Morgunblaðið - 20.07.2008, Side 60
SUNNUDAGUR 20. JÚLÍ 202. DAGUR ÁRSINS 2008
Heitast 20°C | Kaldast 12°C
Suðlæg átt, 3-8 m/s,
léttskýjað austan til og
annars bjart veður.
Þykknar upp smám
saman undir kvöld. » 8
ÞETTA HELST»
Opinn hugbúnaður betri?
Opinn hugbúnaður er öllum að-
gengilegur og oft ókeypis. Í stefnu
forsætisráðuneytisins segir að slíkur
hugbúnaður ýti undir frjálsa sam-
keppni og komi í veg fyrir einokun
birgja. Deildar meiningar eru þó um
ágæti slíks búnaðar. » Forsíða
Milljón í afslátt
Umboðsaðili Nissan á Íslandi mun
bjóða ákveðinn fjölda bíla sinna á
allt að einnar milljónar króna af-
slætti frá og með morgundeginum.
Fyrirtækið situr uppi með dágóðan
fjölda óseldra bíla og skv. sam-
komulagi við framleiðanda verður
gefinn afsláttur frekar en að end-
ursenda bílana. » 4
Tryggvi styrkir stjórn
Talsmenn stjórnarandstöðunnar
telja skipun nýs efnahagsráðgjafa
forsætisráðherra yfirleitt vera skref
í rétta átt sem jafnvel hefði átt að
stíga fyrir löngu. » 2
Vegagerðin og Kerið
Vegagerðin segist ekki hafa
stundað neina efnistöku við Kerið
þótt því hafi verið haldið fram. » 8
SKOÐANIR»
Staksteinar: Bubbi í sálmabókina?
Forystugreinar: Réttur maður í
starfið | Ríkið á auglýsingamarkaði
Reykjavíkurbréf: Hvað varð um
einkavæðingarstefnuna?
Ljósvaki: Ewing lifir góðu lífi …
UMRÆÐAN»
Starfsfólk ánægt með reykingabann
Atvinnuleysi minnkaði milli ára
Skipti breyta um skipulag
Þetta helst
Falskt öryggi í Kópavogi
Vinsælar náttúruperlur og ferðamenn
Leið út úr gróðurhúsavandanum
Ábending
ATVINNA »
KVIKMYNDIR»
Ekkert framhald af
Gyllta áttavitanum? » 59
Árni Matthíasson
segir fyrstu breið-
skífu söngkonunnar
Santogold eina
bestu frumraun síð-
ustu mánaða. » 54
TÓNLIST»
Frábær
frumraun
FÓLK»
Leikkonan Salma Hayek
er á lausu. » 58
MYNDASÖGUR»
Blautir draumar nörda
geta ræst. » 57
Á vefsíðu lista-
mannsins Banksy er
meðal annars hægt
að prenta verk hans
á hvað sem hugurinn
girnist. » 56
Heimagerðir
Banksy-bolir
MYNDLIST»
reykjavíkreykjavík
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0
Morgunblaðið bíður
eftir þér þegar þú
vaknar á morgnana
SPARIÐ HELMING MEÐ ÁSKRIFT
Í LAUSASÖLU 300 ÁSKRIFT 2950 HELGARÁSKRIFT 1800 PDF Á MBL.IS 1800
VEÐUR»
» VEÐUR mbl.is
»MEST LESIÐ Á mbl.is
1. Tveir svindlarar á ferð
2. Björk ætti frekar að syngja …
3. Ljóðakeppni á Litla-Hrauni
4. Bandarískir sérsveitarmenn …
Eftir Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
HALLDÓR Björnsson er í hópi nokkurra leið-
sögumanna sem starfa fyrir Flugfélag Íslands á
Grænlandi og leiðir ferðamenn um Kulusuk í
dagsferðum og lengri ferðum. Þetta er tíunda árið
sem Halldór er á þessum slóðum og þekkir hann
því orðið hverja klöpp í Kulusuk.
Vinnudagurinn hjá honum er óhefðbundinn að
því leyti að hann býr á Selfossi og þarf því að
koma sér að morgni til Reykjavíkur til að ná flug-
inu til Kulusuk. Einhverjir vinna eflaust lengri
vinnudag fyrir austan fjall því eftir dagsferð til
Grænlands er Halldór yfirleitt kominn heim til sín
um kvöldmatarleytið, ef áætlunin stenst.
