Morgunblaðið - 07.08.2008, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. ÁGÚST 2008 11
FRÉTTIR
Skagaströnd | Þær þurftu sannarlega að nota þolinmæðina
kindurnar þrjár sem gleymdu sér við að éta þang á meðan
flæddi. Þær lentu á flæðiskeri um 100 metra frá landi
þegar eyðið í land fór á bólakaf á háflóði. Þurftu þær að
híma á skerinu í rúmlega sex klukkutíma og bíða þess að
félli út svo þær kæmust í land aftur. Líklega hefur þeim
þótt biðin nokkuð löng og verið fegnar að komast í land á
ný.
Þeim varð þó ekki meint af.
Hvort þær hins vegar læra af þessari erfiðu lífsreynslu
þannig að skynsemin verði græðginni yfirsterkari á næsta
flóði, á svo eftir að koma í ljós.
Morgunblaðið/Ólafur Bernódusson
Á flæðiskeri staddar
ÓMAR Ragnars-
son, kvikmynda-
gerðarmaður og
fyrrverandi
fréttamaður,
hlýtur Seaco-
logy-umhverfis-
verndarverðlaun-
in í ár fyrir
baráttu sína fyrir
náttúru á hálendi
Íslands. Fram kemur í tilkynningu
frá Seacology að Ómar hljóti verð-
launin fyrir að hafa vakið almenn-
ing til vitundar um virkjanafram-
kvæmdir á hálendi Íslands og
umhverfisspjöll sem stíflugerð og
uppistöðulón hafi valdið. Þar kemur
einnig fram að efnahagslegur
ávinningur Íslands af framkvæmd-
unum sé lítill en stór svæði ósnort-
innar náttúru hafi verið eyðilögð.
Því sé Ómar hetja í umhverfismál-
um á Íslandi.
Í fyrsta sinn vegna umhverf-
isverndarstarfs í Evrópu
Seacology-umhverfisverndarverð-
launin hafa verið veitt árlega frá
1992 til þeirra sem þykja hafa lagt
mikið af mörkum til verndar lífríki
á eyjum um allan heim. Er þetta í
fyrsta sinn sem verðlaunin eru veitt
vegna umhverfisverndarstarfs í
Evrópu.
Ómar mun veita verðlaununum
formlega viðtöku í San Francisco í
Bandaríkjunum 2. október nk.
Ómar „hetja í
umhverfismálum“
Ómar Ragnarsson
Hlýtur Seacology-umhverfisverndarverðlaunin
Bjóðum nú frábært sértilboð 23. ágúst í viku á Hotel Forum
með hálfu fæði og Hotel Forum Beach með allt innifalið,
tveimur af okkar aðalgististöðum á Rhodos. Hótelin eru vel
staðsett og í göngufæri við ströndina. Góðir sundlaugagarðar
eru við hótelin, veitingastaðir og barir. Gríptu tækifærið og
njóttu lífsins á perlu gríska Eyjahafsins. Takmarkaður fjöldi
íbúða í boði á þessu frábæra verði.
Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is
Verð kr. 54.990
-m/ hálfu fæði
Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2
börn í íbúð m/1 svefnherbergi í viku á
Hotel Forum með hálfu fæði. Aukalega
m.v. gistingu í íbúð á Hotel Forum
Beach í viku með allt innifalið kr.
15.000.
Verð kr. 64.990
-m/hálfu fæði
Netverð á mann , m.v. 2 fullorðna í
íbúð m/1 svefnherbergi í viku á Hotel
Forum með hálfu fæði. Aukalega m.v.
gistingu í íbúð á Hotel Forum Beach í
viku með allt innifalið kr. 15.000.
Munið Mastercard
ferðaávísunina
Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku.
Ath. að verð getur breyst án fyrirvara.
Frábær gisting - örfáar íbúðir í boði!
Rhodos
23. ágúst frá kr. 54.990
Ótrúleg sértilboð
Hotel Forum -
með hálfu fæði
Hotel Forum Beach -
með allt innifalið
Eftir Davíð Pétursson
Skorradalur | Yfir 200 manns voru
við minningarathöfn um Sverri S.
Einarsson, fyrrverandi rektor
Menntaskólans við Hamrahlíð og
formann Karlakórs Reykjavíkur,
sem efnt var til á Fitjum í
Skorradal. Ógleymanleg var
stundin þegar félagar úr Karla-
kór Reykjavíkur stóðu í hálfhring
um gröf Sverris og sungu nokkur
lög.
Sverrir lést fyrir tíu árum en
hann hefði orðið sextugur 29. júlí
sl. Af því tilefni buðu börn hans
og ekkja ættingjum, fyrrum sam-
starfsfólki og vinum til veislu á
Fitjum.
Sungu til
minningar
um formann
Morgunblaðið/Davíð Pétursson