Morgunblaðið - 06.08.2008, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 06.08.2008, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 6. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR FRÉTTASKÝRING Eftir Ylfu Kristínu K. Árnadóttur ylfa@mbl.is BETUR gengur að ráða starfsfólk á elliheimili og í leikskóla en á sama tíma í fyrra. Þetta er álit fjölmargra viðmælenda í stjórnunarstörfum sem leitað var til. Þó víða vanti enn starfsfólk segjast flestir bjartsýnir á að manna takist lausar stöður fyrir haustið. Fleiri sækja í umönnunarstörf Hjá dvalar- og hjúkrunarheim- ilunum Grund og Hrafnistu fengust þær upplýsingar að vel hefði gengið að ráða fólk til starfa í haust, þegar sumarstarfsmennirnir hverfa á brott. Staðan væri mun betri en í fyrra en þá hefði reynst erfitt að manna lausar stöður. Á Grund er staðan fyrir haustið „lofandi“ sem er töluverður viðsnún- ingur frá stöðu seinasta árs. Þar vinna um 300 manns í 200 stöðugild- um en tæpur þriðjungur starfsfólks- ins er af erlendum uppruna og hefur það hlutfall haldist frekar stöðugt síðustu árin. Aukinn áhuga á störfum hjá Hrafnistu má rekja, að sögn Péturs Magnússonar framkvæmdastjóra, til ímyndarátaks sem ráðist var í seinasta vetur sem og til efnahags- ástandsins í þjóðfélaginu. „Við erum í miklu betri málum en á sama tíma í fyrra,“ segir hann. Rúmlega 900 manns starfa hjá Hrafnistu í um 540 stöðugildum og eru 15-20% af erlendum uppruna. Í fyrrasumar glímdu leikskólar höfuðborgarsvæðisins við gríðar- lega manneklu og lýsti Félag leik- skólakennara m.a. yfir áhyggjum sínum vegna ástandsins. Þó menntasvið Reykjavíkurborgar eigi eftir að taka saman heildartölur um stöðu leikskólanna fengust þær upplýsingar á stærstu leikskólun- um að vel gengi að ráða í lausar stöður og væri ástandið mun betra en í fyrra. Leikskólastjórar bjartsýnir Sögðust flestir leikskólastjórar vera afar bjartsýnir fyrir haustið og sannfærðir um að leikskólarnir yrðu „í góðum málum.“ Svipaða sögu er að segja frá Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði. Hjá þeim leikskólastjórum sem haft var samband við vantaði 1–3 starfs- menn. Þeir sögðu það vera svipaða eða betri stöðu en í fyrra og voru allir mjög bjartsýnir á að ráða tæk- ist í allar stöður í haust. Á einum leikskólanum var sagt að þó ástand- ið þar væri svipað og í fyrra væru horfurnar hins vegar mun betri. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Bjartsýnir Leikskólastjórar segja margir hverjir að vel gangi að ráða í lausar stöður fyrir haustið og ástandið sé töluvert betra en á sama tíma í fyrra. Ráðningar ganga betur  Auðveldara að ráða í umönnunarstörf á elliheimilum en á sama tíma í fyrra  Leikskólastjórar bjartsýnir á að takist að manna lausar stöður fyrir haustið LÖGREGLAN á Vestfjörðum fékk tilkynningu um ölvaðan ökumann á húsbíl á tjaldsvæði á Þingeyri aðfaranótt laugardagsins. Hafði maðurinn ekið yfir hluta tjalds sem erlendur ferðamaður var í. Tjaldbúinn náði til allrar ham- ingju að velta sér undan þegar bíl- ljósin nálguðust tjaldið. Annar ökumaður, sem grunaður er um ölvun, var stöðvaður á Barða- strönd á laugardaginn, að sögn lögreglu. Tjaldbúi í bráðri hættu FIMM fíkniefnamál komu til kasta lögreglunnar á Akranesi um versl- unarmannahelgina en lögreglan lagði sérstaka áherslu á fíkniefna- eftirlit í bænum sem og á eftirlit með akstri undir áhrifum ólöglegra fíkniefna. Lögregla lagði hald á 20 grömm af maríjúana, 15 grömm af amfetamíni og lítilræði af hassi og kókaíni. Þá voru fimm ökumenn staðnir að akstri undir áhrifum ólöglegra fíkniefna og einn ökumaður undir áhrifum áfengis. Eftirlitið bar árangur„Við teljum að allir eigi að getafengið vinnu,“ segir Þorkell Guð- jónsson, framkvæmdastjóri Ráðn- ingarþjónustunnar. Hann segir að nú sé mjög góður tími fyrir fyrir- tæki til að fá fólk í vinnu en sökum nokkurs fjölda uppsagna keppi fleiri um sömu stöðurnar og þann- ig eigi fyrirtækin að geta valið hæfara fólk í störfin. Þorkell segir ákveðna leiðrétt- ingu eiga sér stað á markaðnum núna. Í fyrra voru færri sem sóttu um laus störf og því margir sem fengu of krefjandi vinnu en nú verði fólk að sætta sig við stöður sem krefjist