Leiðsögumannsferill Halldórs nær lengra aftur
en til 1998, því fyrst hóf hann störf í ferðamennsk-
unni árið 1987. Fyrstu tvö sumrin á Grænlandi
voru fyrir Íslandsflug, sem þá auglýsti eftir leið-
sögumanni, en síðan fór hann að vinna fyrir Flug-
félag Íslands. Hann segist hafa unnið við leiðsögn
allt árið um kring, þar til síðasta vetur að hann
gerðist flugumsjónarmaður hjá Air Atlanta. Leið-
sögnin í Kulusuk er því orðin að sumarstarfi.
Þekkir fleiri en í hverfinu
Halldór segir ferðamynstrið hafa örlítið breyst
á þessum tíu árum. Eftir sem áður eru erlendir
ferðamenn langfjölmennastir en þeir eru farnir að
dveljast lengur á svæðinu í senn, í 1–3 nætur, og
fara þá líka til Ammassalik, Kummiut eða fleiri
staða á austurströndinni. Ferðaþjónustan sé klár-
lega að aukast á þessum svæðum.
Ferðamennirnir koma úr öllum áttum, þetta
eru ekki bara Norðurlandabúar, Þjóðverjar, Bret-
ar eða Bandaríkjamenn. Halldór verður var við æ
fleiri Austur-Evrópubúa, Kínverja og Japani.
Hann segir marga ferðamenn nota það tækifæri
sem þeir hafa á Íslandi til að skreppa til Græn-
lands, nokkuð sem þeir myndu ekki gera annars.
Gjarnan vildi hann sjá fleiri Íslendinga. „Eftir tíu
ár í þessum ferðum er maður farinn að þekkja vel
til í Kulusuk og næsta nágrenni. Þorpsbúar eru
farnir að kannast vel við mann og ég þekki þarna
mun fleiri en ég geri í hverfinu mínu á Selfossi.“
Spurður um breytingar í Kulusuk á þessum
tíma, segir Halldór að atvinnuveiðimönnum hafi
fækkað. Um leið hafi sleðahundum á svæðinu
fækkað. Eftir sem áður gangi illa að fá fólk í önnur
störf. Velferðarkerfið á Grænlandi sé mjög gott og
margir hafi vanist því að vera á bótum. Fólki vanti
því hvatningu til að hefja eigin atvinnustarfsemi.
Frá Selfossi til Grænlands
Halldór Björnsson leiðsögumaður þekkir orðið hverja klöpp í Kulusuk eftir leið-
sögn þar síðustu tíu sumrin Finnur aukinn áhuga ferðamanna á Grænlandi
Morgunblaðið/Björn Jóhann
Leiðsögn Halldór Björnsson leiðsögumaður að
störfum í Kulusuk fyrir Flugfélag Íslands.
Í HNOTSKURN
»Árlega fara um 20 þúsund manns tilKulusuk með áætlunarflugi Flugfélags
Íslands. Þangað fara um 165 tonn af alls
kyns vörum árið um kring.
»Langflestir farþeganna eru erlendirferðamenn, en þetta er stærsta flugleið
félagsins. Um 10% farþega eru íslensk.
» Íslensk hjón, Jóhann Brandsson ogGuðrún Eyjólfsdóttir, hafa rekið minja-
gripaverslun og ferðaþjónustu í Kulusuk
undanfarin tíu ár. Þau dvelja þar núna yfir
sumarmánuðina.
Hundrað mínútur | 6
VÍÐÁTTUR hálendisins eru vinsælar til hverskonar gönguferða og úti-
vistar á sumrin. Hestamenn eru meðal þeirra sem eru duglegir við að
nýta sér kosti óbyggðanna og virtust þessir knapar una sér vel í veð-
urblíðu og náttúrufegurð Landmannalauga á dögunum. Fjölmargar hesta-
leigur skipuleggja hálendisferðir á sumrin jafnt fyrir vana sem óvana
knapa og er það tilvalið til að komast í snertingu við landið. jmv@mbl.is
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Litadýrð í Landmannalaugum