Morgunblaðið - 06.08.2008, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 06.08.2008, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. ÁGÚST 2008 13 ERLENT ÍTALANUM Marco Confortola var í gær bjargað af næsthæsta tindi heims, K-2, en 11 af nær 30 fjall- göngufélögum hans fórust í snjó- flóði á fjallinu fyrir nokkrum dög- um. Confortola er nú í grunnbúðum göngumanna og við allgóða heilsu þótt hann hafi kalið á tám. Fjallið K-2 er 8.610 metrar að hæð og talið erfiðara viðureignar en hæsta fjall heims, Everest, sem er um 270 m hærra. K-2 er brattara og þar er meiri hætta á óveðri. „Ég er ánægður með að vera á lífi,“ sagði Confortola í símtali í gær. Ekki var hægt að beita þyrlum við björgunina vegna snjókomu en Confortola tókst að komast niður í um 5.000 metra hæð á mánudag með aðstoð þriggja annarra göngu- manna. Félagarnir héldu áfram göngunni niður á við í gærmorgun og komust loks í grunnbúðirnar. Vonast er til þess að hægt verði að láta þyrlu sækja hann í dag ef veður leyfir. kjon@mbl.is Ítalanum bjargað Flóðið á K-2 kostaði 11 mannslíf Eftir Sigrúnu Hlín Sigurðardóttur sigrunhlin@mbl.is TÆPUR helmingur allra tegunda fremdardýra eða prímata sem finnast á jörðu er í útrýmingar- hættu samkvæmt skilgreiningu Alþjóðanáttúru- verndarsamtakanna (IUCN) á dýrategundum í útrýmingarhættu. Rannsókn sem upplýsti þetta var kynnt á ráðstefnu alþjóðlegra samtaka fremd- ardýrafræðinga í Edinborg í Skotlandi. Af ætt- bálki fremdardýra eru meðal annars lemúrar og apar, þar á meðal nánir ættingjar mannkyns, svo sem simpansar. Alls eru tegundir fremdardýra 634 að frátöldum mönnum. 303 tegundir eru í út- rýmingarhættu, þar af 69 í alvarlegri hættu. Þessi mikla fækkun í röðum fremdardýra er fyrst og fremst af mannavöldum. Stærsta ástæð- an er talin vera eyðilegging heimkynna þeirra í frumskógum og næst á eftir því veiðar. Talsmaður hóps sérfræðinga á vegum IUCN sem fylgist með fremdardýrum, Russell A. Mittermeier, sagði að árum saman hefði hópurinn varað við því að fremdardýr væru í hættu stödd en að þessar nýju upplýsingar sýndu að ástandið væri alvarlega en hann hefði ímyndað sér. Hann sagði eyðingu frumskóganna lengst af hafa verið veigamestu orsök þess að öpum hafi fækkað, en nú ógnuðu veiðar þeim verulega. Tiltölulega auð- velt þykir að veiða þá, þar sem þeir eru háværir og sjást oft vel í trjákrónum. Þeir eru víða veiddir af mönnum sem leggja sér þá til munns, meðal annars í Víetnam, Rúanda og Tansaníu. Veiðiþjóf- ar eru einnig á höttunum eftir skinni apa og líkamshlutum sem notaðir eru í lyf og smyrsl. Vonarglæta í Kongó Niðurstöður könnunar sem gerð var á górillum í Austur-Kongó voru einnig kynntar á ráðstefn- unni í Edinborg. Þar hafði óvænt komið í ljós að í skógum og mýrum norðarlega í landinu byggju um 125.000 vestur-láglendisgórillur (Gorilla gorilla gorilla). Um 200.000 einstaklingar tegund- arinnar eru nú taldir vera á lífi en á níunda ára- tugnum var talið að þeir væru aðeins 100.000. Þetta er þó aðeins ljóstíra í myrkrinu því út- rýming fremdardýra blasir við ef ekki verður skorin upp herör gegn skógareyðingu og veiðum. Vandinn er stærstur í Asíu, þar sem 70% fremdar- dýrategunda eru í útrýmingarhættu.Talsmaður IUCN, Jean-Christophe Vié, sagði að af þeim hópum dýra sem samtökin hefðu fylgst með væru fremdardýr meðal þeirra sem verst eru staddir. Apar étnir upp til agna  303 tegundir fremdardýra eru í útrýmingarhættu  Miklar veiðar og eyðing frumskóga ógnar þeim  Fundur stórs górilluhóps í Kongó er ljós í myrkrinu Reuters Stolt Karlkyns vestur-láglendisgórilla (Gorilla gorilla gorilla) í Kongó ber unga sinn á bakinu. BRESKUR sjónvarpskokkur, Anth- ony Worrall Thompson, hefur beð- ist afsökunar á slæmum mistökum en hann ráðlagði fólki að nota nornajurt, öðru nafni