Morgunblaðið - 06.08.2008, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 06.08.2008, Blaðsíða 24
✝ Olgeir Sigurðs-son fæddist í Reykjavík 9. nóv- ember 1924. Hann lést á Landspít- alanum við Hring- braut 29. júlí síðast- liðinn. Hann var sonur Guðrúnar Ágústu Jóhannsdóttur, f. 2.8. 1893, d. 4.3. 1972, og Sigurðar Jónssonar, f. 24.8. 1884, d. 27.1. 1958. Eftirlifandi eig- inkona Olgeirs er Ragnhildur Gísladóttir, f. 5.9. 1932 í Reykja- vík, foreldrar hennar Gísli Helga- son, f. 18.7. 1902, d. 3.4. 1958, og Þorbjörg Jónsdóttir, f. 5.3. 1891, d. 15.9. 1977. Systir Ragnhildar: Helga Gísladóttir, f. 12.3. 1929, d. 16.3. 2005. Systir Olgeirs: Anna Clara Sig- urðardóttir, f. 26.5. 1927, d. 24.5. 2005. Hálfsystkin, sammæðra: Einar Angantýr Jónsson, f. 26.5. 1920, d. 10.12. 1982. Samfeðra: Ólöf Ósk Sigurð- ardóttir, f. 3.8. 1939, Björn Heimir Sigurðsson, f. 6.4. 1946. Olgeir kvæntist Steinunni Berndsen, f. 20.11. 1925, þau skildu. Sonur þeirra: Fritz Hendrik Berndsen, f. 16.8. 1944, maki Ásta Kristjáns- dóttir, f. 2.3. 1945, Börn þeirra: Birna, f. 11.5. 1963, Fritz Hendrik, f. 24.5. 1965, Harpa Hrund, f. 21.3. 1981. Olgeir kvæntist Guðrúnu Elsu Halldórsdóttur, f. 27.10. 1929, þau skildu. Börn þeirra: 1) Halldór, f. 14.6. 1949, sambýliskona Svava Magnúsdóttir, f. 17.5. 1959, sonur hans og fyrrv. eig- inkonu, Ástu Gunn- arsdóttur, f. 18.1. 1955: Arnar Freyr, f. 2.12. 1979, synir Halldórs og fyrrv. eiginkonu, Agnesar Olgu Jónsdóttur, f. 8.9. 1951: Halldór, f. 30.8. 1983, Haukur, f. 7.9. 1989, Olgeir, f. 7.9. 1989. 2) Guðrún, f. 28.2. 1953, sambýlismaður Jens Arnljótsson, f. 3.6. 1956, synir þeirra: Brynjar Örn, f. 17.4. 1988, Davíð Örn, f. 13.5. 1995, sonur Guðrúnar og Jó- hanns Arnar Skaftasonar, f. 7.8. 1954, Elías Rúnar, f. 16.3. 1976. 3) Þórunn Elsa, f. 19.5. 1955, sam- býlismaður Haraldur Pálsson, f. 25.3. 1956, dóttir þeirra Elva Björk, f. 15.6. 1993. 4) Smári, f. 1.8. 1959, sambýliskona Sigríður Benediktsdóttir, f. 28.7. 1965, syn- ir þeirra: Rúnar, f. 29.11. 1986, Bjarki, f. 13.7. 1993, sonur Smára og Kristínar Bjarnadóttur, f. 27.5. 1960, Atli Már, f. 7.9. 1983. Olgeir ólst upp í Reykjavík og bjó þar alla sína tíð, hann starfaði sem leigubílstjóri hjá Bæjarleiðum nánast allan sinn starfsaldur, uns hann lét af störfum 76 ára gamall. Hann var félagi í Kiwanis- klúbbnum Heklu í Rvík. Útför Olgeirs fer fram frá Dóm- kirkjunni í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virzt mig að þér taka, mér yfir láttu vaka Þinn engil, svo ég sofi rótt. (sb. 1871 – S.Egilsson) Sú fregn að Olgeir hafði verið fluttur á sjúkrahús kom frekar illa við mig, en kannski ekki svo mjög á óvart. En fréttir af sjúkdómi hans kom eins og reiðarslag og vantrú að svo langt væri komið. Það er á svona stundum sem minningarbrot um hinar ýmsu sam- verustundir hrúgast upp, sumar skýrar og hreinlega tærar. Fyrir um það bil 24 árum beið ungur maður eftir stúlkunni sinni, það var laugardagskvöld og partí framundan. Henni hafði verið boðið í kvöldmat til pabba og Rönku en lof- aði að vera eldfjót, svona í eina klukkustund. Sveinninn ungi gafst upp og hringdi eftir 2 1/2 tíma, ég fer alveg að koma var svarið og maður heyrði hlátursköll