Morgunblaðið - 31.07.2008, Síða 2
2 FIMMTUDAGUR 31. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Nú getur þú tryggt þér síðustu sætin í sólina aðra
leiðina til Alicante á hreint ótrúlegum kjörum
6. eða 13. ágúst. Gríptu
tækifærið og tryggðu þér
sumarauka á frábærum
kjörum.
Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is
Alicante
*** Aðeins örfá sæti laus ***
Munið Mastercard
ferðaávísunina
Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku.
Ath. að verð getur breyst án fyrirvara.
frá kr. 19.990
6. eða 13. ágúst
kr. 19.990
Flugsæti aðra leið með sköttum til
Alicante 6. eða 13. ágúst.
Netverð á mann.
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is Daglegt líf
Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is, Bergþóra Njála Guðmundsdóttir, ben@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gud-
laug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
FRÉTTASKÝRING
Eftir Þorbjörn Þórðarson
thorbjorn@mbl.is
„ÞAÐ sem vegur þyngst er að olíu-
verð hefur sett reksturinn úr skorð-
um. Við sáum ekki þessar þreng-
ingar fyrir. Veikt gengi krónunnar
er líka mjög slæmt fyrir reksturinn
enda eru öll okkar aðföng keypt er-
lendis, til dæmis varahlutir í vagn-
ana,“ segir Reynir Jónsson, fram-
kvæmdastjóri Strætó bs.
Útlitið er ekki gott hjá fyrirtæk-
inu um þessar mundir. „Við áætlum
að okkur vanti um þrjú hundruð
milljónir í reksturinn bara til þess að
komast í gegnum þetta ár,“ segir
Reynir.
Að sögn Reynis hafa nýir kjara-
samningar einnig sett strik í reikn-
inginn. Laun hafi hækkað enda eru
starfsmenn fyrirtækisins hjá fjórum
stéttarfélögum, Starfsmannafélagi
Reykjavíkur, Samiðn, Eflingu og svo
eru ökumenn verktaka sem keyra
vagna fyrir fyrirtækið hjá ASÍ.
Miðaverð í strætó hér er lágt í sam-
anburði við önnur lönd. Miðaverð
hefur ekki breyst síðan í ársbyrjun
2006, þegar það var lækkað.
Sveitarfélögin þurfa að mæta
rekstrarvanda félagsins
Ein af spurningunum sem Strætó
stendur frammi fyrir er hvaðan fjár-
magnið eigi að koma. Er til dæmis
réttlætanlegt að gefa frítt í strætó
þegar fyrirtækið er í fjárhags-
kröggum? „Það er tekist á um þessi
atriði. Þegar ákveðinn hópur í sam-
félaginu fær frítt í vagnana þá missir
fyrirtækið auðvitað tekjustofn, eðli
málsins samkvæmt. Taki sveitar-
félögin tekjustofninn út verða þau
hreinlega að kaupa hann af okkur,
það er grundvallarhugsunin. Vand-
inn í þessu er samt sá að þegar
harðnar á dalnum hjá fólki þá versn-
ar fjárhagur sveitarfélaganna. Þetta
er því ekki auðsótt fé, “ segir Reynir.
Fyrir liggur að tekjur borgarsjóðs
Reykjavíkurborgar munu dragast
saman um tvo milljarða á þessu ári
samkvæmt spám. Lögboðnum verk-
efnum sveitarfélaga fjölgar þegar
kreppir að, enda þurfa fleiri á aðstoð
að halda. Fjárhagsvandi Strætós er
bæði gamall og nýr. Um er að ræða
fortíðarvanda sem hefur aldrei verið
leystur fyllilega. Flest venjulegt fólk
gerir kröfu um góðar almennings-
samgöngur. Því snertir vandinn öll
sveitarfélögin sem standa að baki
fyrirtækinu.
Eitt af þeim úrræðum sem standa
til boða er að minnka tíðni á leiðum
sem eru illa nýttar af farþegum.
„Okkar talningar sýna að með-
alfjöldi farþega á einni stræt-
isvagnaleið á heilu kvöldi eru
kannski tveir til þrír farþegar. Þá
spyrjum við okkur, er þetta skyn-
samleg ráðstöfun á fjármunum?“
Leiðirnar sem um ræðir eru leiðir
inn á jaðarsvæði, nýjar byggðir í út-
jaðri borgarinnar, til dæmis leið 18
sem fer upp í Grafarholt.
Hugmyndir voru uppi á vettvangi
sveitarfélaga að ef verkefnið með
námsmannakortið myndi heppnast
vel yrði það skoðað hvort grunn-
skólanemum yrðu gefin slík kort. Að
sögn Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar,
formanns borgarráðs, hafa engar
ákvarðanir um slíkt verið teknar.
Morgunblaðið/hag
Almenningssamgöngur Strætó bs. glímir nú við mikinn rekstrarvanda. Fyrirtækið vantar 300 milljónir í reksturinn til þess að komast í gegnum þetta ár.