Hyoscyamus niger, í salat, að sögn Jyllands- posten. Jurtin er eitruð. Salatuppskrift Thompsons birtist í júlíútgáfu tímaritsins Healthy and Organic Living og sagði hann að nornajurt smakkaðist prýðilega og væri ágætis viðbót í salatið. En jurtin getur í litlum skömmt- um valdið ofskynjunum og slævt fólk og jafnvel orðið mönnum að bana sé mikið borðað af henni. Thompson er fullur iðrunar og seg- ist hafa ruglað nornajurtinni, sem á ensku heitir henbane, saman við fat hen er mun heita hélunjóli á ís- lensku. kjon@mbl.is Baneitrað salat ÍRASKI söngvarinn Kazem al-Saher heilsar upp á unga landa sína á tónleikum sem haldnir voru fyrir tilstuðlan Rauða hálfmánans og Barna- hjálpar Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, í Dam- askus í Sýrlandi á mánudag. Um 1,5 milljónir íraskra flóttamanna eru í landinu en fólkið flúði vegna átakanna sem hafa herjað frá innrásinni 2003 en virðast nú vera mjög í rénun. Enn er ástandið þó víða ótryggt. AP Fögnuður í Damaskus FRAKKLANDSSTJÓRN vissi að hútúar undirbyggju grimmileg of- beldisverk gegn tútsum í Rúanda. Og ekki nóg með það. Stjórnin tók þátt í þjálfun hútúa, ásamt því sem Frakklandsher tók beinan þátt í mannvígum í þjóðarmorðinu 1994. Þessu er haldið fram í nýrri skýrslu óháðrar rannsóknarnefndar í Rúanda, þar sem farið er fram á að réttað verði yfir 33 hátt settum frönskum stjórnmála- og hermönn- um, vegna aðildar þeirra að málinu. Frakklandsstjórn hefur ávallt neitað ásökunum af þessu tagi, en meðal þeirra sem bornir eru þessum þungu sökum nú eru Francois Mitt- errand, fyrrverandi Frakklandsfor- seti, og forsætisráðherrarnir Dom- inique de Villepin og Edouard Balladur, sem látið hafa af embætti. Studdu stjórnina Fullyrt er að Frakkar hafi stutt dyggilega við stjórn hútúa og veitt her þeirra margvíslega aðstoð. Skýrslan, sem er um 500 síður, var afhent stjórn Rúanda í nóvember en er gerð opinber nú. Hún var um tvö ár í smíðum. baldura@mbl.is Saka Frakka um aðild að þjóðarmorðinu Óháð rannsóknarnefnd í Rúanda ber Frakka þungum sökum Í HNOTSKURN »Talið er að 800.000 mannshafi legið í valnum, flestir tútsar, eftir að ofbeldismenn óðu uppi, margir með sveðjur, í um hundrað daga blóðbaði. »Harmleikurinn vaktiáleitnar spurningar um aðgerðaleysi umheimsins, á meðan karlar, konur og börn biðu algers miskunnarleysis. FÓLK getur nú látið klóna dauð gæludýr en suðurkóreskt líftækni- fyrirtæki býður upp á þessa þjón- ustu. Bandarísk kona hefur þegar látið klóna Booger, veiðihund af bull terrier-kyni, sem safnaðist til feðra sinna árið 2006. Konan, Bernann McKinney, sem er bóndi og fyrrverandi fegurðar- drottning frá Hollywood í Kali- forníu, var í öngum sínum eftir að hún missti hundinn sem fékk krabbamein. „Booger var félagi minn og vinur,“ segir hún. Booger var flækingshundur sem hún tók að sér fyrir nokkrum árum. Tengslin urðu einkum náin eftir að hann bjargaði McKinney þegar annar hundur réðst á hana. Svo hrottaleg var árásin að engu munaði að ann- ar handleggur hennar lamaðist en Booger þjónaði henni af einstakri natni meðan hún var að ná sér. McKinney leitaði til líftækni- fyrirtækisins RNL Bio í Seoul sem tók 50.000 dollara, um fjórar millj- ónir króna, fyrir verkið. Notað var erfðaefni úr húðfrumum af Booger til að búa til fósturvísa sem komið var fyrir í legi tveggja tíka er gutu fimm hvolpum þrem mánuðum síð- ar. Þeir eru allir nákvæmlega eins og Booger í útliti en ekki er þar með sagt að skapgerðin verði lík. McKinney hyggst gera sitt til að reyna að innræta hvolpunum gott hjartalag Boogers með því að ann- ast þá af kærleika. kjon@mbl.is Reuters Hamingja Bernann McKinney með einn hvolpinn í gær. Eins og Booger? Dauður eftirlætis- hundur klónaður í Suður-Kóreu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.