Morgunblaðið - 31.07.2008, Blaðsíða 40
40 FIMMTUDAGUR 31. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
/ ÁLFABAKKA
THE LOVE GURU kl. 6 - 8 - 10 B.i. 12 ára
WALL• E m/ísl. tal kl. 3:40 - 5:50 LEYFÐ
DARK KNIGHT kl. 5 - 8 - 11:10 POWERSÝNING B.i. 12 ára
DECEPTION kl. 8 - 10:20 B.i. 16 ára
KUNG FU PANDA m/ísl. tal kl. 4 LEYFÐ
/ KRINGLUNNI
VIPSALURINNER BARA LÚXUS
ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA
POWER
SÝNING
KL. 11:1
0
Í KRINGL
UNNI
DECEPTION kl. 11:10 B.i. 14 ára
KUNG FU PANDA m/ísl. tali kl. 1:30 - 3:40 LEYFÐ
KUNG FU PANDA m/ensku. tali kl. 8 LEYFÐ
WANTED kl. 11:10 B.i. 16 ára
CHRONICLES OF NARNIA 2 kl. 5 B.i. 7 ára
SÝND Í KRINGLUNNI OG KEFLAVÍK
SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALISÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG AKUREYRI
"VÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁ!
THE DARK KNIGHT ER STÓRKOSTLEG. THE DARK KNIGHT ER
SVO GÓÐ AÐ ERFITT ER AÐ ÍMYNDA SÉR AÐ SÚ ÞRIÐJA GETI
ORÐIÐ BETRI. UNDIRRITAÐUR KIKNAÐI Í HNJÁLIÐUNUM...
Á NÝJUSTU BATMAN-MYNDINNI"
-T.S.K - 24 STUNDIR
"EINFALDLEGA OF SVÖL,THE DARK KNIGHT MUN SÓPA AÐ
SÉR ÓSKARSVERÐLAUNUM. ÓTRÚLEGAR BARDAGASENUR OG
ÓVÆNTAR FLÉTTUR Í HANDRITINU GERA MYNDINA
FRÁBÆRA."
-ÁSGEIR J. - DV
"ÞETTA ER BESTA BATMAN-MYNDIN, BESTA
MYNDASÖGUMYNDIN OG JAFNFRAMT EIN BEST
MYND ÁRSINS..."
-L.I.B.TOPP5.IS
THE DARK KNIGHT ER KOMINN Í EFSTA SÆTI Á VIRTASTA KVIKMYNDAVEF
HEIMS,IMDB.COM, YFIR BESTU KVIKMYNDIR ALLRA TÍMA!
HANN ER SNILLINGUR Í ÁSTUM
NÝJASTA GRÍNMYND MIKE MYERS
SEM FÆRÐI OKKUR AUSTIN POWERS MYNDIRNAR
SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI
UPPSELT ÖRFÁ SÆTI LAUS
THE DARK KNIGHT kl. 2 - 5 - 8 - 11:10 B.i. 12 ára
THE DARK KNIGHT kl. 2 - 5 - 8 - 11:10 B.i. 12 ára LÚXUS VIP
WALL• E m/ísl. tali kl. 1:30 - 3:40 - 5:50 LEYFÐ DIGITAL
WALL• E m/ensku. tali kl. 1:30 - 3:40 - 5:50 - 8 - 10:10 LEYFÐ
MAMMA MIA kl. 2 - 5:50 - 8:20 B.i. 12 ára
STÆRSTA OPNUN Á ÍSLANDI FYRR OG SÍÐAR.
30.000 MANNS Á 7 DÖGUM.
EIN BESTA MYND ÁRSINS!
Eftir Ásgeir H. Ingólfsson
asgeirhi@mbl.is
LEITARVÉLINNI Cuil var hleypt
af stokkunum í vikunni og voru
menn þar á bæ stóryrtir. Sögðu
leitarvélar ekki hafa náð að fylgja
eftir þeirri hröðu þróun sem orðið
hefði á netinu og úr því ætluðu þeir
að bæta. Í yfirlýsingu segir að þeir
leiti á þrefalt fleiri síðum en
Google, röð leitarniðurstaðna fari
frekar eftir efnistökum og vægi
heldur en strípuðum vinsældum.