Mikill vandi hjá Strætó
300 milljónir vantar í reksturinn á þessu ári Ástæður eru olíuverð, nýir kjara-
samningar og dýr aðföng Ekki liggur fyrir hvort grunnskólanemar fá frítt
MIÐJAN, þáttur í Útvarpi Sögu,
síðdegis í gær þar sem Sverrir
Stormsker ræddi við Guðna Ágústs-
son, formann Framsóknarflokksins,
endaði með því að Guðni gekk út í
beinni útsendingu. „Eftir klukku-
tíma þref yfirgaf ég þáttinn,“ sagði
Guðni. „Ég tel mér ekki skylt að
sitja í svona samræðum.“ Guðni
sagði það sem olli því að hann gekk
á dyr hafa verið „útúrsnúningar og
athugasemdir sem ég kann ekkert
við í svona þætti um menn og mál-
efni“.
Ekki meiningin að ögra Guðna
Talið barst meðal annars að land-
búnaðarstefnu Guðna. Sverrir sagði
fé sem færi í landbúnaðarráðuneytið
jafngilda því að fimmtán milljörðum
væri sturtað í klósettið á hverju ári.
Hann sagði líklega mest hafa fokið í
Guðna við þessi orð. Hann sagði
einnig hugsanlegt að Guðni hefði
gengið út „vegna þess að ég gaf það
í skyn að hann væri sveitamaður eða
sagði það jafnvel beinum orðum“.
Sverrir sagðist efast um að stjórn-
málamaður hefði nokkurn tímann
áður yfirgefið útvarpsþátt í bræði.
Sverrir sagði að eftir þáttinn hefði
Guðni komið að máli við Arnþrúði
Karlsdóttur, útvarpsstjóra á Út-
varpi Sögu, og óskað eftir því að
þátturinn yrði ekki endurfluttur. Í
samtali við Morgunblaðið sagðist
Guðni vona að útvarpsstöðin endur-
skoðaði hvað hún sendi í loftið.
Aðspurður sagðist Sverrir ekki
hafa búist við þessum viðbrögðum
og að meiningin hefði ekki verið að
ögra Guðna. „Það er gaman að
kallinum, og það hefði verið ennþá
meira gaman að honum ef hann
hefði viljað sitja lengur.“
sigrunhlin@mbl.is
Guðni
gekk út
í beinni
Þáttur á Útvarpi
Sögu endaði óvænt
Guðni
Ágústsson
Sverrir
Stormsker
HEILSULIND og gufubað verða tekin í notkun á Laug-
arvatni vorið 2010. Framkvæmdir hófust sl. haust en
rekstraraðili verður dótturfélag Bláa lónsins hf.
Nauðsynlegt reyndist að loka gamla gufubaðinu á fram-
kvæmdatímanum, m.a. vegna þess að heilbrigðisyfirvöld
gátu aðeins veitt takmarkaðar undanþágur til rekstrar.
Það hefur lengi verið vinsælt meðal aðkomu- og heima-
manna og er með þekktari heilsulindum landsins.
Byggingin myndi samstæða heild við umhverfið
Í fréttatilkynningu frá Bláa lóninu kemur hins vegar
fram að við uppbygginguna verði lögð áhersla á að við-
halda þokka og ímynd gamla gufubaðsins, jafnt út frá
stærð, rými, efnisvali og tilfinningu. Byggingin verður að
hluta til felld inn í landslagið svo hún myndi samstæða
heild við umhverfið.
Vonast er til að með uppbyggingunni verði til aðlaðandi
útivistar- og baðstaður fyrir alla fjölskylduna og að nýja
gufubaðið og heilsulindin verði einstök hér á landi. Upp-
haflega átti að taka heilsulindina í notkun sl. vor en fram-
kvæmdum var frestað vegna ytri aðstæðna.
Gufa ehf. mun reisa og eiga mannvirkin sem byggð
verða við gufubaðið á bökkum Laugarvatns. Félagið stofn-
uðu hollvinasamtökin Smíðahús og Gufubað. ylfa@mbl.is
Bygging heilsulindar
á Laugarvatni hafin
Framkvæmdir í fyrra og taka á bygginguna í notkun vorið
2010 Reynt að viðhalda ímynd gamla, þekkta gufubaðsins
Nýtt Svona mun heilsulindin við Laugarvatn líta út.
Hvers vegna er strætó
í rekstrarerfiðleikum?
Olíuverð hefur aldrei verið hærra.
Krónan er veik og mestur hluti að-
fanga er keyptur erlendis. Laun
starfsmanna hafa líka hækkað.
Ferðast allir námsmenn frítt
með strætó?
Framhalds- og háskólanemar á höf-
uðborgarsvæðinu, fyrir utan Garða-
bæ, fá námsmannakort. Gildir það
frá 15. ágúst til 31. maí.
Hvaðan ætti fjármagnið að koma?
Frá sveitarfélögunum á höfuðborg-
arsvæðinu, þau reka og eiga Strætó
bs. Reykjavíkurborg er þar stærsti
hluthafinn með 65% eignarhlut.
Hvað gerist ef sveitarfélögin
útvega ekki aukafjármagn?
Nokkur úrræði eru í stöðunni.
Hækka miðaverð, draga úr ferða-
tíðni, fækka leiðum eða fækka
starfsfólki. Ekkert slíkt er hins vegar
á dagskrá.
S&S