Morgunblaðið - 31.07.2008, Side 36

Morgunblaðið - 31.07.2008, Side 36
36 FIMMTUDAGUR 31. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ T ölvuteiknibrellur (CGI) eru vafalaust umtals- verðasta byltingin sem orðið hefur í kvikmynda- gerð síðustu áratugina og þar stendur einn risi upp úr, Pixar Animation Studios. Saga þess er merkileg því þar leggja hönd á plóg- inn nokkrir af frumkvöðlum í kvik- mynda- og brellugerð og hátækninýj- ungum á tölvusviðinu. Pixar var stofnað fyrir tæpum þrem áratugum, af George Lucas. Það var árið 1979, Lucas var þá þegar búinn að hirða væna sneið af hefðbundinni brellu- gerð í kvikmyndum með tilkomu fyr- irtækis síns, Industrial Light and Magic, ILM. Það hafði séð um vinnslu á byltingarkenndum, sjón- rænum brellum í fjölda kassastykkja sem framleidd voru undir merki Lucasfilm, kvikmyndafyrirtækis leik- stjórans, sem stóð að baki helstu að- sóknarmyndum Hollywood á of- anverðri síðustu öld, með Star Wars og Indiana Jones-myndbálkana í fremstu víglínu. Stafræn tækni var að koma til sögunnar og auðséð að hún myndi brjóta blað í kvikmyndasög- unni með nýjum og ótakmörkuðum möguleikum. Lucas stofnaði Pixar, sem upphaflega hét Graphics Group, árið 1979, gagngert til að þróa þessa tækni og fyrirtækið óx og dafnaði ár frá ári. Því var ekkert ómögulegt og sá það m.a. um brellur í nokkrum Star Trek-myndum og The Young Sherlock Holmes, áður en áhugi Steve Jobs vaknaði á tækniverinu. Jobs er sem kunnugt er annar stofn- enda Apple-rafeindarisans, bráð- snjall hugsuður og frumkvöðull í margflóknum hátæknibúnaði sam- tímans. Hann var nýbúinn að selja sinn hlut í Apple og fann verðuga áskorun í Graphics Group og keypti það af Lucas árið 1986. Það fyrsta sem Jobs gerði var að breyta nafni GG í Pixar, og hressa upp á ímynd fyrirtækisins á ýmsa lund. Hann kom með nokkra frábæra hugvitsmenn að Pixar og var fyrr en varði byrjaður að selja margvíslega þjónustu þess út um allar jarðir en stæsti viðskiptavinurinn varð smám saman Walt Disney. Jobs var enn að gæla við tölvusmíði, en Pixar-tölvan var mislukkuð og fyrirtækið stóð tæpt þegar Jobs gerði samning við Disney um samvinnu við gerð mynd- arinnar Toy Story. Hún var frum- sýnd 1995 og markaði tímamót í útliti og varð upphafið á einstaklega far- sælli samvinnu, sem skilaði hálfum þriðja milljarði Bandaríkjadala í kassann. Velgengni Pixar var hafin fyrir alvöru. Jafnvel lukkulegasta sambúð getur farið veg allrar veraldar og Pixar, sem hafði mátt horfa upp á Disney hirða stærsta bitann af hagnaði sam- vinnuverkefna fyrirtækjanna, hótaði öllu illu, jafnvel að slíta samstarfinu ef kröfur Jobs gengu ekki eftir. Orðlagður samningamaður, Michael Eisner, stjórnaði Disney á þessum tíma og mættust þar stálin stinn. Hvorki rak né gekk uns Eisner var látinn fara árið 2005 og upp úr því gleypti Disney-risinn litlu, sætu brellugerðina hans Jobs. Ratatoullie (’07), var síðasta myndin þar sem Jobs kom við sögu. Disney tekur við taumunum Við yfirtökuna eignaðist Jobs væn- an hlut í Disney-samsteypunni og er í dag stærsti hluthafi hennar og stjórn- armaður. Á yfirborðinu myndaðist ekki gára vegna samrunans, farsæld- in heldur áfram, eins og ekkert hafi í skorist. Nýju eigendurnir hafa gæði og aft- ur gæði að leiðarljósi rétt eins og Jobs og það gerir útslagið. Mynd- irnar eru sem fyrr óhemjuvandaðar tæknilega og það sem skiptir ekki minna máli, hér er lögð sérstök áhersla á handritin, nokkuð sem öll önnur kvikmyndaver vestra mættu taka til fyrirmyndar. Framhalds- myndir eru óþekktar (að Toy Story 2 undanskilinni), en leitað er logandi ljósi að frumlegum sögum sem hafa af fleira að státa en skemmtanagildi. Nýjasti smellurinn, Wall-E, er engin undantekning, frumleg og djörf ádeila í auðskildum umbúðum. Óslitin sigurganga Að venju hafa dómarnir um Wall-E verið á einn veg, reyndar fram- úrskarandi, og myndin mokar inn fé um allar jarðir. Samkvæmt sam- antekt Metacritic-vefsíðunnar, þar sem dómar virtustu gagnrýnenda Bandaríkjanna eru metnir frá 1–10 (og Mbl. vitnar gjarnan í), gerir ekk- ert kvikmyndaver betri myndir en Pixar. Það á 6 myndir á listanum yfir þær 100 bestu. Ratatouille trónir efst, í 7. sæti; Wall-E er í því 21. á listan- um. Toy Story er nr. 31 (við hlið Ósk- arsverðlaunamyndarinnar No Co- untry for Old Men). Þar