Morgunblaðið - 06.08.2008, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 06.08.2008, Blaðsíða 32
32 MIÐVIKUDAGUR 6. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ / ÁLFABAKKA / KRINGLUNNI SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI UPPSELT ÖRFÁ SÆTI LAUS THE MUMMY 3 kl. 5:50D - 8D - 10:30D B.i. 12 ára DIGITAL THE LOVE GURU kl. 8 - 10 B.i. 12 ára WALL• E m/ísl. tal kl. 3:40D - 6 LEYFÐ DIGITAL DARK KNIGHT kl. 5 - 8 - 11:10 POWERSÝNING B.i. 12 ára KUNG FU PANDA m/ísl. tal kl. 4 LEYFÐ FRÁ ÞEIM SÖMU OG FÆRÐU OKKUR „FINDING NEMO“ OG „RATATOUILLE“ SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI VIPSALURINNER BARA LÚXUS ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA WALL• E m/ísl. tali kl. 1:30D - 3:40D - 5:50D LEYFÐ DIGITAL WALL• E m/ensku tali kl. 5:50 - 8 - 10:10 LEYFÐ MAMMA MIA kl. 1:30 - 3:40 - 5:50 - 8 B.i. 12 ára WANTED Síðustu sýn. kl. 10:30 B.i. 16 ára THE MUMMY 3 kl. 1:30 - 3:40 - 6 - 8D - 10:30D B.i. 12 ára THE MUMMY 3 kl. 8 - 10:30 LÚXUS VIP THE DARK KNIGHT kl. 2 - 5 - 8 - 8:20 - 11:10 B.i. 12 ára THE DARK KNIGHT kl. 2 - 5 LÚXUS VIP KUNG FU PANDA m/ísl. tali kl. 1:30 - 3:40 LEYFÐ ...umhugsunar- og athyglisverðasta teiknimynd í áratugi...” “WallE er aftur á móti frábær afþreying ætluð hinum almenna bíógesti, þá einkum stórfjölskyldunni...” S.V. Morgunblaðið Stórbrotin ævintýramynd sem allir ættu að hafa gaman af! STÆRSTU OG BESTU ÆVINTÝRIN ERU EINFALDLEGA ÓDAUÐLEG! BRENDAN FRASER JET LI “…frábær teiknimynd fyrir alla fjölskylduna. Húmorinn er hárbeittur” – T.K. 24 stundir “...WALL E fær óskarinn sem besta teiknimyndin, enda mynd sem fer fram úr því að vera fjölskylduteiknimynd og yfir í að vera fullorðinsteiknimynd.” “...full af nægum sjarma til að bræða hvert steinhjarta”. - L.I.B. topp5.is/Fréttablaðið SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI “…einhver besta teiknimynd sem ég hef séð.” – kvikmyndir.is “…ein besta mynd sumarsins…” –USA Today “…meistarverk.” – New York Magazine Eru þær ekki fullfáar stytt-urnar í höfuðborginni ogþorpum landsins sem minnast þeirra sem bættu sam- félagið og mótuðu söguna? Eru styttur vanmetnar á Íslandi? Sumum þykja styttur reyndar óbærilega hallærislegt fyrirbæri. Styttur fyrri tíma eru margar óttaleg karlrembuverk, hálfgerð sögustýring sem hampar dáðum ráðandi stéttar en varpar skugga sögunnar á aðra hópa. Öðrum geðjast ekki að framsetningunni í styttum og útilistaverkum nú- tímalistamanna þar sem ab- straktið hefur gert myndefnið óþekkjanlegt og afskræmt.    Ég ætla annars ekki að geragreinarmun í þessum pistli á klassískum styttum, einföldum minnisvörðum eða óhlutbundnum útilistaverkum. Mörkin eru oft óljós og skiptir nákvæm aðgrein- ing ekki öllu máli. Mér þykja hins vegar styttur/útilistaverk/ minnisvarðar fegra umhverfið og miðla um leið sögu og menningu til heimamanna og gesta. Stytta af frægum einstaklingi, jafnvel sögupersónu úr mikilvægu bók- menntaverki, reist á stað sem tengist myndefninu, verkar til þess að færa okkur nær sögunni og gera sögulegan fróðleik hluta af því umhverfi sem við hrær- umst í frekar en að einskorða hann við bækur og rit.    Þeir sem búið hafa erlendisþekkja það örugglega að ganga ótal sinnum fram hjá sömu styttunni í daglegu amstri, á leið í vinnu eða skóla, eða úti í al- menningsgarði þar sem gaman er að spóka sig á frídögum. Svo ger- ist það einn daginn að maður staldrar aðeins við, og les á skjöldinn á styttusökklinum og áttar sig þá kannski allt í einu eftir hverjum gatan var nefnd, og hvað hann gerði til að móta sögu og sjálfsmynd þjóðarinnar. Snert- ingin við söguna verður miklu sterkari en ef sömu upplýsingar væru fengnar af blaðsíðum í bók, lausar við allt samhengi umhverf- isins og mannlífsins.    Styttur skapa kennileiti íbyggðinni og umbreyta ósýnilegum bletti í götumyndinni í áfangastað. Stytturnar má skoða og meta, það má fræðast um þær og þrasa um þær. Og ef styttan er af góðum manni eða konu sem gerði mikið til að bæta líf sitt og annarra, og bætti jafn- vel þau lífsgæði sem við njótum í dag, þá má kannski læra eitthvað af styttunni og sækja til hennar innblástur.    Hvernig væri borgarmyndin efekki væru stytturnar? Ein- tóm hús, garðar og leiktæki. Styttur gera menningu hluta af borgarmyndinni. Við mættum, svei mér þá, alveg reisa fleiri styttur hér á landi. asgeiri@mbl.is Eru styttur hallærislegar? AF LISTUM Ásgeir Ingvarsson » Stytturnar má skoðaog meta, það má fræðast um þær og þrasa um þær. Kennileiti Væri ekki Skólavörðuholtið leiðinlegt ef Leif vantaði? Morgunblaðið/ÞÖK

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.