þau hafi alltaf
miðað við að þetta yrði bara eitt ár.
Að því loknu myndi Pantelis sækja
um stöðu við dansflokkinn í Hann-
over. Þegar að því kom hafi hún orðið
ögn áhyggjufull enda ekki viljað eyða
öðru ári án unnustans. Pantelis fékk
hins vegar stöðu hjá flokknum við
ríkisóperuna og flutti til Hannover,
þar sem þau búa enn og starfa.
Starfssamningar þeirra renna út eft-
ir 13 mánuði en þau segjast eiga von
á framlengingu á þeim.
Líf atvinnudansarans er greinilega
enginn dans á rósum. Fyrir utan
gríðarlegt álag, strangar æfingar og
nauðsynlegan sjálfsaga er líf dans-
arans aðeins skipulagt eitt ár í senn.
Þannig eru þeir í raun í sífelldri
óvissu um framtíð sína og þurfa alltaf
að vera á tánum, í tvennum skilningi.
Allt opið
Pantelis hefur samið sex dansverk
sem öll hafa verið sett upp, í Grikk-
landi, Sviss, Þýskalandi og Dan-
mörku. Hann getur vel hugsað sér að
halda áfram að semja. Hvað framtíð-
ina varðar segir Hildur gott að hafa
nægar hugmyndir og halda öllu
opnu. Það sé óumflýjanlegt að þau
hætti að dansa einhvern daginn.
„Maður hefur fengið endalausar
upplýsingar, er stútfullur af þeim og
ég held að það sé bara eðlilegt að
nýta þær á einhvern hátt, í kóreóg-
rafíu, kennslu eða eitthvað svoleiðis,“
segir Hildur. „Það er ekkert öryggi í
þessu starfi,“ bætir Pantelis við.
Sumir séu enn dansandi um fimm-
tugt, aðrir þurfi að hætt rétt rúmlega
tvítugir vegna meiðsla.
Nú hlýtur hugurinn að hafa þjálf-
ast mikið á löngum dansferli, eruð
þið ekki fljótari að læra verkin núna
en þið voruð í upphafi ferilsins?
„Jú, því smám saman losnarðu við
stressið og áhyggjur yfir því hvernig
þú lítur út, losnar við óöryggið [...] þú
verður afslappaðri, svona ertu bara
og ef mönnum líkar það vilja þeir
vinna með þér, ef ekki þá bíður mað-
ur eftir næsta danshöfundi,“ svarar
Pantelis og Hildur bætir við: „Því
meira sem þú dansar, þeim mun
meira hefur líkaminn fengið að
reyna. Þú hefur lært einhverjar
hreyfingar hjá einhverjum danshöf-
undi, svona eða hinsegin, og þú getur
nýtt þessar upplýsingar í líkam-
annum, eins furðulega og það hljóm-
ar.“
Dæmigerður vinnudagur hjá Hildi
og Pantelis hefst með hjólreiðaferð í
vinnuna og svo tekur við dansæfing
þar sem grunnurinn í ballettdansi er
æfður, hreyfingar og spor og lík-
aminn hitaður upp fyrir væntanleg
átök. „Þetta er eins og vítamín, allt í
þessu sem þú þarft,“ segir Hildur um
þessar æfingar. Síðan taka við æfing-
ar á ólíkum verkum. „Danshöfundar
krefjast ólíkra hluta af þér og þessir
ólíku stílar eru eins og ólík tungumál
og mállýskur fyrir okkur.
Klassíski ballettinn er eins og
móðurmálið, hann er grunnurinn,“
segir Pantelis og Hildur bætir við þá
samlíkingu og líkir klassískum ball-
ett við stafróf. Stafrófið sé síðan not-
að til að mynda ólík orð og setningar.
Billy Elliott í Grikklandi
Pantelis hóf ballettnám í heimabæ
sínum, Preveza á norðvestur-
Grikklandi, þegar hann var 10 ára.