og gleði í bakrödd- um. Hún kom eftir 270 mínútur. Það var þarna sem ég hugsaði að þennan mann verð ég að hitta, hon- um verð ég að kynnast. Þessi pabbi sem gat haldið börnunum hjá sér heilt laugardagskvöld með gleði og kátínu. Undirritaður varð ekki fyrir von- brigðum því alltaf upp frá því er við sáumst færðist einhver vellíðan og jákvæðni yfir mig. Brosið og jákvæðni var honum eðlislægt og var stundum unun að sjá þau hjón koma inn í veislur, sjá fólk standa upp til að heilsa og ein- hver fallegur svipur kom yfir ásjón- ur. Ég gæti haldið áfram heila nótt að rifja upp. Ég gæti sagt frá þegar stoltur tilvonandi tengdasonur ók í burtu á „Bjöllunni“ búinn að læra að skipta um bremsuborða. Já það er svo margt, já heill hellingur. Olgeir er núna farinn, horfinn yfir móðuna miklu til austursins eilífa. Elsku Ragnhildur, hinn hæsti höf- uðsmiður alls hefur nú tekið hann í faðm sér og vona ég að hann gefi þér styrk og okkur hinum sem eigum nú um sárt að binda. Haraldur Örn Pálsson. Getur nokkuð glatt þig fremur, Guð þinn sjálfur til þín kemur. (Valdimar Briem.) Þessar ljóðlínur koma upp í hug- ann við fráfall elskulegs tengdaföð- ur. Á örfáum dögum tókst honum að búa okkur öll undir brottför sína, þannig að sorgin varð okkur léttbær- ari. Hann tókst á við örlög sín með brosi á vör og jafnvel tilhlökkun til þess, sem framundan var. Hægt og hljótt leið hann inn í ljósið á fund Skapara síns og eftir stóðum við sátt og þakklát fyrir lífið hans, alla hans ástúð og umhyggju í okkar garð. Alltaf fannst mér hann síungur, gamansamur og glaður. Hann hafði jákvætt og fallegt hugarfar og aldrei heyrði ég hann leggja illt til nokkurs manns. Í lífinu voru börnin og fjölskyldur þeirra hans stolt, en hans mesta gæfa var eiginkonan, hún Ranka, sem í áratugi stóð alltaf sem klettur við hlið hans, þó efalaust hafi oft gef- ið á bátinn. Þessi fínlegi og smái maður, sem samt var svo óumræðulega stór, Olgeir Sigurðsson 24 MIÐVIKUDAGUR 6. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ RagnheiðurMargrét fæddist í Reykjavík 2. júlí 1964. Hún lést á líkn- ardeild LSH í Foss- vogi 28. júlí síðastlið- inn. Foreldrar hennar eru Þóður M. Adólfsson, f. 14. nóv- ember 1938, og Jóna M. Sigurjónsdóttir, f. 12. febrúar 1942, d. 6. maí 2005. Systkini Ragnheiðar eru: a) Margrét Þórunn, f. 26. febrúar 1960, d. 3. desember 1960, b) Sólborg Hulda, f. 10. júní 1961, maki Atli Karl Pálsson, f. 5. maí 1963 , barn þeirra Margrét Heba, c) Sigurjón, f. 8. mars 1963, maki Hrafnhildur Garðarsdóttir, f. 9. mars 1962, börn þeirra: Garðar Hrafn, Kristinn Örn og Hanna Jóna, d) Gróa María, f. 16. júní 1967, maki Baldvin Kára- son, f. 7. nóvember 1967, börn þeirra: Páll Helgi og Gísli Mar- teinn. Ragnheiður giftist Jóni Oddi Magnússyni , f. 31. október 1959, hinn 24. júní 1983. Foreldrar hans laug Þóra, þá Sigrún Ósk og Hanna María. Nokkur ár bjó fjölskyldan á Patreksfirði en svo í Skerjafirði og síðustu ár hafa þau búið á Seltjarn- arnesi, heimabæ Jóns Odds. Magga vann ýmis störf með barneignum og uppeldi, við verslun, bankastörf o.fl. Hún sótti tíma tölvunarfræði í Háskóla Íslands enda átti hún afar auðvelt með að vingast við heim al- nets og átti vini