Morgunblaðið - 31.07.2008, Page 17

Morgunblaðið - 31.07.2008, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. JÚLÍ 2008 17 MENNING TILNEFNINGAR til Booker- bókmenntaverðlaunanna voru op- inberaðar í Lundúnum í gær. Þrett- án bækur eru tilnefndar nú, en í september verður tilkynnt um hverjar af bókunum þrettán komast á stutta tilnefningalistann, en verð- launabókin verður valin af honum og tilkynnt um úrslit í október. Á listanum nú eru vel þekkt skáld, eins og Joseph O’Neill, Salman Rushdie og Mohammed Hanif, en einnig Aravind Adiga. Gaynor Arn- old, Sebastian Barry, John Berger, Michelle de Kretser, Amitav Ghosh, Linda Grant, Philip Hensher, Tom Rob Smith og Steve Toltz. Michael Portillo er formaður dóm- nefndar og lét hann hafa eftir sér við bresku miðlana í gær að bækur skáldanna þrettán væru afar fjöl- breyttar, en tveir þræðir væru þó gegnumgangandi, stór frásagn- arskáldskapur og húmor. Alls voru 112 bækur lagðar fyrir dómnefndina, en á tilnefningalist- anum eru skáld frá Ástralíu, Ind- landi og Pakistan auk Bretlands. Epík og húmor Booker-tilnefn- ingar kynntar í Lundúnum í gær SVO gæti farið að ekkert yrði af frumsýningum haustsins í Scala óperunni í Mílanó, að því er ítalska dagblaðið Corriere della Sera greinir frá. Ástæðan er sú að verkalýðsfélag tónlistarmanna hússins hefur afþakkað kjarasamn- ing sem starfsmönnum var boðið að skrifa undir nýverið. Stéttarfélög annarra starfsmanna óperuhússins fræga eiga sömuleiðis í kjaradeilu, sem varð til þess að ekkert varð af frumsýningu á nýrri uppfærslu Francos Zeffirellis á La bohème eftir Puccini í tilefni af 150 ára af- mælis tónskáldsins fyrr í mán- uðinum. Undirbúningur haustannar húss- ins ætti nú að standa yfir en í ljósi hörkunnar í samningaviðræðum er viðbúið að ekkert verði af frumsýn- ingu á Spaðadrottningunni eftir Tsjaíkovskí 1. október. Verkfall á Scala Frá Scala-óperunni. KAMMERKÓR frá Pori, eða Bjarnarborg í Finnlandi, held- ur tónleika í Norræna húsinu annað kvöld kl. 20. Stjórnandi kórsins er Leelo Lipping. Kór- inn, sem heitir Porin Laulajat, eða Bjarnarborgarsöngv- ararnir, var stofnaður 1937 og hélt því upp á sjötugsafmæli sitt í fyrra með hátíðarkonsert í Miðborgarkirkjunni í Bjarn- arborg. Á efnisskránni í Nor- ræna húsinu verða m.a. finnsk þjóðlög, valsar, finnskir tangóar og söngvar frá Svíþjóð og Eist- landi að ógleymdri Finlandiu. Kórinn syngur líka við messu í Langholtskirkju á sunnudag kl. 11, tvo finnska sálma eða lofsöngva og einn sænskan. Tónlist Bjarnarborgar- söngvarar syngja Bjarnarborgar- söngvararnir Í KVÖLD kl. 20 verða tón- leikar í Skálholtskirkju á veg- um Sumartónleika í Skálholti. Yfirskriftin er Dauði Dídóar, eftir samnefndri kantötu Monteclairs sem flutt verður ásamt hljóðfærasvítum eftir Jean-Baptiste Lully, André- Cardinal Destouches og Jean- Marie Leclair. Flytjendur eru Marta G. Halldórsdóttir sópr- ansöngkona, Jaap Schröder fiðluleikari og leiðari hljómsveitarinnar, Anna Starr, Georgia Brown, Hildigunnur Halldórs- dóttir, Svava Bernharðsdóttir, Bryndís Braga- dóttir, Sigurður Halldórsson og Bertrand Cullier á sembal. Ókeypis er inn á tónleikana! Tónlist Dídó deyr í Skálholti Marta Guðrún Halldórsdóttir SUMRI í Hömrum, tónleika- röð Tónlistarfélagsins á Ísa- firði verður framhaldið kl. 20 í kvöld með tónleikum þeirra Geirþrúðar Ásu Guðjónsdóttur fiðluleikara og Matthildar Önnu Gísladóttur píanóleikara, sem leika verk eftir Mozart, Ravel og Sarasate. Geirþrúður Ása, sem er af ísfirsku bergi brotin, lauk B.Mus.