Hann vildi hins vegar æfa fimleika en
þar sem hann var aðeins einn skráð-
ur í fimleikana lagði kennarinn til að
hann færi í ballett með stelpunum.
Ekki leist Pantelis vel á það í fyrstu
en fékk þó fljótlega áhuga sem end-
aði með því að hann fór í nám við
English National Ballet School og
hlaut síðan styrk til náms í Central
School of Ballet. Eftir það lá leiðin til
Danmerkur, Pantelis fékk þar stöðu
við Peter Schaufuss dansflokkinn ár-
ið 1997 en hélt svo til Rínar-
óperunnar í Düsseldorf tveimur ár-
um síðar. Hann segir foreldra sína
vissulega hafa orðið áhyggjufulla
þegar hann sagðist ætla að leggja
dansinn fyrir sig, þau hafi óttast um
fjárhagslega afkomu drengsins.
En hvernig er með vinina? Þeir
hljóta að öfunda þig í dag, allir
komnir með bumbu er það ekki?
„Jú, það er rétt. Þegar ég fer
heim sé ég vinina svona (Pantelis
býr til stóra vömb út í loftið með
leikrænum tilþrifum). Í alvöru tal-
að,“ segir Pantelis kíminn. Þá hitti
hann líka gamla vini sem spyrji
furðu lostnir hvort hann hafi virki-
lega tekjur af því að dansa. Hildur
kannast líka við þetta en bæði segj-
ast þau hitta fólk sem dáist að því að
þau hafi náð því að láta drauminn
rætast, að vinna við það sem þeim
þyki skemmtilegast, að vinna við
listsköpun.
Öskubuska og Eldfugl
Það eru ýmsar spennandi upp-
færslur framundan hjá Hildi og
Pantelis á næsta starfsári ríkisóper-
unnar í Hannover, m.a. ballettinn
Öskubuska, ballett Jörg Mannes við
tónverkin Myndir á sýningu (Mus-
sorgsky) og Eldfugl (Stravinskíj) og
Apropos Bach eftir Mannes og
William Forsythe við tónlist Bach.
Eru einhverjar uppfærslur eft-
irminnilegri en aðrar á ferlinum?
Pantelis nefnir Draum á Jóns-
messunótt, þar sem hann dansaði
hlutverk Bokka. „Það er mikið um
leik og fíflalæti,“ útskýrir hann en
dansinn sé auk þess undurfallegur.
Hildur segir erfitt að velja eitthvað
stykki úr en nefnir á endanum ball-
ettinn Pulcinellu, sem settur var upp
í Hannover í fyrra. „Það er eitt
stærsta hlutverk sem ég hef fengið
hingað til, samið með mig í huga og
svo fékk ég að gefa mig mikið í það.
Það var rosalega gaman.“
Vefsíða Rínaróperunnar í Hann-
over: www.oper-hannover.de/
Stafróf dansins Hildur og Pantelis í Pulcinellu í ríkisóperunni í Hannover og Pantelis á stökki og á sviði.
REYKHOLTSHÁTÍÐ 2008
Karlakórinn frá St. Basil
dómkirkjunni í Moskvu, Virtuosi
di Praga og Donald Kaasch
verða meðal flytjenda á hátíðinni
2008,
dagana 23.-27. júlí nk.
Forsala aðgöngumiða á Midi.is.