með er aðeins hálf sagan sögð því myndir Pixar hafa tekið inn mest fé allra keppinautanna 100. Stefna teiknimyndaversins er af- markaðri en annarra í Hollywood samtímans, það gerir margflóknar listrænar myndir sem höfða til fjöldans. Oft eru þær mannaðar myrkum persónum undir varasömum kringumstæðum en flétturnar leysast og þegar komið er að lokum er útlitið bjart og gestirnir yfirgefa salinn í sól- skinsskapi. Þessi afdráttarlausa gæðastefna og ásetningurinn að koma gestum í gott skap hefur gert Pixar að pott- þéttasta fjölskyldumyndaframleið- andanum í kvikmyndaheiminum. Stundum eru þær ekki aðlaðandi til að byrja með (t.d. Ratatouille), en við getum treyst því að það rætist úr fí- gúrunum og aðstæðunum með hverri mínútunni sem líður. Þetta er hrein- ræktuð snilld, Pixar bregst ekki þó útlitið sé tvísýnt á köflum. Það verður að taka með í reikning- inn að Pixar framleiðir aðeins 1–2 myndir á ári og leyfir sér að nostra við þær uns allir eru sáttir. Önnur kvikmyndaver verða að bjóða þrjár sumarmyndir, tvær jólamyndir o.s.frv. og ekki hægt að ætlast til að þær lukkist undantekningarlaust. Samt er forvitnilegt að velta fyrir sér hversvegna þessi eina Pixar-mynd er betri en 20 frá Fox og Warner og ein- ar 18 frá Sony og Paramount. Allt aðrir innviðir og bakgrunnur eru sterkir þættir sem skapa sér- stöðu Pixar, á meðan hinir risarnir í kvikmyndaborginni eru komnir í fjögurra kynslóða fjarlægð frá inn- flytjendunum sem stofnuðu þá og starfsemi þeirra minnir meira á stönduga banka en kvikmyndaver þar sem starfsmennirnir hafa jafnan hugfast að þeirra fyrsta og síðasta skylda er að græða og vinna upp kostnaðinn sem oft fer úr böndunum. Þau eru í eigu stórfyrirtækja og það er Pixar reyndar líka, en andi Jobs, þessa einstæða draumsýnismanns og frumkvöðuls í nútíma-hátækni, svífur yfir vötnum. Hér starfa mennirnir sem fundu upp tölvuvædda teikni- vinnu og eru að betrumbæta hana á hverjum degi. Ósviknir frumkvöðlar sem leita gjarnan fanga á nýjum miðum þar sem enginn hefur leitað gæfunnar. Wall-E og hinir smellirnir Wall-E er spáð Óskarnum í ár, hann bætist þá í safn sem telur á ann- an tug þessara eftirsóttu verðlauna. Titilpersónan er vélmenni, eins konar ræstitæknir framtíðarinnar, sem er skilinn eftir á jörðinni til að taka til eftir okkur þegar mannkynið flýr óbyggilegan sóðaskapinn. Hann er einmana og leiðist en svo hleypur óvænt á snærið hjá honum. Myndinni leikstýrir Andrew Stanton, sem hefur starfað alla tíð í hinum ýmsu deildum Pixar. Hann er sagður votta virðingu sína vísindaskáldsögu-myndunum sem hann ólst upp með á áttunda ára- tugnum: 2001, Star Wars og Close Encounters of the Third Kind, svo nokkrar séu nefndar. Að endingu er listi yfir glæsilega framleiðsluna og sigurvegarana frá Pixar frá upphafi og þær sem eru á teikniborðinu. Myndirnar eru allar í 4 stjörnum +, nema ef vera skyldi Cars, sem náði ekki að hrífa mann upp úr skónum. Pixar – þar sem galdrarnir gerast Man einhver gamanmyndina Hver skellti sökinni á Kalla kanínu? – Who Framed Roger Rabbit? Tuttugu ár eru liðin frá frum- sýningunni og ef hún situr enn í kollinum á einhverjum þá er það vegna tímamóta-brellugerðar, hér sást einna fyrst vel heppn- aður samruni leikinnar og teikni-myndar, ástæðan var ný, stafræn, tölvuunnin teiknitækni (CGI), sem hefur síðan unnið sér fastan sess í kvikmyndaheiminum. Það blasti við Sæbirni Valdimarssyni að eitt fyrirtæki, Pixar, á mestan heiðurinn af þróun- inni, en nýjasta mynd þess, Wall-E, verður frumsýnd á miðvikudaginn. © Disney/PIXAR Nýjasta verkið „Þessi afdráttarlausa gæðastefna og ásetningurinn að koma gestum í gott skap hefur gert Pixar að pottþéttasta fjölskyldumyndaframleiðandanum í kvikmyndaheiminum.“ Einmana Wall-E er spáð Óskarnum í ár og bætist þá í safn stytta sem telur á annan tug. Titilpersónan er vélmenni, eins konar ræstitæknir framtíðarinnar. Fyrirtækið sem hefur leitt staf- rænu teikni- myndaheimsbylt- inguna hittir naglann rétt einu sinni beint á höf- uðið með Wall-E. John Carter of Mars (2012) Toy Story 3 (2010) Up (2009) 1906 (2009) WALL·E (2008) Ratatouille (2007) Cars (2006) The Incredibles (2004) Finding Nemo (2003) Monsters, Inc. (2001) Toy Story 2 (1999) A Bug’s Life (1998) Toy Story (1995)

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.