Morgunblaðið - 07.08.2008, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. ÁGÚST 2008 33
Skólar og námskeið
Glæsilegt sérblað um skóla og
námskeið fylgir Morgunblaðinu
föstudaginn 15. ágúst.
Meðal efnis er:
• Endurmenntun
• Símenntun
• Tómstundarnámskeið
• Tölvunám
• Háskólanám
• Framhaldsskólanám
• Tónlistarnám
• Skólavörur
Allar nánari uppl. veitir Katrín Theódórsdóttir
í síma 569 1105 eða kata@mbl.is.
Auglýsendur!
Pantið fyrir klukkan 16, mánudaginn 11. ágúst.
Ásamt fullt af spennandi efni.
E
N
N
E
M
M
/
S
IA
•
N
M
3
48
14
Frábært sértilboð fyrir áskrifendur Morgunblaðsins
Costa del Sol
Frábærar haustferðir í október
Morgunblaðið, í samstarfi við Heimsferðir, býður áskrifendum sínum frábær tilboð í spennandi haustferðir í október til eins
allra vinsælasta sólaráfangastaðar Íslendinga, Costa del Sol á Spáni. Í boði eru vikuferðir, með möguleika á framlengingu,
4., 11. eða 18. október. Fjölbreytt gisting bæði íbúðir og hótel á ótrúlegum kjörum. Costa del Sol býður allt það helsta sem
maður getur óskað sér í fríinu, og miklu, miklu meira til. Gríptu þetta einstaka tækifæri til að njóta lífsins á þessum vinsæla
áfangastað á frábærum tíma í haust.
Vikuferð frá aðeins kr. 49.990
Áskr. verð Alm. verð Þú sparar
Arcosur Principe Spa - íbúðir
2 fullorðnir og 2 börn, 2-11 ára, í íbúð í viku 49.990 82.790 32.800
2 í íbúð í viku 59.990 92.535 32.545
Principito Sol - íbúðir
2 fullorðnir og 2 börn, 2-11 ára, í íbúð í viku 54.990 88.460 33.470
2 í íbúð í viku 64.990 101.835 36.845
Hotel Cervantes **** m/hálfu fæði
2 í herbergi m/hálfu fæði í viku 79.990 118.445 38.455
Hotel Melia Costa del Sol **** m/hálfu fæði
2 í herbergi m/hálfu fæði í viku 89.990 133.660 43.670
Innifalið í verði er flug, skattar, gisting, rútuferðir til og frá flugvelli og gististaða og íslensk fararstjórn.
Ath. flogið er í beinu leiguflugi til og frá Jerez og ekið þaðan með rútu til gistastaða á Costa del Sol
(liðlega 2,5 klst).
Ótrúlegt verð!
Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara.
Þú spa
rar allt
að
43.670
kr.
á mann
Þú mætir með miðann sem fylgdi Morgunblaðinu 2. ágúst til Heimsferða,
Skógarhlið 18, eða á einhverja af umboðsskrifstofum þeirra.
Einnig er unnt að bóka tilboðið á www.heimsferdir.is
Eftir Ásgeir H. Ingólfsson
asgeirhi@mbl.is
„ÞAÐ er einn hvalur í myndinni, hann
gegnir stóru hlutverki en aðalógnin í
myndinni er þó mannfólkið sjálft.“
Það er Ingvar Þórðarson framleið-
andi sem fullvissar þarna blaðamann
um að það verði einhverjir hvalir í
Reykjavík Whale Watching Massacre
en tökur hófust á myndinni úti á
Granda í gær eins og sjá má á með-
fylgjandi myndum. Myndin verður einnig tekin upp í
Faxaflóa, Hvalfirði, kvikmyndaveri í Keflavík og fleiri
stöðum til 20. september og eru tökudagarnir alls 40, sem
er óvenjumikið fyrir íslenska mynd, enda frægt að afar
erfitt er að taka upp myndir sem eiga að gerast á hafi úti.
En um hvað fjallar þessi hvalaskoðunar-splatter?
„Það er hópur af hvalaskoðunarfólki sem heldur af stað
til að skoða alla fallegu hvalina. En þegar skipstjórinn
deyr af slysförum flýr hinn áhafnarmeðlimurinn á eina
björgunarbátnum, það næst að senda út eitt neyðarkall –
en þau einu sem heyra það er hvalveiðifjölskylda sem má
ekki veiða hvali og útgerðin er á hausnum. Skiljanlega er
það síðasta sem þau langar að gera að bjarga þessu liði.
En þau halda samt á móts við þau – og það fer ekki vel,“
segir Ingvar en meðal íslenskra leikara í myndinni eru
Helgi Björnsson, Guðrún Gísladóttir, Stefán Jónsson,
Snorri Engilbertsson og Þorvaldur Davíð Kristjánsson.
Flestir eru hins vegar erlendir og koma frá Japan, Bras-
ilíu, Bandaríkjunum, Finnlandi og Bretlandi enda eru þeir
að leika túrista sem koma hingað í hvalaskoðun.
Leðurfés snýr aftur
Einn þessara útlendinga er þó fæddur hérlendis og
flutti út fimm ára gamall, sjálfur Gunnar Hansen, sem lék
Leðurfés (Leatherface) í einhverri frægustu hrollvekju
allra tíma, The Texas Chainsaw Massacre. „Hann er al-
gjör goðsögn, spennandi fyrir okkur og mjög góður leik-
ari,“ segir Ingvar og bætir við: „Hann tryggði það að
myndin er sjálfkrafa komin með athygli á netinu frá hryll-
ingsaðdáendum.“
Blóðbað í Reykjavíkurhöfn
Morgunblaðið/Valdís Thor
Fjögur frækin Snorri Engilbertsson ásamt þremur breskum leikurum.
Gunnar Hansen
meðal leikara í
Reykjavík Whale
Watching Massacre
Hvalaskoðun Hluti sviðsmyndarinnar við höfnina.
Dóra Wonder Halldóra Geirharðsdóttir er á meðal leikara í myndinni.