minna af því og séu að sama skapi ekki jafn vel launaðar. Hulda Helgadóttir, fram- kvæmdastjóri HH ráðgjafar – ráðn- ingarþjónustu, segir þróunina þá að betra jafnvægi sé að nást milli framboðs og eftirspurnar á vinnu- markaðnum. Hún hefur ekki greint merki þess að við blasi verulegt at- vinnuleysi þó framboð muni lík- lega minnka í sumum atvinnu- greinum með haustinu. Betur gan- gi að ráða í sérhæfðar stöður sem erfitt var að fylla í fyrra en helstu breytingarnar séu að launakröfur hafa lækkað í sumum greinum. Framboð og eftirspurn að ná jafnvægi Morgunblaðið/Ómar Hegningarhúsið Baldur Þórhallsson fer í dag á slóðir eina mannsins sem hefur verið dæmdur fyrir samkynhneigð hér á landi. Eftir Halldóru Þórsdóttur halldorath@mbl.is ÉG gæti gengið um borgina í heila viku, það er svo margt að segja frá. Vandinn var í raun að forgangsraða hvaða staði skyldi heimsækja,“ segir Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði. Baldur leiðir í dag, miðvikudag, göngu um söguslóðir samkynhneigðar í Reykjavík. At- burðir eru raktir allt frá árinu 1882, en gluggað verður í dagbækur skóla- pilta við Lærða skólann í Reykjavík frá þeim tíma. Í göngunni verður meðal annars litið við þar sem fyrsta mótmælastaða samkynhneigðra var haldin árið 1982 og sagt frá eina manninum sem hefur verið dæmdur fyrir samkynhneigð hér á landi, á þriðja áratug síðustu aldar. „Það kom mér svo skemmtilega á óvart hversu mikið er að finna um staði sem tengjast menningu og lífi samkynhneigðra í miðborginni,“ segir Baldur sem hefur verið að grúska í sögunni í eitt og hálft ár. Baldur segir margar sagnanna að- eins geymdar í munnmælum og því hvergi aðgengilegar á einum stað. Luma á góðum sögum „Hugmyndin að göngunni kvikn- aði út frá því að mig langaði að kynna mér sögu samkynhneigðra á Íslandi, mína eigin sögu. Ég hélt að ég myndi helst rekast á eitthvað um næturlífið, skemmtistaði og þess háttar, en inn í söguna fléttast póli- tík, kirkjan, bókmenntir og listir og margt fleira.“ Baldur mun einnig skyggnast inn í líf einstakra borgara, ekki síst frá bóhemheimi listamanna um miðbik 20. aldar. Í þeim hópi fólks var við- urkenndara að vera opinn um kyn- hneigð sína á þessum tíma. Ganga af þessu tagi var fyrst farin í fyrra. Baldur hafði þá tekið saman efni ásamt Þorvaldi Kristinssyni, fyrrverandi formanni Samtakanna ’78. Tvær göngur voru farnar, önnur með enskri leiðsögn en hin íslenskri, líkt og verður nú. Baldur hefur farið með smærri hópa í gönguferðir síð- astliðið ár og fær þó nokkuð af fyr- irspurnum frá áhugasömum. „Eftir göngurnar í fyrra fékk ég margar ábendingar frá fólki sem hringdi alls staðar að af landinu og sagði frá mönnum og málefnum,“ segir Baldur, sem hefur bætt nokkr- um stöðum við frá því í fyrra. Hann hvetur þá sem luma á sögum til að hafa samband og segja frá, enda mikilvægt að skrásetja þessa sögu. Meira en bara næturlífið Pólitík og listir á söguslóðum samkynhneigðar Hvað? Baldur Þórhallsson prófessor leiðir á morgun göngu um sögu- slóðir samkynhneigðar í Reykja- vík. Í göngunni verður spönnuð saga frá 1882. Hvert verður gengið? Safnast verður saman kl. 18 á Ingólfstorgi í dag, miðvikudag. Þaðan verður gengið um gamla bæinn, inn í Grjótaþorpið, yfir Austurvöll, í gegnum Þingholtin, á Skólavörðustíg og endað á Lauga- vegi. Gangan tekur rúma klukku- stund. Hvert er tilefnið? Gangan er einn fyrsti viðburður Hinsegin daga, á tíu ára afmæli þeirra. Margar sagnanna eru að- eins til í munnlegri geymd, og eru því hvergi aðgengilegar á einum stað. S&S TÖLUVERT grjóthrun varð á Kjar- ansbraut í fyrradag en vegurinn liggur á milli Keldudals í Dýrafirði og Stapadals í Arnarfirði. Matthildur Helgadóttir og fjöl- skylda hennar áttu leið um veginn. „Við snerum bara við en það var reyndar ekki svaka mikið pláss til þess,“ sagði Matthildur í samtali við fréttavef Morgunblaðsins. Vegurinn, sem er allhrikalegur, var lokaður vegna grjótshrunsins en búið var að opna hann að nýju í gær samkvæmt upplýsingum Vega- gerðarinnar. Grjóthrun hamlaði för Ljósmynd/Matthildur Helgadóttir Hætta Stór grjót féllu á Kjarans- braut á Vestfjörðum í fyrradag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.