Morgunblaðið - 06.08.2008, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 06.08.2008, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. ÁGÚST 2008 9 Eftir Hjálmar Stefán Brynjólfsson hsb@mbl.is ÞAÐ vakti furðu margra lesenda að fletta í gegnum sérblaðið um Fiski- daginn mikla sem dreift var með Morgunblaðinu í gær. Þar var að finna fjöldann allan af bréfum frá Nígeríu, en þó ólíkt velviljaðri en þau sem landinn er farinn að þekkja. Þau voru frá nokkrum höfð- ingjum frá Nígeríu sem óskuðu há- tíðinni alls hins besta og hafa styrkt hana í áranna rás. Katrín Sigurjónsdóttir fram- kvæmdastjóri Sölku Fiskmiðlunar á Dalvík hefur átt í viðskiptum við Nígeríumenn og kannast við fjöl- marga brandara um Nígeríubréf, auk þess að hafa fengið fjölda bréfa frá svindlurum og annað eins frá Ís- lendingum sem hafa látið gabbast af bréfunum. Hún segir hins vegar að bréfin frá sínum viðskiptavinum séu góð og gild, enda traustir einstak- lingar þar á ferð: „Þetta kom þann- ig til að þegar Fiskidagurinn varð að veruleika fyrir nokkrum árum, þá ákváðum við að leita til góðra viðskiptavina um að vera styrktar- aðilar að hátíðinni. Nígeríumenn hafa verið mjög góðir viðskiptaað- ilar í gegnum tíðina. Og það tóku nokkrir viðskiptavinanna frá Níger- íu vel í þetta og þrír þeirra hafa ver- ið auglýsendur frá upphafi. Svo hef- ur þetta vaxið og í ár buðum við fleiri viðskiptavinum að koma að þessu.“ Auglýsingarnar hafa að sögn Katrínar áður vakið athygli, ekki síður en harðfiskbásinn sem verið hefur á Fiskideginum. Þá klæðast nokkrir úr fyrirtækinu sig upp í skrautlegan nígerískan klæðnað og bjóða upp á þurrkaðar fiskafurðir. Í ár mun jafnframt einn höfðingjanna koma í heimsókn og verða viðstadd- ur Fiskidaginn: „Þetta er hluti af matarmenningu þeirra,“ segir Katr- ín. „Þeir eru að leita eftir þessu sér- staka bragði af skreið og nota hana sem bragðbæti. T.d. setja þeir bita af þorskhaus í kjúklingarétti.“ Hjartnæm bréf berast frá Nígeríu til Dalvíkur Skreiðin hluti af menningunni og notuð til bragðbætis Í HNOTSKURN »Salka Fiskmiðlun hefursérhæft sig í sölu á þurrk- uðum fiskafurðum, og selur langmest til Nígeríu. »Að sögn Katrínar hefurfyrirtækið selt þurrkaðar fiskafurðir, skreið og hausa, til Nígeríu allt frá árinu 1987. »Viðskiptavinirnir í Nígeríueru aðallega frá Aba- héraðinu og koma frá borg- inni Abia. FRÉTTASKÝRING Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is LANDSNET er að undirbúa lagn- ingu nýrrar byggðalínu frá Blöndu- stöð til Akureyrar. Bygging álþynnu- verksmiðju rekur á eftir því að línan verði lögð. Óánægja er meðal land- eigenda með fyrirhugað línustæði í Efribyggð í Skagafirði enda mun mannvirki háspennulínunnar blasa við ábúendum þótt reynt sé að fella það inn í landið. Landsnet telur þörf á að leggja nýja háspennulínu frá Blöndustöð til Akureyrar til að leysa núverandi byggðalínu af hólmi. Áform eru um lagningu 220 kílóvolta háspennulínu en núverandi byggðalína er með 132 kV spennu. Í tillögu að matsáætlun sem Landsnet hefur kynnt kemur fram að tilgangurinn er að styrkja meginflutningsleiðir raforku á Norð- urlandi. Það er fyrsti áfanginn í að styrkja og tvöfalda byggðalínuhring- inn um landið. Fram kemur að leiðin milli Varmahlíðar og Akureyrar er elsti hluti núverandi byggðalínu og hún er að verða flöskuháls í kerfinu enda flutningsgeta takmörkuð. Þá kemur fram að yfirstandandi bygg- ing iðnaðar í Eyjafirði kalli á hraða byggingu línunnar. Þar er sem kunn- ugt er verið að reisa