-prófi frá Listaháskóla Íslands í vor. Á hausti komanda hefur hún nám við Stetson- University í Flórída, Matthildur Anna lauk B. Mus.-prófi í píanóleik frá Listaháskóla Íslands í fyrravor og er í nú námi við Konunglegu tónlistar- akademúna í Lundúnum. Tónlist Geirþrúður Ása á Sumri í Hömrum Geirþrúður Ása Guðjónsdóttir Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is KUNNGJÖRT var í gær hverjir hljóta styrki í ár úr Menningarnæt- urpotti Landsbankans. Þetta er í fyrsta sinn sem úthlutað er úr sjóðn- um, en þessi nýjung er liður í nýund- irrituðum þriggja ára samstarfs- samningi Höfuðborgarstofu við Landsbankann sem áfram verður máttarstólpi Menningarnætur – eins og verið hefur frá því Menning- arnótt var fyrst haldin fyrir 13 árum síðan. Sjö verkefni urðu fyrir valinu, og þóttu þau öll taka á skemmtilegan hátt mið af þema Menningarnætur 2008 – Torg í borg. Verkefnin eru: Leiksýning á tyrfðu torgi Hilmir Jensson og Ingibjörg Huld Haraldsdóttir búa til litla eyju í mannþrönginni og sýna frumsamið verk sem hverfist um sögur og sagnalist. Eyjan verður á mörkum Laugavegar og Bankastrætis. Torgin í Grjótaþorpi Íbúasamtök Grjótaþorps bjóða upp á fjölbreytta dagskrá á torgum úti. Í Grjótaþorpinu leynast nokkur torg. Á Edinborgartorgi, í Álfa- steinsgarði og í Vinaminnisgarð- inum verður kátt á hjalla. Sagnafólk, fornir leikir, ljósmyndasýning o.fl. Lýðheilsutorg Hópur meistaranema í lýð- heilsufræði býður upp á ýmsa leiki fyrir alla fjölskylduna. Heilbrigði, fjölskylda og kátína eru lykilorðin. Lýðheilsutorg verður í Hljóm- skálagarðinum. Vatnslistaverk á Skólavörðuholti Óskar Ericsson sjónlistamaður gerir vatnslistaverk á Skólavörðu- holti sem er búið til úr þvottavélum. Stígís Leikhópurinn Stígis mun setja ljóðið í nýtt form, nánar tiltekið mennskt og fimm metra langt. Ljóð- ið mun lifna við sem risavaxin mennsk fígúra sett saman af þremur pappírsklæddum verum í dularfullri athöfn. Gjörningurinn verður í port- inu við hlið Hverfisgötu 32. Innitorg Leikmyndahönnuðurinn Gustavo Blanco og myndlistamaðurinn Davíð Örn Halldórsson umbreyta versl- unarrými að Laugavegi 66 í torg. Sirkus Lost Horse Gallery setur upp vid- eo-innsetningu í Sirkusportinu að Laugavegi 21. Verkið er unnið í sam- starfi við fjölda listamanna og sýnir þverskurð íslenskrar videolistar. Verkið er litríkt og dáleiðandi. Rótgróin hefð Björgólfur Guðmundsson formað- ur bankaráðs Landsbankans segir að bankinn hafi lagt mikinn metnað í samstarf við Menningarnótt allt frá upphafi. „Von okkar er að þetta framtak gefi fleira fólki kost á að sýna hvað í því býr.“ Hann segir bankanum þykja verulega vænt um samstarfið. „Það er rótgróin hefð í starfi bankans og undirstrikar víð- tækan stuðning okkar við íslenskt lista- og menningarlíf. Það er því engin tilviljun að í gegnum árin hafa fjölmargir listamenn og hljómsveitir sem komið hafa fram á vegum bank- ans átt í samstarfi við bankann eða notið stuðnings hans í listsköpun sinni.“ Björgólfur segir að þau hjónin sæki Menningarnótt á hverju ári. „Hér í bankanum í Austurstræti er alltaf fjölbreytt og skemmtileg dag- skrá og svo komum við að sjálfsögu við á Miklatúni í fyrra. En okkur þykir ekki síður skemmtilegt að rölta um bæinn og leita uppi ýmsa minni og áhugaverða viðburði sem er að finna á ólíklegustu stöðum í miðborginni.