víða sem hún var í sambandi við í gegnum það. Magga var völundur í höndunum og eftir hana liggja hannyrðastykki sem þykja listaverk. Hefur hún m. a. farið með verk sín á bútasaumssýn- ingar, bæði í Bretlandi og Banda- ríkjunum. Undanfarin ár hefur hún miðlað eldri borgurum úr þessum hannyrðasjóði sínum með kennslu í tómstundastarfi. Magga átti afar auðvelt með að kynnast fólki, dæmi um það er að rétt nýfarin að tala sat hún á tröppunum í Stigahlíð þar sem hún ólst upp fyrstu 4 árin og ávarpaði þá sem framhjá gengu: ég heiti Magga, hvað heitir þú? Útför Ragnheiðar Margrétar verður frá Seltjarnarneskirkju í dag, miðvikudaginn 6. ágúst, og hefst athöfnin kl. 15. eru: Magnús I. Jón- asson, f. 7. febrúar 1934, d. 28. apríl 2006, og Áslaug Jónsdóttir, f. 16. apríl 1938. Börn Ragnheiðar og Jóns eru: a) Margrét Þór- unn, f. 26. janúar 1981, maki Björgvin H. Fjeldsted, f. 26. september 1976, börn þeirra: Óliver Dofri, f. 1998, Mímir Máni, f. 2004 og Þrymur Orri, f. 2005, b) Þórður Ingi, f. 22. október 1988, c) Áslaug Þóra, f. 22. september 1992, d) Sigrún Ósk, f. 17. september 1995, e) Hanna María, f. 5. desember 1996. Ragnheiður ólst upp í Skerjafirð- inum frá 4 ára aldri, gekk í Mela- skóla, Hagaskóla og eftir það lá leið- in í Verslunarskóla Íslands þar sem hún lauk verslunarprófi. Ragnheið- ur, eða Magga eins og hún var köll- uð, kynntist manni sínum, Jóni Oddi, mjög ung og hófu þau búskap á Vita- stíg. Fljótlega fæddist Margrét Þór- unn og flutti fjölskyldan í Graf- arvoginn. Næstur í heiminn var Þórður Ingi og svo koll af kolli; Ás- Síðustu vikur hafa verið skrítnar. Þeim er ég búin að eyða meira og minna á góðum stað, en samt stað þar sem enginn vill vera, líknardeild LSH í Kópavogi. Það er sárt að horfa upp á móður sína verða svona veika og ekkert hægt að gera fyrir hana, nema gera lífið ögn bærilegra með ís með rjóma eða kakói, líka með rjóma. Ég talaði við mömmu í símann á hverjum degi, stundum oft á dag, stundum í fimm mínútur, stundum tvo tíma. Mamma vildi fá daglegar fréttir af ömmusnúðunum sínum, enda mikið um að vera hjá þeim, enda er varla sest niður í hálfa mín- útu í Hábrekkunni. Strákunum fannst ofsalega gaman að tala við ömmu í símann, þótt hún skildi kannski ekki alltaf allt, bæði vegna þess að þeir eiga það til að tala hratt og svo kemur fyrir að framburðurinn er ekki endilega skiljanlegur í síma, en þeir urðu nú ekki varir við það, þar sem amma þóttist bara skilja þetta allt. Mamma var tölvufrík. Hún gat yf- irleitt aðstoðað mig í gegnum símann ef ég þurfti aðstoð við eitthvað. Þegar hún kom á líknardeildina núna í júlí var hún að sjálfsögðu með tölvuna með sér, en hún var ekki í neinum vandræðum með að segja hjúkkunni hvernig ætti að tengja tölvuna og koma þessu öllu í gang þótt hún væri hálfsofandi sjálf. Bútasaumur var líka eitt af áhugamálum hennar. Hún reyndi nú að koma mér af stað í það en það skilaði ekki tilætluðum ár- angri. Mömmu dugði ekki að taka mynstur upp úr blöðum, heldur bjó hún líka til sín eigin. Í gegnum búta- sauminn eignaðist hún vinkonur um allan heim með sama áhugamál. Eftir að mamma var greind með krabba- mein í október sagði hún við mig að hún vildi nú ekki alltaf vera