Morgunblaðið - 10.08.2008, Síða 12

Morgunblaðið - 10.08.2008, Síða 12
12 SUNNUDAGUR 10. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ U m þessar mundir er ár liðið frá því að ákveðin teikn um kreppu á fjár- málamarkaði fóru að sjást. Hér á landi var um svipað leyti farið að skrifa um yfirvof- andi greiðsluerf- iðleika fyrirtækja eins og FL Group og miklar sviptingar urðu á milli manna á íslenska fjár- málamarkaðinum. Þrátt fyrir að vísitölur austan hafs og vestan lækkuðu nokkuð bar ekki á miklum sveiflum hér á landi. Gengi krónunnar hélst hátt fram yfir áramótin en þá tóku að sjást teikn um að það færi lækkandi og 22. febrúar 2008 fór gengisvísitalan upp fyrir 130 stig. Ráðherrar sögðu að um nauðsyn- lega leiðréttingu væri að ræða og forsætis- ráðherra taldi ekki ástæðu til að hafa áhyggjur af lækkandi gengi. Í mars hófst síðan hið frjálsa fall krónunnar sem endaði í tæplega 166 stigum 28. júlí síðastliðinn. Síðan hefur hún styrkst og er nú rétt fyrir neðan 160 stig. Fjórtán þúsund milljarðar Verðgildi fyrirtækja sem skráð eru í Kauphöll Íslands reis hæst rétt eftir miðj- an júlí í fyrra, en þá var það um 3.700 millj- arðar króna. Um þessar mundir er það ríf- lega 1.500 milljarðar. Þetta ástand á ekki eingöngu við um Ís- land. Verð skráðra hlutabréfa í heiminum hefur fallið um 14.000 milljarða Banda- ríkjadala. Sviptingar í kauphöllum hafa verið mikl- ar og gengi hlutabréfa lækkað. Hér á landi hefur úrvalsvísitalan lækkað um meira en helming á einu ári og því ljóst að gullið hefur runnið úr greipum margra sem fjár- festu í hlutabréfum. Árangurstengt launakerfi Heimildarmenn Morgunblaðsins hafa m.a. nefnt að starfsmenn bankanna hafi hvatt ýmsa sparifjáreigendur til að festa fé sitt í innlendum hlutabréfum. Nefndur var til sögunnar fjár- festir, sem ráðlagt var að kaupa hlut í íslensku fjármálafyrirtæki fyrir 70 milljónir króna og bauðst viðskiptabanki hans til að lána honum 40 milljónir króna til kaupanna. Síðan hefur gengi bréfanna fallið um þriðjung og krónan fallið um nær þriðjung. Mörgum þykir ótrúlegt að slík viðskipti skyldu eiga sér stað jafnvel fram að síðustu ára- mótum. Skýringin er af sumum talin vera að laun tiltekinna starfsmanna fjármálastofnana voru tengd árangri í starfi. Viðskipti byggjast á upplýsingum Vilhjálmur Bjarnason, aðjunkt við við- skiptafræðideild Háskóla Íslands, er fram- kvæmdastjóri Samtaka fjárfesta. Sam- tökin hafa iðulega gagnrýnt ýmislegt í rekstri helstu stórfyrirtækja landsins, þar á meðal ýmsar ívilnandi ráðstafanir sem gerðar hafa verið í þágu stjórnenda og ráðandi hluthafa. Þegar Vilhjálmur er spurður hvernig al- menningi hafi reitt af í fjármálakreppunni svarar hann því til að það skiptist mjög í tvö horn. „Flestir, sem keypt hafa hlutabréf, hafa tapað einhverju að undanförnu og sumir jafnvel miklum fjármunum. Þeir sem hafa haldið sig við verðtryggða bankareikninga hafa aftur á bóginn ávaxtað fé sitt allvel.“ – Nú er því iðulega haldið fram að til lengri tíma litið sé arðsemi af hlutabréfa- viðskiptum mun meiri en af verðtryggðum bankareikningum. Eiga þessi lögmál hlutabréfamarkaðarins við hér á landi? „Þessi setning er höfð beint eftir fjár- málaráðgjöfum íslensku bankanna þegar þeir reyna að fá fólk til þess að fjárfesta í innlendum hlutabréfum. En sagnfræðin segir okkur að þessi staðhæfing hafi átt við um bandaríska hlutabréfamarkaðinn undanfarna áratugi. Þar telja menn að til lengri tíma litið sé ávöxtunin u.þ.b. 8% hærri en á bankareikningum.