álþynnuverk- smiðju. Tveir kostir til skoðunar Landsnet gerir ráð fyrir því að há- spennulínan liggi frá Blöndustöð yfir Svartárdal og um Vatnsskarð sunnan Valadals og meðfram norðurhlíð Valadalshnjúks. Þaðan eru sýndir tveir valkostir um legu línunnar um Skagafjörð. Annars vegar er Efri- byggðarleið, ofan bæjanna á Efri- byggð og síðan yfir Reykjatungu og Héraðsvötn og í mynni Norðurárdals. Hinn valkosturinn er farvegur og vesturbakki Héraðsvatna. Koma þessi tvö hugsanlegu línustæði saman á Kjálka og þaðan er fyrirhugað að leggja línuna að mestu við hlið núver- andi byggðalínu um Norðurárdal, Öxnadalsheiði, Öxnadal og til Ak- ureyrar. Fyrirhuguð línulögn um Vatns- skarð er mun sunnar en núverandi byggðalína og ekki er áformað að hún liggi við hlið byggðalínunnar fyrr en komið er inn í Norðurárdal. Héraðs- vatnaleiðin fer þó nær því en Efri- byggðarleiðin. Ætlunin er að láta gömlu byggðalínuna standa áfram, á meðan hún endist. Mastur ber í Mælifellshnjúkinn Landsnet hefur verið að kynna áform sín í sumar fyrir landeigendum og sveitarstjórnum sem fara með skipulagsvaldið. Starfsmenn fyr- irtækisins óku á milli bæja og brá mörgum bændum við tíðindin enda höfðu þessi áform ekki farið hátt. Bændum eru boðnar bætur fyrir landið sem fer undir möstrin. Þegar bréf Landsnets um lagningu línunnar var kynnt í byggðaráði Skagafjarðar fyrir helgi var jafn- framt lagt fram bréf landeigenda og ábúenda jarða í Lýtingsstaðahreppi hinum forna þar sem framkominni hugmynd um lagningu háspennulín- unnar um þeirra land er alfarið hafn- að. Einkum mun átt við Efribyggð- arleiðina. Meðal annars kemur fram að náttúruspjöll muni fylgja línulögn- inni sem rýri landkosti og spilli út- sýni. Því hafi framkvæmdin óhjá- kvæmilega í för með sér verulega lækkun jarðaverðs. Efribyggðarleiðin fær þá umsögn í matsáætlun Landsnets að hún sé lítið áberandi frá aðalferðaleiðum um hér- aðið en bent á að Héraðsvatnaleiðin sé nær alfaravegum. Leiðin mun liggja ofan bæjanna í Efribyggð og mun því blasa við frá mörgum þeirra. Möstrin eru mikil mannvirki, 17 til 36 metrar á hæð, og miklu stærri en þau sem halda núver- andi byggðalínu uppi. „Við viljum ekki fá neinar línur yfir þessar jarðir hér. Við munum aldrei fallast á það,“ segir Ólafur Þ. Hallgrímsson, prestur á Mælifelli. Hann segir að gríðarleg sjónmengun verði af þessu mannvirki og nefnir sem dæmi að stór möstur beri í Mælifellshnjúkinn, heiman frá Mælifelli séð. Ólafur segist ekki sjá hvaða nauðsyn sé á nýrri línu en ef svo sé þá væri eðlilegt að hún fylgdi núverandi byggðalínu. Auk sjón- mengunarinnar nefnir Ólafur að áformað sé að leggja línurnar við bæi á Efribyggð þótt vitað sé að ekki sé hættulaust að búa nálægt háspennu- línum. Aukið öryggi Fulltrúi minnihlutans í byggðaráði Skagafjarðar, Bjarni Jónsson, tók undir sjónarmið landeigenda þegar málið var kynnt þar. Erindi Lands- nets fer nú til umfjöllunar í skipulags- og byggingarnefnd sveitarfélagsins. Gunnar Bragi Sveinsson, formaður bæjarráðs, telur ekki annað koma til greina en að heimilað verði að styrkja byggðalínuna og þar með að auka ör- yggi rafmagnstenginga. Spurður um mótmæli landeigenda segir Gunnar Bragi eðlilegt að þeir hafi áhyggjur þegar áformað sé að fara með línuna yfir lönd þeirra. „Ég hef fulla trú á því að Landsnet velji þá leið sem er hagstæðust, út frá sjónarmiðum landeigenda og flutningskerfisins,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson. Þórður Guðmundsson, forstjóri Landsnets, segir að sveitarstjórn- irnar á svæðinu séu frekar jákvæðar fyrir málinu. Reynt verði að ná sam- komulagi við landeigendur og vonast hann til að sem flestir fallist á þessa framkvæmd. Ef samningaleiðin gangi ekki geti komið til þess að ósk- að verði eftir eignarnámi. Háspenna í Skagafirði  Landsnet hyggst leggja nýja byggðalínu frá Blöndustöð til Akureyrar  Land- eigendur og ábúendur jarða á Efribyggð í Skagafirði vilja engar línur um land sitt                                          !"            