En stendur hún undir þessum yfir-
lýsingum? Prófum að taka stikk-
prufu á efni blaðsins í gær og leit-
um að Nick Cave, Cate Blanchett,
Wall-E, Gay Pride og Í svörtum
fötum á báðum síðum og skoðum
hvaða niðurstöður rata á forsíðuna,
enda hafa fæstir þolinmæði í að
fletta í gegnum allar síðurnar nema
leitin sé því mikilvægari.
Google sérviskulegri
Tölurnar eru þar ekki cuil í hag,
Google skilar iðulega þrefalt fleiri
síðum. Hins vegar má til sanns
vegar færa að á forsíðunni koma
fleiri lykilsíður en á Google, þar
sem oft læðast einhverjar einkenni-
legar síður með, jafnvel stöku ís-
lensk bloggsíða, en það má deila
um hvort það sé endilega alltaf já-
kvætt – stundum er maður einmitt
að leita að litlu skrítnu síðunum –
fyrir utan að notendur þekkja lík-
lega flestir fyrir síður eins og
Wikipedia og MySpace og geta far-
ið þangað beint án aðstoðar leitar-
véla. Þá virðist cuil oftast gleyma
youtube, sem þýðir
að maður missir af
bíóbroti úr Wall-E,
Cate Blanchett sem
Dylan og sérstak-
lega flutningi Nick Cave og P.J.
Harvey á Henry Lee, en fá mynd-
bönd má finna sem eru jafn
skemmtilega sexí.
Hins vegar hefur cuil útlitið með
sér. Síðunni er skipt í þrjá dálka
og þannig er hægt að sjá mun ítar-
legri útlistun á hverri síðu heldur
en á Google þrátt fyrir að taka
álíka pláss, og auk þess er oftast
mynd með. Á meðan er Google
kannski óþarflega berstrípað,
mínímalískt og textamiðað. Eins er
mjög skemmtilegur rammi efst í
hægra horni cuil þar sem boðið er
upp á að brjóta leitina betur upp,
þar má til dæmis leita sérstaklega
eftir einstökum plötum Nick Cave
og fleira slíkt.
Kúl ekki ylhýr
Yfirburðir Google eru hins veg-
ar algerir þegar leitað er efnis á
ástkæra ylhýra. Fyrir það fyrsta
bíður google.is manni að leita að-
eins á íslenskum vefsíðum, en jafn-
vel þótt maður noti alþjóðlegu síð-
urnar eru niðurstöðurnar á Í
svörtum fötum að virðist algjör-
lega tilviljunakenndar
og lítt nothæfar á cuil.
Enn versnar það þegar
prófað var að slá inn
„áhyggjudúkkur“ (eftir
samnefndri skáldsögu Steinars
Braga) þá fann Google 235 síður en
cuil enga einustu, og virðist sem
forritið annað hvort skilji íslenska
stafi illa eða skoði ekki íslensku
síðurnar nógu vel. Raunar virðist
hún skilja Á betur en á, miðað við
að skyndilega birtast 60 niður-
stöður ef litla stafnum er breytt í
stóran. Þegar flett er upp á Gay
Pride þá kemur hið íslenska Gay
Pride upp á forsíðunni, en á Google
eru tvær efstu leitirnar af íslensku
hátíðinni.
Í grein í Time Magazine bendir
Anita Hamilton á að heimspeki cuil
sé í raun afturhvarf til þeirrar
gerðar vefleitar sem var alls ráð-
andi áður en Google nánast tók yfir
leitarvélamarkaðinn og því sé í
raun verið að stíga skref aftur til
fortíðar. Það sem hún finnur síð-
unni helst til kosta er að hún virði
einkalíf notenda sinna betur en
hinar og geymi ekki leitarsögu
þeirra. Þá vantar möguleikann á
því að leita sérstaklega að mynd-
um, myndböndum og öðru slíku á
cuil.
Einvígi leitarvélanna
Samanburður á
leitarvélunum
Cuil og Google
Morgunblaðið/Ómar
Jónsi ekki cuil Þegar leitað er að hljómsveitinni Í svörtum fötum á cuil.com
virðist aðeins ein leitarniðurstaðan á forsíðunni koma sveitinni eitthvað við.