“ Vanþroska hlutabréfamarkaður Vilhjálmur segir að íslenski hlutabréfa- markaðurinn sé mjög ungur. Hann lúti ekki alfarið þeim lögmálum sem gilda á er- lendum mörkuðum. Skýringin sé m.a. sú að við erum vanir mun hærri vöxtum en víðast hvar þekkjast. Margir Íslendingar hafi því talið að það sé ekkert óeðlilegt við að gengi hlutabréfa rjúki upp úr öllu valdi hérlendis. „Þegar slíkt gerist grípur um sig hálf- gerð múgsefjun eða svo kölluð hjarðáhrif. Þá kaupir hver sem betur getur. Á þróuðum mörkuðum eru upplýsingar um fyrirtæki forsenda þess hvernig hlutir eru verðlagðir. Íslendingar hafa látið glepjast til þess að kaupa hluti í fyr- irtækjum á uppsprengdu verði án þess að nokkrar upplýsingar liggi fyrir um arð- semi þeirra og af því hefur margur mað- urinn fengið að súpa seyðið. Íslendingar þurfa að læra að hlutabréf eiga að skapa þeim eðlilega vexti til langs tíma litið, þó hærri en af bankareikningum og ríkis- skuldabréfum, en ekki einhvern ofsa- gróða. Þá er rétt að hafa í huga að fjár- festa ekki meira en menn þola að tapa.“ – Hvernig snýr þetta þá við hinum al- menna fjárfesti? „Þeir sem hafa fjárfest í innlendum hlutafélögum hafa tapað. Þeir sem tóku lán fyrir hlutabréfakaupunum hafa tapað tvöfalt. Margir héldu að arður hlutabréfanna stæði undir vöxtum og afborgunum af lán- unum sem þeir tóku. Það hefur ekki geng- ið eftir síðustu misserin. Þess vegna hafa margir orðið annaðhvort að leggja fram auknar tryggingar fyrir greiðslum af lán- um sem þeir tóku til hlutabréfakaupa eða selja bréfin á lágu verði með tapi og greiða lánin.“ – Nú hefur verið áberandi að nokkur hlutafélög hafa hreinlega hrapað í verði. „Í raun bera tvö hlutafélög meg- inábyrgð á slæmri gjaldeyrisstöðu okkar um þessar mundir, Eimskipafélagið og FL Group. Þar gáðu menn ekki að sér og fjár- festu á ýmsum sviðum sem þeir höfðu ekki næga þekkingu á. Tap FL Group varð meira en þekkst hefur í allri Íslandssög- unni og það kom að skuldadögunum. Sum- ar eignirnar hafa verið óseljanlegar og eign hluthafa hefur hreinlega gufað upp.“ Tiltekt í eigin ranni – Því hefur heyrst fleygt manna á meðal að ástandið væri skárra ef við hefðum haft annan gjaldmiðil. „Miðað við þær fjárfestingar sem menn hafa lagt út í hefði orðið um tap að ræða hvernig sem á það er litið. Skellurinn hefði orðið mun minni ef krónan væri sterkari gjaldmiðill. Eigi að síður hefðu menn tap- að umtalsverðum upphæðum eins og af- borganir af erlendum lánum sýna.“ – Samtök atvinnulífsins og fleiri hafa hvatt til þess að Íslendingar reyni með einhverjum hætti að komast inn í mynt- samstarfið um evruna. Eru þessar hug- myndir raunhæfar á meðan við stöndum utan Evrópusambandsins? „Hverjir eru þeir sem svara þessari © Daniel Smith/zefa/Corbis Að undanförnu hefur hrikt í stoðum ís- lenska fjármálakerfisins. Verðmæti fyr- irtækja í Kauphöll Íslands hefur rýrnað um rúmlega helming á einu ári. Í júlí í fyrra náði það 3.700 milljörðum en er nú ríflega 1.500 milljarðar. Þá hefur krónan fallið um þriðjung og verðbólgudraugurinn farið á stjá. Stýrivextir eru hvergi hærri og sumir telja að hagstjórn Seðlabankans hafi mistekist. Svipuð þróun hefur orðið víða um heim. Skráð hlutabréf hafa fallið um 14.000 milljarða dollara. Ýmsar spurningar hafa vaknað um það hvernig fólk geti tryggt fjármuni sína og hvort ís- lensku bankarnir geti staðið við skuldbindingar sínar. KREPPA Eftir Arnþór Helgason arnthorh@mbl.is FJÁRFESTAR FENGU Á BAUKINN

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.