Morgunblaðið - 31.07.2008, Side 16

Morgunblaðið - 31.07.2008, Side 16
16 FIMMTUDAGUR 31. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT RADOVAN Karadzic, fyrrverandi leið- togi Bosníu-Serba, kemur fyrir Al- þjóða sakamáladómstólinn fyrir Júgó- slavíu (ICTY) fyrrverandi í Haag í dag en hann var fluttur með flugi til Rotter- dam í Hollandi í gær, þaðan sem hann var síðan fluttur í varðhaldsmiðstöð Sameinuðu þjóðanna í Haag. Karadzic kemur fyrir dóminn klukkan fjögur að staðartíma og verður þá gefið færi á að leggja fram málsvörn, ellegar einhvern tímann næstu þrjátíu dagana þar á eft- ir. Karadzic var tekinn höndum fyrir skömmu en hann fór huldu höfði sem náttúrulækningamaður í Belgrað, eftir þrettán ár á flótta frá réttvísinni. Hon- um er gefið að sök að hafa sem leiðtogi Bosníu-Serba framið glæpi gegn mann- kyni og stríðsglæpi, m.a. í umsátrinu um Sarajevo, þar sem 12.000 óbreyttir borgarar féllu í loftárásum. Karadzic lét sér vaxa sítt skegg en kemur fyrir dóminn rakaður eins og þegar hann leiddi Bosníu-Serba. baldura@mbl.is Karadzic fluttur til Haag            ! "# $  $ %&' (     ) '* ' +* *,%-),.'  '$.. $/  $/ 0+ .  123456 7. 8 +9 & 9: .9  ;* $' < $,= 8' ,'   ! "#    9> #     ?  "#  5   ! ! # &( >' #     "  6( 7  ! 2''/" ! !   !!    !   #   ! #   ! "   #$%$$&'" 8# 8,'@ ,' #'    ! ! "  > @ (#(% ) !  $ * + ,  * -$ ! "   ) .$   " / > > #0 $ * +     # >#! ,91% ) !  $    * !2 3 ! !      @,  A #&% ) !   $ 4 )      # 5!  6 46 7"   6 ! % 7"  7" ) 8 7. *'$ '9 $/  %  9(      ' % -#3  ' & 9(       $$.9 .<  $.9 ' ('  )B' ' (' $/  )B'   =9 (+  &9*' ' 8  -" + ! 6-6    +  % $  $69"$$!-  " 9  9 6%+-  -   )  $$ " " ::&  "6  % $   . % ;< -) "::    Karadzic árið 1992. Karadzic í gervi sínu. ÞAÐ hefur verið heitt á Íslandi síðustu daga og það hefur líka verið bærilegur hiti í Búlgaríu, um 30 stig eða svipað og mældist á Þingvöllum í gær. Þegar svona viðrar taka veiðiklærnar í borginni Varna fram stengurnar og vaða út í sjó- inn vel vopnaðir. Það er að sjálfsögðu heldur svalara í sjónum en hvers vegna karlarnir eru allir í einum hnapp fylgir ekki sögunni. Þá fer heldur engum sögum af aflanum eða hvers kon- ar fiskur það er, sem sóst er eftir. Hann hlýtur þó að vera vel við vöxt ef nokkuð er að marka vígalegar stangirnar. AP Með sjóstöng í Svartahafi TYRKNESKI stjórnlagadóm- stóllinn ákvað í gær að banna ekki AK-flokk- inn, stjórnar- flokkinn, en hann hafði verið sakaður um að brjóta gegn hinu veraldlega stjórnkerfi í landinu. Aftur á móti verða opinber framlög til hans helminguð í refs- ingarskyni. AK, sem vann mikinn kosninga- sigur í fyrra og er af íslömskum rótum runninn, reyndi að afnema bann við slæðuburði kvenna í há- skólum en það hleypti illu blóði í þá, sem vilja gera skýran greinarmun á trúarbrögðum og stjórnmálum, ekki síst herinn. Talsmenn AK þvertaka fyrir, að flokkurinn vilji koma á íslömsku kerfi í Tyrklandi