að tala um veikindin, því lífið héldi áfram, en það er einmitt það sem við verðum að sætta okkur við, að lífið heldur áfram. Við höfum ekkert um þetta að segja. Eftir að mamma kvaddi okkur uppi á líknardeild vorum við við rúm- ið hennar og elsti sonur minn sagði: Alltaf þegar einhver er að sjúga upp í nefið er ég að vona að það sé amma. Ég, pabbi og systkini mín viljum þakka því indæla fólki sem vinnur dag og nótt við að létta fólki lífið á líknardeildinni og í heimahlynningu LSH. Þetta fólk á þökk skilið fyrir það starf sem það vinnur. Margrét. Þegar mamma var tveggja ára var hún ekki enn byrjuð að tala. En einn morguninn vaknaði amma og þá var mamma vöknuð og var talandi við dúkkurnar sínar eins og við tölum núna. Mamma sat stundum á bekk í Stigahlíð og þar komu strætóbílar og mikið af fólki. Hún spurði einn sem labbaði framhjá: Hæ, ég heiti Magga, hvað heitir þú og hvert ertu að fara? Blessuð sé minning hennar. Elsku mamma, við fengum ekki nógu mörg ár saman, nú ert þú farin en ég veit að þú ert alltaf hjá mér í hjartanu. Hanna María. Ragnheiður Margrét Þórðardóttir  Fleiri minningargreinar um Ragn- heiði Margréti Þórðardóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Leiði þig í hæstu heima höndin Drottins kærleiks blíð. Ég vil biðja Guð að geyma góða sál um alla tíð. Öðrum stærra áttir hjarta æ þín stjarna á himni skín. Myndin geymir brosið bjarta blessuð veri minning þín. (Friðrik Steingrímsson.) Elsku afi minn, hafðu þökk fyrir allt. Þín, Harpa Hrund. HINSTA KVEÐJA ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÓLI G. JÓNSSON, Austurströnd 12, Reykjavík, lést á heimili sínu fimmtudaginn 17. júlí. Útför hefur farið fram í kyrrþey. Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra er auðsýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför hans. Guðmundur Snorri Ólason, Hrönn Ásmundsdóttir, Ægir Örn Ólason, Guðbjörg Magnúsdóttir, María Óladóttir, Örn Smárason og barnabörn. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför móður minnar, tengdamóður, ömmu og langömmu, JÓHÖNNU KRISTJÁNSDÓTTUR, Víðimel 21, Reykjavík. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki elliheimilisins Grundar, fyrir góða umönnun. Guð blessi ykkur öll. Guðmundur Gaukur Vigfússon, María Guðmundsdóttir, Vigfús Guðmundsson, Lára Guðmundsdóttir, Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, Svanur Guðmundsson, Kristján Guðmundsson, Elín Anna Helgadóttir og barnabarnabörn. ✝ Þökkum innilega samúð og hlýhug við andlát elskulegrar móður okkar, tengdamömmu, ömmu, langömmu, systur og mágkonu, SIGRÍÐAR KRISTÍNAR PÁLSDÓTTUR, Stóru-Sandvík. Sérstakar þakkir til starfsfólks Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, Selfossi, fyrir góða umönnun. Ari Páll Tómasson, Guðrún Guðfinnsdóttir, Rannveig Tómasdóttir, Viðar Ólafsson, Magnús Tómasson, Líney Tómasdóttir. ✝ Hjartans þakkir til allra þeirra fjölmörgu sem sýndu okkur samúð og vinarhug vegna andláts og útfarar, HALLDÓRS BJÖRNSSONAR frá Stóru-Seylu. Sérstakar þakkir til starfsfóks á deild 5, dvalar- heimili aldraðra á Sauðárkróki fyrir góða umönnun. Guð blessi ykkur öll. Aðstandendur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.