Nýja byggðalínan, frá Blöndustöð til Akureyrar, verður að minnsta kosti 110 km löng, og áætlaður kostnaður er 5-7 milljarðar kr. Hana á að leggja um leið og und- irbúningi lýkur sem áætlað er að verði um mitt næsta ár. Fram- kvæmdin tekur síðan tvö ár. Frá Blöndustöð er fyrirhugað að leggja línuna yfir Blöndudalinn, milli Eyvindarstaða og Bollastaða, yfir Svartárdal utan við Torfastaði, í stefnu syðst í Vatnsskarð. Komið er inn í Sveitarfélagið Skagafjörð hjá eyðibýlinu Valabjörgum, þaðan farið um Vatnsskarð, sunnan Valdals, meðfram norðurhlíð Vala- dalshnjúks og austur úr skarðinu að eyðibýlinu Kirkjuhóli. Tvær leiðir eru til skoðunar það- an, Efribyggðarleið og Héraðs- vatnaleið. Efribyggðarleið liggur ofan bæja í Efribyggð, í beina línu á Mæli- fellsá og þaðan ofan Mælifells og Starrastaða, milli Hafgrímsstaða og Brúnastaða, yfir Reykjatungu og Héraðsvötn, að Herpistanga í landi Flatatungu og að núverandi byggðalínu í mynni Norðurárdals. Héraðsvatnaleið liggur frá Kirkjuhóli austur að býlinu Stokk- hólma, þaðan er farið í suðaustur eftir farvegi Héraðsvatna, við mörk Sveitarfélagsins Skaga- fjarðar og Akrahrepps, síðan eftir vesturbakka Héraðsvatna sunnan Laugardals þar sem leiðin kemur saman við Efribyggðarleið. Þegar komið er inn í Norður- árdal liggur nýja línan að mestu við hlið þeirrar eldri, um Öxnadals- heiði og Öxnadal, langleiðina til Akureyrar. Hún er þó færð fjær bæjum í Öxnadal og Hörgárdal. Gert er ráð fyrir því að línan geti farið yfir Moldhaugnaháls nokkru neðan við núverandi línu og fylgi Dalvíkurlínu að bæjarmörkum Ak- ureyrar. Ekki hefur verið ákveðið hvar framtíðartengivirki við Akur- eyri verður haft. Rúmlega 100 km ný háspennulína                            www.sjofnhar.is Fréttir á SMS Opið virka daga frá kl. 10-18 Laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigi 5 • Sími 581 2141 Verðhrun 60-90% afsl. HERJÓLFSGATA - HAFNARFIRÐI 4RA HERB. ÚTSÝNISÍBÚÐ FYRIR ELDRI BORGARA Glæsileg 131 fm 4ra herb. íbúð á 3. hæð þ.m.t. sérgeymsla í húsi eldri borgara. Rúmgóðar og bjartar stofur, rúmgott eldhús með þvottaher- bergi/geymslu innaf, 2 herbergi og baðherbergi með miklum innréttingum. Tvennar svalir í suð- ur og vestur, aðrar yfirbyggðar. Sér stæði í bíla- geymslu og mjög gott aðgengi fyrir fatlaða. Verðlaunalóð. Frábær staðsetning niður við sjó. Verð 44,9 millj. FASTEIGNA- MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505 • OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17 Netfang: fastmark@fastmark.is • Heimasíða: http://www.fastmark.is/. Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteignasali • Guðmundur Th. Jónsson, lögg. fasteignasali. Sendum í póstkröfu Hinir frábæru Care þægindabrjóstahaldara, bæði smelltir og heilir Tilboð í Sjúkravörum ehf. í bláu húsi v. Faxafen, sími 553 6511 Opið 11-18 virka daga M bl . 10 32 93 6 10% afsláttur 15% afsláttur Stuðnings- og sjúkrasokkar Einnig skokkabuxur frá Samson og Delilah

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.