Morgunblaðið - 06.08.2008, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.08.2008, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 6. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is, Bergþóra Njála Guðmundsdóttir, ben@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gud- laug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is HÁLENDI Íslands er varla fært ferðamönnum nema rétt yfir hásumarið en þá má líka eiga þar dásamlegar stundir, eins og ferðamenn í Dreka- gili austan Öskju fengu að reyna. Að sögn Hrannar Guðmundsdóttur, landvarðar í Dreka- gili, hefur tíðin verið góð í sumar og hitabylgjan margumtalaða jafnvel teygt anga sína inn á öræfi. Til að mynda hefur ekkert snjóað í Dreka- gili í júlí, eins og má þó eiga von á, heldur hitinn þvert á móti náð 20°. Eini ókosturinn er að þurr- viðrinu getur fylgt sandfok, enda Drekagil vikri þakin eyðimörk. unas@mbl.is Morgunblaðið/Golli Sumarblíða jafnt á hálendi sem láglendi FRÉTTASKÝRING Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is RAUNVERÐ húsnæðis hefur lækkað um 10% á þessu ári. Nafnverð hefur lækkað um 1,1% og verðbólga verið 9%. Greining Glitnis spáir 15% lækkun raunverðs á þessu ári, 6% nafnverðs- lækkun og áframhaldandi 3% nafnverðslækkun á árinu 2009. Auðbjörg Ólafsdóttir, hagfræðingur hjá Greiningu Glitnis, segir helstu áhrifaþætti í þessari spá vera lausafjárkreppu, versnandi horf- ur á vinnumarkaði og væntingar í hagkerfinu, auk áframhaldandi verðbólgu. Snar þáttur í þeirri nafnverðslækkun sem Greining Glitnis spáir sé hins vegar hið mikla magn óseldra nýbygginga sem eru á markaðnum. Í framhaldinu verði þær íbúðir seldar á niðursettu verði og það hafi áhrif til nafnverðslækkunar. Nafnverðslækkunin geri lendinguna í yfirstandandi niðursveiflu harðari en nýleg dæmi eru um. Til dæmis hafi aldrei orðið neinar nafnverðslækkanir í síðustu niðursveiflu, árið 2001, heldur einungis raunverðslækkanir sem séu auðveldari viðfangs. Kippur kom þó í fasteignasölu í júlí miðað við fyrri mánuði og markaðurinn var öllu líflegri. Ingibjörg Þórðardóttir, formaður Félags fast- eignasala, segir þetta byrjunina á því að mark- aðurinn batni á ný. Að hluta til rekur hún þetta til breytinga hjá Íbúðalánasjóði í júní og afnáms stimpilgjalda við fyrstu íbúðarkaup. Hún neitar því hins vegar ekki að haldi gjaldþrot og upp- sagnir áfram í haust hafi það neikvæð áhrif. Ingibjörg segir hreinlega ekki hægt að frysta markaðinn í skyndingu eins og bankarnir hafi reynt með því að hætta nánast útlánum. Íbúða- markaðurinn sé fyrir lifandi fólk sem þurfi svig- rúm til að breyta búsetu sinni eftir þörfum. Ingi- björg segir óvíst að óseldar nýbyggingar valdi á næstunni mikilli verðlækkun. Sömu nýbyggingar hafi verið á markaðnum undanfarna mánuði án þess að valda mikilli lækkun á nafnverði. Óseldu húsin valda áhyggjum  Húsnæðismarkaður tók kipp í júlí, 314 samningar m.v. 206 í júní og 228 í maí  Nafnverðslækkun á íbúðum á höfuðborgarsvæðinu merki um harða niðursveiflu Samkvæmt vef Fasteignamats ríkisins varð kippur í fast- eignasölu í júlí miðað við fyrri mánuði. 314 kaupsamningum var þinglýst á höfuðborg- arsvæðinu í júlí, miðað við 206 í júní og 228 í maí. Einn- ig varð aukning á Akureyri, þ.e. 38 samningar í júlí en 30 í júní og 28 í maí. Litlar breytingar urðu á Árborgar- svæðinu. Aðgerðir stjórnvalda til að lífga íbúðamarkaðinn við eru taldar skipta máli í þessu. Sölukippur HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur úr- skurðaði í gær karlmann um tví- tugt í gæsluvarðhald til næstkom- andi föstudags. Maðurinn er grunaður um aðild að innbrotum á höfuðborgarsvæðinu og hefur nokkurt magn þýfis fundist við hús- leitir. Lögregla höfuðborgarsvæð- isins fer með