“ Rótgróin hefð í bankanum  Sjö hugmyndir hljóta styrki úr fyrsta Menningarnæturpotti Landsbankans  Fjölskylduleikir, vatnslistaverk, myndbönd, mennskt ljóð og eyja í mannþröng Morgunblaðið/Árni Sæberg Menningarnæturpotturinn Björgólfur Guðmundsson, Sif Gunnarsdóttir, forstöðumaður Höfuðborgarstofu, aðrir aðstandendur og styrkþegar. Eftir Ásgeir H. Ingólfsson asgeirhi@mbl.is Í ÁRSBYRJUN 2009 mun nýr ritstjóri taka við Tímariti Máls og menningar, en næstu tvö blöð verða þau síðustu sem Silja Aðalsteinsdóttir rit- stýrir. Silja tók við ritinu þegar það var hálf- munaðarlaust í kjölfar hræringa hjá því sem áður var útgáfurisinn Edda og hefur ritstýrt því heim- an að frá sér síðustu fimm árin. Í haust tekur Silja svo við sem útgáfustjóri bókaútgáfunnar Máls og menningar og fylgir blaðið henni í höfuðstöðvar Forlagsins, sem rekur Mál og menningu ásamt fleiri bókaútgáfum. „Kannski bauð Jóhann Páll mér þetta starf á Forlaginu til þess að ná í tímaritið, því hann fær það núna,“ segir Silja glettin. „En það er í raun ekki hægt að bjóða nokkurri manneskju upp á það að halda þessu tímariti úti eins og ég hef gert, sjá um bæði efnisöflun, ritstjórn, prófarkalestur og fjármálin,“ bætir ritstjórinn, prófarkalesarinn og fjármálastjórinn Silja við. Poppað ár En hvernig mun Silja svo kveðja ritið? „Þetta verður svolítið poppað ár, Sigur Rós var á forsíð- unni fyrr á árinu og það verður væntanlega grein um Björk núna í öðru hvoru haustheftinu. Annars er ég með svo lélegt blaðamannsnef og hef alltaf haft, ég hugsa meira í gæðum en skúbbi. Það hef- ur líka lítið að segja að skúbba í svona tímariti til langs tíma litið, ef fólk gerist áskrifendur bara út af einhverju fréttnæmu er það líka mjög fljótt að fara aftur.“ Gæði frekar en skúbb Morgunblaðið/Brynjar Gauti Breytingar Silja Aðalsteinsdóttir er að hætta aft- ur sem ritstjóri Tímarits Máls og menningar. Silja Aðalsteinsdóttir hættir sem ritstjóri TMM Hvað er Menningarnæturpottur Landsbankans? Menningarnæturpottur Landsbankans er hvatningarstyrkur og ný leið til að veita frumlegum og sérstökum hugmyndum brautargengi á Menningarnótt. Hvaðan kemur hugmyndin? Landsbankinn átti hugmyndina og vill með henni styrkja sérstaklega grasrót- arverkefni á Menningarnótt. Hvert er hlutverk pottsins? Markmið hans er að styrkja lítil og meðalstór verkefni einstaklinga, hópa eða félagasamtaka sem verða síðan hluti af dagskrá Menningarnætur. Hverjir koma til greina við styrkveitingar úr pottinum? Allir sem sækja um verkefnastyrki fyrir hugmyndir sínar til Menningarnætur. S&S ÁSKRIFENDUR að Tímariti Máls og menningar eru um þúsund tals- ins. Silja tók aftur við ritinu árið 2003 þegar það virtist hafa dáið drottni sínum. „Það voru um 400 áskrifendur eftir. Það er liðin sú tíð að svona tímarit geti haft 3000-4000 áskrifendur eins og var á níunda áratugnum en svona tímarit þarf að minnsta kosti þús- und áskrifendur til þess að geta staðið undir sér. Þetta tókst á svona einu og hálfu ári en það er mjög erfitt að koma fjöldanum upp fyrir það.“ Silja var áður ritstjóri tímarits- ins á níunda áratugnum, en tíma- ritið hóf göngu sína árið 1938. Treystir á áskrifendur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.