og kölluðu kær- una árás á lýðræðið. Frá því á sjö- unda áratugnum hafa tuttugu ísl- amskir flokkar verið bannaðir í Tyrklandi. svs@mbl.is AK ekki bannaður Abdullah Gul, forseti Tyrklands. ÞAU sáu aumur á honum, umkomu- lausum krákuunganum, hjónin í Somerset í Bretlandi þegar þau voru á veiðum. Jack heitir hann og hann hefur vaxið og dafnað í góðu yfirlæti á heimilinu og tileinkað sér ýmsa siði heimilishundanna, sem alls eru fimm talsins. Hann er t.d. vanur að gera atlögu að bréfber- anum og stökkva upp í kjöltu hús- bóndans. Jack er hrifinn af góðgæti fyrir hunda en hann bregður sér stundum frá í einn dag eða svo og svalar sér svo á vatni í eldshúsvask- inum. baldura@mbl.is Krákan Jack hermir eftir heimilishundinum Snarl Krákan Jack í eldhúsinu. HÁTTSETTUR starfsmaður banda- rísku leyniþjónustunnar, CIA, átti fyrr í þessum mánuði fund með koll- egum sínum í pakistönsku leyniþjón- ustunni, ISI, og sýndi þeim sannanir fyrir því, að þeir hefðu náin tengsl við uppreisnarhópa í Afganistan. Er þetta haft eftir heimildum innan Bandaríkjahers og CIA. Pakistanar studdu á sínum tíma talibanastjórnina í Afganistan og þeir hafa lengi verið grunaðir um að hafa enn mikil tengsl við talibana og aðrar herskáar hreyfingar. Hafa þeir ávallt neitað því en sagt er, að CIA hafi sýnt fulltrúum ISI og leyniþjónustu pak- istanska hersins fullar sannanir fyrir stuðningi þeirra, m.a. við þá, sem stóðu fyrir sjálfsmorðsárás á ind- verska sendiráðið í Kabúl fyrr í mán- uðinum. Bandaríkjamenn hafa ekki síðan skömmu eftir hryðjuverkin vestra 11. september 2001 varað Pakistana jafn-alvarlega við framferði þeirra og nú en Yousaf Raza Gilani, forsætis- ráðherra Pakistans, er einmitt um þessar mundir í Washington þar sem hann á fund með George W. Bush, forseta Bandaríkjanna. Í viðtali við fjölmiðla á þriðjudag vísaði hann á bug fréttum um tengsl Pakistana við talibana og aðra hópa í Afganistan. Kvaðst hann ekki mundu leyfa slíkt en ýmsir telja, að ISI fari sínu fram, einkum nú eftir stjórnarskipti. Versnandi sambúð Hermt er, að fundur CIA-manns- ins Stephen R. Kappes með fulltrú- um ISI hafi farið fram nokkrum dög- um eftir árásina á indverska sendi- ráðið í Kabúl en afgönsk stjórnvöld fullyrtu þá, að Pakistanar hefðu haft hönd í bagga með hryðjuverkamönn- unum. Er fundurinn talinn til marks um, að Bandaríkjamenn séu búnir að fá sig fullsadda af tvískinnungi Pak- istana og sambúðin við þá muni held- ur versna á næstunni. svs@mbl.is Nóg komið af tvískinnungnum AP Þverneitar Yousuf Raza Gilani, for- sætisráðherra Pakistans, er nú staddur í Bandaríkjunum. Í HNOTSKURN » Pakistanar voru duglegirvið að smygla vopnum til Afganistans þegar Sovétmenn réðu því og tóku síðan upp góð samskipti við talibana. » Nú eru það þó ekki Rúss-ar, sem falla fyrir kúlum uppreisnarmanna, heldur Bandaríkjamenn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.