rannsókn málsins. Tilkynnt voru sjö innbrot til lög- reglunnar á höfuðborgarsvæðinu eftir verslunarmannahelgina. Grunaður um innbrot í borginni Eftir Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@mbl.is LJÓST er að reglur voru brotnar sl. sunnudag þegar fólk var flutt með hraðbát og síðan trillu til Vest- mannaeyja án björgunarvesta, gegn greiðslu. Trillan sem flutti fólkið til Eyja hefur ekki leyfi til farþega- flutninga en fólkið greiddi 7.000 kr. fyrir ferðina. „Þetta var tómt rugl, þetta var fólk sem þurfti nauðsynlega að kom- ast til Eyja. Það borgar sig ekki að standa í þessu,“ segir viðmælandi Morgunblaðsins sem tók þátt í flutn- ingunum. Eigandi bátanna tengist hvorki flugfélagi né öðrum sem flytja fólk til eyjanna. „Við ætluðum með flugi frá Bakka til Vestmannaeyja á sunnudeginum. Klukkan var að verða fimm og það var búið að gefa það út að ekki yrði flogið eftir sex. Við fengum ábend- ingu um að bátur gæti sótt hópinn og ferjað okkur til Eyja,“ segir Helga Guðrún Lárusdóttir, einn farþeg- anna. „Starfsmenn á Bakkaflugvelli keyrðu okkur því til ósa Markar- fljóts þar sem við fórum 6-8 saman í lítinn gúmmíbát. Það var töluvert um öldugang og við fengum ekki björgunarvesti. Upphaflega áttum við að fara með gúmmíbátnum í átt að trillu sem átti síðan að flytja okk- ur til Eyja. Vélin gaf sig í litla bátn- um og annar hraðbátur [Zodiac- bátur með hörðum botni] þurfti því að sækja okkur og ferja okkur milli gúmmíbátsins og trillunnar. Þar voru engin björgunarvesti heldur. Við þurftum því á hafi úti að stökkva um borð í hraðbátinn og eitthvað af farangrinum lenti tímabundið í sjón- um.“ Engin björgunarvesti Helga segir að hún og vinkonur hennar hafi orðið verulega hræddar þegar vél gúmmíbátsins stöðvaðist, enda miklar öldur. Þær hafi staðið í þeirri trú að þær fengju björgunar- vesti í hraðbátnum, en það gerðist ekki. Hann fór hratt yfir og hún seg- ir það hafa verið mjög óþægilega lífs- reynslu, þar sem engin voru vestin. Farþegar fengu ekki björgunarvesti  Flutt til Eyja í trillu og hraðbát gegn greiðslu án björg- unarvesta og tilskilinna leyfa  Skiptu tvisvar um bát „ÖLL skip í farþegaflutningum þurfa að hafa farþega- leyfi. Aðeins eitt skip hefur heimild til farþegaflutninga milli lands og Eyja, en það er Herjólfur. Það þarf björg- unarvesti, gúmmíbjörgunarbát og annan öryggisbúnað í alla báta. Trillur eru ekki nýttar til farþegaflutninga og ekki hraðbátar heldur,“ segir Helgi Jóhannesson, forstöðumaður hjá Siglingastofnun. Bátar sem fái farþegaleyfi þurfi jafnframt að hafa farið í gegnum skoðun hjá Siglingastofnun. Allir í áhöfn skipa sem not- uð eru í farþegaflutningum þurfa að hafa farið í Slysa- varnaskóla sjómanna og sækja sérstök námskeið í hóp- og neyðarstjórnun. „Áhafnir farþegaskipa þurfa alþjóðleg skírteini og skipstjóri, vélstjórar og stýrimenn þurfa að uppfylla þau skilyrði sem felast í slíkum skírtein- um,“ segir Helgi. Að sögn Helga hefur Siglingastofnun ekki fengið þetta tiltekna mál inn á borð til sín, en ef lýsingin sé rétt eigi lögreglan að taka málið til rannsóknar. Lögreglan ætti að taka málið til rannsóknar Helgi Jóhannesson MEINT fórnarlamb kynferðis- ofbeldis í Vestmannaeyjum leitaði aðstoðar á heilsugæslunni í Eyjum eftir verslunarmannahelgina en lögreglan hefur ekki fengið kæru vegna málsins. Tvær konur hafa þá leitað á neyðarmóttöku sjúkrahúss- ins á Akureyri eftir helgina en ekki fengust upplýsingar í gær um hvort málin hafi verið kærð til lögreglu. Enginn þolandi kynferðisofbeldis leitaði á neyðarmóttöku Landspít- alans í Fossvogi í gær að sögn Ey- rúnar Jónsdóttur hjúkrunarfræð- ings á neyðarmóttöku. Fór á neyðar- móttöku í Eyjum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.