Morgunblaðið - 31.07.2008, Síða 12

Morgunblaðið - 31.07.2008, Síða 12
12 FIMMTUDAGUR 31. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ Eftir Ylfu Kristínu K. Árnadóttur ylfa@mbl.is HVERT hitametið á fætur öðru var slegið á landinu í gær. Hitinn mæld- ist mestur á Þingvöllum en ekki bar á öðru en fólk hvarvetna á landinu kynni vel að meta þessi óvenjumiklu hlýindi. Ströndin í Nauthólsvík og flestar sundlaugarnar voru þétt setnar. Fólk spókaði sig jafnt á grænum svæðum sem í miðbæjum og ruku köldu svaladrykkirnir og íspinnarnir út. Útiborð kaffihúsanna voru þétt setin sem og nálægir grasbalar þar sem fólk mætti með sínar eigin veit- ingar. Hvert sem litið var mátti sjá fólk í sínum sumarlegustu fötum, með sólgleraugu og bros á vör enda ekki nógu oft sem landsmenn fá að upplifa daga sem þennan. Heitt við sjó og upp til fjalla Alls var um tugur hitameta sleg- inn í gær, flest frá ágústmánuði árs- ins 2004. Elsta hitametið sem féll var á Stórhöfða í Vestmannaeyjum en það hafði staðið síðan 1924. Þá var ekki aðeins heitt við sjávarmálið heldur líka upp til fjalla. Efst á Skálafelli, í 700 metra hæð, mældist hitinn 23,1 gráða. Hjá Veðurstofunni fengust þær upplýsingar að þó svalara yrði í dag en í gær tæki hitinn eflaust kipp á morgun. Þá verður hlýtt á laugardag en í kjölfarið mun kólna í veðri. Veðrið um verslunarmannahelgina verður því prýðisgott enda spáð hita, litlum vindi og lítilli úrkomu. Lands- menn geta því vel við unað. Morgunblaðið/Júlíus Á ströndinni Fjöldi fólks mætti í Nauthólsvíkina til að njóta hitans. Sannkölluð sólstrandarstemning ríkti á ströndinni og skiptist fólk á að liggja í sandinum eða leika sér og kæla sig í sjónum. Hlýjasti dagurinn í mörg ár Morgunblaðið/Árni Sæberg Landmannalaugar Þegar manngerðar laugar eru ekki nálægt er gráupplagt að skella sér í eina náttúrulega. Morgunblaðið/G. Rúnar Að leik Börn í Flatey léku sér í sjávarmálinu undir vökulu auga bátsverja.                                               !"       !#    $  ! % &'#( % ) !        *  *           *  *   *  *  *  *    Landsmenn brostu breitt í veðurblíðunni Morgunblaðið/Brynjar Gauti Svölun Gott er að stinga sér undir vatnsbunu þegar verður of heitt. Miðsumarshlýindin sem landsmenn hafa notið undanfarna daga náðu hámarki í gær Besta sumar frá 1944 mbl.is | Sjónvarp

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.