Morgunblaðið - 31.07.2008, Side 8

Morgunblaðið - 31.07.2008, Side 8
8 FIMMTUDAGUR 31. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR FRÉTTASKÝRING Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is SUMARHÚSAEIGENDUR eru ábyrgir fyrir frárennslinu frá hús- um sínum, en fráfarandi formaður Landssambands sumarhúsaeigenda vill að sveitarfélög eða orkuveitur annist fráveitulagnirnar. Því eru talsmenn þeirra ekki sammála. Í nýútkominni sumarhandbók Landssambands sumarhúsaeigenda, ritar Ásgeir Guðmundsson, fráfar- andi formaður LS, grein þar sem hann beinir því til umhverfisráðu- neytisins að settar verði reglur, sem skyldi sveitarfélög eða orkuveitur til að annast fráveitulagnir í sum- arhúsabyggðum. Í flestum þétt- býliskjörnum sé talið sjálfsagt að sveitarfélagið sjái um lagnir til og frá húsum. Ásgeir bendir einnig á að algengt sé að heitt vatn úr pott- um renni beint út í hraun eða það sé leitt út í næsta skurð eða á næstu lóð og endi hugsanlega í nærliggj- andi stöðuvatni, „paradís svæð- isins“. Því fylgi hugsanlega meng- unarhætta. Mikill kostnaður fyrir eigendur Um 14.200 sumarhús eru skráð á landinu, samkvæmt Sumarhúsa- handbókinni, og þar af um 50% á Suðurlandi. Jakob Sigurður Friðriksson, framkvæmdastjóri framleiðslu og sölu hjá Orkuveitu Reykjavíkur, segir að enginn geti skyldað OR til að taka að sér kostnaðarsöm verk- efni eins og fráveitur í sum- arhúsabyggðum. Hins vegar sé ábending Ásgeirs réttmæt og þetta sé mál sem umhverfisráðuneytið þurfi að skoða. Ekki sé þar með sagt að hlaupa eigi upp um öll fjöll með lagnir. Jakob rifjar upp að þegar Orku- veitan ætlaði að byggja upp þétta um 600 húsa sumarhúsabyggð á Úlfljótsvatni fyrir um tveimur árum hafi hún ætlað að leggja fráveitu og hreinsistöð sem landeigandi og skipuleggjandi svæðisins. Hann bendir á að uppsetning hreinsi- mannvirkja sé mjög dýr og kostn- aður við fráveitu og hreinistöð hljóti alltaf að lenda á sumarhúsaeigend- um í formi þjónustugjalda. Birgir Þórðarson, heilbrigð- isfulltrúi hjá Heilbrigðiseftirliti Suð- urlands, telur að sveitarfélög fari seint í það að sinna fráveitum í sum- arhúsabyggðum – kostnaðurinn geti verið um 100 milljónir fyrir um 300 til 400 manna byggð – en þau geti sett ýtarlegri reglur en reglugerð segi til um. Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri í Bláskógabyggð, bendir á að sveitar- félagið nái frá Hveravöllum að Reykjavík og um 1.700 sumarhús séu því á mjög dreifðu svæði. Hreinsibúnaður fyrir örfáa bústaði upp á meira en 100 milljónir króna verði ekki settur upp á kostnað sveitarfélagsins að óbreyttu. Fast- eignaskattar fari í rekstur sveitarfé- lagsins og ef auka eigi skyldur og verkefni sveitarfélaga þurfi peninga til þess að standa undir því. Mik- ilvægt sé að skoða heildarmyndina frá upphafi til enda og hvernig eigi að fjármagna þjónustuna. Eins verði að gera greinarmun á þéttbýli og frístundasvæði. Heitt vatn ekki í rotþró Í leiðbeiningum Hollustuverndar ríkisins um rotþrær og siturlagnir frá 2002 segir að frárennsli frá ofna- kerfum, baðvöskum, heitum pottum, baðkörum og sturtuklefum þurfi ekki að leiða í rotþró þar sem slíkt geti skert virkni hennar til muna. Slíkt