Nánari upplýsingar á
www.reykholtshatid.is
3.-24. júlí í Kringlunni
Bandarískur hermaður hvílist upp
við skotbyrgi í Korengal-dalnum í
Afganistan, 16 september
Tim Hetherington, UK fyrir Vanity Fair
Landnámssetrið í Borgarnesi
437 1600 | landnamssetur@landnam.is
BRÁK eftir BrynhildiGuðjónsdóttur (Söguloftið)
Lau 23/8 kl. 15:00
Lau 23/8 kl. 20:00
Sun 24/8 kl. 16:00
Fös 29/8 kl. 20:00
Lau 30/8 kl. 15:00
Lau 30/8 kl. 20:00
Lau 6/9 kl. 15:00
Lau 6/9 kl. 20:00
Sun 7/9 kl. 16:00
Frú Norma
4711166 | norma@frunorma.is
3DM - þrír dje emm (Sláturhús - Menningarsetur - Egilsstöðum)
Sun 20/7 kl. 20:00 Þri 22/7 kl. 20:00 Fim 24/7 kl. 20:00
Soffía mús á tímaflakki (Farandleiksýning)
Fös 25/7 kl. 11:00 F Sun 27/7 kl. 13:00 F
Kómedíuleikhúsið Ísafirði
8917025 | komedia@komedia.is
Gísli Súrsson (Haukadalur Dýrafirði/ferðasýning)
Fös 25/7 kl. 14:00 Lau 26/7 kl. 20:00 U
Pétur & Einar (EinarshúsBolungarvík)
Fim 24/7 kl. 20:00 Fim 31/7 kl. 20:00
Hildur Elín Ólafsdóttir er fædd árið 1980 í Reykjavík.
Hún nam dans við Listdansskóla Íslands á árunum
1990-96 og hélt að loknum gagnfræðaskóla til Hol-
lands í frekara dansnám við Konunglega listaháskól-
ann í Haag. Hún útskrifaðist þaðan þremur árum síð-
ar, árið 1999. Auk þessa var Hildur í sex vikur í
sumarskóla School of American ballet í New York ár-
ið 1996, áður en hún fór til Hollands, og hafði hlotið
styrk frá menntamálaráðuneytinu til að fara í skólann
í New York.
Að námi loknu fékk Hildur stöðu við Rínaróperuna
í Düsseldorf og dansaði þar til ársins 2005. Þá hélt
hún í eitt ár til Basel í Sviss, dansaði þar með dans-
flokki Theater Basel. Þaðan hélt hún til ríkisóper-
unnar í Hannover, hóf þar störf haustið 2006 og starf-
ar þar enn.
Af þeim uppfærslum sem Hildur hefur tekið þátt í á
ferli sínum nefnir hún t.d. Vorblótið, Svanavatnið,
Þyrnirós, Sylvia, Duende, Rómeo og Júlíu, Óþelló,
Draum á Jónsmessunótt, Stabat Mater og Apropos
Bach.
Pantelis Zikar fæddist árið 1977 í bænum Preveza á
Grikklandi. Hann nam ballett í einkaskóla þar og hélt svo
til Lundúna til náms við English National Ballet School
en skipti um skóla og útskrifaðist frá Central School of
Ballet 1997. Pantelis vann danskeppni í síðarnefnda skól-
anum í janúar 1997 og hlaut styrk að launum sem hann
nýtti sér til framfærslu. Þá hlaut hann silfurverðlaun í
Genée International-ballettkeppninni í London sama ár.
Pantelis gerðist atvinnudansari 1997 við Peter Schau-
fuss-ballettinn í Danmörku og dansaði þar til ársins
1999. Þá var hann ráðinn til Rínaróperunnar í Düssel-
dorf. Árið 2005 réð hann sig til dansflokksins við Theater
Basel í Sviss og dansaði þar í tvö ár, þ.e. þar til hann
hlaut stöðu við ríkisóperuna í Hannover.
Pantelis hefur dansað í mörgum sömu verkum og
Hildur nefnir auk þeirra Sarabande, West Side Story,
Öskubusku, Hamlet, Coppelíu, Symphonie Fantastique,
Hnotubrjótinn og La Sylphide. Pantelis er einnig dans-
höfundur, á að baki verkin Delete, Short before – short
after, Spinning coin, Your moves are mine, The last Go-
odbye og Pre Lab.
Úr ferilsskránum