affallsvatn megi leiða í skipti- brunn eða jöfnunarþró. Viðmæl- endur taka í sama streng og vara við því að leiða heitt vatn í rotþró. Það eyðileggi virkni rotþróarinnar með þeim afleiðingum að saurgerlar geti komist í grunnvatn sem renni í neysluvatn. Tekist á um fráveitulagnir Morgunblaðið/Ómar Sumarhús Húsum í frístundabyggðum hefur fjölgað mikið og þar með óskum um bætta þjónustu. Fráfarandi formaður Landssambands sumarhúsaeigenda vill að settar verði reglur um frárennslismál.  Fyrrverandi formaður LS vill að sveitarfélög eða orkuveitur annist fráveitulagnir í sumarhúsabyggðum  Greinarmunur gerður á bæjum og þéttbýliskjörnum sveitarfélaga og frístundabyggðum Í HNOTSKURN » Í reglugerð um fráveit-ur og skolp segir að á öllum þéttbýlisstöðum, þétt- býlissvæðum og eftir atvik- um í þyrpingu frístundahúsa o.fl., skuli vera fráveita og farið eftir gildandi kröfum um hreinsun skolps. Ekki er minnst á skyldur sveitarfé- laga. » Aðlögunartími vegna úr-bóta í fráveitumálum á vatnsverndarsvæði Þing- vallavatns er til 1. janúar 2011. Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar, segir að verið sé að vinna að frumvarpi til laga um fráveitur og þar verði skerpt á skyldum sveitarfélaga og annarra landeigenda og skipulagsyfirvalda frístundabyggða varðandi ábyrgð á fráveitum, þar með talið frá- rennsli frá húsum. Í 13. grein reglugerðar um frá- veitur og skólp segir að fráveitur skuli vera frá einstökum húsum og þar á meðal frístundahúsum. Þar sem ekki sé sameiginleg fráveita beri að veita fráveituvatni um rotþró og siturleiðslu. Heilbrigð- isnefnd geti bannað notkun ófull- nægjandi fráveitulagna og krafist endurbóta og endurnýjunar. Krist- ín Linda segir að reglugerðin sé skýr og samkvæmt henni liggi fyrir reglur um frárennslismál í frí- stundahúsum. Hins vegar megi ekki útiloka mengunarhættu vegna fráveitumála í sumarhúsum og hafa beri í huga að lífríki Ís- lands sé mjög viðkvæmt. Kristín Linda segir að mikil vinna hafi verið lögð í nýtt frum- varp. Drögin hafi meðal annars verið unnin í samráði við Samtök sveitarfélaga, Samorku og félags- málaráðuneytið, sem hafi áður verið með málaflokkinn á sinni könnu, en gert sé ráð fyrir að frumvarpið verði lagt fram í haust. Skerpt á skyldum sveitarfélaga og annarra SÍMON Sveinn Sigurjónsson, fyrrverandi barþjónn í Naust- inu og síðar starfsmaður Al- þingis, andaðist á Grensás- deild Landspítalans 30. júlí, 77 ára. Hann var fæddur 4. ágúst 1930 í Reykjavík, sonur hjónanna Sigurjóns Símonar- sonar póstmanns og Hólmfríð- ar Halldórs- dóttur húsfreyju. Símon ólst upp í austur- bænum og átti heima um tíma í Ási við Laugaveg. Hann lærði til framreiðslu- manns og vann á námstíman- um á Hótel Borg. Að loknu námi 1952 gerðist hann yfir- þjónn á Gullfossi, flaggskipi Íslendinga. Þegar Veitinga- húsið Naustið var opnað 1954 varð hann yfirþjónn þar og síðar barþjónn. Símon lét af störfum á Naustinu 1985 og varð þá starfsmaður Alþingis og vann þar til 2002. Símon kvæntist Rögnu Est- er Guðmundsdóttur 21. mars 1953. Hún lifir mann sinn. Þau eignuðust synina Sigurjón og Guðmund sem lifa föður sinn. Andlát Símon S. Sigurjónsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.